Dagblaðið - 18.03.1980, Blaðsíða 12

Dagblaðið - 18.03.1980, Blaðsíða 12
KfcHUMI-eLMU tSLANDS Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir íþróttir Iþróttir Iþróttir Árni Guðmundsson og Garðar Jóhannsson sækja að Tim Dwycr, sem iætur ekki sinn hlut fremur venju. DB-mynd Hörður. Hörkukeppni í 1. deild íBelgíu Spcnnan eykst stöðugt í I. deildinni í knattspyrnunni í Belgiu. Sjö umferöum er ólokið og hafa fimm liö enn möguleika á mcistaratitlinum. FC Brugge stendur þó bezt að vígi. Hefur tveggja stiga forustu á Standard Liege og er auk þess með sautján sigurleiki gegn fimmtán sigurleikjum Standard. l.okeren, sem um tíma hafði fjög- urra stiga forustu, hefur gengið illa að undanförnu og er komiö niður í þriðja sætið. Þremur stigum á eftir FC Brugge. í 27. umferðinni á sunnudag urðu úrslit þessi: Anderlecht — Antwerno” 3__|' Wáierschei — FC Liege 4—0 Waregem — Beveren 1—0 Lokeren — Winterslag 1—2 Hasselt — Beerschot Lierse — Charleroi CS Brugge — FC Brugge Berchem — Beringen Standard — Molenbeek 1—2 3—0 2— 3 1—0 3— 1 Það var hörkuleikur i Liege, þegar Brússel-liðið Molenbeek kom í heimsókn. Racing White en Daring Molenbeek náði snemma forustu. Wellens jafnaði og síðan tryggðu Graf og Önal Standard sigur. Það er reyndar grátlegt fyrir leikmenn Standard að vera ekki í efsta sætinu. Liðið gerði aðeins jafntefli á heimavelli gegnjjaðsta liði deildar- innar, Hasselt, og tapaði útileiknum gegn því næstneðsta, Charleroi. ^okeren hefur alvee mj«» ".Vigio eFtTr að rPC!’vérjinn frægi, Wlodimierz Lubanski, Imeiddist. Arnór Guðjohnsen skoraði fyrir Lokeren á sunnudag en markið var dæmt af þar sem knötturinn hafði farið aftur fyrir endalínu áður en gefið var fyrir. Staðan í FC Brugge Standard I.okcren Molenbeek Anderlecht l.iersc CS Brugge Beveren Winterslag FC Liege Waterschei Waregem Beerschot Antwerpen n--.» - oenngen Berchem Charleroi Hasselt Belgíu er nú þannig: 27 17 5 5 27 15 27 16 27 14 27 15 26 13 27 12 27 9 27 9 Þórir tryggöi Valsmönnum íslandsmeistaratitilinn! —„Rocket-man” átti st jðmuleik gegn KR í gærkvðld og skoraði 32 stig í 100-93 sigri Vals Sjö umferðum er ólokiö — leiknar 34 umferöir. Það er óhætt að segja að það hafi öðrum fremur verið Þórir Magnússon sem tryggði Valsmönnum íslands- meistaratitilinn í körfuknattleik í gær- kvöldi. Valur sigraði þá KR 100—93 í úrvalsdeildinni og Þórir skoraði alls 32 stig. Af þeim voru 20 í síöari hálfleik og reyndar skoraði hann 16 stig á fyrstu 9 mín. síðari hálfleiks og skipti þá engu máli hvaöan hann skaut. Allt fór ofan í körfuna og áhorfendur ætluðu vart að trúa eigin augum er Þórir lyfti sér upp af gólfinu og sendi knöttinn með hnit- miöuöuöum skotum í körfu KR-inga. Mcira að segja stórgóður leikur Keith Yow, sem skoraði 45 stig, féll í skuggann. Þessi frábæri leikur Þóris kom á eins góðum tíma og hugsazt gat Þjálfaranám- skeið í knattspyrnu Almennt knattspyrnuþjálfara- námskeið á vegum Tækninefndar K.S.Í., verður haldið dagana 22. og 23. marz nk. (laugard. og sunnud). Aðalkennari þessa námskeiðs er Jörgen Hvidemose, sem er þekktur þjálfari í sinu heimalandi og víðar, og starfsmaður Danska knattspyrnusam- bandsins. Hvidemose er fyrrverandi landsiiðs- maður í knattspyrnu og lék m.a. hér á landi. Efni þessa nfimskeiðs verður auglýst síðar, en námskeiðið er opiö öllum þjálfurum, sem sótt hafa hin ýmsu námskeið Tækninefndar og þeir hvattir til að notfæra sér þá þekkingu sem Hr. Hvidcmose lætur í té. Þátttaka tilkynnist i síðasta lagi á fimmtudag 20. marz til skrifstofu K.S.