Dagblaðið - 28.02.1980, Blaðsíða 17

Dagblaðið - 28.02.1980, Blaðsíða 17
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 28. FEBRÚAR 1980. Suzanne Brögger setti Danmörku á annan endann, þegar hún gerði grín að hjónabandinu, en skrifar nú um gleðina við einfalt líf: Sálin i mér er eins og kampavín —segir heimskonan og býr ein með kettinum sfnum íKnudstrup Mikið af kvennabókmenntum í dag eru kveinstafir einangraðra eigin- kvenna. En ef segja má að af þeim leggi sápulykt uppþvottabalans þá er kampavínsangan af skrifum Súzönnu Brögger. Hún er heimskona sem vill njóta unaðssemda lifsins. „Flest fólk gengur með lögregluþjón innan í .sér, sem bannar því allt sem er skemmti- legt,” skrifar hún, ,,en það er um að> gera að losna við hann.” Nýjasta bókin hennar, En gris som har været oppe at slás kan man ikke stege, er hrein perla, listilega skrifuð, enda Suzönnu ekki að ófyrirsynju líkt við Karenu Blixen. En hún er nokkuð dýr, rúmar 7000 krónur íslenzkar fyrir 94 síður. Að éta aðra manneskju upp til agna Suzanne gaf út fyrstu bók sína árið 1973. Var það greinasafnið Fri os fra kærlighedeneðaHlifið okkur við ást- inni, sem skjótt hlaut mikla út-’ breiðslu. Þar réðst hún á mörg heilög vé, og einstæða móður, sem vinnur í verk- smiðju?” Kannski hefur hún þó tekið eitt- hvert mið af þessari gagnrýni þvi í þessari nýjustu bók, En gris som . . . o.s.frv. er engin rómantík heldur lýsir hún þar óbrotnu lífi ná- granna sinna í Knudstrup. Knudstrup er utan við Kaupmannahöfn og þangað hefur Suzanne flúið úr borgarglaumnum með kött sinn til að vera í næði við að skrifa og hugsa. Þar dregur hún upp hlýja og fallega mynd af samvizkusamri og góðri húsmóður að nafni Signe. Signe skrifar tækifærisljóð eftir pöntun og gengur með skýluklút og falskar tennur, en verður ekki síður lesandanum kær en glæsikvendið sem flakkar mifli New York og Rómar. Að vísu er menningargjáin milli þeirra talsvert breið og viðmiðun ekki sú sama — en þær eru tveir regn- bogar á sama himni . - IHH Suzanne finnst fólk, sem ekki lifir sam- kvœmt tilfinningum sínum, vera dautt: „Hvort haldiö þiö sé meira lifandi, œöandi járnbrautarlest eöa þingmaöur hjá Efna- hagsbandalaginu?” spyr hún. ekki sízt hjónabandið. í léttum tón færði hún rök fyrir því að æðsta form ástar hlyti að vera það að elska sem allra flestar manneskjur. En að setjast með eina manneskju út í horn og taka sér á henni algjöran yfirráða- rétt í nafni ástar og hjónabands, það taldi Súsanna blátt áfram jafngilda mannáti. „Margt fólk er miklu hræddara við framhjáhald heldur en kjarn- orkusprengjuna,” sagði hún. Og til að undirstrika að það mætti svo sem einu gilda hver svæfi hjá hverjum hikaði hún ekki við að lýsa því þegar henni var nauðgað af nokkrum rúss- neskum lögregluþjónum i Uzbekistan ogfleiruisamadúr. Hvort sem menn féllust á rök- semdir hennar eða ekki þá varð því ekki mótmælt að hún var bæði fynd- in og hugrökk. Læðist ekki með veggjum Hún sendi frá sér annað greinasafn í svipuðum dúr, Kærlighedens veje og genveje sem kannski mætti þýða Beinar brautir og bugðóttar í ásta- málum og síðan þykka og mikla bók, sem er eins konar sjálfsævisaga og heitir Creme Fraiche. Þar kemur meðal annars fram að hjónaband foreldra hennar var ófarsælt og end- aði með skilnaði. Suzanne er ógift kona og barnlaus, um það bil 35—36 ára og með af- brigðum fögur og glæsileg. Hún bjó á unglingsárum á Malakkaskaga og „Það bezta sem ég veit er að sitja í stól og hugsa um óendanleikann...” Suzanne Brögger lærði þar að meta silkiefni og skæra liti, og hefur mikið yndi af að búa sig sem bezt. Hún er ekki sú manngerð’ sem læðist með veggjum. Ekki er hún rík en hefur ferðast mikið, m.a. í sambandi við ritstörf sín, en hún er einn af fáum dönskum rithöfundum sem útbreiðslu hafa náð í löndum eins og Frakklandi og Bandaríkjun- um. Meðal lesenda hennar eru leik- konan Jeanne Moreau og rithöfund- urinn Henry Miller. Tveir regnbogar á sama himni Suzanne er stundum ásökuð fyrir að skrifa of mikið um ástina í stað þess að lýsa órómantísku hversdagslífi flestra kvenna. En hún afsakar sig á þessa leið: „Hvernig haldið þið að út- slitin einstæð móðir, sem er orðin 45 ára og vinnur i verksmiðju, hafi löngun til að lesa um aðra útslitna „Fyrst var sagt ég vœri hóra — og svo stórskáld — en í raun- inni veit ég ekkert um ástina. ” VÉLAVERKSTÆÐI Egils Vilhjálmssonar H/F SMIÐJUVEGI9 A - KÓP. - -SÍMI44445 • Endurbyggjum vélar • Borumblokkir • Plönum blokkir og head • Málmfyllum sveifarása, tjakköxla og aðra slitfleti m/ryðfríu harðstáli • Rennum ventla og ventilsæti. • Slípum sveifarása. SÍMI 44445 FULLKOMIÐ MÓTOR- OG REIMNIVERKSTÆÐI Smurbrauðstofan BJORNINN Njáisgötu 49 - Simi 15105 Bóka mark aóir inn Góðar bækur Gamalt verð Fimmtudaginn Föstudaginn Laugardaginn Sunnudaginn Mánudaginn Þriójudaginn Mióvikudaginn Fimmtudaginn Föstudaginn Laugardaginn Sunnudaginn 28. febrúar 29. febrúar 1. marz 2. marz 3. marz 4. marz ð.marz 6. marz 7. marz 8. marz 9. marz frá kl. frá kl. frá kl. frá kl. frá kl. frá kl. frá kl. frá kl. frá kl. frá kl. frá kl. 9-18 9-22 9-18 14-18 9-18 9-22 9-18 9-18 9-22 9-18 14-18 Bokamarkaðunnn SÝNINGAHÖLLINNI ÁRTÚNSHÖFÐA ,

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.