Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 03.11.1979, Qupperneq 2

Dagblaðið - 03.11.1979, Qupperneq 2
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 3. NÓVEMBER 1979. Málefni fatlaðra á íslandi: Mannréttindi ekki höfð í heiðri hér? Sjónvarpsáhorfundi skrifar: Mig langar til að byrja á því að þakka sjónvarpinu fyrir vel unninn og fræðandi þátt um málefni fatlaðra hérá landi. Ég held, að langflestir íslendingar hafi ekki hugmynd um, hversu illa er búið að þessu fólki. í þættinum kom það þó fram, að mikið af góðu fólki vinnur mjög gott og fórnfúst starf á þessu sviði en fjárveitingavaldið hefur hins vegar verið furðu sinnu- laust ufn þessi mál. Það er ekki ofsögum sagt, að þessi fjölmenni þjóðfélagshópur, sem býr við fötlun í einni eða annarri mynd, nýtur engan veginn fullra mannrétt- inda. Mönnum er að verða það Ijóst, að stór hópur íslendinga býr við mjög skert mannréltindi á þvi herransári 1979. Eins og Magnús Kjartansson, fyrr- verandi ráðherra, benti réttilega á í fróðlegu útvarpserindi um þessi mál þá er mikið talað um mannréttinda- brot hér en þá er jafnan verið að ræða um mannréttindabrot úti i hinum stóra heimi, t.d. i Austur- Evrópu. Þeir sem um slíkt ræða virðast hins vegar enga grein gera sér fyrir því að hér á íslandi eiga sér einnig stað mjög alvarleg mann- réttindabrot. Hér á það því vel við sem meistarinn frá Nazarct sagði forðum: Dragðu fyrst bjálkann úr cigin auga þá muntu sjá flísina í auga bróður þíns. Nú, þegar þjóðinni er að verða þessi sorglega staðreynd Ijós, þá vill hún að eitthvað sé gerl í niálinu. Það fer ekkert á milli mála, að sá er vilji Jafnréttisganga fatlaðra i fyrra hleypti af stað mikilli umræðu um málefni fatlaðra en enn sem komið er hefur lítið verið um úrbætur. þjóðarinnar. Vonandi að alþingis- hendur standa fram úr ermum og hafa allt of lengi viðgengizt hér á mönnum sé það Ijóst og þeir láti stöðvi þau mannréttindabrot sem landi. Krikkelleikarará Melavellinum. I)B-mynd Hörður. VILL STOFNA KRIKKETLIÐ Ferðalangur skrifar: Ég sá í blöðunum um daginn, að krikketlið hefði verið hér á fcrð og spilaðeinn leik á Mclavellinum. Ég hef oft furðað mig á þvi, hvers vcgna ekki er leikið krikkct hér á landi. Ég hef víða ferðazt og kynnzt mörgum iþróttuhi, en þetta cr sú al- skemmtilcgasla iþrólt sem völ er á. Þegar maður er korninn inn i leik- reglurnar og farinn að botna í leikn- um þá er sem ljúkist upp fyrir manni stórkostleg opinberun. Ég vil því skora á íþróltafélögin í borginni að fá hingað til lands erlenda kcnnara til að kenna okkur þessa skemmtilegu íþrótt. Ég er viss um, að hún á eflir að hrifa landann og auka á tilbreytinguna i okkar fá- tæklega tómstundalífi. VENJULEGT ÚTVARP? Magnús Jónsson hringdi: Ég var að hlusta á útvarpið og cr ekki annað að heyra en þeir hafi breytl dagskránni talsvert. Það er ekki lengur þetta sinfóníurugl um Glópur skrifar: Nú stendur yfir sænsk kvik- myndavika i Regnboganum og eruni við áhugantenn um lifandi myndir að sjálfsögðu himinlifandi yfir fram- takinu. En sá er þó galli á gjöf Njarðar, að sænsku myndirnar, sem eru gamlar og þöglar, þarf að sýna á miðjan daginn heldur létt og skemmtileg músik. Það er því hægt að hlusta á út- varpið og svei mér þá ef þetta er ckki farið að líkjast venjulegu útvarpi. hraðanum 18 ramma per/sek. en Rcgnboginn hefur ekki tæki til þess arna. í staðinn sjáum við myndirnar á hraðanum 24 rammar per/sek. sem ýkir alla hreyfingu og er þetta ansi hvimleitt. Hefði ekki verið hægl að bjarga þessu við í öðru kvikmynda- húsi? Nýskipað Brunalið Óánægður skrifar: Eitt 'föstudagskvöld brá ég mér á ball með Brunaliðinu úti á landi, þar sem ég bý, og þar átti að vera þrumu stuð. Þegar komið var að þvt að kynna hljómsveitina sá ég ekki það sent ég ætlaði mér að sjá, heldur sá ég nýskipað Brunalið þar sem eru Magnús K., Pálnti G. og Ragnhildur G., sent cru öll mjög góð í sínu, og nteð þcint stóðu þrjár stelpur, Eva, F.rna og Erna, en það vantaði gjör- samlega l.adda og einn bezta tromntulcikara hérlendis, Sigurð Karlsson. Ég hef alltaf verið mjög ntikill aðdáandi hans eins og ntargir l'leiri sem ég þekki til, en í stað hans var maður að nafni Hrólfur sent gerir sitt ekki likt því eins vel þótl hann æli sig dag og nótt. Ekki nóg með það heldur tók hljóntsveiiin allt ol' langa „pásu” og það þótti fleirunt en ntér. Raddir lesenda Pappírskostnaður: 3000 kr.-ekki 1500 Sigríður Svavarsdóttir hringdi: í DB-frétt á fimmtudag segir, að pappírskostnaður hvers skólabarns sé 1500 krónur. Þetta er ekki rétt. Dóttir mín, 9 ára, var að koma hcim úr skólanum og á hún að borga 3000 kr. í pappírsgjald. Ég á 3 börn í skóla, þannig að þetta gjald verður 9000 kr. hjá mér. Vitlaus hraði á kvikmyndaviku Taugaveiklun Þjóðviljans Katrín Marísdóttir skrifar: Það er beinlínis til háborinnar skammar, hvernig Þjóðviljinn hagar fréttaflutningi sínum þessa dagana. Magnús Torfi Ólafsson. Svo mikil virðist taugaveiklunin vera vegna kosninganna, að blaðið þorir vart lengur að birta eina einustu frétt, nema með fylgi skýring ritstjórnar um það hvernig lesendum sé hollast að skilja fréttina. Til að bíta höfuðið af skömminni hefur blaðið tekið upp þann sið að láta fyrirsagnir blaðsins endurspegla áðurnefnda fréttaskýr- ingu, en ekki inntak fréttarinnar. Eitt lilið dæmi um þessa taugveikl- un birtist í forsíðuviðtali Þjóðviljans við Magnús Torfa þann 27. okt. sl. í fyrirsögn að viðtalinu hefur blaðið eftir Magnúsi, að Samtök frjáls- lyndra og vinstrimanna styðji ekki Framsókn í komandi kosningum. Staðreyndin er hins vegar sú, að Magnús Torft nefnir þetta hreint ekki i viðtalinu, heldur segir aðeins að sér séekki kunnugt um stuðningsyfirlýs- ingu áhrifamanna innan samtakanna við Harald Ólafsson á vegunr Framsóknarflokksins, en frétl þess efnis hafði birzt í Vísi daginn áður. Þessi þörf Þjóðviljamanna til að troða sínum eigin skoðunum inn i hverja frétt, sem í blaði þeirra birtist, er ef til vill skiljanleg, þegar höfð er i huga frammistaða Alþýðubanda- lagsins í siðustu ríkisstjórn, þar sem það kokgleypti öll sín helztu kosningamál. Á hinn bóginn rná örugglega fullyrða að þetta vcrður ekki til þess að slyrkja trú manna á flokknum, miklu frekar undirstrika þessi skrif Þjóðviljans þá staðreynd að Alþýðubandalagið hefur þrifizl á því að blckkja oggylla — hingað til. Að stóla á Óla Jó Skúli B. Árnason skrifar: Mikinn ótla setur nú að krötum vegna fyrirsjáanlegs fylgistaps í næstu kosningum. Hægrafylgið, scnt kaus Alþýðuflokkinn i síðustu kosningum, mun snúa aftur til föður- húsanna búið að gleyma vonbrigðum sinum með stjórn Geirs Hallgrims- sonar á sínum tima, en þeir sem enn trúa á vinstristjórn munu kjósa Framsókn. Vinstrisinnar urðu fyrir miklum vonbrigðum með brotthlaup Alþýðuflokksins úr vinstristjórninni og sjá nú siðasta haldreipið í Fram- sókn ef hér á að vera hægt að halda saman vinstristjórn. Framboð Ólafs Jóhannessonar i Reykjavík er mikil og óvænt ógnun við krata því traust forysta hans i tveim vinstristjórnum er óumdeild og kjósendur munu hugsa sent svo að óhætt sé að stóla á hann Óla. Ólafur Jóhannesson.

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.