Dagblaðið - 26.02.1980, Síða 7
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 26. FEBRÚAR 1980.
7
Erlendar
fréttir
REUTER
New Hampshire:
Carterspáð25%
meira fylgien
Kennedy
Síðustu spár fyrir forkosningarnar i
New Hampshire í Bandaríkjunum
virðast benda til þess Jimmy Carter
forseti vinni þar öruggan sigur yfir'
helzta andstæðingi sínum, Edward
Kennedy öldungadeildarþingmanni.
Forkosningar fyrir val á frambjóð-
endum flokkanna bandarísku fyrir for-
setakosningarnar eru þar í dag. Er
Carter spáð fjórðungi meira fylgi en
Kennedy.
Tilnefningar til óskarsverðlauna:
Dustin Hoffman og Sally
FieM tafín líklegust
Dustin Hoffman er nú tilnefndur
til óskarsverðlauna í fjórða sinn fyrir
bezta karlhlutverkið en þau frægu
verðlaun verða afhent við hátíðlega
athöfn hinn 14. apríl næstkomandi.
Þykir Hoffman hafa góða möguleika
til útnefningar fyrir hlutverk sitt í
kvikmyndinni Kramer vs. Kramer
Þar leikur hann fráskilinn mann sem
berst fyrir því að fá umráðarétt yfir
syni sínum. Hoffman hefur áður
verið tilnefndur fyrir hlutverk sín í
kvikmyndunum The Graduate,
Lenny og Midnight Cowboy.
Sally Field er minna þekktur leik-
ari en Hoffman. Hún þykir einna lík-
legust þeirra sem tilnefndar hafa
verið til óskarsverðlauna fyrir aðal-
hlutverk kvenna. Er það fyrir hlut-
verk sitt sem Norma Rae i sam-
nefndri kvikmynd sem fjallar um
verkalýðsbaráttu í baðmullarverk-
smiðju í suðurríkjum Bandaríkjanna.
Er hún byggð á sannsögulegum
grunni.
Dustin Hoffman
Kvikmyndimar Kramervs. Kramer
og All That Jazz hlutu flestar tilnefn-
ingar til hinna ýmsu verðlauna, eða
níu hvor.
Roy Scheider sem leikur aðalhlut-
verkið í AU That Jazz hlaut einnig út-
nefningu sem bezti leikarinn. Meðal
annarra má nefna Peter Sellers fyrir
hlutverk sitt sem ólæs garðyrkju-
maður í Being There, Jack Lemmon í
China Syndrome, A1 Pacino í And
Sustice For All.
Af kvenleikurum sem keppa við
.Sally Field má nefna Jane Fonda
fyrir hlutverk sitt I China Syndrome.
Hún fékk verðlaunin i fyrra, Jill
Clayburgh í Starting Over, Bette
Midler í kvikmyndinni The Rose sem
byggð er á ævi söngkonunnar Janis
Joplin Og Marsha Mason í kvik-
myndinni Chapter two. Bæði síðast-
talda kvikmyndin og Starting Over
fjalla um skilnað og síðara hjóna-
band eða samband aðila.
Jill Clayburgh
STOÐUGAR KANN-
ANIR A AÐ AF-
GANISTAN VERÐI
HLUTLAUST RÍKI
Bandarísk stjórnvöld hafa stöðugt
verið í sambandi við ráðamenn í
Moskvu að undanförnu og kannað
hvort einhver fótur sé fyrir því að
Brésnef forseti Sovétríkjanna hafi
raunverulegan hug á að leysa deiluna
um Afganistan með friðsamlegum
hætti og koma siðan í veg fyrir erlenda
ihlutun þar. Bandaríkjamenn segja þó
að þess sjáist lítil merki, þrátt fyrir itar-
legar athuganir á ræðu sem hann hélt í
Moskvu í síðustu viku um málið. Þar
þóttist Thomas Watson sendiherra
Bandaríkjanna i Moskvu merkja
einhver merki þess að forsetinn vildi
ganga til samninga á grundvelli tillagna
Breta og annarra Efnahagsbandalags-
rikja um að Afganistan yrði hlutlaust
ríki en nokkur stórveldi ábyrgðust hlut-
leysi þess.