Í. og er þátttökugjald kr. 10.000,- Geimsteinn sigurvegari íbilljard Firmakeppni íslands í snóker var háð í Billjardstofunni Júnó um siðustu helgi — opið mót, þar sem allir beztu snókermenn landsins kepptu. Á laugar- dag var keppt í riðlum — en á sunnu- dag til úrslita. Sigurvegari í kcppninni var Hljóm- sveitin Geimsteinn, sem hlaut sjö vinninga. Ágúst Ágústsson keppandi. í næstu þremur sætum komu Dagblaðiö, Tímaritið Skák og Hollywood, með sex vinninga. Leikið var um annaö til fjórða sætið. Hollywood varð í öðru sæti, Sverrir Þórisson, Skák í þriðja sæti, Jónas P. Erlingsson og DB í þvi fjórða, Kjartan Friðþjófsson. Verðlaun voru 100 þúsund fyrir fyrsta sætið, 60 þúsund fyrir annað og 30 þúsund fyrir það þriðja. Rut Stefnisdóttir var mótsstjóri og (ókst með ágætum. í fyrsta sinn sem kona er mótstjóri i billjarðkcppni hér á landi. Einvígi á Spáni Keppnin um spánska meistaratitilinn stendur eingöngu milli Real Sociedad, sem mjög hefur komið á óvart á keppnistímabilinu, og Real Madrid. Þau eru jöfn að stigum eftir 25 um- ferðir en Sociedad með betra marka- hlutfall. Úrslit í leikjum um helgina urðu þessi: Espanol — Las Palmas 0—1 Atlelien MaHM-J _ G—i Sevilla — Valeneia 2—1 Malaga — Vallecano 1—3 Burgos — Barcelona 0—0 Sp. Gijon — Almeria 1—0 Hercules — Zaragoza 3— 1 Sociadad — Betis 0—0 Salamanca — Real Madrid 1—1 og fyrsta Islandsmeistaratignin á löngum ferli var orðin staöreynd. „Rocket man” fékk loks gullmedaliu eftir 18 ára keppni í meistaraflokki. Vissulega áttu Valsmenn sigurinn skilinn en það hefur vafalitiö vcrið erfitl fyrir Kristbjörn Albertsson, liðs- stjóra Njarðvikinga og varaformann KKÍ, að afhenda Torfa Magnús- syni sigurlaunin. Valsmenn hófu leikinn betur en fljótlega jafnaðist hann og mátti vart á milli sjá hvort liðið var sterkara. ^31501600 virkuðu þó i betri æfingu en KR-ingar gáfu ekkert eftir. Eftir 8 mín. leiddu Valsmenn 19—18, en síðan fór. Ieiðir að skilja. Valsmenn náðu að auka muninn í 1 i stig fyrir hlé og í hálfleik var staðan 57—46 Val i vil. Síðari hálfleikurinn hófst á svipaðan hátt og þeim fyrri lauk. Munurinn jókst hvorki né minnkaði og eftir 5 mín. var staðan 73—62 og Yow var þá kominn með sína 4. villu. Með góðum spretti komut Valsmenn í 81 — 66 eftir 8 mínútna leik en KR-ingum tókst með seiglu að minnka muninn i 10 stig, 81—91 þegar fimm og hálf minúta var til leiksloka. Þá skyndilega var eins og Valsmenn slökuðu á of fljótt. KR-ingar skoruðu 6 stig i röð og eins og hendi væri veifað var munurinn orðinn 4 stig, 91—87. Fjóar mín. og 20 sek. eftir og allt gal gerzt. Ætluðu Valsmenn að missa sigurinn niður? Dwyer skoraði körfu og breytti stöðunni í 93—87 en Keith Yow svaraði fyrir KR og munurinn aðeins fjögur stig og 3 min. og 17. sek. eftir. Þá hins vegar kom vendipunkturinn. Fyrst skoraði Dwyer og siðan Jón Steingrímsson fallega körfu og munurinn var skyndilega orðinn 8 stig, 97—89 og rétt rúmar 2 min. eftir. Það var of mikill munur til að brúa á tveimur mín. og þegar Valsmenn fóru að leika ,,upp á klukkuna” eins og þeim er einum lagið var öll von úti fyrir KR. Það var fyrirliðinn, Torfi Magnús- son, sem skoraði 3 síðuslu stig Vals- manna og tryggði þeim endanlega sigurinn. Það er ekki hægt að segja annað en Valsmenn séu vel að sigrinum komnir