Dagblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurfebrúar 1980næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    272829303112
    3456789
    10111213141516
    17181920212223
    2425262728291
    2345678

Dagblaðið - 28.02.1980, Blaðsíða 6

Dagblaðið - 28.02.1980, Blaðsíða 6
Kólombía: DAGBLADID. FIMMTUDAGUR 28. FEBRÚAR 1980. Eriendar Krefjast300 fanga og 20 milljaróa kr. — í stað sendiherranna fjórtán og nokkurra annarra sendiráðsstarfsmanna Vinslri sinnaðir skæruliðar sem í gærkvöldi réðusl inn í sendiráð Dóminikanska lýðveldisins i Kolombíu krefjast jress að þrjú hundruð pólitískir fangar i landinu verði látnir lausir og auk þess 50 milljóna dollara í lausnargjald. Svarar það til um það bil 20 milljarða íslenzkra króna. Skæruliðarnir tóku fjórtán sendi- herra og tvo aðra háttsetta sendimenn i sendiráðinu og mun þeim öllum vera haldið í gíslingu. Fyrstu fregnir hermdu að sendi- herra Bandarikjanna hefði særzt i átökum við skæruliðana í gærkvöldi en þær fregnir voru siðan bornar til baka. Sendiherrarnir eru frá Bandaríkj- unum, Dóminikanska lýðveldinu, Brasiliu, Venezuela, Costa Rica, Mexikó, Uruguay, Austurriki, El Salvador, Egyptalandi, Guatemala, Haiti, Sviss og Vatikaninu. Móttaka var i sendiráðinu vegna fullveldisaf- mælis Dóminikanska lýðveldisins. Kröfur skæruliðanna hafa ekki verið staðfestar af yfirvöldum i Bogota, höfuðborg Kólombiu. Þau hafa hins vegar skýrt frá því að skæruliðar hafi samþykkt að hefja samningaviðræður fyrir milligöngu fyrrum embættismanns nokkurs. Fregnir af kröfum skæruliðanna bárust út er einn af fréttamönnum dagblaðs í borginni ræddi við einn skæruliðanna í sendiráðinu sím- leiðis. Vilja skæruliðarnir að ríki þau sem eiga sendiherra sina í gíslingu safni lausnarfénu, 50 milljónum dollara. í símtali sem mexíkanski sendiherr- ann átti við utanríkisráðherra Kól- ombiu i nótt mun hann hafa sagt að skæruliðarnir væru búnir að skipa sendiherra Bandarikjanna, Mexikó, Venezuela og Vatikansins i nefnd til aðsemja um málin. fréttir Þriggja km biðraðir við kjörstaði ígær Fyrsti dagur kosninganna í Zimbabwe/Ródesíu fór vel fram og ekki hefur frétzt að komið hafi til óeirða við kjörstaði. Víða mynduðust allt að þriggja kilómetra langar bið- raðir en talið er að tæplega ein milljón manna hafi kosið fyrsta daginn. 7ÉLASTILLING Framkvæmum vélastillingár hjólastillingar Ijósastillingar með fullkomnum stillitækjum VÉLASTILLING AUÐBREKKU 51, KÓPAVOGI. SÍMI43140. VANTAE,ft FRAMRÚÐU? rrr isetnmga BÍLRÚÐAN Ath. hvort við getum aðstoðað. ísetningar á staðnum. SKÚLAGÖTU 26 SlMAR 25755 0G 25780 Ustunnendur athugið Þrjár litkrítarmyndir eftir Gunnar Geir til sölu. Stærðir 2lxl4 — 20x28 cm. Upplýsingar á Innrömmunarverkstæðinu Grensásvegi 50, sími 35163. Ti/sö/u BMW 320 BMW316 BMW316 BMW518 BMW 2800 BMW 1802 Renault 20 TL Renault 16 TL Renault 16 TL Renault 16 TS Renault 14 TL Renault 12TL árg. 1979 árg. 1978 árg. 1977 árg. 1976 árg. 1969 