Dagblaðið - 19.03.1980, Side 5
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 19. MARZ 1980.
5
1350 MIUJON KR.
FRAMKVÆMUR
Asudurnesium
Kef lavíkurfliigvöllur tengdur hitaveitukerfinu um næstu ármót
Hitaveita Suðurnesja stendur nú í
umfangsmiklum framkvæmdum til
undirbúnings þess að öll hús á Kefla-
víkurflugvelli bætist inn á veitukerfi
hitaveitunnar. Á Fitjum, eða rétt við
mót Reykjanesbrautar og Hafnaveg,
har sem ekið er til Keflavíkurvallar af
Reykjanesbraut, er verið að reisa
dælustöð og grunn þriggja tanka, sem
samtals eiga að geyma tiu þúsund tonn
af vatni. Fjórði tankurinn verður
reislur á Keflavikurflugvelli til
miðlunar þar.
Framkvæmdir þessar kosta sam-
kvæmt áætlun um 1350 milljónir
króna. Mun dælustöðin kosta 735
milljónir af því en tankarnir á 7.
hundrað milljóna króna.
Dælustöðvarhúsið verður einnar
hæðar hús auk kjallara. í því verður út-
búnaður, sem mun dæla vatni frá
tönkunum þremur, sem við dæluhúsið
munu rísa, inn á allt veitukerfið og upp
til Keflavíkurflugvallar.
Ingólfur Aðalsteinsson hita-
veitustjóri tjáði DB að vonir stæðu til
að byggð Keflavíkurflugvallar tengdist
hitaveitukerfinu á Suðurnesjum um
næstu áramót. Mun Keflavikurflug-
völlur fá álika mikið vatn frá hita-
veitunni og allar aðrar byggðir, er hún
nær til, fá samanlagt. Jafngildir heita-
vatnsmagn Keflavíkurflugvallar 50
megavöttum.
Ingólfur sagði að frá Svartsengi
kæmi vatnið til dælustöðvarinnar á
Fitjum 125 stiga heitt. 1 dælustöðinni
verður vatnið kælt og dælt út í kerfið.
Ingólfur sagði engin teikn þess á lofti
að vatnsmagn Hitaveitu Suðurnesja
yrði ekki nægilegt. Séð hefði verið
þannig fyrir borunum að vatnsmagn
væri fengið áður en útvíkkanir hefðu
orðið á kerfinu.
-A.St.
Grunnar tveggja tankanna af þremur. Smiði sjálfra vatnsgeymanna er nú i útboði. Tankarnir verða þrfr á Fitjum, en sá fjórði
á Keflavfkurftugvelli.
„Látum fs-
íandhafa
Jan Mayen”
r
—segir norskur stuðningsmaður Islendinga í Jan
Mayen-málinu f norska blaðinu Dag og Tid
Dagblaðinu hefur borizt skeyti og
blaðaúrsklippa frá norskum
stuðningsmanni Islendinga, í Jan
Mayen málinu, Geir Sör-Reime. Geir
segir i skeytinu að hann hafi séð að
Dagblaðið hafi skrifað um að
íslendingar eigi Jan Mayen sögulega
séð. Hann skrifaði sjálfur grein i
norska blaðið Dag og Tid i haust og
þar segir hann m.a.:
,,Af tilviljun varð Jan Mayen
hluti af Noregi. Norðmenn hafa um
nokkura ára skeið notað staðinn
fyrir veðurathuganir og þar er fjar-
skiptastöð fyrir norska herinn. Nú
vilja fiskveiðiáhugamenn og aðrir fá
yfirráðarélt yfir hafinu í kringum
eyjuna og þar með hlula af 200 mílna
fiskveiðilögsögu íslands.
Það er fullmikið af því góða að
krefjast hlutdeildar i íslenzku efna-
hagslögsögunni. Eins og við vitum
veiða íslendingar ekki of mikið af
fiski og því er það réttlátt að þeir
hafi sina efnahagslögsögu heila og
óskipta.”
I lok greinar sinnar segir Geir Sör-
Reime: ,,Því ekki að gefa
íslendingum Jan Mayen. Binduni
endaá þessa norsku „íshafsyfirgang-
semi” frá 1920.Leyfum Íslendingum
Vatn á hálencfi íslands:
Ónothæftað
stórumhluta
í rannsókn sem fór fram á vatni á
vinsælum ferðamannastöðum hér á
landi í sumar kom i Ijós að verulegur
hluti vatnsins var gallaður eða
óneyzluhæfur. Sérstaklega var ástand-
ið slæmt í baðvatnsmálum, en einnig
slæmt hvað varðaði drykkjarvatn.
Fyrir rannsókninni stóð Kolbrún
Haraldsdóttir heilbrigðisráðunautur og
gaf Heilbrigðiseftirlit ríkisins út helztu
niðurstöður hennar nú á dögunum.
