Dagblaðið - 23.02.1980, Blaðsíða 24

Dagblaðið - 23.02.1980, Blaðsíða 24
Geirfinns- og Guðmundarmálin: HÆSTRÉnilR MLDAM DÓMA UNDIRRÉTTARINS ævilöngum dómum Kristjáns V. Viðarssonar og Sævars M. Ciecielskis breytt í 16 og 17 ára fangelsi Hæstiréttur dæmdi sakborninga i Geirfinns- og Guðmundarmálum yfirleitt í vægari refsingar en þeim var gert að sæta í undirrétti. Sævar Marínó Ciecielski var dæmdur i 17 ára fangelsi. í Saka- dómi Reykjavíkur var hann dæmdur i ævilangt fangelsi. I báðum tilvikum kemur gæzluvarðhaldsvist frá 23. des. 1975 til frádráttar. Þá var honum gert að greiða verjanda sinunt, Jóni Oddssyni hrl. kr. 900 þús. í málsvarnarlaun i Hæstarétti. Kristján Viðar Viðarsson sæti fangelsi i 16 ár. Hann hlaut ævilangt fangelsi í undirrétti. Hann greiði skipuðum verjanda sínum í Hæsta- rélti, Páli A. Pálssyni hrl. kr. 900 þús. Tryggvi Rúnar Leifsson hlaut 13 ára fangelsi í stað 16 ára í undirrétti. Hann greiði sínum verjanda, Hilmari Ingimundarsyni, kr. 700 þús. Guðjón Skarphéðinsson hlaut 10 ára fangelsi i stað 12 ára í undirrétli. Hann greiði verjanda sínum, Bene- dikt Blöndal, kr. 700 þús. Erla Bolladóttir hlaut fangelsi i 3 ár eins og í undirrétti. Hún greiði verjanda sínum, Guðmundi Ingva Sigurðssyni, kr. 700 þús. Albert Klahn Skaftason hlaut 12 mánaða fangelsi í stað 15 mánaða i undirrétti. Hann greiði sínum verjanda, Erni Clausen hrl., kr. 650 þús. í málsvarnarlaun. Þágreiði hann 300 jms. kr. sekt og komi 30 daga varðhald i stað hennar verði hún ekki greidd innan 4 vikna frá birtingu dómsins. Gæzluvarðhaldsvist kemur til frá- dráttar í öllum tilvikum eins og dæmt var i undirrétti. Allan annan sakakostnað en máls- varnarlausn til skipaðra verjenda, bæði í héraði og fyrir Hæstarétti, þar með talin saksóknarlaun, er renni í ríkissjóð kr. 2.500 þús. samtals fyrir báðum dómum, greiði ákærðu þannig: Kristján Viðar og Sævar Marínó óskipt helming, Tryggvi Rúnar 1/5 hluta, Guðjón 3/20 hluta, Erla 1 /10 hluta og Albert Klahn 1/20 hluta. -BS. Undirskriftasöfnun hafin: „Kefla- víkur- sjón- varpið aftur” Geir R. Andersen og fleiri stuðningsmenn opnunar Keflavíkur- sjónvarpsins fyrir alla landsmenn hófu i gær undirskriftasöfnun l'yrir þessa kröfu. Undirskriftalistinn er áskorun til þingmanna um að bregðast vel við óskum kjósenda, sem ljá þessu lið, og veita máiinu brautargengi á Alþingi. Miðstöð verður i hverju kjördæmi og sér um dreifingu lista til áhuga- l'ólks sem vill taka að sér söfnun undirskrifta. Á undirskriftarskjalinu segir: - „Það er staðreynd, að varnarliðið á Ketlavíkurflugvelli rekur fullkomna sjónvarpsstöð í landi okkar, og ennfremur, að íslenzkir sjónvarps- notendur búa ekki við þau skilyrði, sem nálægar þjóðir njóta, til dæmis í vali milli sjónvarpsstöðva, innlendra og erlendra. Þar eð slík skilyrði eru ekki í augsýn hér um fyrirsjáanlega framlið, skorum við undirritaðir á al- þingisntenn að veita þeirri áskorun okkar brautargengi, að hafizt verði handa um samningagerð við yfir- menn varnarliðs Bandarikjanna á Keflavikurflugvelli um afnol af sjónvarpi þeirra fyrir alla lands- menn.” -HH. GunnarG. Schram sáttasem jari í flugmannadeilunni Guðlaugur Þorvaldsson rikissátta- semjari skipaði i gær dr. Gunnar G. Schram prófessor til þess að vinna sjálfstætt að lausn flugmanna- deilunnar. Gunnar tekur þvi við hlut- verki sáttasemjara í þeirri deilu af Guðlaugi. Þessi skipan Gunnars er gerð í samráði við deiluaðila. Guðlaugur sagði í gær að þessi skipan mála væri alveg óháð forseta- framboði sinu. Heimild væri fyrir skipan slíks sjálfstæðs sáttasemjara t lögum. -JH. Vítavert gáleysi sjómanna Þau voru nokkuð þung dögunum. Þyngslin skýrðust þegar Vítavert er af sjómönnum að rauðmaganetin er þeir Guðmundur þessi selur kom í ljós. kasta slíkum trollbútum í sjó. Dæmi Baldursson og Arngrímur Gíslason á Eins og glöggt má sjá af eru um að slikir netabútar hafi orðið Hróa drógu þau úr sjó út af Hauka-. myndunum hefur þessi trollbútur kindum að bana á fjörum. mýraboðanum á Skjálfandaflóa á verið lengi um háls selsins. -A.SI/EKE, Húsavík. Ellert B. Schram rit- stjóri Vísis Ellert B. Schram, lögfræðingur og fyrrum alþingismaður, hefur verið ráðinn ritstjóri Visis. irjálst, áháð dagblað ILAUGARDAGUR 23. FEBRtlAR 1980. Mun Hörður Einarsson, sem verið hefur ritstjóri Vísis, hverfa aftur til framkvæmdastjórnar og formennsku i útgáfufélagi blaðsins, Reykjaprenti hf. Ellert hefur gegnt ýmsum trúnaðar- stöðum í Sjálfstæðisflokknum auk þingmennsku. Hann er meðal annars formaður fulltrúaráðs sjálfstæðis- félaganna í Reykjavik. Ekki er DB kunnugt um, hvort hann æskir lausnar frá flokksembættum, en hann mun hefja ritstjórastarfið hinn I. marz. -BS. Ál drýgt með íslenzkum vikri? Verður hægt að drýgja ál rneð íslenzkum vikri? Tilraunir Magnúsar Magnússonar vélaverkfræðings hjá Iðntæknistofnun íslands benda til að svo sé. Hann gerði tilraunir sínar við háskólann i Leeds i Englandi og tókst með sérstakri aðferð að ná fram góðri blöndu af vikri og áli sem fylliefni í álsteypu. Æskilegt er að drýgja ýmsa málma með fylliefnum í tilvikum þegar ekki reynir hið ýtrasta á styrkleika þeirra. Hafa verið gerðar ýmsar tilraunir með loftblöndun i frauðál en þær hafa tekizt misjafnlega. -ÓV. Hljómbær í Dagblaðsbíói Í Dagblaðsbíói í Hafnarbíói klukkan þrjú á morgun verður sýnd myndin . Hljómbær, músík- og gamanmynd i litum með íslenzkum texta. LUKKUDAGAR: 23. FEBRÚAR 19417 Sharp vasatölva CL 8145. Vinningshafar hringi ísíma 33622.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.