árg. 1973 árg. 1978 árg. 1975 árg. 1973 árg. 1972 árg. 1978 árg. 1978 Renault 12TL Renault 12L Renault 12station Renault 12 station Renault 12TL Renault 6 TL Renault 5 GTL Renault 4 VAN F6 Renault 4 VAN F6 Renault4 VAN F6 Renault4 VAN F4 Renaull 4 VAN F4 árg. 1977 árg. 1976 árg. 1975 árg. 1971 árg. 1971 árg. 1972 árg. 1978 árg. 1980 árg. 1979; árg. 1978 árg. 1979 árg. 1974 Opið laugardaga kl. 1-6. Kristinn Guðnason hf. bifreiða- og varahlutaverzlun, Suðurlandsbraut 20, sími 86693. Sergei Pavlov iþróttamálaráðherra Sovétrlkjanna mætti eins og ekkert hefði i skorizt við opnun ölympiuleikanna 1 Lake Placid f Bandarikjunum Pavlov sakaði CIA leyniþjónustu Bandarikjanna um að hafa reynt að múta sovézkum íþróttamönn- um til að biðjast hælis i Bandarikjunum. Teheran: Nefndin fær ekki að sjá gíslana i sendiráðinu Stúdentarnir sem halda bandarísku gíslunum i sendiráðsbyggingunni í Teheran hafa tilkynnt að þeir muni ekki heimila fimm manna nefndinni á vegum Sameinuðu þjóðanna að heimsækja gislana fjörutiu og níu. Nefndin er í Teheran til að kanna meint afbrot keisarans fyrrverandi og manna hans gegn írönsku þjóðinni. Talsmaður stúdentanna sagði fréttamanni Reuters í gærkvöldi að viðræður við gíslana hefðu ekkert með að gera viðfangsefni nefndar- innar og þvi kæmi slikt ekki til greina. Einn nefndarmannanna sagði fréttamanninum hins vegar að þeir væru enn að vinna að þvi að fá að lita til fanganna. Var þessi skoðun hans undirstrikuð i opinberri yfirlýs- ingu Kurt Waldheim, aðalritara Sam- einuðu þjóðanna, í gær um að þess væri vænzt að gislarnir og fimm- menningarnir mundu hittast innan skamms. í nefndinni eru lögfræð- ingar fráSýrlandi, Frakklandi, Vene- zúela, Alsir og Sri Lanka. Samkvæmt heimildum i Teheran gera fimmmcnningarnir sér enn vonir um að íranska utanríkisráðuneytið sjái svo um að þeir fái heimild til að hitta gislana fjörutiu og níu. Þess vegna vilji þeir ekki gera mikið veður út af neitun slúdentanna ef takast mætti að telja þeim hughvarf. Talið er að mál gislanna verði látið biða þar til að lokum Teherandvalar nefndarinnar liður. Opinberir aðilar i Teheran sögðu i gær, að ekki væru neinar líkur til þess að gíslarnir yrðu látnir lausir fyrr en I fyrsta lagi eftir rúma tvo niánuði. Málið yrði sett i hendur þings Irans, sem kæmi saman hinn 7. apríl en að þvi loknu mundi ýmis undirbúningur taka i það minnsta mánuð.

x

Dagblaðið

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1670-0880
Tungumál:
Árgangar:
7
Fjöldi tölublaða/hefta:
2087
Skráðar greinar:
1
Gefið út:
1975-1981
Myndað til:
25.11.1981
Útgáfustaðir:
Ritstjóri:
Jónas Kristjánsson (1975-1981)
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað. Fréttablað
Styrktaraðili:
Síðar útgefið sem:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað: 50. tölublað (28.02.1980)
https://timarit.is/issue/228270

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

50. tölublað (28.02.1980)

Aðgerðir: