Dagblaðið - 18.03.1980, Qupperneq 6
6
r
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 18. MARZ 1980.
Til sölu:
REE32500
• Desk-top offset duplicator
V*
Komori offsetprentvél Ryobi Offset fjölritari
árgerð 1970.
Stærð 50,8 x 68 cm
Hraði 8000 pr. klst.
Prentvörur sími 53872
7
Norrænir starfs-
menntunarstyrkir
Menntamálaráðuneyti Danmerkur, Finnlands, Noregs og Sviþjóðar
munu á námsárinu 1980—81 veita nokkra styrki handa Islendingum til
náms við t'ræðslustofnanir i þessum löndum. Er stofnað til styrkveitinga
þessara á grundvelli ályktunar Norðurlandaráðs frá 1968 um ráðstafanir
til að gera fslenskum ungmennum kleift að afla sér sérhæfðrar starfs-
menntunar á Norðurlöndum. Styrkirnir eru einkum ætlaðir:
1. þeim sem lokið hafa iðnskólaprófi eða hliðstæðri starfsmenntun á is-
landi en óska að stunda framhaldsnám f grein sinni.
2. þeim sem hafa hug á að búa sig undir kennslu i iðnskólum eða iðnskóla-
kennurum sem vilja leita sér framhaldsmenntunar og
3. þeim sem óska að leggja stund á iðngreinar sem ekki eru kenndar á ts-
landi.
Varðandi fyrsta flokkinn hér að framan skal tekið fram, að bæði koma til
greina nokkurra mánaða námskeið og lengra framhaldsnám fyrir þá sem
lokið hafa sveinspróH eða stundað sérhæfð störf f verksmiðjuiðnaði, svo
og nám við listiðnaðarskóla og hliðstæðar fræðslustofnanir. Að þvf er
varðar finnsku og norsku styrkina kemur og til greina önnur sérhæfð
starfsmenntun sem ekki er unnt að afla hér á landi.
Styrkir þeir sem i boði eru nema I Danmörku 10.000 d.kr., I Noregi
10.700 n.kr., i Sviþjóð 8.000 s.kr. og i Finnlandi 8.000 mörkum og er þá
miðað við styrk til heils skólaárs. Sé styrkur veittur til skemmri tima
breytist styrkfjárhæðin I hlutfalli við tfmalengdina. Til náms 1 Danmörku
verða væntanlega til ráðstöfunar fjórir fullir styrkir, þrír í Finnlandi, niu f
Noregi og fimm f Svfþjóð.
Umsóknum um framangreinda styrki skal komið til menntamálaráðuneyt-
isins, Hverfisgötu 6,101 Reykjavfk, fyrir 15. april nk. í umsókn skal m.a.
skýrt frá náms- og starfsferli og tekið fram hvers konar nám umsækjandi
hyggst stunda, hversu lengi og við hvaða námsstofnanir. Fylgja skulu stað-
fest afrit prófskirteina og meðmæli. Umsóknareyðublöð fást I ráðuneyt-
inu. Tekið skal fram að umsækjendur þurfa sjálfir að tryggja sér námsvist.
Menntamálaráðuneytið,
13. mars 1980.
TILVALIN
FLRMINGARGJÖF
<r------------------------------—
Pftll Hftllhiörnsson
jiJi i Uiiftr/i
ORÐ
OGAKALL
Foreldrum fermingarbarna er sérstaklega bent á
bokina til fermingargjafa.
BÓKIN ER TILEINKUÐ ISLENSKFtl ÆSKU.
Ungmenni ættu að kynna sér ábendingar hennar,
því mesta hamingja þeirra er að finna Jesu Krist -
og fá að njóta handleiðslu hans um alla ævidaga.
Höfundurinn.
Nokkrír liðsmenn I sveitum skæruliða, sem berjast gegn Sovétmönnum f Afganistan.
Bandaríkin:
Kjósendur fylgja
spamaðarráðum
forsetans
Bandarískir þingmenn eru nú að
athuga tillögur Jimmy Carters Banda-
ríkjaforseta um ýmsan sparnað í ríkis-
rekstrinum til að vinna á móti verð-
bólgunni, sem orðin er 18% vestra.
Þingmennimir segjast hafa orðið varir
við að kjósendur geti vel sætt sig við
sparnaðaraðgerðir í þessu skyni svo
framarlega sem það komi ekki niður á
ýmsum mikilvægum aðgerðum í þeirra
næsta nágrenni. Er þá átt við fjár-
framlög eins og til gjaldþrota stórborga
og aðrar slíkar viðkvæmar ráðstafanir.
Þingmennirnir segjast vera að
drukkna í bréfum, símskeytum og sim-
tölum frá kjósendum, sem séu því mjög
fylgjandi að tillögur forsetans séu sam-
þykktar á þinginu. Jimmy Carter sagði
i ræðu sem hann hélt yfir ýmsum sér-
fræðingum i stórborgarmálefnum í gær
að nú þyrfti bandaríska þjóðin að færa
fórnir. Þjóðaröryggi krefðist þess og
auk þess ógnaði hin mikla verðbólga
bandarískum venjum og siðum.
Samkvæmt tillögum forsetans er
gert ráð fyrir að fjárlög ríkisins verði
lækkuð um þrettán til fjórtán milljarða
dollara. Auk þess er gert ráð fyrir tíu
centa skatti á hvert bensíngallon.
Verður það fé tekið sem sérstakur
innflutningsskattur eða gjald við
greiðslu með kreditkortum.
Jimmy Carter sagði að aðerðir hans
í sparnaðarskyni mundu ekki koma
niður á hinum fátæku eða öðrum þeim
sem orðið hefðu illa úti í verðbólgunni.
Ekki eru allir sammála forsetanum í
þessum efnum. Bandaríkjaforseti tók
þó fram að þegar á málið væri litið í
heild þá væri ekki um að ræða neina
„sykurbrauðs”-leið til lausnar
verðbólgunni. Sú leið sem fara yrði
væri erfið og yið verðbólgunni væri
aðeins til beizkt meðal en engar sykur-
húðaðar pillur.
Italir selja írak
tæki sem
gera plútóníum
Italir hafa selt Irak tæki, sem frant-
leitt geta plútóníum, sem síðan má nota
til að framleiða kjarnorkuvopn, segir í
bandariska blaðinu The New York
Times í morgun. Er fregnin þar höfð
eftir stjórnarheimildum í Washington.
Ekkert hefur verið sagt um þetta mál
opinberlega að svo komnu máli.
Það munu vera bandarískir leyni-
þjónustustarfsmenn sem skýrt hafa frá
því að tengsl Ítalíu og íraks á kjarn-
orkusviðinu séu mjög náin. Eru þetta
staðfestingar á sams konar fregnum,
sem borizt hafa annas staðar frá. Er
talið að ítalir hafi lagt fram tillögur um
þessa samvinnu gegn því að fá olíu-
kaupasamninga við jrak til langs tima.
Samkvæmt samningnum ætla ítalir
að selja írak ýmiss konar flókinn og
nýtizkulegan kjarnorkutæknibúnað
auk þess að veita írönskum vísinda-
mönnum og tæknimönnum þjálfun á
ítaliu.
Bandarískir visindamenn segjast
hafa mestar áhyggjur af þeirri
ákvörðun Itala að selja til írak sérein-
angrað rannsóknartæki, sem ætlað er
til að meðhöndla geislavirk tæki og
gerir kleift að vinna plútóníum.
Panama:
Læknadeilur ollu
frestun uppskurðar
Deila sem reis á miili lækna frá
Panama og bandariska skurðlæknis-
ins, sem kom til að framkvæma að-
gerðina á íranska keisaranum fyrr-
verandi, varð til þess að hætt var við
aðgerðina í fyrradag. Þásneri keisar-
inn aftur af sjúkrahúsi í Panamaborg
og hélt í þyrlu til heimilis síns á eyj-
unni Contadora. Vakti ákvörðun
þessi um að hætta við uppskurðinn
mikla athygli því áður hafði verið
fullyrt að fjarlægja þyrfti miltað úr
keisaranum vegna þess að það hefði
stækkað mjög og auk þess þjáðist
keisarinn af ýmsum öðrum einkenn-
um krabbameins.
Heimildir í Panamaborg herma að
deilan hafi risið vegna þeirrar
•ákvörðunar panamskra yfirvalda að
^engir læknar nema frá Panama
fengju að koma nærri sjúkrabeði
keisarans fyrrverandi nema þá
bandaríski skurðiæknirinn Debakey,
sem þó átti aðeins að fá heimild til að
fylgjast með og veita ráðleggingar.
Debakey læknir er sagður hafa
krafizt þess að gera aðgerðina
sjálfur. Hlns vegar á forustumaður
panömsku læknanna að hafa sagt að
engin þörf væri á að framkvæma
hana. „Hans hátign er eins heil-
brigður og Tarsan,” er haft eftir
honum. „Hins vegar ef þörf verður á
að gera aðgerð þá verður hún fram-
kvæmd af Panamalækni.” Lækn-
arnir urðu því næst sammála um að
fresta aðgerðinni og i gær var gefin út
tilkynning þar sem segir að keisarinn
hafi verið of máttfarinn til aðgangast
undir mikla aðgerð.