Dagblaðið - 03.11.1979, Side 5

Dagblaðið - 03.11.1979, Side 5
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 3. NÓVEMBER 1979. 5 Kristján Ragnarsson, framkvæmdastjóri LÍÚ: Vilji LIU aö íslenzk skip selji i Hull og Fleetwood — þar sem þær haf nir byggja á íslenzkum f iski — Norðursjávarf lotinn sér Grimsby fyrir f iski f rá vorí til hausts Fleetwoodbúar óska mjög eindregið eftir meiri fiski frá íslandi, eins og fram kom í DB fyrr í vikunni. Þeir telja stöðuga löndun íslenzkra báta og togara forsendu þess að hátt verð haldist á markaðnum og treysta á íslendinga í þessu efni þar sem þeir hafa ekki flota sjálfir til sh'kra veiða. íslenzk skip landa á þremur stöðum í Bretlandi, þ.e. Fleetwood, Grimsby og Hull. En hvernig er stjómun þessara landana háttað og skipulagningu? Dagblaðið hafði samband við Kristján Ragnarsson framkvæmdastjóra Landssambands íslenzkra útvegsmannaog spurði liann um málið. Útvegsmenn ráða sjálf ir hvert þeir sigla „Þarna ráða óskir einstakra útvegsmanna,” sagði Kristján, ,,en það er siðan okkar að tilkynna þær óskir réttum aðilum. Fram til þessa höfum við þekkt Humbersvæðið, þ.e. Hull og Grimsby, betur og haft á því meira traust. Það stafar af því að okkar kynslóð hefur haft viðskipti þar en viðskiptin við Fleetwood hafa verið tiltölulega lítil frá því skömmu eftir stríð. Krístján Ragnarsson framkvæmda- stjóri LtÚ: Okkar pólitfk að beina fisksölunni framvegis til Fleetwood og Hull fremur en Grimsby. Hull og Fleetwood byggja á ís- lenzkum f iski Fleetwood opnaði sinn markað hins vegar fyrr nú en Grimsby og þvi hefur verið töluvert um sölur þar og þangaðergott að koma. Það er núna okkar pólitík að reyna eftir því sem við getum að beina sölunni framvegis til Hull og Fleetwood fremur en til Grimsby. Hull og Fleetwood byggja nær eingöngu á fiski frá íslandi en Grimsby tekur aðeins við fiski frá okkur yfir vetrarmánuðina. Þeir eru með stóran Norðursjávarflota sem sér Grimsby fyrir fiski frá vori til hausts. Okkar hagsmunir byggjast á þvi að halda opnum höfnunum í Hull og Fleetwood. Hafnargjöld hafa að vísu verið hærri í Hull en Grimsby en við fengum því breytt. Það er stefna okkar að fá sem hagkvæmnast verð fyrir aflann og ef betra verð fæst með því að sigla heldur en að landa heima þá er sjálfsagt að gera það. Það hefur fengizt sambærilegt verð á þessum þremur stöðum í Bretlandi en þó hefur markaðurinn í Fleetwood verið viðkvæmastur. Styttra til Fleetwood Hins vegar er rétt að athuga það að styttra er til Fleetwood heldur en til hinna staðanna og munar það einum sólarhring bæði á útleið og heimleið. Þetta sparar olíu og eykur Islenzkur bátur landar I Fleetwood — Vestmannaeyjabáturinn Sigurbára. DB-mynd: Jónas Haraldsson. tímann á veiðunum. Við höfum sér- staklega reynt að gera þetta Ijóst eigendum báta sem sigla með minni afla en togararnir. íslendingar gætu haldið uppi stöðugu aflamagni á þessum stöðum en LÍÚ getur ekki sagt útgerðar- mönnum hvert þeir eigi að fara. Við getum aðeins beint óskum til okkar7 manna og eru þær óskir mótaðar í náinni samvinnu við viðskipta- ráðuneytið. Það er nokkuð misjafnt hvaða út- gerðarmenn láta báta sína sigla. Það eru aðilar sem ekki eiga aðild að fisk- vinnslu á íslandi og hjá öðrum er það matsatriði hvort selt er eða ekki. Ef umframboð er á fiski, þá selja þeir. í haust hafa allar tegundir skipa selt erlendis. Ferskfisk- markaðir betri en f reð- fiskmarkaðir Það er okkar skoðun að ferskfisk-. markaðir gefi í flestum tilfellum betri útkomu en freðfiskmarkaðirnir. Þeg- ar ferskur fiskur er seldur fæst verð fyrir bein og roð sem ekki fæst þegar fiskurinn er flakaður hér heima og frystur. Þá sleppum við einnig við allan vinnslukostnað þannig að fersk- fisksala er mjög þjóðhagslega hag- kvæm. Þær neyzluvenjur eru i Bretlandi að fólk þar vill ferskfisk. Möguleikar okkar á fisksölu minnka því ef hafnirnar í Hull og Fleetwood loka. Við verðum því að gera okkar til þess að halda þeim opnum. Ferskfiskur er cinnig seldur í Þýzkalandi en Þjóðverjar vilja nokkuð aðrar fisk- tegundir en Bretar þannig að menn ákveða veiðarnar með tilliti til þess. Miðað við þá samsetningu á afla sem seldur er í Bretlandi í dag er lág- mark að fá 420—450 krónur fyrir hvert kg. Að lokum er rétt að taka það fram að ekki er fyrirhuguð brevting á þessu fyrirkomulagi innan LÍÚ varðandi fisksölur erlendis þannig að útgerðarmenn ráða því sjálfir hvort og hvar þeir selja.” -JH. Reykvíkingum er boðið að koma og skoða húsið sem nef nt hef ur verið „Fjalakötturinn” Aðalstræti 3 KL 2-7 í DAGOGÁ MORGUN mn a«n nsjll liBiiii Fyllsta Öryggisgæzla verður. Með vinsemdogvirðingu, eigandi, Þorkell Valdimarsson ATH. Fatlað f ólk getur haft samband í síma 29566 Öll aðstoð verður veitt.

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.