Liðið hefur sýnt jafnbeztu leikina i vetur og á titilinn fyllilega skilinn. Undir forystu Tim Dwyer hafa Valsmenn yfirstigið allar hindranir og fært félagi sinu fyrstu íslandsmeistara- tignina í körfuknattleik. Firmakeppni íkörfubolta Firmakeppni körfuknaltleiksdeildar Ármanns verður haldin í næstu viku. Þátttökugjald hefur verið ákveðið kr. 25.000 og fást allar nánari upplýsingar í síma 77489 á milli kl. 18 og 20 á kvöldin. Ekki verður neitt tekið frá neinum þótt Þórir Magnússon fái heiðurinn af sigri Vals í gærkvöld. Körfur hans voru á köflum hreint ótrúlegar og enginn virtist geta stöðvað hann. Án efa lang- bezti leikur Þóris í vetur. Kristján og Torfi áttu mjög góðan Ieik svo og Jón Steingrímsson en Rikharður var nokkuð frá sínu bezta. Þá gerði Jóhannes Magnússon góða hluti. Dwyer batt liðið að vanda vel saman og var geysilega sterkur í varnarfrá- „Loksins” gæti Torfi Magnússon verið að hugsa, þar sem hann handleikur íslands- bikarinn. DB-mynd Hörður. Bikarslagur íHöllinni! — Valur og FH leika í átta liða úrslitum Það fer nú að líða á síðari hlutann í bikarkeppni handknattleikssambands íslands. í kvöld kl. 19.00 veröur einn af stórleikjum keppninnar. Þá leika Valur og FH í átta-liða úrslitum og eru margir á þeirri skoðun, að það liðið, sem sigrar í leiknum í kvöid, hafi alla mögu- leika á því að verða bikarmeistari 1980. Auðvilað eru þó KR-ingar, Haukar og KA-menn ekki á þeirri skoðun! Sigurvegarinn i bikarkeppninni færrétt i Evrópukcppni bikarhafa næsta hausl. Á sunnudaginn léku FH og Valur i 1. deildinni í Hafnarfirði og varð jafntefli 26—26 í heldur köflóttum leik, þar sem varnarleikurinn var ákaflega slakur. Það verður örugglega annað uppi á ten- ingnum i kvöld. í fyrri leik liðanna í 1. deild íslandsmótsins komu FH-ingar verulega á óvart og unnu öruggan sigur á Valsmönnum. Höfðu leikinn í hendi sér allan tímann og sigruðu með fjög- urra marka mun, 21 —17. Bæði lið verða með sina sterkustu leikmenn i kvöld og það má búast við miklum bikarslag í HöIIinni. Það er að Úrslitaleikurinn í Miinchen: Breyting á tilhögun fararinnar Valsmenn og Ferðaskrifstofan Úr- val hafa ákveðið að lengja förina á úr- slitaleik Vals og Grosswallstadt um einn dag þannig að förin tekur rúma tvo sólarhringa en ekki einn eins og áður var fyrirhugaö. Fólki gefst þá tækifæri til að fara í búðir auk þess, sem hægt verður að sjá leik i uunáesiigunni í knattspyrnunni — 1. deildinnii V-Þýzkalandi. Ferðaáætlunin nú er ákveðin þannig, að flogið verður frá Keflavík kl. 17.00 föstudaginn 28. marz og beint til Múnchen, þar sem úrslitaleikurinn í Evrópukeppninni vérður háðyr. Kl. 15.30 á laugardag leika TSV Múnchen 1860 og Schalke 04 í Bundeslígunni í knattspyrnunni — en kl. 19.15 verður úrslitaleikurinn þar sem Valsmenn leika við Evrópu- og Þýzkalands- meistara Groswallstadt. Á sunnudag verður svo haldið beint heim aftur. Verð er kr. 184.700 og hægt að fá greiðsluskilmála. í því er innifalið gisting með morgunmat, góð herbergi, flutningur til og Aðgöngumiðar á báða leikina og flutningur til og frá þeim. Fararstjórar verða Jóhann Ingi Gunnarsson, lands- liðsþjálfari og Ólafur H. Jónsson, landsliðsmaðurinn kunni, sem um ára- bil lék í Vestur-Þýzkalandi. miklu að keppa — sæti í Evrópukeppn- inni næsta leiktímabil. Vikingur hefur þegar tryggt sér sigur í 1. deild og leikur í Evrópukeppni meistaraliða — en undanfarin tvö ár hefur