Dagblaðið - 28.02.1980, Blaðsíða 7

Dagblaðið - 28.02.1980, Blaðsíða 7
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 28. FEBRÚAR 1980. Grammy verðlaun poppheimsíns: Doobie bræður og Billy Joel mestir — Bob Dylan bezti rokksöngvarinn og þakkaði Jesú Kristi — margir popparar endurfæddir til trúar á Krist Frá Sigurjóni Sighvatssyni fréttaritara DB í Kaliforníu: Hljómsveitin Doobie Brothers var mesti sigurvegarinn hér í gærkvöldi við afhendingu grammyverðlaun- anna, sem samsvara óskarsverðlaun- um kvikmyndaiðnaðarins. Doobie Brothers fengu fern verðlaun en höfðu verið tilnefndir til átta verð- launa. Þeir áttu lag ársins. Var það What a Fool Believes. Þeir voru einnig valdir bezta popphljómsveit ársins og einnig áttu þeir beztu litlu hljómplöt- una. Sá gamalkunni Billi Joel stóð vel fyrir sínu sem fyrr. Hlaut tvenn grammyverðlaun. Plata hans 52nd Street var bezta stóra plata ársins og hann hlaut einnig titilinn bezti karl- söngvari poppheimsins. Billy Joel hlaut tvenn grammyverðlaun í fyrra. Við verðlaunaafhendinguna i gær- kvöldi kom mest á óvænt þegar Dianne Warwick var valin bezta poppsöngkona ársins og bezta rythm- og bluessöngkonan. Þarna var al- mennt álitið að Donna Summer mundi koma til greina en hún hafði hlotið fimm tilnefningar en hlaut aðeins ein grammyverðlaun. Var hún valin bezta rokksöngkona ársins. Af öðrum verðlaunahöfum má nefna hljómsveitina Earth, Wind And Fire, sem fékk tvenn verðlaun en var tilnefnd til sex. Bob Dylan var kjörinn bezti rokk- söngvarinn að þessu sinni. Hann þakkaði Jesú Kristi fyrir en hann er einn fjölmargra popplistamanna sem hafa endurfæðzt til kristinnar trúar. Til dæmis lýsti Donna Summer þvi yfir við verðlaunaafhendinguna í gærkvöldi að hún væri endurfædd. Þetta var í tuttugasta og annað skiptið sem grammyverðlaunin voru afhent hér 1 Los Angeles. Þykja þau sæta svipuðum tíðindum og óskars- verðlaunin. Verðlaunahafar eru til- nefndir af nokkur þúsund manna akademíu en síðan velur þá lítil nefnd. Fremur þykir gæta íhaldssemi við úthlutun grammyverðlaunanna og þá fremur tekið það sem vinsælt- ast er i poppheiminum en hitt sem er nýtt og athyglisvert. Verðlaunaafhendingunni var sjón- varpað beint um öll Bandaríkin. Billy Joel hlaut m.a. verðlaun fyrir plötu sina S2nd Street. Hann var einnig á verðlaunapallinum I fyrra. Filippseyjar: Kraftaverk aö 134 komust af Yfirvöld flugvallarins við Manila á Filippseyjum telja það kraftaverk að allir nema einn af hinum eitt hundrað þrjátíu og fimm farþegum sem voru með Boeing 707 þotunni sem hrapaði þar og brann, skyldu komast af. Slysið varð í gær og virðist svo sem hreyfl- arnir hafi staðið í ljósum logum er hún kom inn til lendingar. Ekki er Ijóst hvort þeir féllu af áður en þotan nam við jörðu. Einn farþeganna lézt en fjörutíu og níu slösuðust. Áttatiu og fimm þeirra komust frá borði heilir á húfi. Þykir það með eindæmum þar sem eldurinn lék svo fljótt um þotuna eftir að hún lenti á flugbrautinni. Aðeins einn neyðarútgangur var fær og öryggis- renna sem farþegar og áhöfn notuðu stóð fljótlega í björtu báli. Farþeginn sem fórst var frá Taiwan. Nokkurn tíma tók að gera sér grein fyrir hvort allir aðrir hefðu komizt lífs af. Var opinber tala ekki gefin upp fyrr en leitað hafði verið á nærliggjandi sjúkrahúsum og gistihúsum. Flestir far- þeganna voru ferðamenn. Áhöfnina skipuðu níu manns. Rannsóknarnefnd — þegarþota hrapaði og branntilösku á Manillaf lugvelli undir stjórn flugmálastjóra Filippseyja hefur þegar hafið rannsókn á orsökum slyssins. Þotan rann að sögn sjónar- votta fimm hundruð metra eftir braut- inni á flugvellinum