Dagblaðið - 18.03.1980, Side 23

Dagblaðið - 18.03.1980, Side 23
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 18. MARZ 1980. 8 Útvarp 23 Sjónvarp I ÓVÆNT ENDALOK—sjónvarp kl. 22,00: Gjöfin reynist henni dýrkeypt Úr nýja myndaflokknum Óvænt endalok. Sandra Payne og Julie Harris í hlutverkum sinum. „Fyrsti þátturinn nefnist Hefndargjöf. Hann fjallar um miðaldra konu sem er gift tannlækni. Hún á i ástarsambandi við piparsvein á sama aldri sem býr nokkuð fjarri. Hún heimsækir hann á þriggja mánaða fresti og segir þá manni sínum að hún sé að fara að heim- sækja fjörgamla frænku sina,” sagði Kristmann Eiðsson, þýðandi nýs myndaflokks sem sjónvarpið hefur sýningu á í kvöld. Myndaflokkurinn nefnist Tales Of The Unexpected. Er hann byggður á smásögum eftir Roald Dahl, norskan rithöfund, sem lengi hefur verið búsettur í Banda- ríkjunum. Myndaflokkurinn, sem er brezkur og i tólf þáttum, hefur hlotið nafnið Óvænt endalok á islenzku. Nafnið er dregið af hversu óvænt endalokin eru á hverjum þætli. „Það kemur i ljós að eiginmaður konunnar er ekki við eina fjölina felldur heldur. Eitt sinn þegar konan er að kveðja ofurstann, það er pipar- sveininn, eftir eina heimsóknina, þá leysir hann hana út með gjöf sent á eftir að reynast henni dýrkeypl,” sagði Kristmann ennfremur um efni þáttarins. -ELA. ERINDI — útvarp kl. 21,05: Hugleiðingar í nýju umhverf i ,,í þessu síðara erindi minu fjalla ég um dvöl mina i smábæ á Mallorca bæði að vori og hausti.Frá- sögnin er ekki með ferðasögusniði, þótt ég hafi ferðazt um eyjuna og farið í stuttar sjóferðir,” sagði Þór- unn Elfa Magnúsdóttir í samtali við DB. Þórunn flytur i kvöld síðara erindi sitt i úlvarpi. Nefnist það Sól rís, sól sezt, sól bætir flest. ,,Eg mun fjalla um reynslu og hugleiðingar i nýju umhverfi, skyndi- kynni min af fólki sem ég hitti i einkaferðum minum. Þá fékk ég vitn- eskju um tilhögun stórrar erlendrar ferðaskrifstofu með sérmenntuðum fararstjórum, sem fengu starfsrétt- indi eftir langt námskeið. Ég fræddist einnig um hvernig þeir stóðu að fararstjórn, búnir undir að leysa hvern þann vanda sem að höndum bæri og láta sér annt um hvern cinstakling svo að ferðin yrði öllum sem jafnast til ánægju og fróð- leiks. Flcira verður ekki sagt í stuttu máli en að mörgu er vikið í erind- inu," sagði Þórunn Elfa. Erindið er á dagskrá útvarpsins kl. 21.05 og tekur flutningur þess um fjörutiu mínútur. -F.I.A TF-FRU og kvikmyndavélin Þó skömm sé frá að segja, þá gefur það mánudagsmorgnum nokkurtgildi að þurfa ekki að hlusta á hið hlutdræga og furðulega val frétta, sem þeir Páll og Sigmar velja úr dagblöðunum aðra virka daga vikunnar. Svo furðulegt er þetta val oft, að það endurspeglar ekki aðeins hve litil þekking þeirra er á fréttum og kapphlaupi fjölmiðla um fréttir, heldur smakkast morgunverður betur og skapheilsan er betri þegar maður losnar við að svekkjast yfir flokks- og atvinnubundnu vali þeirra á dag- blaðsfréttum. Jafn nýtilegt og skemmtilegt og slíkt frétta- og eða fyrirsagnayfirlit gæti verið, er sú á- gæta hugmynd svo gott sem eyðilögð i þeirra höndum. Þessu er hér skotið inn því kvöld- dagskráin, sem fyrir valinu varð krafðist vart langrar umfjöllunar. Flugvélin og kvikmyndavélin sköpuðu sjónvarpinu enn i gær möguleikann á að segja þjóðinni skýrast frá atburðunum á gos- svæðinu í jaðri Mývatnsöræfa. Ómar segir hressilega frá, en ekkert betur en aðrir blaðamenn. En það er í flug- I vélinni hans, með hann undir stýri og góðan kvikmyndatökumann sér við hlið, sem þjóðin hefur æ ofan í æ verið nánast i einu lagi flutt til þeirra staða, þar sem atburðir eru að gerast, hvort sem það eru