Dagblaðið - 03.11.1979, Síða 23
23
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 3. NÓVEMBER 1979.
e
Utvarp
Sjónvarp
VIKULOKIN - útvarp kl. 13.30:
GAMLIR KVEÐJA,
NÝIRTAKAVIÐ
—sendir Vilmundur hvítvín? spyr Ólafur Hauksson
Endalokafólkið Kristján E. Guðmundsson, sem tekur við skólaþætti á miövikudagskvöldum, ritsljórarnir Edda Andrés-
dóttir og Ólafur Hauksson.
,,Þetta er meira svona i endalokin
að minnsta kosti fyrir okkur þrjú,
mig, Eddu og Kristján," sagði Ólafur
Hauksson, einn stjórnandi Vikulok-
anna aðspurður um lokaþátlinn.
„Fyrir utan að vera endalokin,”
sagði Ólafur, ,,á þátturinn árs af-
mæli. í fyrsta lagi ætlum við að rifja
upp ýmislcgt sem komið hcfur fyrir
hjá okkur í Vikulokunum. Jón
Björgvinsson mun sjá um þann lið
sem verður u.þ.b. klukkustundar
laiigur.
Siðan ætlum við að bjóða gestum
til okkar í útvarpssal. Það verður
margt af þeim gestum sem hafa verið
í þáttunum og má þar nefna t.d.
Ragnar Bjarnasort, Garðar Cortes,
Magnús Kjartansson, Gunnar
Þórðarson og Jónas R. Jónsson
ásamt mörgum fleirum.
Fyrrverandi stjórnendur munu
einnig mæta, þeir Jón Björgvinsson,
Ólafur Geirsson og Árni Johnsen.
Einnig koma þeir nýju, Guðmundur
Arni Stefánsson, Óskar Magnússon
og Þórunn Gestsdóttir.
— Verður kampavin?
„Nci, við höfum nú ekki efni á þvi..
En kannski Vilmundur sendi okkur
eina hvítvín. Útvarpið heyrir undir
hann núna og hann ætti ekki að
ntuna um það. Annars verður þetta
svona mest ,,happening”-þáttur með
ýmsu sprelli," sagði Ólafur Hauks-
son að lokum. Þess má geta að
Guðjón Friðriksson, núverandi
stjórnandi, mun halda áfram með
nýja fólkinu í Vikulokunum!
-EI.A.
ÍSLENZKT MÁL
—sjónvarp annað kvöld kl. 20.35:
LAGIÐ MITT -
útvarp
kl. 17.20
á morgun:
Nýr
tími
Óskalagaþáttur barna, Lagið
mitt, hefur færzt í dagskránni
með tilkomu vetrardagskrár og er
hann nú á sunnudögum kl. 17,20.
Það cr Helga Þ. Stephensen sem
kynnir kveðjurnar og er þálturinn
fjörutiu mín. langur.
-ELA.
í þættinum Íslenzkt mál annað kvöld verður m.a. fjallað um hlutverk skálda
sem brautryðjenda nýs máls og málnotkunar. Hér á myndinni eru nokkrir
þeirra.
Það er Eyvindur Eiriksson sem
hefur umsjón með þessum þætti sem
þeim fyrri en þulur er Friðbjörn
Gunnlaugsson. Þátturinn er tutlugu
Annar þáttur um íslenzkt mál er á
dagskrá sjónvarpsins annað kvöld kl.
20.35. í þessum þætti verður lýst
hlutverki skálda sem brautryðjenda
nýsmálsog málnotkunar.
og fimm minútna langur og stjórn-
andi upptöku cr Valdimar Leifsson.
-F.I.A.
Meðal annars er fjallað um drótt-
skáldskap, helgikvæði, danskvæði,
sálma og nútímaskáld. Að auki er
brugðið upp dæmum um tökuorð í
skáldskap þekktra skálda á ýmsun'
timum.
SKÁLDIN 0G
MÓDURMÁUÐ
Laugardagur
3. nóvember
7.00 Veðurfregnir. Fréttir. Tónleikar.
7.10 Leikfimi.
7.20 Bæn.
7.25 Tónieikar. Þulur velur og kynnir.
8.00 Fréttir. Tónleikar.
8.15 Veöurfr. Forustugr. dagbl. (útdr.). Dag-
skrá Tónleikar.
9.00 Fréttir. Tilkynningar. Tónleikar.
9.20 Leikfimi.
9.30 Öskalög sjúklinga. Asa Finnsdóttir
kynnir. (10.00 Fréttir. 10.10 Veðurfregnir).
11.20 Vlð og barnaáriö. Jakob S. Jónsson
stjórnar barnatima.