áður en hún stöðv- aðist og ofsahræddir farþegarnir höfðu færi á að forða sér. Flestir farþeganna voru frá Taiwan, eða 93. Flugvélin var í eigu þarlends flugfélags. Auk þess voru um borð níu Japanir, sjö Bandaríkjamenn, tveir Bretar, fimm Filippseyingar, einn far- þegi frá Costa Rica, einn Þjóðverji, einn Svisslendingur, tveir frá Ástralíu og tveir Norðmenn. Landsins nwsta úrvai af útvarpsklukkum. Loksins komið aftur meistarastykkið, útvarpsklukka með cassettu. Attt ti/hljómfíutnings fyrir: HEIMILIÐ - BÍLIIVN OG DISKÓTEKID D i • iXdaio ÁRMÚLA 38 (Selmúla meginl 105 REYKJAViK SÍMAR: 31133 83177 POSTHÓLF 1366 Frá Byggingavörudeild SÍS- Smíðaviður 75X225 Kr. 3.884.- pr. m 38X125 Kr. 1.086.- pr. m 38X100 Kr. 726,- pr. m 25X175 Kr. 1.057.- pr. m 25X150 Kr. 905.- pr. m 25X100 . Kr. 604.- pr. m Douglas fura (Oregor pine) 3X12 Kr. 8.844. pr. m 4X6 Kr. 5.897,- pr. m 4X8 Kr. 7.861.- pr. m 4X10 Kr. 9.820,- pr. m 4X12 Kr.l 1.787,- pr. m inið timbur Vatnsklæðning 22X110 Kr. 6.399,- pr. nr Panill 22X135 Kr. 9.208.- pr. m: Panill 20X111 Kr. 9.672.- pr. m: Panill 12X65 Kr. 6.156.- pr. m: Gólfborð 22X90 Kr. 9.679,- pr. m: Gluggaefni Kr. 1.830,- pr. m Glerlistar 22 m/m Kr. 123.- pr. m Grindarefni og listar 45X90 Kr. 1.065.- pr. m Grindarefni og listar 45X40 Kr. 498.- pr. m Grindarefni og listar 35X80 Kr. 741,- pr. m Grindarefni og listar 35X70 Kr. 683.- pr. m Grindaii lm »" listar 27X57 Kr. 329,- pr. m Grindarelni og listar 22X145 Kr. 808.- pr. m Grindarefni og listar 21X80 Kr. 405.- pr. m Grindarcfni og listar 20X45 Kr. 386.- pr. m Grindarefni og listar 15X57 Kr. 268.- pr. m Grindarefni og listar 15X22 Kr. 123.- pr. m Múrréttskeiðar 10X86 Kr. 305.- pr. m lónaplötur 9 m/m 120X260 Kr. 4.421.- 12 m/m 120X260 Kr. 4.796,- 15 m/m 120X260 Kr. 5.388,- 18 m/m 120X260 Kr. 6.104.- 22 m/m 120X260 Kr. 8.096,- 25 m/m 120X260 Kr. 9.030,- Spónaplötur, vatnsþolnar 15 m/m 120 X 260 Lionspan, spónaplötur 3,2 m/m 120X255 6 m/m 120X255 8 m/m 120X255 Lionspans, vatnslímdar spónaplötur, hvítar 3,2 m/m 120X255 6 m/m 120X255 8 m/m 120x255 Hljóðeinangrun 15 m/m Steinul! Kr. 7.374,- Kr. 1.196.- Kr. 2.954,- Kr. 3.930.- Kr. 2.421.- Kr. 5.668.- Kr. 6.950.- 30X30 sm Kr. 6.642.- pr. m' Spónlagðar viðarþiljur Coto 10 mm Kr. 7.273.- Antik eik Kr. 8.322.- Rósaviður Kr. 8.322.- Fura Kr. 8.322.- Perutré Kr. 8.322.- Hnota Kr. 8.322.- Fjaðrir Kr. 212. 4 m/m filmukrossviður Universal Rosewood 122X244 Kr. 5.846.- Washinj»ton Pecan 122X244 Kr. 5.846.- Amerískur krossviður, Douglas fura 12 m/m 122X244 Kr. 10.990,- 12 m/m 122X274 Kr. 13.226.- 12 m/m 122X305 Kr. 15.335,- 12 m/m strikaður 122X244 Kr. 10.990,- 12 m/m strikaður 122X274 Kr. 13.226.- 12 m/m strikaður 122X305 Kr. 15.335.- Utanhússkrossviður með hvítri glerfiber polyesterhuð 9 m/m 120X270 Kr. 22.810,- 12 m/m 120X270 Kr. 26.160,- Utanhússkrossviður með gulri phenolfilmu 12 m/m 120X270 Kr. 19.067,- Birkikrossviður 9 m/m 122X274 Kr. 12.686,- 12 m/m 122X274 Kr. 15.981,- Zaca-borð (3ja laga krosslímdir mótaflekar) 22 m/m 150X300 Kr. 33.892,- Innanhússklæðning með viðaráferð Pine 10 m m 29X274 Kr. 4.144.- Kik 10 m'm 29X274 Kr. 4.144,- Convvay 6 m/m 122X260 Kr. 8.778,- Balmoral 6 m/m 122x260 Kr. 8.778,- Beechw ood 6 m/m 122X260 Kr. 8.778,- Kik 6 m/m 122X260 Kr. 8.778,- Warwick 6 m/m 122X260 Kr. 10.233.- Utanhússklæðning Panel-viðaráferð ll,5mm 120X274 Kr. 13.903,- Hardborð 3,2 m/m 122X274 Kr. 2.399,- 3.2 m/m óoliusoðið 122X274 Kr. 3.777,- Asphaltborið tex 12 m'm 120X270 Kr. 4.120,- Söluskattur er innifalinn í verðinu. Byggingavörur Sambandsins Ármúla 29-Simi 82242

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.