Dagblaðið - 28.02.1980, Blaðsíða 9

Dagblaðið - 28.02.1980, Blaðsíða 9
DAGBLAÐiÐ. FIMMTUDAGUR 28. FEBRÚAR 1980. Hreinn Halldörsson, kúluvarpari, staddur í Bandarflijunum: Iþrótta- menn hér á báðum áttum — égstefni ótvírætt að þátttöku ,,Ég vil eiginlega sem minnst uni þetta segja, maður kveikir ekki svo á sjónvarpi eða útvarpi hér að ekki sé verið að ræða um þetta mál og ég er hreinlega orðinn dauðleiður á þvi. Annars er ég fylgjandi þvi að l'arið vcrði, bæði svo pólitík og íþróttum verði ekki blandað saman um of og svo upp á framtíð ólympiuleikanna. Ef margir ákveða að fara ekki nú, i mótmælaskyni, óttast ég um framtið lcikanna,” sagði Hreinn Halldórsson cr DB náði sambandi við hann i Bandarikjunum i gær, þar sem hann dveiur við æfingar. Hreini heyrðist á þarlendum iþróttamönnum að þeir skiptust nokkuð í tvo hópa og væri mikil umræða um málið. Sjálfur stefnir hann ótvírætt að þátltöku í leikunum og er hann var spurður um árangur nú, svaraði hann: „Þetta er allt að koma". -(iS. Hreinn Hulldórsson: „Hreinlega orðinn dauðleiður á þe.ssu máli." BBnMiaBBnaBnaaraannniBaBBBanBanBBanaai^^ Atli Steinarsson, blaðamaður og fyrrum OL-fari: - - „Til slíkrar áróðurshátíðar eigum við ekkert erindi” ,,Eg er á móti islenzkri þátttöku á ólympíuleikununt i Moskvu þvi eins og nú er í pottinn búið verða þeir ekki annað i höndum Rússa en áróðurshátíð,” sagði Atli Steinars- son, þátttakandi i OL í London 1948, íþróttafréttaritari Morgunblaðsins í rúm 20 ár og nú blaðamaður á DB. ,,Ég meðtók ólympiuhugsjónina í bernsku, þekkti velflesla ól- ympiumeistara í Berlín 1936 af kaffimyndaseríum, sent fylgdu Kaabers kaffipökkunum, en skynjaði þá ekki þann áróðurshátiðarbúning sem Þjóðverjar klæddu þá í. Hin óntengaða OL-hugsjón lifði á lcikunum i l.ondon, sent haldnir voru innan um rústir heimsstyrjaldarinnar siðari. Hugsjónin lifði enn í meðförum Finna, Ástralíumanna og llaln á lcikununt. Fn siðan 1960 hel'ur ntargt gerzl — ckki sí/t i íþróttaheiminum," sagði Atli. Hann laldi að i dag væri l'jar- stæðukennt að tala um að iþróttir Alli Steinarsson: „Síðan 1960 hefur margt gerzt — ekki sízt í íþrótta- heiminum." væru eitl og pólilik annað. Slík væri ekki einu sinni raunin á hér á íslandi, Itvað þá meðal stærri þjóða. „Rússar hafa keppt að þvi i ára- tugi að fá untsjón ólympiuleika. Stuðning hlutu þeir ekki til þess lyrst og l'remst af því að íþróttaleiðtogar vissu að þar yrði áróðri fyrst og frentst haldið á lofti og nota ætti íþróttirnar og íþróttafólkið i áróðri inn á við og út á við til upplyfting- ar fyrir hið sovézka þjóðskipulag Hvergi hafa íþróttir verið jafn ger- nýttar l'yrir þjóðskipulagið og i >.ovet og austrænum ríkjum. Þar eystra mvndi enginn skilja þá röksemd að iþróttir séu eitt og pólilik annað. Með svikráðin í Alganistan og niður- keyrslu andólsmanna á samvizkunni mundu leiðtogar Rússa enn herða áróðursgildi ólympiuleikanna. Til slíkra OL-leikja eiga hvorki íslenzkir iþróttamenn néannarra þjóða erindi til Moskvu," sagði Atli Stcinarsson. -ARH. y \ Halldór Guðbjörnsson, júdómaður: ÞAÐHAFA ALLTAF VERIÐ STRIÐ SAMHUÐA LEIKUNUM því út i hött að blanda pólitíkinni inn í einmitt núna „Það hafa aldrei l'arið Iram ólympiuleikar án þess að strið eða styrjaldir geisuðu einhvers staðar i heintinum um leið, svo ég tel fráleitl að blanda pólitík i málið nú,” sagði Halldór Guðbjörnsson, júdómaður. „Auk þess gæti slikt þýtl enda- lok ólympiuleikanna og hugntyndin um að færa þá nú, er kjaftæði, það er ekki hægt að færa til leika, sem hefur lekið mörg ár að undirbúa,” sagði hann. Þá minnti hann á orð bandaríska skautakappans Eric Heiden, sent varð fintmfaldur ólympiumeistari á vctrarólympiuleikunum i Banda- ríkjunum nú. „Það er Irálcitt að styrjöld réttlæti að íþróttamönnum sé bannað að taka þátt í ólympiuleikunum ef þeir sjálfir vilja það, til slíks þyrfli lagasetningu er hefti persónufrelsi.” Halldór sagðist stefna að þátttöku i Moskvu, en annars leiddi Irammistaða sin i Íslandsmeistara- tnótinu um næstu helgi og Norður- landaméistaramótinu um mánaða- inótin i Ijós hvört ástæða vrði til far- arinnar. -(;s. Verðlaunasamkeppni Skilafrestur í samkeppni sjómannablaðsins Vík- ings um sögu eða frásögn úr lífi sjómanna fram- lengist til 1. apríl. Sjómannablaðið Vfkingur INNKAUPASTJÓRAR Beztu kaupin í mannbroddum / dag Eigum fyrirliggjandi mikið úrval mann- brodda — hentuga fyrir allar gerðir af skóm. Ath.: Verð út úr búð Teg.A kr. 2.660.- Teg. B - 2.240.- Teg. C — 3.220.- Teg. D — 1.905.- Domus Medica Egilsgötu 3 Sími 18519 Hafnarstraeti 16 - Reykjavfk - Sfmi 24338 ÚTSALAN HEFST Á MORGUN vicror huGO' PARIS ROM LONDON Hafnarstreeti 16 - Reykjavfk - Sfmi 24338

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.