Fulltrúar Jimmy Carters Bandarikja-
forseta sögðu i gær að engin hvatning
hefði komið frá sérfræðingum í
Moskvu um að Brésnef hefði áhuga á
samningum á þessum grundvelli. Er þá
átt við einhvers konar samninga eins
og Austurríki gekkst undir árið 1955 er
friðarsamningar voru gerðir í Vin. Þá
lofaði Austurríki því að vera hlutlaust
ríki um aldur og ævi og í staðinn
tóku risaveldin ábyrgð á sjálfstæði
landsins.
Brésnef forseti sagði i ræðu sinni að
Sovétrikin væru reiðubúin að flytja her
sinn á brott frá Afganistan svo skjótt
sem tryggt væri að allri erlendri íhlutun
væri bægt þar frá. Við skulum láta
Bandarikin og nágrannariki Afganistan
tryggja slíkt ástand og þá verður ekki
lengur þörf fyrir sovézkan her í
Afganistan.
Hann var búinn að vera i haldi kólómbiskra skæruliða i þrjú ár þegar hann slapp
loks. Maðurinn heitir Richard Starr liðsmaður i friðarsveitum Bandaríkjanna.
Hann er á miðri myndinni hér að ofan. Sá er drýgstan þátt átti i að losa Starr úr
prfsundinni var dálkahöfundurinn frægi, Jack Anderson, sem tók persónulega að
láni 250 þúsund dollara til að greiða lausnargjaldið sem skæruliðarnir kröfðust.
Andrei Gromyko utanrikisráðherra Sovétrfkjanna brá sér nýlega til Indlands eftir að Indira Ghandi tók þar við völdum eftir
kosningasigur sinn. Var erindi Gromykos að skýra út fyrir Indiru hvers vegna Sovétmenn hafi talið sér nauðsynlegt að senda
herlið sitt inn i Afganistan. Einhver árangur virðist hafa orðið af ferð utanrfkisráðherrans þar sem indverski forsætisráðherr-
ann hefur farið sér hægt f að gagnrýna stjórnina i Moskvu.
Teheran:
SAMEINUÐU ÞJOÐA
NEFNDIN YFIRHEYRIR
—fómardýr leynilögreglu keisarans ræða við hana í dag
Hin alþjóðlega nefnd sem er í íran
á vegum Sameinuðu þjóðanna mun i
dag ræða við nokkur af fórnardýrum
leynilögreglu keisarans. Nefndin,
sem er i landinu til að kanna hugsan-
leg brot keisarans fyrrverandi og
manna hans gagnvart írönsku þjóð-
inni, hóf störf sin í gær. Þá könnuðu
þeir ýmiss konar skjöl, sem lögð voru
fyrir þá af írönskum stjórnvöldum
auk annarra aðila bæði innan og utan
írans. Nefndin lauk starfi sínu í gær
með ríkulegum kvöldverði á hóteli
þvi sem hún dvelst á í Teheran.
í nefndinni, sem er skipuð af Kurt
Waldheim, aðalritara Sameinuðu
þjóðanna, eru lögfræðingar frá
Alsír, Frakklandi, Sri Lanka, Sýr-
landi og Venezuela.
Fyrri fregnir hermdu að góðar
horfur væru á því að bandartsku gísl-
unum fjörutíu og níu, sem eru í haldi
stúdentanna í bandarísku sendiráðs-
byggingunni í Teheran yrði sleppt úr
haldi þegar nefnd Sameinuðu þjóð-
anna mundi ljúka störfum.
Bani-Sadr, forseti írans, gaf þó
ekkert slíkt i skyn er hann flutti ræðu
af vegg við sendiráðsbygginguna i
gær. Var forsetinn herskár mjög i
ræðu sinni og virtist ekki fara hnifur-
inn á milli skoðana hans og stúdent-
anna í sendiráðinu. Bani-Sadr hefur
þó gagnrýnt þá áður en að því er
virðist ekki hlotið neinn stuðning
Khomeinis trúarleiðtoga við það.
Einn stúdentanna sem ráða sendi-
ráðsbyggingunni las yfirlýsingu þar
sem sagði að þeir mundu ekki láta
neitt tækifæri ónotað til að berjast
gegn bandarískum yfirráðum.
Eru horfurnar fyrir að gíslarnir verði
látnir lausir nú taldar daufari en oft
áður og krafa stúdentanna um fram-
sal keisarans og auðæfa hans enn í
fullu gildi, ef svo ætti að verða.