Dagblaðið - 19.03.1980, Síða 23

Dagblaðið - 19.03.1980, Síða 23
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 19. MARZ 1980. (i Útvarp 23 Sjónvarp » Fleiri hugmyndir um f ramhaldsmyndaflokk bíða svars frá jjtvarpsráði: AUÐUR HARALDS, EDDA BJÖRGVINS OG HELGA THORBERG SNÚA HLUTVERKUM KYNJANNA VIÐ — í nýjum f ramhaldsmyndaf lokki sem bíður eftir græna Ijósinu ver Þorlákssyni og Jónasi Jónassyni. Auði Haralds rithöfund þekkja víst allir nú, eftir að hún gaf út bókina Hvunndagshetjuna. Auk þess hefur hún skrifað fyrir timaritið Samúel og Þjóðviljann. Þessar þrjár' úrvals- konur ættu þvi að geta samið skemmtilega þætti og því verðum við bara að vona að útvarpsráð gefi þeim grænt ljós og helzt karlþremenning- Auflur Haralds. DB-mynd RagnarTh. Helgu Thorberg, Eddu Björgvins- dóttur og Auði Haralds um nýjan framhaldsmyndaflokk fyrir sjón- varp. Ekki var neitt ákveðið á þessum fundi um það hvort sjónvarp- ið tæki þessu tilboði. Eins og skýrt var frá i DB fyrir stuttu hafa þeir Egill Eðvarðsson, Björn Björnsson og Hrafn Gunnlaugsson einnig lagt fram sínar hugmyndir um framhalds- þætti en eins og kunnugt er sömdu þeir þættina Undir sama þaki sem sýndir voru hér fyrir þremur árum. Það er því undir útvarpsráði komið hvor framhaldsflokkurinn verður sýndur — eða hvort það verða báðir. „Þessir þættir fjalla um þrenn hjón. Hugmyndin er að hlutverk kynjanna snúist við, karlarnir verði heimilisfeður og geri verk kvennanna og konurnar verði fyrirvinnur,” sagði Helga Thorberg er hún var spurð um efni þáttanna sem verða alls sex. „Við þrjár höfum lagt fyrir útvarpsráð lauslega skrifað handrit en það verður ekki fullskrifað fyrr en við höfum fengið grænt ljós. Það er brennandi áhugi hjá okkur fyrir þessu efni en ég tek það fram að við erum ekki boðberar einhverrar kvennahreyfingar. Við ætlum aðeins að leyfa fólki að skoða þessa mynd af |muni þá koma til með að leika í þátt- unum — eða ætlið þið kannski að gera þaðsjálfar? „Nei, ég býst ekki við að við gerðum það. Það mun reyna mjög mikið á karlpeninginn i þessum hlutverkum. Þetta er ekkert ákveðið ennþá. Það eru fleiri þættir i boði hjá sjónvarp- inu og við komumst ekki lengra eins og stendur. Við ætlum samt að halda þessu vakandi áfram. Við bíðum bara í startholunum eftir svari frá út- varpsráði. Hjá okkur er þetta nokkuð klárt. Okkur langar að reyna að fá tilbreytingu og lika það að sýna hlutina í gegnum auga konunnar og að það sjónarmið fái að koma ifram,” sagði HelgaThorberg. Ætlunin hjá sjónvarpinu er að taka upp framhaldsmyndaflokk 1 sumar — eftir sumarfrí, og sem sýndur verður næsta haust. Helga Thorberg er leikkona að mennt og hefur oft komið fram í sjónvarpi. Síðast sáum við hana í jólastundinni okkar þar sem hún lék jólasveinakonu. Edda Björgvinsdóttir er einnig leikkona og sennilega þekktust sem Thúrilla Júhansen frá Færeyjum í þáttunum Úllen dúllen doff. Hún hefur m.a. samið efni i þá þætti ásamt manni sínum Gísla Rúnari Jónssyni, Rand- Á föstudag í síðustu viku var lögð fyrir útvarpsráð hugmynd frá þeim Helga Thorberg. DB-mynd RagnarTh. hlutverki kynjanna um leið og við ætlum að skemmta fólki,” sagði Helga ennfremur. — Verða þættir þessir þá i léttum dúr? ,,Já, það er ætlunin.” — Ereitthvaðákveðið meðhverjir Edda Björgvinsdóttir. DB-mynd Ragnar Th. Velja verður á hugmyndanna —tvö ný leikrit tekin upp fyrir sumarf rí sjónvarpsins „Það hefur ekkert verið fjallað ítarlega um þessa framhaldsmynda- flokka i útvarpsráði en ég á von á að það verði gert fljótlega,” sagði Hin- rik Bjarnason, forstöðumaður