Dagblaðið - 23.02.1980, Blaðsíða 5

Dagblaðið - 23.02.1980, Blaðsíða 5
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 23. FEBRÚAR 1980. 5 Níunda Reykjavíkurskákmótið hefst í dag: Keppendur aldrei jafnari en núna — Miles og Browne taldir sigurstranglegastir Búast má við mjög spennandi keppni á Reykjavíkurskákmótinu sem hefst kl. 14 á Hótel Loftleiðum í dag. í fyrsta skipti í sögu þessa móts eru nú ein- göngu titilhafar meðal keppenda, sjö stórmeistarar og sjö alþjóðlegir meist- arar. Meðalstig keppenda á þessu móti eru 2485 og hefur það aðeins einu sinni verið betur skipað. Það var á síðasta Reykjavíkurmóti. Þá voru meðalstig keppenda 2522 stig enda var það skák- mót eitt hið sterkasta sem haldið var í heiminumárið 1978. Keppnin núna ætti þó að geta orðið enn skemmtilegri nú en siðast þar sem mótið er skipað jafnari keppendum en nokkru sinni fyrr. Fyrirfram verða þeir A. Miles og W. Browne að teljast líklegastir til sigurs. Browne er margfaldur Bandaríkja- meistari í skák. Hann sigraði á síðasta Reykjavíkurskákmóti og kann mjög vel við hin ströngu tímamörk sem teflt er eftir á Reykjavíkurmótinu, hinu svo- kallaða „lcelandic Modern” kerfi. Hollendingurinn Genna Sosonko hefur hlotíð þjálfun sfna hjá hinum kunna sovézka skákþjálfara Furman sem einnig hefur þjálfað heimsmeistarann Karpov. Hingað kemur Browne beint frá Hollandi þar sem hann tók þátt í geysi- sterku skákmóti og stóð þar uppi sigur- vegari eftir að hafa lagt sjálfan Viktor Kortsnoj að velli i síðustu umferð. Rússarnir hræðast Miles A. Miles er íslendingum einnig að góðu kunnur. Hann tók eins og Browne þátt í siðasta Reykjavíkurmóti og hreppti þar 2. sætið, hálfum vinn- ingi á eftir Browne. Miles á glæsilegan feril að baki þó hann sé aðeins 24 ára gamall. Hann varð heimsmeistari ungl- inga árið 1974 og stórmeistari tveim árum síðar. Miles þykir afskaplega frjór skákmaður og hefur hann bryddað upp á ýmsum nýjungum í . byrjunum. Miles hefur löngum haft mjög gott tak á rússneskum skákmönn- um og er skemmst að minnast sigurs hans á heimsmeistaranum Karpov á ný- afstöðnu Evrópumóti landsliða í skák. Guðmundur Sigurjónsson stórmeistari er helzta von íslendinga á mótinu. Þar náði Miles beztum árangri allra I. borðs manna. Sovézkir skákmenn verða meðal keppenda á mótinu eins og jafnan áður. Þeirra fulltrúar verða nú E. Vasjukov og V. Kupreichik. Vasjukov hefur tvívegis áður teflt á Reykjavíkur- skákmótinu. Árið 1966 varð hann i 2. sæti á eftir Friðriki Ól^fssyni og 1%8 varð hann efstur ásamt landa sínum, Taimanov. Stærsti sigur stórmeistarans Vasjukov varð i Manila 1974. Þá hlaut hann 10,5 v. af 14 mögulegum í móti þar sem 11 stórmeistarar voru meðal keppenda. V. Kupreichik er stigahæsti alþjóð- legi meistari heimsins, hefur 2530 Elo- skákstig. Hann þykir mjög djarfur og skemmtilegur sóknarskákmaður. Sterkasti skákmaður Asíu Lengst að komni keppandinn á mót- inu er E. Torre frá Filippseyjum. Hann Lengst að komni keppandinn er Eugenio Torre frá Filippseyjum. Hann er sterk- astí skákmaður Asfu. Miles og Browne leiða saman hesta sfna á sfðasta Reykjavfkurmótí. Þeir urðu þá i tveimur efstu sætunum. Þeir eru einnig taldir sigurstranglegastir nú. er án efa sterkasti skákmaður Asíu. Sinn stærsta skáksigur til þessa vann hann á 4 manna móti á Filippseyjum árið 1976. Keppendur auk hans voru heimsmeistarinn Karpov, Browne og Ljubojevic frá Júgóslaviu. Torre vann óvæntan yfirburðasigur á þessu sterka móti. Hann lét eitt yfir alla keppinauta sína ganga, tók 1,5 v. af þeim öilum og hlaut því 4,5 v. af 6 mögulegum. Heimsmeistarinn varð að gera sér 2. sætið að góðu með 3 vinninga. Sosonko hafði sama þjálfara og Karpov Hollendingurinn Genna Sosonko er stigahæsti maður mótsins ásamt þeim Miles og Vasjukov. Allir hafa þeir 2545 stig. Sosonko er einn af fjölmörgum Sovétmönnum er flutzt hafa úr landi. Meðan hann var búsettur í Sovétríkjun- um