Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 18.03.1980, Qupperneq 10

Dagblaðið - 18.03.1980, Qupperneq 10
10 Framkvasmdastjóri: Svainn R. EyjóHsson. Ritstjóri: Jónas Kristjánsson. 'RHstjómarfulHrúi: Haukur Helgason. Fróttastjóri: Ómar Valdimarsson. Skrifstofustjóri ritstjómar. Jóhannos Reykdal. Íþróttir. Hallur Símonarson. Menning: Aðalsteinn Ingólfsson. Aöstoóarfróttastjóri: Jónas Haraldsson. Handrit: Ásgrimur Pábson. Hönnun: Hilmar Karisson. Blaöamenn: Anna Bjamason, Adi Rúnar Halldórsson, Adi Steinarsson, Ásgoir Tómasson, Bragi Sigurösson, Dóra Stefánsdóttir, Elín Albertsdóttír, Gissur Sigurösson, Gunnlaugur A. Jónsson, Ólafur Geirsson, Sigurður Sverrisson. Ljósmyndir Ámi Péll Jóhannsson, Bjamleifur Bjamleífsson, Höröur Vilhjálmsson, Ragnar Th. Sigurös- son, Sveinn Þormóðsson. Safn: Jón Sœvar Baldvinsson. Skrifstofustjóri: Ólafur EyjóHsson. Gjaldkert Þráinn ÞorieHsson. Sölustjóri: Ingvar Sveinsson. Drerfing- arstjóri: Mér E.M. Halldórsson. Ritstjóm Siðumúia 12. Afgreiösla, áskriftadeild, auglýsingar og skrifstofur Þverholti 11. Aðalsimi blaösins er 27022 (10 Ifnur). Setning og umbrot Dagblaðiö hf., Siðumúla 12. Mynda- og plötugerö: Hilmir hf., Siöumúla 12. Prentun Árvakur hf., Skorfunni 10. Áskriftarverö ó mánuði kr. 4500. Verö I lausasölu kr. 230 eintakið. Minnkum flotann Of hátt fiskverð og of lágtgengi krón- unnar eru meðal afleiðinga ríkjandi fiskveiðistefnu. Fiskiskipaflotinn er um þriðjungi of stór, samkvæmt niðurstöð- um starfshóps á vegum iðnaðarráðu- neytisins, sem skilaði skýrslu fyrir helgina. Dagblaðið hefur margsinnis bent í leiðurum á vanda- mál of stórs fiskiskipaflota. Einstakir höfundar hafa fjallað um vandamálið í kjallaragreinum í blaðinu. En lítið hefur verið um, að opinberir aðilar viðurkenndu vandann. Þar hefur ráðið ferðinni tillit til þrýstings frá áhrifamönnum í hinum einstöku plássum. Afstaða stjórnmálamanna hefur gjarnan verið að styðja við bakið á þeim hagsmunaaðilum, sem hafa beðið um æ fleiri skip til æ fleiri staða. Þessi stefna hefur verið glapræði. Starfshópurinn kemst að þeirri niðurstöðu, að óskynsamlegt sé að endurnýja um þrjátíu af hundraði af þeim flota, sem íslendingar eiga nú. „Núverandi floti fiskiskipa er um 104 þúsund brúttólestir og endurnýjunarverð hans um 520 milljarðar króna,” segir í skýrslu starfshópsins. „Hagrænum og félagslegum markmiðum fiskveiða er vel fullnægt með 75 þús. brúttólesta flota, heppi- lega samsettum, á endurnýjunarverði 375 milljarðar króna.” Með því að endurnýja ekki þann umfram- flota, sem starfshópurinn nefnir, sparast 145 millj- arðar króna, miðað við núgildandi endurnýjunarverð. Öllum ætti að vera ljóst, hve þjóðhagslega óhag- kvæmt er, að of stór floti sæki í þá takmörkuðu auð- lind, sem fiskurinn er. Þetta hafa forystumenn þjóðar- innar að sjálfsögðu viðurkennt með aflatakmörkunum ár eftir ár, þótt ástæða sé að ætla, að takmarkanirnar gangi ekki nógu langt. Meginatriðið er, að þjóðin sem heild tapar geysilega á því að gera út of stóran fiski- skipaflota. Þegar þetta er athugað, ætti að skiljast, að ekki má horfa á tímabundinn hag einstakra plássa, þegar fiskveiðistefna er mörkuð til langs tíma. Ekki er unnt að skipta meiru en til er. Þess vegna verður það hagur allrar þjóðarinnar að hagkvæmni ríki í útgerðar- málum. Þeir milljarðar, sem sparast, eiga að geta komið öllum að notum. „Fiskiskipafloti, sem nýtist ekki til fulls, táknar hærra fiskverð, lægra gengi og lélegri lífskjör þjóðar- innar en ella,” segir í skýrslu starfshópsins. Þarna er meginvandinn rakinn í fáum orðum. Þegar halli myndast í útgerðinni vegna of margra skipa, eru knúnar fram kröfur um hærra fiskverð. Fiskvinnslan lendir í vanda, sem leystur er með gengisfellingu, fyrr eða síðar. Millifærsluleið nægir ekki til lengdar. Sama