gossvæði, flóða- svæði eða einhver raunasvæði bænda, þar sem grös ýmist spretta ekki vegna kulda eða ofvaxin grös nást ekki i hús vegna rigninga eða annarrar uppákomu. Gleymum ekki þætti kvikmyndatökumannanna i þessum fræðsluþáttum. Kvikmynda- vélin er ekki skrúfuð á TF—FRÚ og það verður ekki hvaða ljósmyndara, sem er hent upp í flugvél svo tryggt sé að myndir verði á filmum hans eftir flugferðina — hvað þá góðar myndir. Nýr iþróttafréttamaður kom með athyglisverl efni en mætti bæði temja sér meiri mýkt í svip og röddu, sem hann vafalaust á til. Þátturinn um A. Kolontay var góður hvað sögusvið snerti en of lang- dreginn. Hann sýndi að jafnvel í Rússlandi, sem og öðrum einræðis- löndum er til fólk, sem á gott hjarta og góðar hugsanir, þó það fylgi í blindni og jafnvel tilbiðji einræðisherrana. Líklega vottar fyrir sömu tilfinningum i íslenzka stjórn- mála- og embættismannakerfinu lika. -A.St. Ingvi Hrafn Jónsson þingfréttamaður sjónvarpsins og umsjónarmaður Þingsjár. r DB-mynd Bjarnleifur. ÞINGSJÁ — sjónvarp kl. 21,05: „Fjármálaráðherra „grillaður” íbeinni útsendingu” —allt um fjárlögin í Þingsjánni „í þessum þætti ætla ég að skýra út hvernig fjárlögin verða til. Ég ætla að reyna að útskýra hvernig þessi hrika- lega bók myndast þá fyrst í fjárlaga- og hagsýslustofnun, siðar i meðförum Al- þingis og fjárveitinganefnd og loks hvernig ráðuneytið útfærir sína hlið,” sagði Ingvi Hrafn Jónsson, þingfrétta- maður sjónvarpsins, i samtali við DB er hann var spurður um þáttinn sinn Þing- sjá sem er á dagskrá sjónvarpsins í kvöldkl. 21.05. „Eftir það verður fjármálaráðherra, Ragnar Arnalds „grillaður” í beinni útsendingu af Jóni Baldvin Hannibals- syni, ritstjóra Alþýðublaðsins, Ellert B. Schram, ritstjóra Vísis, og mér,” sagði Ingvi Hrafn ennfremur. Stjórnandi upptöku er Órn Harðar- son og er þátturinn tæplcga klukku- stundar langur. - F.I.A j Li Tölvuþróunin er gifurleg eins og fram kemur í þáttunum um örtölvubyltinguna. Eitt sinn sátu nemendur sveittir með blað og blýant og reiknuðu, nú þekkist ekki annað en notaðar séu vasatölvur i skóium, eins og þessar stúlkur sýna okkur. 0RT0LVUBYLTINGIN - sjónvarp kl. 20,40: „Og þá koma armbandssímar” „Þriðji þátturinn um örtölvubylting- una nefnist Þjóðfélagsbylting. í þætt- inum er lýst hvernig örtölvan muni létta svo til öllum störfum og amstri af fólki. Það þarf ekki lengur að fara á kjörstað til að kjósa i almennum þingkosningum og sveitarstjórnarkosningum,” sagði Bogi Arnar Finnbogason, þýðandi Ör- tölvubyltingarinnar, í samtali við DB, er hann var spurður um þriðja þáttinn. „Nú koma menn skoöunum sínum á mönnum og málefnum á framfæri á mun ótvíræðari og fljótvirkari hátt en áður, um sjónvarpstæki sín. Tilraunir eru þegar hafnar með slik kerfi í Bandaríkjunum og Japan. Liklegt er talið að sjónvarpstæki geri flokka- kerfið úrelt. Sýndur er þráðlaus simi sem þegar er i notkun og er þvi spáð að innan fárra ára komi á markað arm- bandssimar. Póst og símamálastofnun í Bretlandi veitir mönnum nú þegar aðgang að geysistórri upplýsingatölvu um símalínur. Hið stóraukna upplýs- ingastreymi manna á meðal mun valda verulegri breytingu á þjóðfélögum Vesturlanda, en geysimiklu umróti i kommúnislaríkjum. Valdamenn um allan heim munu ncyðast til að endurskoða stjórnkerfi sin. En hvernig mun almenningur i þróunar- og harðræðislöndum heims- ins bregðast við er sjónvarpsauglýs- ingar frá Vesturlöndum taka að streyma um alla heimsbyggðina frá ótal sjónvarpshnöttum?” sagði Bogi Arnar ennfremur. Þátturinn er á dagskrá kl. 20.40 íkvöld. Þulur er Gylfi Pálsson. - F.I.A

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.