Víkingur sigrað í bikarkeppni HSÍ. Er nú ekki lengur í keppninni — tapaði óvænt fyrir Haukum í Hafnarfirði. köstunum, þótt hann ætti erfitt með að stöðva Yow. KR-ingar léku þenna leik alls ekki illa en mótstaða var einfaldlega of mikil fyrir þá. Yow var mjög sterkur og með hann i liði sinu næsta haust eiga KR-ingar eftir að gera harða hrið að titli Valsmanna. Jón Sigurðsson var nokkuð seinn i gang, en átti góðan siðari hálfleik þó svo að honum yrðu á mistök, sem ekki sjást oft hjá honum. Garðar var góður en aðrir leikmenn náðu ekki sínu bezta fram. Dóntarar voru þeir Sigurður Valur Halldórsson og Guðbrandur Sigurðsson og dæmdu þeir ágætlega. Stig Vals: Þórir Magnússon 32, Tim Dwyer 28, Kristján Ágústss. 15, Torfi Magnússon 11, Jón Steingrimsson 6, Rikharður Hrafnkelsson 4 og Jóhannes Magnússon 4. Stig KR: Keith Yow 45, Jón Sigurðsson 24, Garðar Jóhannsson 12, Geir Þorsteinsson 6, Birgir Guðbjörns- son 4, Árni Guðmundsson 2. -SSv. „Við vinnum þrefalt” — sagði fyrirliði Vals, Torfi Magnússon, eftir leikinn í gær ,,Það er stórkostleg tilfinning að vera loks orðinn íslandsmeistari eftir 18 ára baráttu," sagði Þórir Magnús- son inni i búningsklefa Valsmanna eftir leikinn. „Þetta var erfiður leikur og við máttum aldrei slaka á — þá voru KR- ingarnir reiðubúnir að taka völdin. Við stóðumst þá miklu pressu sem var á okkur og sýndum það að við erum heztir. Við höfum æft geysilega vel og þessi mikla æfing ásamt góðri sam- heldni hefur fært okkur titilinn. Nei, við hættum ekki núna og vinnum þriðja titilinn á miövikudag." Náðum takmarkinu „í kvöld sást bezt hversu Valsliðið er sterkt. Strákarnir þurftu ekki á mér að halda i kvöld. Þeir léku svo vel og sýndu sínar beztu hliðar, en enginn þó eins og Þórir, sem hitti ótrúlega. Það hefur hjálpað okkur mikið að við höfum haldið óbreyttum mannskap í tvö ár á meðan menn hafa verið að koma og fara hjá hinum félögunum,” sagði Tim Dwyer kampakátur eftir leikinn. „Ég er óhræddur fyrir leikinn gegn ÍS á miðvikudag t bikarúrslitun- um en ÍS-liðið helur leikið vel að und- anförnu. Við reynum að sjálfsögðu okkar bezta en ég Iofa engu.” „Það er æðisleg tilfinning að verða íslandsmeistari i fyrsta sinn,” sagði Ríkharður Hrafnkelsson við DB eftir leikinn. Við vorum dálítið taugaspennt- ir i leiknum og hann var erfiður, en að sjálfsögðu stefnum við að þreföldum sigri nreð sigri yfir ÍS á miðvikudag. Ég held að liðið hafi í kvöld sýnt styrkleika sinn er við náðum okkur aftur á strik eftir að hafa slappað af aðeins of snemma. Þá finnst mér gaman hversu frábærum leik Þórir náði í kvöld." „Við vinnum þrefalt" „Það er góð tilfinning að vera orðinn meistari,” sagði Torfi Magnús- son, fyrirliði Valsmanna, þar sem hann handlék íslandsmeistarabikarinn í bún- ingsherberginu eftir leikinn. „Þessi leikur var i sjálfu sér ekki erfiðari en aðrir leikir. Við komum ákveðnir til leiksins og sýndum hvað við eruni sterkt lið. Við vinnum örugglega þrc- falt. Við höfum unnið ÍS i öllum leikj- unum til þessa og förum ekki að breyta út af vananum nú.” -SSv. Lokastaðan Lokastaðan i úrvalsdeildinni i körfu- knattleik varð sem hér segir: Valur 20 16 4 1813—1685 32 Njarövík 20 15 5 1692—1581 30 KR 20 11 9 1672—1608 22 ÍR 20 10 10 1813—1833 20 ÍS 20 6 14 1707—1805 12 1565—1750 4 Kampakátir Islandsmeistarar Vals eftir sigurleikinn i gærkvöld. DB-mynd Hörður.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.