Dagblaðið - 23.02.1980, Blaðsíða 7

Dagblaðið - 23.02.1980, Blaðsíða 7
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 23. FEBRÚAR 1980. 7 Nesstofa á Seltjarnarnesi. Rotaryhreyf ingin 75 ára: Stuðningur við Nes- stofu og Grænlendinga —eru af mælisverkef ni hreyf ingarinnar Rotary-félagsskapurinn á 75 ára af- mæli í dag. Með tilliti til þessa afmælis var skipuð sérstök afmælisnefnd á síð- asta Rotary-þingi. Nefndin kom sér saman um tvö afmælisverkefni, en þau voru fjársöfnun vegna Nesstofu og jafnframt stuðningur við I—2 Græn- lendinga. Nesstofa var byggð á árunum 1761 — 63 á Nesi við Seltjörn. Stofan var emþ- ættisbústaður Bjarna Pálssonar land- læknis, fyrsta lærða læknis íslendinga. Húsið er byggt úr tilhöggnum steini. Afmælisnefndin leggur til að þvífé sem safnazt hefur hjá Rotaryklúbbun- um verði varið til þess að ganga frá her- bergi í Nesstofu, þar sem hægt væri að koma fyrir gömlum safnmunum, bæði frá læknum, lyfsölum og Ijósmæðrum frá fyrri tíð. Ríkissjóður hefur keypt Nesstofu og afhent húsið þjóðminjaverði til varð- veizlu. Ákveðið hefur verið að koma upp safni í Nesstofu og jafnframt rann- sóknarstofnun á sviði sögu heilbrigðis- mála og var aðalhvatamaður þess prófessor Jón Steffensen. Héðan var höggvið grjót I Nesstofu. Jón Gunnlaugsson læknir, Rotaryklúbbi Sel- tjarnarness, sýnir staðinn, rétt við Skóiabrautina á Seltjarnarnesi. DB-myndir Bjarnleifur. Grænlandsverkefni Rotaryklúbb- anna felst í því að bjóða til íslands I —2 Grænlendingum á aldrinum 15—17 ára til skólavistar, kynningar og fræðslu á landi og þjóð. - JH SKALDIÐ 0G SAMVISKAN Utvarp: KVINTETT oftir Odd Björnsson. Leikstjóri: Benedikt Ámason. Aldrei slíku vant: útvarpsleikrit sem maður hlustaði á með áhuga og ánægju frá upphafi til enda. Og það sem meira er — leikrit sem var í raun- inni leikur en ekki saga, leikur fyrir raddir, eyrað en ekki augað, og i al- vöru saminn fyrir útvarp en ekki svið eða bók. Og það er býsna sjaldgæft um ný íslensk útvarpsleikrit. Leikritið var að visu ekki langt. Og má þó vera að efni þess hafi verið um það bil upp urið í leikslokin, eða að minnsta kosti við það að drepa á dreif því formi sem því var sett í leiknum. Eins og einatt í leikritum Odds Björnssonar var efnið sjálft, hugmyndin, kveikjan í leiknum ekki ýkja nýstárlegt, út af fyrir sig, það sem honum tekst best finnst mér oft vera leikur og litbrigði, nýjar útsetn- ingar gamalkunnra yrkisefna, og það sem Oddur hefur til þeirra að leggja flest í meðferð og leikrænni úrvinnslu efnisins. Auðvitað var hinn óvænti og iskyggilegi komumaður sem einn góðan veðurdag kallar rithöfundinn í leiknum til ábyrgðar fyrir sífellda, ótímabæra og alveg óþolandi af- skiptasemi og íhlutun í líf annars fólks, auðvitað var hann að sínu leyti tilbúningur höfundarins eins og líka annað fólk i leiknum, og sú saka- málsákæra og rannsókn sem komu- maður byrjar á hendur höfundinum þar með einhvers konar dómsdagur hans yfir sjálfum sér og sínu lífi. En hvert sækir höfundurinn efni sitt nema til sjálfs sín? Endanlega er fólk- ið í leiknum, rithöfundur, lög- fræðingur, sjóari, allt tilbrigði, mögulegir úrkostir einnar og sömu manngerðar, sjálfs hans, og konan í leiknum, sú örlagadís sem þeir allir snúast i kringum, um leið hans góða eiginkona. Hver er hann að ráska og regera með þetta mögulega lif — leita úrkosta þess og veita því útrás í leik en ekki raunveruleika? En um leið og sú spurning er borin upp, ef ég þá greip hana rétt, er leikurinn á enda kljáður. Útvarpsleikarar áttu góða kvöld- stund með þessu þakksamlega efni: Helgi Skúlason, Róbert Arnfinnsson, Gisli Alfreðsson í þremurgervum eða gerðum manns, og Margrét Guð- mundsdóttir: konan þeirra sem sinni hlið snýr að hverjum þeirra. Það er kannski í hennar umboði sem komu- maður: Þórhallur Sigurðsson, ber uppi spurn og kröfu við hinn hátt- prúða höfund i leiknum. r T 7— í Leiklist OLAF' l.R v JÓN3SON . JF L Í ^ -4 ENDURSKOÐANDI Fjármálastofnun varnarliðsins óskar að ráða löggildan endurskoðanda eða mann vanan endurskoðun. Umsækjandi hafi mjög góða starfsreynslu á sviði endurskoðunar og sé vanur framkvæmd sjálfstæðra verkefna. Mjög góð enskukunnátta áskilin. Umsóknir sendist ráðningarskrifstofu varnarmáladeildar, Kefla- víkurflugvelli, eigi síðar en 5. marz 1980. Sími 92—1973. OPID KL. 9-9 Sími 39244 Allar skreytingar unnar af fag- mönnum. Ncag bllasfcaBI a.m.lc. 4 kvöldla HIOMÍVMXIIH HAFNARSTRÆTI Simi 12717 Hjúkrunarfræðingar Staða hjúkrunarfræðings við Heilsugæslu- stöðina á Bíldudal er laus til umsóknar frá 1. mars 1980. Staða hjúkrunarfræðings við Heilsugæslu- stöðina á Kópaskeri er laus til umsóknar frá 21. apríl 1980. Umsóknir sendist ráðuneytinu ásamt upp- lýsingum um menntun og fyrri störf. Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið 21. febrúar 1980. Rúöuísetningar & réttingar Eigum fyrirliggjandi rúður í flestar tegundir bifreiða. H.ÓSKARSSOIM DUGGUVOGI21. Plastskeljastólarnir eru bæði léttir og liprir og mjög endingargóðir. Þeir eru þægilegir og henta mjög vel við allflesta skrifstofuvinnu og fyrir skólafólk, þess vegna tilvalin fermingargjöf. Stólarnir eru einnig fáanlegir með hærri undirgrind sem hæfir við teikniborð. Og að sjálfsögðu nú með sjálfvirkum hæðastilli. STAUÐJANhf SMIÐJUVEGI 5, KÓPAVOGI, SÍMI 43211

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.