Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 26.02.1980, Qupperneq 3

Dagblaðið - 26.02.1980, Qupperneq 3
DAGBLAÐID. ÞRIÐJUDAGUR 26. FEBRÚAR 1980. 3 Opið bréf til dómsmálaráðherra: „Kerfíð er svo erfítt ff — Algjör breyting á afgreiðslu dóms- mála þarf að eiga sér stað gL? *“ SY'ÆSr •*&, fe^^ls3ái?SS"S; "SSlSSi Garðar Björgvinsson, úlgerðarmaður Kaufarhöfn, skrifar: Herra dómsmálaráðherra. Ég hefi tekið þá ákvörðun að skrifa þér á opinberum vettvangi og leita ráða hjá þér. Þetta geri ég til að fólk geti séð hvar það stendur í nútíma íslenzkum viðskiptum. Tildrög þessa máls, sem ég mun hér gera að umtalsefni, eru sent hér segir: Það var í júni árið 1978 að ég keypti ratsjá í skip mitt hjá Kristjáni Ó. Skagfjörð h/f. Sölumaðurinn, Eirikur Gíslason (ég nefni nafn hans til að forðast ntisskilning), sagði við mig: „Þetta er bezta ratsjá sem til er á ntarkaðnum,” og hann lét mig fá samanburðarlista því til sönnunar. ..Þessar ratstjár hafa ekki verið flutt- ar inn fyrr en nú því breski flotinn hefur tekið alla framleiðsluna sl. tvö ár en nú erum við á þessum stutta tinta búnir að selja mörg svona tæki sem reynast mjög vel. Við bjóðum upp á afborgunarskilmála. Auk þess þarft þú ekki að leggja út fé fyrir tolli og söluskatti því við sjáum algjörlega um þá hlið málsins. Við eigunt ávallt til nóga varahluti og höfum mjög færa menn sem geta komið út á land til viðgerða ef þörf krefur með mjög stuttum fyrirvara. Þér er óhætt að trúa því að það bjóða engir betri kjör en við.” Sannleikurinn er hins vegar sá að brezki flotinn á ekki eitt einasta svona tæki og fyrirtækinu tókst ekki að selja nema eitt tæki fyrir utan mitt. Bæði liggja þau nú óvirk vegna sömu bilunarinnar. Eins og áður er sagt, kevpti ég þessa ratsjá i júni 1978 og í ágúst sama ár frétti ég að búið væri að loka þessari skipatækjadeild hjá K.Ó. Skagfjörð fyrir fullt og allt og að Sónar i Keflavík hefðu tekið við umboðinu og hafði ég ekkert við það að athuga. Ég fór ekki að nota tækið fyrr en 28. ágúst 1978 og reyndist það vel í u.þ.b. 50 klukkustundir á siglingunni norður en eftir það fór að bera á bilun. Ég hafði santband við Július S. Ólafsson forstjóra hjá K.Ó. Skag- fjörð út af biluninni en hann tjáði mér að sér kæmi þetta málekkertvið og benti mér á Sóna. Ég hafði santband við Sóna og fékk það svar að ég gæti fengið gert við tækið gegn greiðslu. Ég hafði aftur samband við Júlíus og eftir það samtal ákvað ég að hægja á greiðsl- um fyrir tækið þar til einhver úrlausn væri komin i þetta mál. Það er skemmst frá þvi að segja að þetta hefur komið i veg fyrir eðlilega drift bátsins þvi maður hendir ekki svona dýrum tækjum og kaupir ný eins og að veifa hendi. Nú hefur það gerzt að Skipatæki h/f hefur tekið þessa þjónustu fyrir þessa verksmiðju sem einnig Iramleiðir þessar ratsjár og frá því fyrirtæki læt ég fylgja itarlegt vottorð máli minu til sönnunar. Hvað ráðleggur þú, herra dónts- málaráðherra, mér að taka til bragðs i þessu ntáli? Fyrsti lögfræðingurinn sem ég leitaði til sagði: ,,Eg þekki of mikið til þarna hjá Kristjáni Ó.Skag- fjörð til að geta skipt ntér al’ þessu.” Næsli sagði: ,,Jú. Við vinnum þetta ntál en það tekur svo langa tima að verðbólgan verður búin nteð alraksturinn þegar ntálinu loks lýkur.” Sá þriðji sagði: ,,Ég verð nú að hjálpa þér með þetta en kerfið er svo