Dagblaðið - 18.03.1980, Page 8
8
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 18. MARZ 1980.
AÐALFUNDUR
Aðalfundur Sparisjóðs vélstjóra verður haldinn
að Hótel Esju, Suðurlandsbraut 2, sunnudaginn
23. marz nk. kl. 14.00.
Dagskrá:
Venjuleg aðalfundarstörf.
Aðgöngumiðar að fundinum verða afhentir
ábyrgðarmönnum eða umboðsmönnum þeirra
fimmtudaginn 20. marz og föstudaginn 21. marz
í afgreiðslu sparisjóðsins að Borgartúni 18 og við
innganginn. Stjórnjn
Ritsafnið
Rætur íslenzkrar
menningar
eftir Einar Pálsson er til sölu í skrifstofu
Mímis, Brautarholti 4, sími 10004 (kl. 1—5
daglega).
REGNBOGINN
SÝNIR
SVONA ERU
EIGINMENN...
Ekki kannski allir eiginmenn en sumir eru görótth^
eða svo segir Jackie Collins í sinni frægu bók.
Bráðsmellin og djörf alveg ný litmynd.
Sýnd í sal A
kl. 3,5,7,9ogll.
Frá blaðamannafundi Thailandsfaranna. Frá vinstri, Ölafur Mixa, formaður Rauða kross íslands, Kristin Ingólfsdóttir,
Björg Viggósdóttir, Hildur Nklsen, Auður Einarsdóttir, ritari stjórnar R.K.I., Jóhanna Guðlaugsdóttir og Sigurður
Sigurðsson. DB-mynd Hörður.
Hjálparfólkið frá Thailandi:
Rétt farin að
venjast aðstæðum
„Við höfðum það alveg ofsalega
gott og hcfðum gjarna viljað vera
lengur,” sögðu fimmmenningamir sem
héldu til Thailands á vegum Rauða
kross íslands. Þau Sigurður
Sigurðsson læknir og hjúkrunar-
konurnar BjOrg Viggósdóttir, Hildur
Nielsen, Jóhanna Guðlaugsdóltir og
Kristín Ingólfsdóttir héldu í gær blaða-
mannafund til þess að skýra frá dvöl
sinni eystra og því sem á dagana hafði
drifið.
„Búðirnar sem við unnum við voru
ekki skipulagðar flóttamannabúðir.
Þangað streymdi einfaldlega fólk frá
Kampútseu með pinkla sina og pjönkur
og bjó þar undir eigin stjórn. Við
unnum þarna á daginn við hjálparstarf
en á nóttunni var enginn Rauðakross
maður i búðunum. Þegar flest var voru
þarna á aðgiska 120—130 þús. manns,
en þegar við fórum á milli 60 og 70
þúsund og hafði þá verið að fækka
hægt. Þetta fólk var mikið til allslausl,
var með spjarirnar utan á sig og
pottana sína. Það var búið að missa
heilu og hálfu fjölskyldurnar og átti
enga lifsafkomu i Kampútseu.
Okkur virtist vera nóg af hvers kyns
hjálpargögnum handa þessu fólki,
bæði mat og lyfjum. Þegar fólkið kom
var næringarástand þess athugað og
börn og vanfærar konur fengu auka
malarskammt, þegar þess þurfli. Þetta
var geysilega dýrt starf, kostaði visl
milljón bandaríkjadali á dag og þeir
peningar komu að mestu frá Alþjóða
Rauða krossinum. En á staðnum voru
einnig menn frá öðrum hjálpar-
stofnunum. Mest voru það hjálpar-
stofnanir ýmissa trúfélaga. i fyrstu
vann hver í sinu horni en þegar við
Björg Viggósdóttir hjúkrunarkona bindur um fót eins Kampútseumanns i flótta-
mannabúðunum i Thailandi. Myndina tóku félagar Bjargar.
fórum hafði tekizt ágæl samvinna
þarna á milli.
Við fengum að meðaltali 90—100
sjúklinga á dag til meðferðar. Við
greindum sjúkdómana og gáfum lyf og
athuguðum um leið næringarásland.