12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar.
12.20 Fréttir. 12.45 VeÖurfregnir. Tilkynn-
ingar. Tónleikar.
13.30 t vikulokin. Umsjón: Edda Andrésdóttir,
Guöjón Friðriksson, Kristján E. Guðmunds-
son og Ólafur Hauksson.
15.40 tslenzkt mál. Jón Aðalsteinn Jónsson
cand. mag. talar.
16.00 Fréttir.
16.15 Veðurfregnir.
16.20 „Mttttum viö fá meira að heyra?” Sólveig
Halldórsdóttir og Anna S. Einarsdóttir stjórna
bamatima meö islenzkum þjóðsögum; — 2.
þáttur: Sæbúar.
17.00 Tðnskáldakynning: Fjölnir Stefánsson.
Guðmundur Emilsson sér um annan þátt af
fjórum.
18.00 Söngvariléttumdúr.Tilkynningar.
19.00 Fréttir. Fréttaauki. Tilkynningar.
19.35 „Góði dátinn Svejk” Saga eftir Jaroslav
Hasek 1 þýðingu Karls tsfelds. Gisli Halldórs-
son leikari les (38).
20.00 Harmonikuþáttur. Umsjónarmenn:
Högni Jónsson og Siguröur Alfonsson.
20.30 (Jr tónlistarlifinu. Knútur R. Magnússon
sér um þáttinn.
21.15 A hljómþingi. Jón örn Marinósson velur
sígilda tónlist, spjallar um verkin og höfunda
þeirra.
22.15 Veöurfregnir. Fréttir Dagskrá morgun-
dagsins.
22.35 Kvöldsagan: „Gullkistan”, a-viminningar
Ama Gl.slasonar. Báróur Jakobvson les (2k
23.00 Danslög. (23.45 Fréttir).
01.00 Dagskrárlok.
Sunnudagur
4. nóvember
8.00 Morgunandakt. Herra Sigurbjörn Einars-
son biskup flytur ritningarorö og bæn.
8.10 Fréttir.
8.15 Veðurfregnir. Forustugreinar dagbl.
(útdr.). Dagskráin.
8.35 Létt morgunlög. Konunglega hljómsveitin
1 Kaupmannahöfn leikur lög eftir Hans
Christian Lumbye. Stjómandi: Arne Hammel
boe.
9.00 Morguntónleikan Frá orgeltónleikum 1
l.andakotskirkju 16. f.m. David Pizarro
leikur. a. Fantasíu yfir lagið „Amerlku” eftir
Norman Coke-Jephcott, b. Svltu I c moll eftir
Johann Ludwig Krebs; Pizarro útsetti. c.
Kóral nr. 2 I h moll eftir César Franck, d.
Svltu eftir Frantisek Tuma, e. Preiúdíu og
fúgu I h-moll eftir Johann Sebastian Bach.
10.00 Fréttir. Tónleikar. 10.10 Vcöurfregnir.
10.25 Ljósaskiptl. Tónlistarþáttur 1 umsjá Guö-
mundar Jónssonar planóleikara.
11.00 Messa I kirkju Flladelfiusafnaóarins I
Reykjavík. Ræðumaöur:, Einar Gíslason.
Oganleikari: Árni Arinbjarnarson. Kór
safnaöarins syngur. Einsöngvari: Hanna
Bjamadóttir.
12.10 Dagskráin. Tónleikar.
12.20 Fréttlr. 12.45 Veðurfregnir. Tilkynningar.
Tónleikar.
13.20 Um aódraganda sióari heimsstyrjaldar-
innar. Jón R. Hjálmarsson fræðslustjóri flytur
hádegiserindi.
14.00 Miódegistónleikar: Tónleikar I Norræna
húsinu 7. í.m. Jorma Hynninen bariton frá
Finnlandi syngur á norrænni mcnningarviku.
Ralf Gothoni leikur á píanó. a. „Ferðasöngv-
ar"cftir RalpH Vaughan Williams. b. Söngvar
viö Ijóö úr Kanteletar op. 100 cftir Yrjö
Kilpinen. c. Fimm söngvar eftir Jcan Sibelius.
d. Söngvar eftir Hugo Wolf viö IjóÖ eftir
Eichendorff.
15.00 .Skáld athafnanna. Dagskrá á aldarafmæli
Vilhjálms Stefánss. landkönnuöar (3. nóv.)
I umsjá dr. Þórs Jakobss. vcóurfræóings og
Brynju Benediktsdóttur leikkonu Lesari með
þeim er Gísli Alfreðsson leikari. Einnig er
spjallað um Vilhjálm viö dr. Hclga P. Bricm
fyrrum sendiherra.
