Dagblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurfebrúar 1980næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    272829303112
    3456789
    10111213141516
    17181920212223
    2425262728291
    2345678

Dagblaðið - 28.02.1980, Blaðsíða 27

Dagblaðið - 28.02.1980, Blaðsíða 27
 ! DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 28. FEBRÚAR 1980. Peir sóluðu sig, þessir isfirzku herramenn af eldri kvnslóðinni, er fréttamenn DB bar að garði þar sfðastliðið sumar. Hvað sem segja má um vandamál aldraðra má þó segja að það er ekki vandinn sem skfn af andlitum kappanna enda varla ástæða til f góðu veðri. AÐ VESTAN - útvarp kl. 22,40: Mál aldraðra á Vestfiöróum Málefni aldraðra úti á lands- byggðinni hafa verið mjög rædd að undanförnu. Finnbogi Hermannsson, kennari á Núpi í Dýrafirði, tekur þau mál fyrir í þætti sínum að vestan sem er á dagskrá útvarpsins klukkan 22.40 i kvöld. Þar ræðir hann við þrjá Is- firðinga um þessi mál. Eru það Guðmundur Ingólfsson,. forseti bæjar- stjórarinnar þar, Rannveig Guðmunds- dóttir félagsráðgjafi og séra Jakob Hjálmarsson, sóknarprestur á isafirði. Margir aldraðir sem hafa búið úti álandi og hafa orðið að skipta um atvinnu eða Ieita sér lækninga vegna sjúkdóma hafa neyðzt til að flytjast til höfuðborgar- svæðisins hvort sem þeim hefur líkað betur eða verr. Hefur þar bæði komið til að ekki hefur verið um að ræða neina vinnu úti á landi fyrir þá sem DB-mynd Jónas H. Finnbogi Hermannsson kennari á Núpi íDýrafirði ekki hafa fulla starfskrafta og einnig að sérhæfð læknishjálp eða umönnun hefur ekki verið fyrir hendi. Nokkuð hefur verið bætt úr þessu á siðustu ár- um með byggingu íbúða fyrir aldraða auk fjölgunar atvinnutækifæra. Vafa- laust mun þetta bera á góma í þætti Finnboga Hermannssonar í útvarpinu í kvöld. -ÓG ÚTVARP-kl. 21,45: LEIKKONA MEIRA EN HÁLFA ÖLD Síðari hluti viðtals Ásdísar Skúla- dóttur leikkonu við starfssystur sína, Þóru Borg, verður í kvöld klukkan 21.45. Fyrri hlutinn var á fimmtudaginn var og víst er um að ef siðari hluti viðtalsins við Þóru verður eitthvað likur þeim fyrri, þá verða hlustendur ekki sviknir, enda hefur margt komið fyrir á rúmlega fimmtíu ára löngum leikferli. Síðasta hlutverkið sem Þóra hefur leikið var i Glerhúsinu eftir Jónas Jónasson. Viðmælandi hennar, Ásdís Skúladóttir, er hins vegar um þessar mundir norður á Sauðárkróki þar sem hún vinnur að uppsetningu verks fyrir leikfélag staðarins. -ÓG. Þóra Borg, þcgar hún lók við vióurkenningu fyrir 50 ár sín á fjölunum eflir sýningu á leikrítinu Refunum eftir Lillian Hellman árið 1978. DB-mynd Hörður. Barnaefni á ári trésins Barbapabbafjölskyldan leysti mengunar-vandamálið á fremur ódýran hátt, i siðasta þættinum um þessa fjölskyldu, nteð barbabrellu. Barnaefni sjónvarpsins var með bezta móti i gærkvöldi og auðséð er að við þurfum ekki að standa nágrönnum okkar að baki, hvað varðar dagskrár- gcrð fyrir börn. Sú nýbreytni sjón- varpsins að hafa barnadagskrá eftir fréttir fyrripart vikunnar, er virðing- arverð viðleitni og lciðir vonandi af sér barnatima á hverjum sjónvarps- degi. Þar scnt börn eru stærsti áhorf- endahópur sjónvarpsins er ekki óeðli- legt að dagskrárefni yið hans hæfi sé meira cn tveir tímar í viku. Breyting á barnaefni sjónvarpsins i vetur hófst með breytingum á Stundinni okkar, sem er stjómendum sínum til mikils sónta. Barnadagskráin i gærkvöldi samanstóð öll af teiknimyndum sern voru hvcr annarri betur gerðar. Finnska ntyndin Ég á tigrisdýr var mjögskemmtileg. Draugarnir i Hryll- ingsborg var vcl teiknuð og efnið ákaflega skemmtilcgt þar sem nútím- inn og fortiðin voru leidd saman. Þó að danska sé fallegt mál hefði verið ástæða til að lesá íslenzkan texta með ntyndinni til þess að efni hefði komizt betur til skila. Þættirnir um sögu ntannsins cru með þvi bezta sem sjón- varpiö sýnir um þcssar mundir og mættu fleiri slikir þættir sjást í sjón- varpinu í framtiðinni. SK BÆJARINS Friðriksson nPTTI I oglngólfur OC.L I U Hjörleifsson Land og synir Leikstjóri: Agúst GuOmundsson. (slensk 1979. Kvikmyndataka: Sigurflur Sverrir Pálsson. Aðalhlutverk: Sigurður Sigurjónsson og Guflný Ragnarsdóttir. Sýningarstaður: Austurbœjartiió. Land og synir er gerð eftir samðefndri skáldsögu Indriða G. Þorsteinssonar sem fjallar um timabilið fyrir seinni heimsstyrjöld þegar bændasamfélagið er að liða undir lok.