Um 400—500 manns fengu svo auka-
mat á hverjum degi.
Við vorum talsvert lengi að venjast
aðstæðum. Hitinn var verstur. Um há-
degi lá reyndar öll vinna niðri vegna
hitans. Þegar flest var var þarna um 45
manna starfslið frá Rauðá krossinum
og um 20 frá öðrum hjálparstofnunum.
Verst var að sífellt var að koma nýtt
fólk, viðsjálf vorum rétt farin að læra
á aðstæður þegar við fórum heim.
Reynt var að koma á hjálparstarfl
inni i Kampútseu lika og eftir miklar
samningaviðræður fékkst leyfl til að
senda hjálpargögn inn i landið. En
Rauði krossinn fékk ekki að hafa neitt
íftirlit meðdreifingu þeirra og skildist
okkur að hún hefði gengið erfiðlega til
að byrja með. En nú er víst að kontast
lag á þetta. Átökin í landinu og
frumstæð skilyrði hafa áreiðanlega
spillt meslu. Við sjálf komumst aldrei
inn í Kampútseu og vitum því ekki
hvort ástandið er líkt þvi sem hér sást i
sjónvarpinu. En i búðunum þar sem
við vorúm var það ekkert líkt því,”
sögðu fimmmenningarnir.
-I)S.
Þrátt fyrir aukna niðurgreiðslu ullar til iðnaðar:
ULLARIÐNAÐUR SÍS
OG ÁLAF0SS REKINN
MEÐ 5% TAPI
— og tapið er enn meira hjá minni fyrirtækjunum í ullariðnaðinum
„Það er hörmulegt að boða þurfi
til fundar eins og þessa, sem fjalla á
um vandræði ullariðnaðarins á
íslandi. Þó við virðumst fá um 30%
hærra verð fyrir framleiðsluvörur
okkar en keppinautarnir er útlitið
óglæsilegt og vandræðin skammt
undan.” Þannig mælti Hjörtur
Eiriksson forstjóri Iðnaðardeildar
SÍS á fundi ullarframleiðenda i gær
sem boðaður var til að ræða vand-
ræðin og voðann framundan.
„í febrúar vantaði hjá ullariðnaði
SÍS, 4,9% upp á að þessi grein
iðnaðarins væri rekin á 0-punkti.
Öllum er það hins vegar Ijóst, að
veruleg fjármunamyndun verður að
vera til staðar ef fyrirtæki eiga að
standast 60% verðbólgu,” sagði
Hjörtur.
„Það eru engin fyrirtæki undir
það búin að orkuverð þeirra hækki
um 118% á einu bretti eins og átti sér
stað hjá okkur í fyrra."
„Þær hækkanir sem átt hafa sér
stað í ullarframleiðslu hjá SÍS eru
meiri milli febrúar og marzmánaðar
nú en nemur þeirri hækkun á niður-
greiðslu ullar sem ríkisstjórnin hefur
samþykkt til ullariðnaðarins,” sagði
Hjörtur.
Pétur Eiriksson forstjóri Álafoss
tók mjög í sama streng og kvað tap
Álafoss i dag vera 4,5-5% að
meðreiknaðri aukinni niðurgreiðslu á
ull til iðnaðarins. Hann kvað það
kaldhæðni örlaganna að allar ullar-
verksmiðjur og ullarvöru-
framleiðendur hefðu nóg að gera, en
þvi meira sem þeir framleiddu þeim
mun meira væri tapið.
Þráinn Þorvaldsson hjá Hildu
kvað sjálfsagt að þakka það sem vel
væri gert, en tapbilið hjá fyrir-
tækjunum væri orðið svo stórt að
meira þyrfti til. Væri tapið án efa
ekki undir 5—10% í dag. Kæmi þetta
þannig niðurá fyrirtækjunum vegna
mjög örrar þróunar, að ef ekki yrði
fljótt í tauma gripið væri hætt við
að ullariðnaðurinn stæði uppi eins og
nátttröll. m
-A.St.