Rannsakaðir voru 7 staðir, Þórs-
mörk, Landmannalaugar, Hveravellir,
Nýidalur, Herðubrciðarlindir, Jökuls-
árgljúfur og Skaftafell. Ástandið var
bezt á siðasttald.i staðnum en verst á
Hveravöllum. Var ekki talið ólíklegt að
í vatnsbrunn á svæðinu seitlaði
frárennsli frá húsi sauðfjárveikivarna.
Baðvatnið í lauginni á staðnum
reyndist einnig ónothæft.
Ástandið var einnig slæmt i Jökuls-
árgljúfri, i Þórsmörk, í Nýjadal og í
Landmannalaugum. Herðubreiðar-
lindir sluppu hins vegar nokkuð vel.
-DS.
Albertvinsæl-
asturáJaðri
Starfsmenn Vatnsveitunnar á
Jaðarsvæðinu í Reykjavík efndu til
skoðanakönnunar um forsetafram-
bjóðendur þá sem þegar hafa boðið sig
'fram. Úrslit fóru þannig:
Albert Guðmundsson fékk óalkvæði,
Guðlaugur Þorvaldsson 4,
Pétur Thorsteinsson 0,
Rögnvaldur PálssonO,
Vigdis Finnbogadóttir 4,
og auður seðill var 1.
-DS.
að eiga 200 milurnar i friði. Gefum
Íslendingum allan rétt yfir Jan
Mayen.”
-KLA.
Ved eit tllfelle blei Jan Mayen
ein del av Noreg. I dei femti ára
oya har vore norsk har ho vore
nytta til vervarsling og som mill-
tær sambandsstasjon.
Ná vil altsá flskarorganlsasjo-
nane og andre ha ráderett over
store havomráde kring derrne
vulkaneya, tU dels lnn 1 islandsk
200-mils sone.
Grindavflc:
„Ekki ruðzt inn á farandverkafólkið”
—segir Eriing Kristinsson lögregluþjónn
,,Að lögreglan haft ruðzt inn hjá
farandverkafólkinu, þar sem það hélt
kveðjuhóf á föstudagskvöldið í
hraðfrystihúsinu að Þórkötlustöðum,
er hrein fjarstæða,” sagði Erling
Kristinsson, lögregluþjónn í Grinda-
vik, i samtali við Dagblaðið í gær.
Hann hélt áfram og sagði að
aðeins lítið brot væri satt af þvi sem
Benedikt Sverrisson farandverka-
maður hefði sagt í viðtali við DB á
mánudag um hvemig lögreglumenn
hefðu borið sig þar að- Það að kvört-
un um hávaða hefði aðeins komið frá
Lofti Jónssyni, skrifstofustjóra
frystihússins, ætti ckki fót fyrir sér.
Fimm farandverkamenn utan hinna
rúmlega 20, sem voru að skemmta sér
hefðu verið við vinnu til miðnættis og
áttu að byrja að vinna strax kl. 8
næsta dag. Einn af þeim, verk-
stjórinn, sem jafnframt er hús-
vörður, kvartaði og hann og annar
með honum fóru til Reykjavíkur til
þess að hafa einhvern svefnfrið.
Eriing sagði að 2 lögreglumenn
hefðu komið í Þórkötlustaði rétt
eftir kl. 12 á föstudagskvöld og beðið
fólkið vinsamlega um að lækka i
segulbandinu, sem í heyrðist út á
götu. Ekkert gerðist. Næst komu 3
lögregluþjónar um kl. 1. Var fólkinu
þá bent á að ekki væri leyfilegt að
vera með hávaða eftir kl. 11.30 á
kvöldin. Á staðnum voru auk farand-
verkamannanna gestir svo alls voru
þarna um 30 manns.
Þá sagði Erling að einn farand-
verkamaðurinn hefði orðið hinn
versti og haldið því fram að þeir
hefðu fullt leyfi til þess að skemmta
sér áfram. Gleðskapurinn hélt lika á-
fram. Lögreglumenn sáu þá hvert
stefndi og kvöddu til 5 manna
liðsauka frá Kefavík. Siðan komu 8
lögreglumenn aftur um kl. 2.
Fluttir í járnum,
glerbrotum
rigndi yfir
,,Þrír farandverkamenn voru
handjárnaðir og fluttir í fanga-
geymslur lögreglunnar, þar sem þeir
voru hafðir i járnum þangað til af
þeim var runnin mesta reiðin,” sagði
Erling.
Hann sagði að mikil vonzka hefði
gripið um sig hjá samkvæmisgestum
og mesta mildi að ekki hefði hlotizt
slys af. Stólum og flöskum var
kastað, jafnvel út um rúður á
vcrbúðinni og að lögreglumönnum,
svo aðglerbrotum rigndi yfir þá.
Eins og frá hefur verið skýrt i DB
hættu 12 islenzkir karlmenn og 9 út-
lendar stúlkur vegna óánægju með
aðbúnað o. fl. Var þetta kveðjuhóf
þeirra.
-EVI.