er hvort menn hugsa um gengisfellingu eða millifærslu, augljóst er, að til þess hlýtur alltaf að koma, að vand- anum af of stórum fískiskipaflota sé velt yfir á þjóðina alla. Hún borgar brúsann, meðal annars í verðhækk- unum vegna gengisfellingarinnar. Þetta er stöðugt að gerast. Vandi fiskvinnslunnar á rætur í verðbólgu inn- anlands, óhagkvæmum rekstri margra fiskvinnslu- stöðva og óhagkvæmni í útgerð og fiskveiðistefnu, sem hér hefur verið rakið. Af þessu ætti að sjást, að brýn nauðsyn er að leita leiða til að minnka fískiskipaflotann þannig að sem minnst vandamál skapist í atvinnulífi einstakra plássa. Bezta aðferðin við fækkun skipanna er sala á veiðijgyf- um. Rök hafa verið færð að því, að með þeirri aðferð mundi þjóðarframleiðslan vaxa en ekki minnka. Meira yrði til skiptanna. Fjármunir sköpuðust, með aukinni framleiðslu og minni skipakaupum, sem nýta ætti til að byggja á raunverulega iðnbyltingu, sem skapaði nóg ný atvinnutækifæri í landinu. DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 18. MARZ 1980. —.................... " Eftir fall veldis hvítra í Ródesíu: Hvað eiga hvítir i Suður-Afríku langan tíma eftir? — nýjustu tilraunir Botha forsætisráðherra þeirra síðasta tækifæri til friðsamlegrar leiðar Frá því að ytri vörnin fyrir suður- hluta Afríku brast í portúgölsku bylt- ingunni árið 1974 og Angola og Mosambik féllu í hendur svartra íbúa þar tók það aðeins sex ár fyrir svarta íbúa í Ródesíu að brjóta á bak aftur völd hvítra þar í landi. Hve langan tíma mun það taka að hvítir ibúar í sjálfri Suður-Afríku neyðist til að af- henda valdið eða hluta valds síns i hendur litaðra landsmanna þar? Hinir öfgafyllstu telja að það taki ekki nema fimm ár. Líklegra er að nefna tölur eins og tiu til fimmtán ár. Enn er meira að segja mögulegt að komast hjá blóðugum átökum og styrjöld áður en sú breyting verðuf i Suður-Afríku. Allir íbúar af öllum kynþáttum og litarhætti ættu í sameiningu að biðja þess að til slíkrar styrjaldar komi ekki. Hún gæti haft í för með sér margfaldar hörmungar þær sem fylgdu borgarastyrjöldinni í Ródesíu. Á þeim fjórum árum sem alvarlega var barizt þar féllu tuttugu þúsund manns og nýlega hefur verið ákveðið og er alveg að verða að svartir ibúar ráði þar nær öllu og ríki þeirra verði hér eftir kallað Zimbabwe. Sams konar bardagar í Suður-Afríku mundu að líkindum kosta líf milljóna fólks. Helzti mismunurinn á aðstöðunni er sá að í Ródesíu, Mósambik og Angóla, hinum fyrrum nýlendum i suðurhluta Afríku, var hviti minni- hlutinn tiltölulega mjög fámennur og dltölulega nýlega setztur þar að. í Ródesíu stjórnaði tvö hundruð og fimmtíu þúsund manna hópur hvitra manna sex milljónum svartra. Fljót- lega eftir að borgarastyrjöldin hófst olli fámenni hinna hvítu erfiðleikum á að manna her landsins. Nærri ERLEND MÁLEFNI Gwynne Dyeer helmingur hvítra í Ródesíu kom til landsins eftir árið 1960 og þeir og fleiri hafa möguleika og heimildir til að flytjast aftur til Suður-Afriku eða Bretlands. Þannig er þessu ekki farið með Suður-Afríku. Það er ekki þjóðfélag landnema. Margir hvítra geta rakið ættir sinar tíl landnema sem komnir voru til landsins á sautjándu öld. Auk þess em hvidr ibúar um það bil fimm milljónir að tölu. Þeir eru nokkru fleiri en íbúar ríkja eins og til dæmis Noregs, ísraels eða Nýja Sjá- lands. Fæstir þeirra eiga þess neinn sérstakan öruggan kost á að flytjast á brott þó þeir óskuðu. Vegna fjölda hvítra manna þá munu þeir ekki sam- stundis eiga í örðugleikum með að sjá fyrir m anna fla í her sinn. Að visu eru litaðir ibúar Suður- Afríku fjórum sinnum fleiri en hvítir. Nútíma hertækni, sem að vísu gat ekki jafnað upp mun á 1 á móti 25 í Ródesíu, getur gert hvítum í Suður-Afríku kleift að verjast lengi. Þetta þýðir þó ekki að svartir og