naut hann tilsagnar S. Furmans sem síðar varð þjálfari heimsmeistar- ans Karpovs. Góð þjálfun Sosonkos leynir sér ekki. Hann hefur mjög traustan og öruggan skákstíl og tapar sjaldan skák. Aldursforseti mótsins er bandaríski stórmeistarinn Robert Byrne, 59 ára gamall. Þrátt fyrir háan aldur er Byrne enn einn af öflugustu stórmeisturum heims með 2540 Elo-skákstig. Beztum árangri náði Byrne árið 1973 er hann tryggði sér rétt til að tefla í kandidata- einvígjunum og var þar með kominn í hóp átta fremstu skákmanna heimsins. Þar varð hann siðan að láta í minni pokann fyrir Boris Spassky. Frá Norðurlöndunum koma á mótið tveir ungir og efnilegir alþjóðlegir skákmeistarar, H. Schússler frá Sví- þjóð og K. Helmers frá Noregi. Að styrkleika eru þeir taldir svipaðir og is- lenzku keppendurnir. Miklar framfarir íslendinga Það segir sína sögu um framfarirnar í íslenzku skáklífi að við getum nú teflt fram á þetta mót einum stórmeistara og fjórum alþjóðlegum skákmeisturum. Þvi miður gat Friðrik Ölafsson ekki tekið þátt í mótinu að þessu sinni. Guðmundur Sigurjónsson stórmeist- ari verður að teljast helzta von Islend- inga í mótinu þó ekki hafi hann náð að sýna sínar beztu hliðar upp á síðkastið. Hann sigraði á Reykjavikurmótinu 1970. Hinir íslenzku keppendurnir, Helgi Ólafsson, Haukur Angantýsson, Margeir Pétursson og Jón L. Árnason, eru allir i mjög örri framför og eru til alls vísir á þessu móti. -GAJ Saga Reykjavíkurskákmótsins: Friðrik hefur unnið oftast — en verður nú ekki meðal keppenda ífyrsta sinn Þegar saga Reykjavikurskákmót- anna er rakin ber langhæst nafn Frið- riks Ólafssonar stórmeistara. Hann hefur tekið þátt i öllum mótunum frá þvi þau hófust árið 1964 þar til nú að hann getur ekki keppt vegna anna í starfi sínu sem forseti Alþjóða skák- sambandsins. Friðrik hefur þrívegis sigrað í mótinu. Ekki er að efa að Reykjavíkurmótin hafa verið gífurleg lyftistöng fyrir íslenzkt skáklíf því margir af sterkustu skákmönnum heimsins hafa tekið þátt i mótunum. Nægir þar að nefna tvo fyrrverandi heimsmeistara, þá Mikael Tal og V. Smyslov. Einnig má nefna Júgóslavann Gligoric, Bent Larsen frá Danmörku og Hort frá Tékkóslóvakíu. Hér á eftir verða taldir upp nokkrir efstu menn i Reykjavíkurmótunum frá upphafi: 1964: 1. M. Tai, Sovétr., 12,5 v., 2. S. Gligoric, Júgóslavíu, 11,5 v., 3.—4. Friðrik Ólafsson og S. Johannessen, Noregi, 9 v. Keppendur voru 14, þar af 5 útlendingar. 1966: 1. Friðrik Ólafsson, 9 v., 2. E. Vasjukov, Sovétr., 8,5 v., 3. O’Kelly, Belgíu, 8 v., 4. Guðmundur Pálmason, 7 v. Keppendur voru 12, þar af 5 út- lendingar. 1968: 1.—2. E. Vasjukov og M. Tai- manov, Sovétr., 10,5 v. hvor, 3. Frið- rik Ólafsson, 10 v., 4. R. Byrne, Bandarikjunum, 9 v. Keppendur voru 15, þar af 7 útlendingar. 1970: 1. Guðmundur Sigurjónsson, 12 v., 2. Ghitescu, Rúmeníu, 11,5 v., 3. Amos, Kanada, II v., 4. Padevsky, Búlgaríu, 10 v. Keppendur voru 16, þar af 6 útlendingar. 1972: 1.—3. Friðrik Ólafsson, Georghiu, Rúmeníu, og Hort, Tékkósl., allir með 11 v., 4.—5. Friðrik Ólafsson hefur þrívegis sigrað á Reykjavíkurmótinu. Hann verður nú í fyrsta sinn ekki meðal keppenda. DB-mynd: BP Andersson, Svíþjóð, og Stein, Sovétr., 10,5 v. Keppendur voru 16, þar af 7 út- lendingar. 1974: I. V. Smyslov, Sovétr., 12 v. 2. Forintos, Ungverjal., II v., 3.—4. D. Bronstein, Sovétr., og D. Velimirovic, Júgósl., 10,5 v. Keppendur voru 15, þar af 7 útlendingar. 1976: 1. Ftiðrik Ólafsson, 11 v., 2. Timman, Hollandi, 11 v., 3. Najdorf, Argentínu, 10,5 v., 4. Tukmakov, Sovétr., 10 v. Keppendur voru 16, þar af 8 útlendingar. 1978: 1. W. Browne, Bandaríkjun- um, 9 v., 2. A. Miles, Englandi, 8,5 v., 3.—6. Friðrik Ólafsson, W. Lombardy, Bandar., B. Larsen, Danm., og W. Hort, Tékkósl., allir með 8 vinninga. Keppendur voru 14, þar af ? útiendingar. -GAJ Muniö konudaginn á morgun

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.