Dagblaðið - 19.03.1980, Page 1
6. ÁRG. — MIÐVIKUDAGUR 19. MARZ 1980 — 67. TBL. RITSTJÓRN SÍÐUMÚLA 12. AUGLÝSINGAR OG AFGREIÐSLA ÞVERHOLTI 1 l.—AÐALSÍMI 27022.
I
!
I
r
I
I
I
I
I
t
I
I
I
í
!
I
í
I
!
!
t
I
I
I
I
I
1
Sjómannaverkfall á Vestfjöröum á miðnætti:
„EKKISAMNINGAR
HELDUR STfíÍÐ’’
„Það er sorglegt að sjá vestfirzka
útvegsmenn eins og hunda í bandi á
eftir Kristjáni Ragnarssyni formanni
LÍÚ hér á fundum með sáttasemjara.
Sömu mennina, sem svo mikið hafa
gumað af sjálfstæði sínu og lands-
fjórðungsins,” sagði Pétur Sigurðs-
son forseti Alþýðusambands Vest-
fjarða i viðtali við DB í morgun.
„Útvegsmenn hafa. algjörlega
neitað viðræðum og Kristján Ragn-
arsson neitaði algjörlega viðræðum
fyrir þeirra hönd, meira að segja þó
hann væri spurður hvort frestun
verkfalls eða afboðun mundi hafa
þar einhver áhrif á,” sagði Pétur.
,,Við getum því engan veginn
kallað þetta samningaviðræður,
þetta er stríð.”
Verkfall undirmanna á vestfirzku
togurunum og bátunum hefur verið
boðað frá og með næsta miðnætti.
Krafizt er 1,5 prósentustiga hækk-
un á skiptahlut. Úr 29,3% í 30,8%.
Sjómenn vilja einnig fá greidda sér-
staklega aukavinnu á frivöktum. Þar
telja þeir sig leggja fram ógreidda
vinnu, sem síðan komi útgerðinni til
góða án nokkurs framlags frá henni.
Krafizt er hærri greiðslu fyrir lóða-
beitingu í akkorði og frís fæðis á tog-
urum og bátum.
útvegsmenn vilja
engar viðræður
þráttfyrirtilboð
umfrestun
verkfallseða
jafnvei afboðun,
segirPétur
Sigurðsson
forsetiASV
Pétur Sigurðsson sagði það visvit-
andi blekkingu hjá Kristjáni Ragn-
arssyni að leggja fram falsaðar tölur
um aflahlut á tveim siðustu mán-
uðum, sem væru þeir beztu í sögunni.
Kristján vissi að nú væri framundan
skrap á fisktegundum sem lítið gæfu
af sér. - ÓG
Verið er að kanna dýpi i höfninni austan Ægisgarðs þar sem litlu trillurnar i eigu Reykvíkinga eiga að hafa aðstöðu.
DB-mynd Sv. Þorm.
Ný fargjöld í
næturflugi til
Kaupmannahafnar:
Helmings-
lækkun ef
ferðazt
eraðnóttu
„Þessi brottfarartími frá
Reykjavik skapast vegna Græn-
landsflugs og það er r'étt aö bjóða
þetta flug á þessu verði vegna þess
aðþetta er náttúrlega ekki ákjós-
anlegur ferðatími,” sagði Sveinn
Sæmundsson, blaðafulltrúi Flug-
leiða, er DB innti hann i morgun
eftir ástæðum þess að Flugleiðir
hafa nú ákveðið að bjóða upp á
næturflug til Kaupmannahafnar í
sumar á meira en helmingi lægra
verði en almennu sérfargjöldin
milli Kaupmannahafnar og
Reykjavikur.
Fargjaldið vérður 101.100
báðar leiðir en almennt sérfar-
gjald er nú 204.100. Hið nýja far-
gjald er i gildi frá kl. 20 til kl. 6.
Það gildir minnst í 6 daga og mest
í 30daga.
Fyrsta ferðin verður 26. mai og
verður brottför frá Keflavik kl.
20. 15 og komutimi til Kaup-
mannahafnar kl. 23.45 aðstaðar-
tima.
Í fyrstu verður ein slik ferð i
viku, á mánudagskvöldum héðan
og á þriðjudagsmorgnum frá
Kaupmannahöfn en eftir miðjan
júní verða farnar tvær ferðir á ‘
viku. Flugleiðir bjóða upp á þess-
ar ferðir út októbermánuð.
- GA.I
Fótbrotnaðiog
lærbrotnaði
Sextán ára piltur á Akureyri
fótbrotnaði við ökkla og lær-
brotnaði í umferðarslysi í gær.
Pilturinn var á léttu bifhjóli og
lenti i árekstri við bil á mótum
Hjalteyrarvegar og Hyrarvegar.
Þótti aðkoman á siysstað Ijót, en
pilturinn mun hafa sloppið að
öðru leyti en að framan getur.
Slysið varð um hábjartan dag, kl.
14.30 og akstursskilyrði öll hin á-
kjósanlegustu.
- A.St.
Smábátaaðstaða bætt:
Stálprammi til skjóls
—f lotprammar í smíðum
„Það er stefnt að því að leysa ákveð-
inn vanda í ár,” sagði Gunnar B. Guð-
mundsson hafnarstjóri í Reykjavík í
morgun er við spurðum hann um fram-
kvæmdir til batnandi aðstöðu fyrir litlu
trillurnar í Reykjavíkurhöfn. Verið er
að kanna dýpi milli Grófarbryggju og
Ægisgarðs nú þessa dagana.
Gunnar sagði að veittar yrðu 30
millj. kr. til framkvæmda i ár. Byrjað
væri á að styrkja vestari gömlu ver-
búðarbryggjuna. Hafnarstjórn ætti
stálpramma er ætti að veita eitthvert
skjól. Þá yrði einnig komið fyrir flot-
prömmúm, sem eru í smiðum.
Svo sem kunnugt er misstu margir
trillukarlar aðstöðu fyrir báta sína
þegar fyllt var upp vestan Ægisgarðs
vegna framkvæmda Slippfélagsins.
Gunnar sagði að reynt yrði í áföng-
um að láta 20—30 trillurfá aðstöðu
austan Ægisgarðs sem fyrst.
1350milljóna kr. framkvæmdirá Suðumesjum
— Keflavíkurflugvöllur tengdur hitaveitukerfinu um næstuáramót
— sjá bls. 5