þeldökkir íbúar Suður-Afríku muni ekki að lokum vinna sigur yfir hinum hvítu vegna yfirburða sinna í mann- fjölda. En styrjaldarreksturinn verður að algjöru stríði áður en yfir lýkur í slíkum átökum og þau munu taka mun lengri tíma heldur en í Ródesiu. í slíkri styrjöld í Suður-Afriku mundu eiga sér fjöldamorð á báða bóga, sem ekki ættu sér sinn lika siðan á dögum Hitlers í síðari heims- styrjöldinni. Jafnvel gæti orðið um að ræða að beitt yrði kjarnorkuvopn- um. Víst er að átökin á þessum slóðum mundu þurfa nokkur ár til að þróast í slíkt en þau gætu hugsanlega hafizt á þessu ári. Ekki þyrfti annað en mistök af hendi Roberts Mugabe hins nýja leiðtoga í Ródesíu, sem brátt mun nefnast Zimbabwe, eða þá að nýir valdhafar tækju við stjórnar- taumunum í Suður-Afríku i stað Pieter Botha núverandi forsætisráð- herra. Á liðnu ári gerðu fyrstu skæruliðarnir vart við sig við landa- mæri þessara ríkja en enn eru þeir mjög fámennir og starfsemi þeirra hættulaus. Enn er von til þess að breytingarnar í Suður-Afríku verði á friðsamlegan hátt. Þess vegna eru tilraunir Pieter Botha forsætisráðherra til að endur- vekja umræður um stöðu einstakra kynþátta í Suður-Afríku svo mikil- vægar þó hikandi séu. Áður vildu Orð Alþýðubandalagsins síðastliðin tvö ár skoðuð: „Hættið þessu þrasi um kaupið” „Hirðið félagsmálapakkana” „Allir aðrir sem eiga eignir er- lendis, hafa grætt stórfé með einu pennastriki, til dæmis vaxa eignir Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna i Bandarikjunum um hundruð milljóna um leið og gengið er fellt á íslandi. . . . Það cr ætlunin að stela 10—12% af kaupinu. Meira en tí- undu hverri krónu á að stela frá launafólki, þvert á alla kjarasamn- inga, þeir margbrotnir þrátt fyrir al- varleg mótmæli verkalýðssamtak- anna. Með gengisfellingunni, verð- bólgunni og kauplækkuninni er rikis- stjórn Geirs Hallgrímssonar og Ólafs Jóhannessonar ber að þvi að þver- brjóta allar eðlilegar samskiptareglur stjórnvalda og verkalýðshreyfingar- innar. Það gerir hún ekki af mann- .vonsku einstakra ráðherra heldur vegna þess að ríkisstjórnin stendur vörð um ránfuglana, hagsmuni þeirra og gróða af gjaldeyrisreikningum og ódýru vinnuafli . . . í rauninni væri eðlilegasta svar verkalýðssamtakanna i tengslum við mótmælin að skora um leið á allt launafólk að snúa baki við kaupránsflokkum Geirs Hall- grímssonar og Ólafs Jóhannes- sonar.” Og hvað er nú þetta? J ú, glefsur úr leiðara Þjóðviljans 11. febrúar 1978. Og hvers vegna er verið að prenta þetta upp núna? Jú, þetta er eins konar upphaf á sögu, sem raunar byrjar löngu fyrr. Einhvers staðar verður að byrja að rekja garnirnar. Nokkrum mánuðum eftir þessi leiðaraskrif gekk þjóðin til kosninga og kaus nýtt þing. Síðan var makkað og sessum margra rökstóla slitið uns upp stóð rikisstjórn undir forsæti Ólafs Jóhannessonar. Jú, jú, þess sama Ólafs og skrifað er um í leiðar- anum. Ólafs þess sem stóð vörð um ránfuglana og gróðann ásamt Geir og Co. Lausn verkalýðs- hreyfingarinnar „Rikisstjórnin er mynduð til þess að hrinda i framkvæmd lausn verka- lýðshreyfingarinnar á þeim vanda- málum sem fjandsamlegt rikisvald hefur skapað henni á undanförnum árum og leiddu til harðra baráttuað- gerða á þessu ári.” Svo mælir Ólafur Ragnar Grímsson i Þjóðviljanum 3. sept. 1978, er hann gefur stjórninni fyrirframeinkunnir. Það fór sem fór og við var að búast að þegar lausn þessa sérstaka vanda var um garð gengin (þ.e. afnám kjararánslaganna frá stjórn Geirs og Ólafs) var lagt af stað í herleiðangur gegn kjörum alþýðunnar. Nú var hægt um vik, bæði vegna þess að ríkisstjórnin átti sína fimmtu herdeild i verkalýðsforystunni og nýjar að- ferðir voru settar i spilið. Samráðin „Myndun og tilvera ríkisstjómar-

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.