Dagblaðið - 23.02.1980, Blaðsíða 1

Dagblaðið - 23.02.1980, Blaðsíða 1
6. ÁRG. — LAUGARDAGUR 23. FEBRÚAR 1980 — 46. TBL. RITSTJÓRN SÍÐUMÚLA 12. AUGLÝSINGAR OG AFGREIÐSLA ÞVERHOLTI 1L—AÐALSÍMI 27022. Neskaupstaður: Fógetinn undir smásja hjá tveimur ráðuneytum — fjármálaráðuneytið íhugarsvar við fyrirspum bæjarráðs Neskaupstaðar yfir helgina „Fjármálaráðuneytinu hefur borizt skeyti með ályktun bæjarráðs Neskaupsstaðar varðandi innheimtu bæjarfógeta jrar á skattgjöldum bæjarfélagsins. Og þarna er jú beðið um svar ráðuneytisins um hvort innheimtuaðferðirnar séu taldar eðlilegar,” sagði Höskuldur Jónsson ráðuneytisstjóri í spjalli við DB i gær. ,,MáI þetta hefur hins vegar enga meðferð eða afgreiðslu hlotið ennþá í ráðuneytinu og sýnt að það bíður fram yfir helgina,” sagði Höskuldur. Samkvæmt upplýsingum sem DB telur öruggar munu ýmsar embættis- aðgerðir bæjarfógetans á Neskaupstað — aðrar en sú hin síð- asta er hann kærði bæjarstjórann fyrir fjárdrátt —- vera til umræðu og athugunar í dómsmálaráðuneytinu. Ekkert slíkt fæst þó staðfest af starfs- mönnum ráðuneytisins, en ráðherra var ekki hægt að ná í stðdegis í gær. Undir dómsmálaráðuneyti heyra ekki innheimtuaðgerðir fógeta þó þeir að öðru leyti sjái um mál er dómsmálaráðuneyti varðar. En í ráðuneytinu munu menn hafa áhyggjur af ýmsum vinnubrögðum fógetans í Neskaupstað, m.a. þeim sem kært hefur verið yfir til Hæsta- réttar og eru þar í meðferð. Þá munu einhver innanhússmál embættisins á Neskaupstað þykja nokkttð tormelt i dómsmálaráðuneytinu. -A.St. Bandarísku forseta- kosningarnar: BushogCarterá uppleið en Reagan og Kennedyívanda - sjá grein um eriend málefni á bls. 10-11 Betri helmingurínn? — Al skrifar um Listiðn íslenzkra kvenna á bls. 15 Útúrskelein- angrunar — sjá FÓLK á bls. 13 Aldrei þessu vant: Áhugavert útvarpsleikrit — sjá umsögn Ólafs Jónssonarum KvintettOdds Bjömssonar ábls.7 Tvöfeldni í afstöðutil kannabismála? — sjá Lesendur hafa orðið á bls. 2-3 flv v nBHKHHaHBnHHH^HH^^Hki 1 Verjendur sakborninganna f Geirfinns- og Guðmundarmálunum kynna sér dóm Hæstaréttar eftir dómsuppkvaðninguna f gær. Fremstur á myndinni er Jón Oddsson hrl., verjandi Sævars M. Ciecielskis, sem hlaut þyngsta dóminn, 17 ára fangelsi. Lengst til vinstri er Þórður Björnsson rikissaksóknari í nær hvarfi við Guðmund Ingva Sigurðsson hrl., verjanda Erlu Bolladóttur. Hægra megin við Jón Oddsson er Páll A. Pálsson hdl., verjandi Krístjáns V. Viðarssonar, og til hægri þeir Örn Clausen hrl., verjandi Alberts K. Skaftasonar og Hilmar Ingimundarson hrl., verjandi Tryggva R. Leifssonar. -DB-mynd: Bj. Bj. Geirfinns- og Guðmundarmálin: Hæstiréttur mildaði dóma undirréttarins —sjá baksíðu A

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.