16.00 Fréttir.
16.15 Veöurfregnir.
16.20 Á bókatnarkaóinum. Andrés Björnsson
útvarpsstjóri sér um kynningu á nýjum
bókum. Margrét Lúðvlksdóttir aðstoöar.
17.20 Lagió raltt. Helga Þ. Stephensen kynnir
óskalög barna.
18.10 Harmonikulög. Milan Gramantik, Will
Clahé og Adriano leika.
Tilkynningar.
18.45 Veöurfregnir. Dagskrá kvöldsins.
19.00 Fréttir.Tilkynningar.
19.25 Í leit að uppsprettunni. Jónas Haralz
bankastjóri flytur ræöu frá Skálholtshátlð í
sumar.
19.45 tslenzk tónlist. a. Úr „Ljóöaljóðum SaÍÍE
mons”, lagaflokkur eftir Pál ísólfsson. Sigriður
Ella Magnúsdóttir syngur. Ólaíur Vignir
Albertsson lcikur á píanó. b. Sónata fyrir fiölu
og planó eftir Hallgrlm Helgason. Howard
Leyton og höfundurinn leika. c. Kvintctt fyrir
blásturshljóðfæri cftir Jón Ásgeirsson.
Blásarakvintett Tónlistarskólans I Reykja-
vík lcikur.
20.30 Frá hernámi Íslands og styrjaldarárunum
sióari. Að þessu sinni verða fiuttir tveir frá-
söguþættir: Guðlaug Freyja Þorsteinsdóttir les
frásögn HóimfriÖar Halldórsdóttur, og
Sigurjón Rist leseigin frásögu.
21.00 Óperutónlist. Luciano Pavarotti syngur
ariur úr óperum eftir Donizetti. Richard
Strauss, Bellini, Puccini og Rossini.
21.35 Kinversk Ijóó. Guörún Guöjónsdóttir les
eigin þýöingu á sex Ijóðum. Með lcstrinum er
flutt klnversk tónlist, scm Arnþór og Glsli
Helgasynir völdu.
21.45 Pianólög eftir Carl Tausig. Michacl Ponti
leikur.
22.15 Veöurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgun-
dagsins.
22.35 Kvöldsagan: „Gullkistan”, cndurminn-
ingar Árna Gislasonar. Báröur Jakobsson les
(3).
23.00 Nýjar plötur og gamlar. Þórarinn Guöna-
son læknir spjallar um tónlist.
23.45 Fréttir. Dagskrárlok.
Mánudagur
5. nóvember
7.00 Veöurfregnir. Fréttir. Tónleikar.
7.10 Leikfimi. Umsj&iarmenn: Valdimar
Omólfsson leikfimikennari og Magnús Péturs-
son pianóleikari.
7.20 Bæn.SéraHalldórGröndalflytur.
7.25 Morgunpósturinn. Umsjónarmenn: Páll
Heiðar Jónsson og Sigmar B. Hauksson. (8.00
Fréttir).
8.15 Veðurfregnir. Forustugr. landsmálabl.
(útdr.). Dagskrá. Tónleikar.
9.00 Fréttir.
9.05 Morgunstund barnanna.
9.20 Leikfimi. 9.30 Tilkynningar. Tónleikar.
9.45 Landbúnaðarmál. Umsjónarmaður: Jónas
Jónsson. Talaö viö Árna G. Pétursson sauö-
fjárræktarráðunaut um fóðrun fjárins fyrri
hluta vetrar.
10.00 Fréttir. 10.10 Veðurfregnir.
10.25 Morguntónleikar. Hans-Martin Lindc og
kammersveit Emils Seilers leika Konscrt i C-
dúr fyrir pikkoloflautu og hljómsveit eftir
Vivaldi; Wolfgang Hofmann stj. I Edward H.
Tarr leikur meö Wúrttemberg-kammersveit-
inni Konsert I C-dúr fyrir trompet, strengja
sveit og fylgirödd eftir Albinoni; Jörg Faerber
stj. / Jascha Heifetz, Erick Friedman og Nýja
sinfóníuhljómsveiiin I Lundúnum leika
Konsert í d-moll fyrir tvær fiölur og hljómsveit
cftir Bach; Sir Malcolm Sargent stj.
Sjónvarp
Laugardagur
3. nóvember
16.30 lþróttir. Umsjónarmaður Bjarni Felixson.
18.30 VUUblóm. Nýr, franskur myndaflokkur í
þrcttán þáttum um lítinn dreng sem elst upp
hjá vandalausum. Fyrsti þáttur. hýðandi
Soffía Kjaran.
18.55 Enska knattspyrnan.
Hlé.
20.00 Fréttir og veóur.
20.25 Auglýsingar og dagskrá.
20.30 Leyndardómur prófessorsins. Niundi
þáttur. Þýðandi Jón O. Edwald. (Nordvision
— Norska sjónvarpiö)
20.45 Flugur. Þriöji og naKtsíðasti þáttur.
Höfundur laga I þessum þætti cru Björgvin
Halklórsson, Gunnar Þóröarson, Þórhallur
Sigurösson, Sigfús Halldórsson og Stuðmenn.
Kynnir Jónas R. Jónsson. Umsjón og stjóm
upptöku Egill Eövarösson.
21.15 Rauóu skórnir (The Red Shoes). Bresk
bíómynd frá árinu 1948. AAalhlutverk Anton
Walbrook og Moira Shearer. Vicky Page er
ung og cfnileg ballettmær sem er tekin I hinn
fræga dansfiokk Boris Lermontovs. Hún
veröur ástfangin af ungum tónlistarmanni, en
Lermontov er harður húsbóndi og hann setur
Vicky úrslitakosti. ÞýÖandi Kristmann Eiös-
son.
23.20 Dagskrárlok
Sunnudagur
4. nóvember
16.00 Helgistund. Séra Gunnar Kristjánsson,
sóknarprcstur, Reynivöllum I Kjós, flytur hug
vekju.
16.10 Húsió á sléttunni. Hér hefst aö nýju
bandariski myndafiokkurinn þar sem frá var
horfiö I vor. Stuöst er við frásagnir Lauru
Ingalls Wilder af landnámi og frumbýlings-
árum I vesturfylkjum Bandaríkjanna á slðustu
öld. t vetur veröa sýndir 22 þættir um Húsió á
sléttunni. Fyrsti þáttur. Ríkasti maður Hnetu-
lundar. ÞýÖandi Óskar Ingimarsson.
17.00 Vegur skáldsins. Sænski rithöfundurinn
Ivar Lo-Johansson ólst upp I fátækt og mennt-
unarleysi cnda fjaila bækur hans einkum um
fólk sem býr við krappan kost. Hann hlaut
bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs I fyrra
íyrir fyrsta hluta sjálfsævisögu sinnar,
„Gelgjuskeiö". Þýöandi óskar Ingimarsson
(Nordvision — Sænska sjónvarpið)
18.00 Stundin okkar. Meðal efnis: Litast um á
bamabókasýningu aö Kjarvalsstöðum, talaö
viö nokkra sýningargesti og Halldóru Þor
steinsdóttur bókavörð. Fluttur er kafii úr
sýningu Þjóðleikhússins, „Fröken Margréti"
og talaö viö nokkra krakka um inntak verks-
ins. Nemendur úr Hólabrekkuskóla fiytja
skemmtiefni og uglan, öndin, Barbapapa og
bankastjóri Brandarabankans verða á sinum
stað. Umsjónarmaður Bryndís Schram. Stjórn
upptöku Andrés Indriðason.
18.50 Hlé
20.00 Fréttlr og veóur.
20.25 Auglýsiogar og dagskrá.
20.35 Islenskt máJ. Annar þáttur. Lýst er hlut
verki skálda sem brautryðjenda nýs máls og
málnotkunar. Meðal annars er fjallað um
dróttskáldskap, helgikvæði. danskvæöi, sálma
og nútimaskáld. Einnig er brugðiö upp
dæmum um tökuorð I skáldskap þekktra
skálda á ýmsum tlmum. Handrit Eyvindur
Eiriksson. Þulur Friöbjöm Gunnlaugsson.
Stjórn upptöku Valdimar Lcifsson.
21.00 Andstreyml. Ástralskur myndafiokkur I
þrettán þáttum. Þriöji þáttur. Sek eóa sak-
laus? Efni annars þáttar: Ferð fangaskipsins
sem fiytur Mary til Ástrallu varir scx mánuöi.
Mjög illa er búið aö föngunum og skipstjórinn
og áhöfn hans eru hinir mestu hrottar. Mary
eignast góöa vinkonu I hópi fanganna, Polly,
en einnig svarinn fjandmann, sem er Greville
fánaberi. Sjóferðinni lýkur loks i Sydney. Þýö-
andi Jón O. Edwald.
21.50 ívan grimmi. Balletttónlist cftir Prókofjef.
Höfundur dansa Júrí Grigorevits. Dansarar
Bolshoj-ballettsins. AÖalhlutverk Júrl Vladi-
mirof, Natalja Béssmértnova og Boris Akfmof.
Þýöandi Hallveig Thorlacius.
23.15 Dagskrárlok.