Dagblaðið - 28.02.1980, Blaðsíða 28

Dagblaðið - 28.02.1980, Blaðsíða 28
Heímilissýnmgin „stuðlar að fjölbreyttara mannlífi”: Tívolí á5000 fermetrum i Laugardalnum í sumar —gæti orðið undanfari varanlegrar starfsemi „Það er búið að tala um það í ára- raðir að fá tivolí hingað til landsins. Meðal annars hefur verið talað um í tívolíinu verður bilabraut, 6—7 hringekjur (m.a. þessi), draugahús, speglasalur, skotbakkar og ýmislegt fleira. það innan ýmissa borgarstófnana. Það er hins vegar ljóst að umtalið eitt dugar ekki og því höfum við nú ákveðið að gera þessa tilraun,” sagði Bjarni Ólafsson, framkvæmdastjóri Kaupstefnunnar, i samtali við Dag- biaðið í gær. Það verður i sambandi við sýning- una Heimilið ’80 sem Kaupstefnan hf. ræðst i þetta mikla fyrirtæki. Sýningin stendur frá 22. ágúst til 7. september næstkomandi. „Við höfum séð hvað þetta lífgar mikið upp á svona sýningar á Norðurlöndum og eykur aðsókn. Þetta er líka hlutur sem alveg hefur vantað hér i fábreyttu borgarlífinu. Ef reynslan af þessu verður góð gæti þetta hugsanlega orðið undanfari varanlegrar starfsemi af þessu tagi,” sagði Bjarni. Kaupstefnan hefur verið i sam- bandi við norskt kaupstefnufyrir- tæki, Norshow, við undirbúning þessa máls en hér er um sænsk-norskt tivolí að ræða sem heitir Cederholms- Tivoli. Þetta norska kaupstefnu fyrirtæki hefur sett upp þetta ferða- tívoli í sambandi við sýningar sínar og hefur þaðgefizt ákaflega vel. Tívolíið samanstendur af bíla- braut, 6—7 mismunandi hringekjum, bæði fyrir börn og fullorðna, drauga- húsi, speglasal og skotbökkum af ýmsum gerðum. Tækin vega um 300 tonn og flutningskostnaðurinn einn verður líklega um 60—70 milljónir. Svæðið undir tækin yrði um 5000 ferm fyrir áustan Laugardalshöllina. Bjarni sagði að heildarkostnaður við þetta fyrirtæki væri enn það óljós að hann vildi engar tölur nefna í þvi sambandi. ,,Við erum nú á bóla- kafi í öllu kerfinu,” sagði Bjarni, „og vissulega tökum við mikla áhættu en samstarfsaðilar okkar úti munu taka á sig hluta af áhættunni. Þetta er einnig ákveðin áhætta í sam- bandi við veðrið. Það er ljóst að eig- endur tækjanna fá allar tekjur sem af þessu kunna að verða. Okkar ávinn- ingur yrði aðeins aukinn fjöldi sýningargesta og fjölbreyttara mann- líf í borginni.” Bjarni sagði að ákveðið hefði verið að reyna að fá þessi tæki frá Norður- löndum vegna þess að öryggiseftirlit væri þar mjög strangt og tækin mjög örugg. „Við vildum ekki flana út í neitt sem er hættulegt,” sagði hann aðlokum. -GAJ. Búkamarkaðurinn árlegi i Sýningahöllinni hófst i morgun. Þegar um kl. niu voru fyrstu bökaormarnir mættir og hugðust gera góð kaup. Það ætti að vera hægt — á bökamarkaðinum f ár eru um sex þúsund titlar og elztu bækurnar allt frá siðustu aldamótum. Hann Guðjón var að stafla siðustu bókununi um það bil sem opnað var f morgun. Markaðurinn verður opinn til 9. marz. DB-mynd: Hörður. Forsendur hæstaréttardómsins íGuðmundar-og Geirfinnsmálunum: Samsæri um manndráp af stórfelldu gáleysi ásetning- urekki sannaður „Þegar hin rækilega rannsókn bæði fyrir og eftir uppsögu héraðs- dóms varðandi meint harðræði og ólögmæta rannsóknarhætti er virt, verður ekki séð, að játningar ákærðu hafi verið fengnar með ólögmætum hætti af hálfu þeirra, er fóru með rannsókn málsins,” segir í forsend- um Hæstaréttar fyrir dómi í Guð- mundarmálinu. Þetta á við um forsendur fyrir, dómunum í Geirfinnsmálinu einnig. Játningar ákærðu eru því ásamt öðrum sakargögnum lagðar til grundvallar dómsniðurstöðum og afturköllun framburða ekki mark- tæk. Kinnhestur sá sem sannað er að fangavörður hafi lostið ákærða Sævar, var greiddur honum 5. maí við samprófun, alllöngu eftir að hann játaði atferli sitt að