Dagblaðið - 18.03.1980, Blaðsíða 4

Dagblaðið - 18.03.1980, Blaðsíða 4
4 i DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 18. MARZ 1980. Saman- burðurá verðlagi hér og í Svíþjóð: Hvíti sykurinn það eina sem er á svipuðu verði í báðum löndunum Oft er borið saman verðlag á ís-| landi og í öðrum löndum. Stjórnvöldj hér vilja oft láta í það sldna að verð- lag á fslandi sé alls ekki hátt miðað við verð annars staðar. Allir sem komið hafa út fyrir landsteinana hafa séð með eigin augum að í það minnsta er verðlag á matvörum langt- um hærra hér á landi heldur en í ná- lægum löndum. Annars er ekki hægt að bera verð- lag saman „hrátt”, heldur verður að finna út samsvarandi viðmiðun. Hér á eftir er borið saman hvað íslenzkur rafvirki fær fyrir klukkustundar- vinnu og hvað sænskur rafvirki fær fyrir sams konar vinnu. Mjög at- hyglisvert er að eina vörutegundin sem er á svipuðu verði í báðum lönd- unum er strásykur. fslenzkur rafvirki fær 8,06 kg fyrir klukkutímavinnu, en sá sænski fær 8,65 kg. Strásykur þykir ekki vera meðal hollustu fæðu- tegunda og er ekki ósennilegt að Sví- ar verðleggi hann með tilliti til þess. Tölurnar sem hér fara á eftir eru frá 1. marz sl. Kaup rafvirkja á ís- landi var þá 2.500 kr. á klukkutíma og i Svíþjóð 40 kr. sænskar. Vörutegund: Íslenzkt Sænskt Magn ð kl. Magn á kl. verð: verð: á islandi i Svíþ. 1 kg kjúklingur 2625 11,50 18,75 0,9 kg 3,48 kg 2,10 kg 1 kg svínalæri 2673 14,88 1,06 kg 2,68 kg 1 kg svinakótelettur 4634 23,80 0,54 kg 1,68 kg 1 kg fiskstautar 1688 15,85 1,48 kg 2,52 kg 1 kg nautakjöt 6900 33,36 0,36 kg 1.18 kg 1 kg kaffi 4060 32,00 0,61 kg U5kg 1 kg kartöfiur 270 1,00 9,25 kg 40,00 kg 1 kg ostur 3113 23,00 0,80 kg 1,73 kg 1 kg spaghetti 1 kg pylsur, ýmsar teg. 837 5,85 2.98 kg 6,83 kg Meóalverð: 2569 15,33 1,97 kg 2,60 kg 1 kg vinarpylsur 2421 21,80 1,03 kg 1,83 kg 1 kg strásykur 310 4,62 8,06 kg 8,65 kg 1 kg lifrarkæfa 3330 17,90 0,75 kg 2,23 kg 1 kg hveiti 260 3.04 - 9,61 kg 13,15 kg 1 kg egg 1600 13,50 1,56 kg 2,96 kg 1 kg hakk 3600 23,75 0,69 kg 1,68 kg 11 mjólk 281 2,42 8,891 16,521 11 bensin 370 2.80 6,751 14,281 1 pk sigarettur 905 9,20 2,76 pk 4,34 pk Innihald: óáfengi drykkurinn Dulnefni sendanda: Til nánari skýringar má geta þess að rafvirkinn í Svíþjóð vinnur í 19 stundir til þess að kaupa vörurnar samkvæmt sænska listanum, að und- anskildum ódýrari kjúklingunum efst í listanum. íslenzki rafvirkinn verður að vinna 43 stundir til að kaupa sama magn. — Má einnig geta þess að þess- ir ódýrari sænsku kjúklingar eru ófrosnir. Allt innifalið í húsaleigunni Húsaleiga á fjögurra herbergja íbúð í Malmö er núna frá 12-1500 kr. sænskar á mánuði (stærð 77,9-119,3 ferm). í leigunni er allt innifalið, eins og hiti, rafmagn, ísskápur, frysti- skápur og aðgangur að þvottavélum í þvottahúsi. Fyrirframgreiðsla á hús- leigu þekkist ekki í Svíþjóð. í Svíþjóð er húsaleigubótakerfi og samkvæmt því fengi rafvirkinn með 40 kr. tímalaun væntanlega húsa- leigubætur með öðru eða þriðja barni. Húsaleiga i Reykjavík fyrir sam- bærilegar íbúðir væri væntanlega milli 150-180 þús. kr. á mánuði og ár- ið fyrirfram. Þeir sem þurfa að leigja sér húsnæði á íslandi þurfa í flestum tilfellum að fá upphæðina að láni, og þurfa því að greiða vexti af upphæð- inni. Húsaleigan er því í raun miklu hærri. Þar að auki er hvorki rafmagn né hiti innifalið í leigugjaldi. Þeir sem leigja í fjölbýlishúsum í Reykjavík þurfa að greiða húsgjöld ofan á leig- una. Okkur er einnig kunnugt um til- felli þar sem leigutaki íbúðar í fjöl- býlishúsi er látinn greiða upp í vænt- anlega málningu á húsinu auk venju- legs húsgjalds. Loks má geta þess að í svari við fyrirspurn til skrifstofu Húsnæðis- leigumiðlunar Malmöborgar var svarað orðrétt varðandi fjögurra her- bergja íbúðir: „Við höfum þó ekki margar slíkar og aðeins nokkrar laus- ar!” A.Bj. Greiðari aðgangur fyrir fatlaða Breytt hefur verið innganginum í verzlunina Hagkaup i Skeifunniþannig að nú eiga fatlaðir greiðan aðgang. — Byggt hefur verið eins konar aukaanddyri, með skábraut fyrir hjólastóla. Þá eru að minnsta kosti tvö bílastœði beint fyrir framan innganginn sem merkt eru fötluðum. Æ fleiri fyrir- tœki bætast nú í hóp þeirra sem greiða aðgang fatlaðra. A.Bj./DB-mynd Bjarnleifur.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.