erfitt að þetta verður ekkert spennandi.” Mitt álit er að nteginforscnda þess að hægt sé að lifa eðlilegu og heilbrigðu lífi i þessu landi séaðgerð sé algjör breyting á afgreiðslu dóms- ntála, því að mál eins og þetta ætti að ntinunt dómi að liggja svo Ijóst l'yrir að hægl sé að afgreiða það á 10 dögunt. Þegar Vilntundur settist i slól dóntsmálaráðherra hélt ég að frantundan væru hressileg hreingerning en það var eins og á hann Iegðust einhverjir fjötrar enda var hann ntikið gagnrýndur eins og fyrr. Herra dómsntálaráðherra. Ég held að þú gætir stórfækkað ntaga- sáratilfellum og einnig gætir þú fækkað tilfellum á taugadeildum sjúkrahúsanna með þvi að kippa dómsntálunum í lag. Herra dómsmálaráðherra. Þér finnst þetta bréf kannski ekki svara- vert cn ef þú svarar því þá tel ég þig vera nteiri mann á eftir. Ég tel að sjállstæði þjóðarinnar sé í hættu ef ekki er hægt að bera virðingu fyrir forráðamönnum hennar. Þaðerekki hægt með þeim vinnubrögðunt, sem forráðamenn hafa viðhaft undan- farin ár, og einkunt þó siðastliðna mánuði. Það verður að gera eitthvað raunhæft og númer eitt er að byrja á dómsmálunum. Enn umtímatalið: Drauginn þarfað kveða niður Benjamin Markússon skrifar: Það hefur oft verið sagt að það mætti láta fólk trúa hvaða vitleysu senr er rneð því að endurtaka hana nógu oft. Því rniður virðist vera eitthvað til í því. Árið 1960 heyrði ég fyrst talað um að það ár væri fyrsla árið í sjöunda áratugnum. Ég hélt þá að um eitthvert grín væri að ræða. Nú um siðustu áramót eru margir l'arnir, þar á meðal menntamenn, að skrifa um siðasta áratug, þó tugárið sé el'tir. Árið sem heitir 10, þ.e.a.s. '80, skal vera fyrsta árið í næsta ára- tug. Þannig kemur sá áratugur til mcð að líta út 80 númcr I, 81 númer 2, 82 númer 3 o.s.frv. Þannig er öllum tölum gjörsamléga breylt. Hér tel ég um stórt mál að ræða taki kennari þessa bakteriu og fari að telja börnum eða unglingum trú um að hver tugur byrji á tölunni 10. Nú eiga foreldrar ekki lengur að kenna börnum sínum að telja með því að byrja á einum. Nú skal talan 100 ekki vera sú síðasta í 100 heldur 99. Þessi tala virðist fengin með þvi að setja 0 framan við ef slikt hefur einhvern tima verið. Þá var sú aðferð lordæmd, þegar hún var lögð niður. Þvi skora ég á þjóðina i fullri alvöru að kveða þennan uppvakning niður sent allra lyrst, annars getur hann orðið verri en Fróðárdraugurinn þó erfiður væri. iwur ffXCUV BLAÐSÚLUBÖR óskast / Stór-Reykjavík: Vesturbœ — Hlíöar — Fossvog — Kleppsholt — Laugarnes — Kópavog — Garöabœ — Hafnarfiörö — Árbœ — Breiöholt. Ath.: Blöðin eru keyrð heim til ykkar seinni part miðvikudags og um leið sótt uppgjör frá síðasta blaði. SÍMI 27022 - VIKAN AFGREIÐSLA nKur Spurning dagsins Hvort viltu heldur rigningu eða snjó? Halla Kristín Geirsdóttir nemi: Snjó, þaðer miklu skemmtilcgra. Skúli Sveinsson, vinnur i verzlun: Á veturna vil ég heldur hafa snjó, það er svo dimmt i skantmdeginu ef ekki er snjór. Guðlaug Guðmundsdóltir, vinnur í verzlun: Snjó. Það er miklu bjartara og skemmtilegra, mér leiðisl rigning. Agnes Malthíasdóltir, vinnur i verzlun: Mér finnst skemmlilegra að hafa snjó á veturna, það er hreinlegra. RagnheiAur Bjarney Hannesdótlir nemi: Ég vil heldur hafa snjó ef það er ekki hálka. miklu frekar hafa rigningu.

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.