Þetta er tvimælalaust merkasta kvikmynd sinnar tegundar sem fram hefur komið hér á landi. Tæknilega er kvikmyndin mjög góð og gefur erlendum kvik- myndum ekkerl eftir i þeim efnum. Allir sem kynnst hafa sveitalifi eiga eflaust mjög auðvelt að lifa sig inn í myndina. Myndinni tekst mjög vel að laða fram tiðarandann á þessum árum og samtöl lýsa fólkinu vel. Land og synir er falleg og hrifandi kvikmynd og rétt er að hvetja alla sem vettlingi geta valdið að láta eftir sér þann munað að sjá alíslenska kvikmynd. Öskrið (The Shout) Sýningarstaður: Laugarásbió. Leikstjóri: Jorzy Skolimowski. Handrít: Jerzy SkoJimowsky og Michael Austin, byggt á sögu eftir Robert Graves. Aflalhlutverk: Alan Bates, Susannah York og John Hurt. Fyrr í vetur var sýnd i Háskolabiói mynd Peter Weir, The Last Wave sem fjallaði um frumbyggja Ástraliu og byggðist sú mynd að miklu leyti á trúarhugmyndum þeirra. Nú er komin í Laugarásbíó nýleg bresk mynd, Öskrið (The Shout), þar sem svipaða hluti ber á góma. Myndin segir frá Charles nok krum Crossley sem lifað hefur i óbyggðum Ástralíu meðal frumbyggja i 18 ár. Hann kemur i sveita- þorp einhvers staðar í Englandi og sest að hjá hjónum sem þar búa og snýr tilveru þeirra algjörlega við. Hann segist geta drepið mann með því að öskra. Þessi mynd skartar nokkrum af bestu leikurum Breta, John Hurt og Alan Bates sýna stórkostleg tilþrif. Öll tækni- vinna er stórgóð svo unun er á að horfa. Hér er mynd sem óhætt er að mæla með. KjarnJeiðsla til Kína ; LalcstfðH: Jww BridgM. garð IUSA1979. ' AMNutvatfc: Jmw Foncfla og ijorfc Lotnmon. Sýnfcigaroatsóur Sfljófnutifló. | Stjörnubió sýnir nú um þessar mundir einhverja unttöluðustu i kvikmynd siðasta árs, The China Syndrome, en hún fjallar um j kjarnorkuslys sem á sér stað í Bandarikjimum. Myndin hefði kann- ! ski ekki vakið jafnmikið umtal og raun varð á ef ekki hefði komið j til svipað slys i Harrisburg. En þeir raunverulegu atburðir sem áttu I sér stað i Harrisburg þykja likjast myndinni óhugnanlega. Myndin er mjög spennandi og vel upp byggð. Jane Fonda og Jack l.emmon sýna mikil tilþrif í lcik sinum en Jack Lemmon vann karlleikara- verðlaunin á Cannes á siðasta ári fyrir leik sinn í myndinni. Myndin ælti einnig að verða til þess að opna augu áhorfenda fyrir hættunni iaf beislun kjarnorku en því miður er þetla vandamál sem íslend- ingar þurfa einnig að taka afstöðu til. The Big Sleep Sýningarstaflur: Háskólabió. Leikstjóri: Howard Hawks. ' Handrít: Wiiliam Faulkner og Loigh Brackett. Aðalhlutverk: Humphrey Bogart og Lauraen Bacall. Háskólabíó hefur nú farið af stað með skemmtilega nýjung sem er sýning á gömlum myndum með Humphrey Bogart. Fyrirhugað er að sýna þrjár myndir með honum og er Big Sleep sú fyrsta. Hinar tvær sem fyrirhugað er að sýna eru The Big Shot og The Enforcer. The Big Sleep var gerð 1946 og var leikstýrt af Howard Hawks, sem var einn af fjölhæfustu leikstjórunum í Hollywood. The Big Slepp er byggð á sögu Raymond Chandlers og fjallar um einkaspæjarann Phillip Marlowe sem Bogart gerði ódauðlegan i þessari mynd. Oft vill það nú vérða með gamlar myndir af þessu tagi að þær eldast illa en hér er annað uppi á teningnum. Það sem helst gefur þessari mynd ■lildi eru leiftrandi skemmtileg samtöl og vel uppbyggð spenna. Lesendur eru hvattir til að senda kvik- myndadálki DB líríu, hafi þeir áhuga á ein- hverri vitneskju um kvikmyndir og kvlk- myndaiðnaðinn. Heimilisfangið er: Kvik- jmyndir, Dagblaðið, Síðumúla 12, Rvk.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað: 50. tölublað (28.02.1980)
https://timarit.is/issue/228270

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

50. tölublað (28.02.1980)

Aðgerðir: