Dagblaðið - 23.02.1980, Blaðsíða 3

Dagblaðið - 23.02.1980, Blaðsíða 3
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 23. FEBRÚAR 1980. TVÖFELDNI í AFSTÖDU TIL KANNABISMÁLA? sektirnar koma sér vel fyrir ríkissjóð íj.M. skrifar: Það hefur í gegnum mannkynssög- una hótt sjálfsagt að gagnrýna ungu kynslóðina fyrir gerðir hennar ýmsar og nú i dag eru uppi háværar raddir, hérlendis og annars staðar, um hina miklu skemmtanafýsn og spillingu hinna yngri. Gjarnan er spjótunum beint gegn kannabisneyzlu og gengur ríkið þar framarlega í flokki, stutt afar furðu- legum aðgerðum lögreglu og dóms- kerfis. Lögin banna alla meðhöndlun og neyzlu kannabisefna, á sama tíma og alkóhól er löglegt til neyzlu. Samt eru nokkuð sterkar likur fyrir þvi að alkóhól sé skaðmeira líkamlega, and- lega og einnig félagslega. Aljrjóð veit að ÁTVR er ekkert annað en lög- bundin okurstofnun til stuðnings rík- inú fjárhagslega og er þá litið fram hjá margvíslegú böli er fylgir áfengis- neyzlu. Getur verið að ríkishítin sé svolítið tvöföld í afstöðu sinni til kannabis- mála og þyki kannski bara ágætt að sem flestir neyti kannabisefna og verði teknir af fikniefnadeild lögregl- unnar og siðan dæmdir af fíkniefna- dómstólnum? Já, það er hugsanlegt að hinar fáránlega háu sektir sem neytendur og grunaðir fá, komi sér vel fyrir blankan ríkissjóð. Dæmi þekkjast einnig þar sem fólk hefur „Einnig verður að auka mjög fræðslu legt böl enn,” skrifar G.M. lent í erllðleikum á vinnustað, vegna skyndilegrar handtöku í vinnu vegna gruns unr meint fíkniefnamisferli. eiturlyf sem vart eru orðin þjóðfélags- Það er ekki gott i þjóðfélagi þar senr réttar einstaklingsins skal gætt i hvi- velna. um Ekki hvarflar að mér að halda fram skaðleysi kannabisefna en eins og vikið er að hér að framan, eru líkur fyrir að alkóhól sé skaðmeira, í það minnsta i likamlegum skilningi. Sú varð niðurstaða dóms i Sviss nú á dögunum, el'tir að rétturinn kvaddi til þrjá sérfræðinga í þessum máluni. Lögbrot er slænnir hlutur og ætti enginn að stunda slikt. En þar sem staðreyndin er sú, að verulega stór hópur fólks kýs fremur að nota kannabis en alkóhól, ætti þá ekki að fyrirbyggja lögbrot nreð lagabreyt- ingu? Einnig verður að auka mjög fræðslu um eiturlyf (heróin, LSD, englaryk o.fl.) sem eru vart orðin þjóðfélagslegt böl enn, en gætu mögulega átt auðveldara með að skjóta rótum, ef ekki verður staðið að þeirri fræðslu af heilum hug og sanngirni. Islendingar cru vel menntuð þjóð, sem fylgist. vel með og vill og á reyndar rétt á, áreiðanlegum og kreddulausum upplýsingum um l'ikni- og eiturlyfjamál, svo sem önn- ur þjóðfélagsmál, sem el'st eru á baugi hverju sinni. Að lokum langar mig til að spyrja, hvað fólki finnst um hinn gifurlega hlutfallamun milli drukkinna annars vegar og reyktra (stoned) hins vegar í rol'beldi ýmiss konar, svo sem morð- um og likamsmeiðingum. Æskunni verði kynntir Passíusálmarnir Kristín Jakobsdóttir hringdi: Brýna nauðsyn ber til að kynna Passíusálmana meðal skólafólks á öllum aldri, sem yfirleitt er opið fyrir öllu fögru og góðu. Passíusálmarnir eru eilt af okkar mestu bókmenntaafrekum og eru vel þess virði að kynna þá i ræðu og riti á föstuinngangi. Það er slælegt að sýna þeim ekki meiri sóma en gert er. ALls slags bókmenntum er haldið að unga fólkinu, miður skemmti- legum, um þessar mundir. Þessu mætti að ósekju breyta, æskan er stolt okkar lands. Passíusálmunum er lítill sómi sýndur í Ríkisútvarpinu Útvarpshlustandi hringdi: Ég vil aðeins koma því á framfæri að mér finnst sem Ríkisútvarpið sýni Passíusálmunum harla litla virðingu með því að láta lesturinn yfirleitt ekki hefjast á réttum tima. Þeim er hent til eftir lengd liðanna á undan eða eftir, þó þeir séu flestir þess eðlis að mínu mati, að þeir ættu að víkja fyrir Passiusálmunum. Þetta finnst mér einnig virðingarleysi við Árna Kristjánsson tónskáld, sem leggur sig allan fram við að skila þessu merka verki frá sér fallega og með viðeig- andi virðingu. Árni Kristjánsson tónskáld er nú bráöum hálfnaöur með leslur Passiu- sálmanna i ár. sítna 27022 Augnaráðið afhjúpar Khomeinf Húsmóðir hringdi: Ég held, að allir þeir er sáu fyrrver- andi íranskeisara í sjónvarpinu urn daginn hafi séð að hann fór með rétt mál. Ekki þarf annað en bera saman augnaráð keisarans og Khomeinis til að sjá, hvor þeirra segir sannleikann. Ef Khomeini er ekki glæpamaður þá er það enginn. Það ætti að leiða hann og alla hans klerka fyrir rétt vegna þeirra fjöldamorða er þeir hafa látið fremja. Khomeini mætti gjarnan svara því fyrir rétti, hve marga hann hefut; látið drepa. Dodge Aspen SE 4d . 1979 DodgeOmni.......1979 DodgeAspen......1977 Simca 1307 GLS 1978, ekinn 26 þús. km, út- varp, vetrardekk. Rauður. Simca Horizon GLS. . 1978 Simca 1508 GT . . . . 1978 Simca 1508 GT ... . 1977 Simca 1100 LE 5d . . 1977 Simca 1100 special. . 1974 Simca Tröll sendib.. . 1980 Dodgesportsman. . . 1977 Dodge 300 Van. ... 1977 Ford Econoline .... 1978 Lada 1600 . . 1979 Fíat 127 900 L 1978 Fíat 128 . . . 1977 Datsun 160 J 1977 Austin Allegro 1977 MBM Galant 1974 Volvo 244 DL 1976, ek- inn 65 þús. km, útvarp. segulband. aukadekk. Ljósbrúnn. Bronco Ranger sjálfsk. 1976 Chevrolet Blazer CST 1973 Dodge Ramcharger. . 1974 LadaSport.........1979 Jeep Cherokee S 1976, ekinn 54 þús. km, styrktur, 6 cyl., bein- skiptur, vökvastýri. Fall- egur bíll. Volvo 244 DL..........1978 Volvo 144 DL sjálfs. . 1974 Volvo 144 DL..........1972 Volvo 142 ............ 1971 Plym. Volaré station . 1978 Le Baron T&C station .1978 Ford Maverick 2d. Ford Fairlane 2 d. Fyrir skattpínda: Peugeot 504. . . Toyota Carina. . Saab96........ Volkswagen 1300 Volkswagen 1300 1974 1970 1970 1972 1970 1972 1971 CHR YSLER-SA L URINN SUÐURLA NDSBRA UT 10 — SÍMAR 83330 - 83454 Hvaða dagur í vikunni finnst þér skemmtilegastur ?. Sigurbirno Ágústsdóltir nemi: Mér finnst sunnudagur, af þvi að þá er Húsið á sléttunni í sjónvarpinu. Anney Ágústsdóttir nemi: Þriðjudag- ur, af því að mér þykir Dýrlingurinn svo sljemmtilegur. Jóhanna Þórisdóttir húsmóöir: Laugardagur, af því að þá eru allir i fríi. Dagbjört Halldórsdóttir húsmóöir: Sunnudagarnir, af þvi að ég bíð alla vikuna eftir þættinum j Hertogastræti sem ersýndurásunnudögum. Rósa Guömundsdóttir húsmóöir: Mér finnst allir dagar ágætir. Hrefna Loftsdóttir starfsstúlka i Hag- kaup: Laugardagar langskemmtileg- astir, þá er tími til að vera með sinni fjölskyldu og slappa af.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.