Hamarsbraut 11, þar sem Guðmundi Einarssyni var ráðinn bani. Þeir Kristján, Sævar og Tryggvi eru allir taldir samvaldir að því að veita Guðmundi þá áverka, að bani hlauzt af. Árásin er talin hrottafengin. Er þó sýknað af ákæru fyrir manndráp af ásetningi. Talið er Ijóst, að líftjón gæti hlotizt af árásinni, enda þótt ásetningurséekki talinn fyrir hendi. í Geirfinnsmálinu er rakinn að- dragandi um fyrirhuguð vínkaup við Geirfinn Einarsson. Er talið efalaust að ákærðu hafi í sameiningu veizt að Geirfinni í Dráttarbrautinni í Kefla- vík i því skyni að knýja hann til sagna um geymslustað smyglaðs áfengis. „Eigi verður talið sannað, að með ákærðu hafi búið fyrirfram sá ásetn- ingur að svipta Geirfinn lifi, ef hann léti ekki í té upplýsingar sem eftir var leitað.” Árásin var hins vegar mjög hrottaleg. „Kemur mjög til greina að telja, að ákærðu hafi ekki getað dulizt, að langliklegast væri að Geirfinnur myndi bíða bana af henni, bæði vegna ofsans í árásinni og þegar virt er, að þeir þrír, þ.e. Sævar, Guðjón og Kristján, sóttu að manninum á fá- förnum stað seint að kvöldi," segir i forsendum dómsins. Þykir ekki vist, að árásarmönnun- um verði gefin refsiverð sök á mann- drápi af ásettu ráði. Mannsbani hlauzt af ofsafenginni líkamsárás. Þá afleiðingu ber að virða til stórfellds gáleysis. Samtök árásarmanna eru refsiþyngjandi. Framburðir ákærðu leiddu til þess að fjórir menn, sem þau báru sökum, sættu alllangri gæzluvarðhaldsvist. Við ákvörðun refsinga er litið til þess- arar afdrifariku afleiðingar af broti þeirra. Dóminn kvað Hæstaréttur upp þannig skipaður: Björn Sveinbjörns- son dómsforseti, Logi Einarsson, Benedikt Sigurjónsson, Ármann Snævarr, Þór Vilhjálmsson. - BS frjálst, óháð daghlað FIMMTUDAGUR 28. FEBRÚAR 1980. Sjór komst í fiskfarm: Goðafoss kom til baka með 3200 fiskkassa í Keflavík er verið að umpakka 3200 kössum af freðfiski sem skipað var upp úr Goðafossi um síðustu helgi. Goða- foss lestaði freðfisk á nokkrum höfn- um og sigldi með farminn til Banda- ríkjanna. Kom i ljós að sjór eða vatn hafði náð að komast í lest i skipinu og hluti farmsins, 3200 kassar, hafði frosið saman í lestinni og umbúðir skemmzt. Þurfti skipið að sigla heim til Íslands með fiskinn. Útlit er fyrir að sjálft innihald kass- anna hafi ekki skemmzt við óhappið heldur aðeins umbúðirnar. Sennilegt er að sjórinn hafi komizt i lestina á Akra- nesi. -ARH. Leit hætt: Sjómennirnir taldiraf Formlegri leit að sjómönnunum sex sem fórust með rækjubátunum þremur á Arnarfirði og ísafjarðardjúpi á mánudag hefur nú verið hætt og sjó- mennirnir sex eru taldir af. Með Bíldudalsbátnum fórust Pétur Valgarð Jóhannsson og Hjálmar Einarsson. Með ísafjarðarbátunum fórust bræðumir Ólafur S. Össurarson og Valdimar Þ. Össurarson og Haukur Böðvarsson og Daníel Jóhannsson. Allir voru kvæntir nema Haukur. Nítján börn hafa orðið föðurlaus. í gær var leitað úr flugvél með ströndum og fjörur gengnar án árang- urs. Framhald verðurá slíkum könnun- um. Víst þykir nú hvar flök ísafjarðar- bátanna liggja á botni norður af Vigur. -A.St. Ríkisstjómin grípur inn íafurðalánastefnu Seðlabankans: Lækkunar- stefnan nú endurskoðuð Rikisstjórnin tók þá ákvörðun á fundi sínum i gærmorgun að taka þegar til endurskoðunar áform Seðla- bankans um að lækka afurðalán til út- flutningsatvinnuveganna um 3,5% á skömmum tima. Bankinn hefur þegar tilkynnt 1,5% lækkun, en ekki er endanlega ljóst hvort bankanum verður gert að hætta við þá lækkun, eða hvort honum verða ekki heimilaðar frekari lækkanir. -GS. LUKKUDAGAR: 28.FEBRÚAR 5260 h, Reiðhjól að eigin vali frá Fáik- anum fyrir kr. 100 þús. Vinningshafar hringr isíma 33622. ’

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.