Lista- og skemmtideildar sjónvarpsins, er hann var spurður um hvort eitthvað hafi verið ákveðið með hugmynd- irnar tvær sem nú liggja fyrir hjá út- varpsráði. „Það verður litið á þessar tvær hugmyndir saman.” — Er möguleiki á því að hægt verði aðgera báða myndaflokkana? „Nei, það held ég ekki. Það verður að velja á milli. Annars er engin ákvörðun til um það að gera eigi framhaldsmyndaflokk. Það eru bara þessar hugmyndir sem komið hafa fram,” sagði Hinrik Bjarnason. Aðspurður um eitthvað nýtt á næstunni sagði Hinrik. „Það er ýmislegt í undirbúningi. Það verða tekin upp tvö leikrit fyrir sumarfrí, annað eftir Davíð Oddsson og hitt eftir Steinunni Sigurðardóttur. Það verður svona sitthvað á næstunni. Óli H. Þórðarson verður með einn þátt í viðbót í kringum páska. Það fer að koma vorbragur á þetta hjá okkur. Við verðum með nokkra þætti með öðru sniði með blönduðu efni, t.d. verðum við með jazzþátt með Guðmundi Ingólfssyni og félög- um og eitthvað í þeim dúr," sagði Hinrik. Það verða örugglega margir sem sakna munu þáttanna hans Óla, Á vetrarkvöldi, en þeir þættir hafa \ milli Hinrik Bjarnason, forstöflumaflur I.ista- og skemmtideildar sjónvarps- ins. DB-mynd Ari. verið sérstaklega skemmtilegir og fjölbreyttir. Við verðum bara að vona að vorþættirnir verði jafngóðir. LÉTTSTEIKTUR RÁÐHERRA Fyrirheit höfðu borizt um það, að „grilla” ætti Ragnar Arnalds fjár- málaráðherra i beinni útsendingu sjónvarps í gærkvöldi. Matreiðslu- meistari var Ingvi Hrafn Jónsson þingfréttamaður sjónvarps og hjálparkokkar ritstjórarnir Ellert B. Schram og Jón Baldvin Hannibals- son. Þegar upp var staðið var ekki gott að dæma um það, hver hafði grillað .hvern. Fjármálaráðherrann hafði sum sé ekki snúizt eðlilega á grillteini ritstjóranna. Hann varðist skotum þeirra með málþófi svo þeir komu litlum vörnum við. Þátturinn ein- kenndist af alræmdri þrætubókarlist pólitikusa. Og hverju erum við skatt- greiðendur bættari, sem þó borgunt brúsann? Varla neinum ósköpum. Þarna sátu þrir flokkspólitískir fulltrúar, Aiþýðuflokks, Alþýðu- bandalags og Sjálfstæðisflokks. Hvers á Framsóknarflokkurinn að gjalda? Hví fékk hann ekki að senda sinn ritstjóra? Að þrætu pólitíkusanna frátalinni var þingsjáin uppbyggjandi. Ingvi Hrafn hefur farið vel af stað sem sjónvarpsfréttamaður, enda þjálf- aður af dagblaði. Megum við fá meira að heyra. Dagskrá sjónvarpsins lauk með góðri smásögu. Smásöguformið er vel sniðið að sjónvarpi. Ólíkl er það þægilegra að eiga von á einni slíkri en sextiu framhaldsþáttum í húsbænda og hjúastíl. Það vill þvi til að nóg er að horfa á tiunda hvern þátt i siíkum serium til þess að halda samhenginu. - JH Úr myndinni Svo mæli ég sem aðrir mæla, sem sjónvarpið sýnir okkur i kvöld kl. 21.15. SVO MÆLIÉG SEM AÐRIR MÆLA —sjónvarp í kvSld kl. 21,15: Táknmál í tjá- skiptum bama „Þetta er fróðleg mynd handa öllum þeim sem þykir vænt um börn,” sagði Bogi Arnar Finnbogason þýðandi um myndina „Svo mæli ég sem aðrir mæla,” sagði barnið sem sjónvarpið sýnir í kvöld. „Myndin fjallar um táknmál það sem ungbörn nota til að tjá sig hvert við annað áður en þau ná valdi á töluðu máli. Hubert Montagner prófessor i lif- fræði við háskólann í Besanpon í Frakklandi fylgdist um nokkurra rnán- aða skeið með atferli barna á dagheint- ili og filmaði þau með falinni kvik- myndatökuvél. Hann rannsakaði einnig viðbrögð foreldranna gagnvart börnum sinum. Auk þess gerði hann ýmsar líffræðilegar rannsóknir á dag- legum sveiflum í hormónastarfsemi barnanna og foreldra þeirra, einkum þeirra hormóna sem valda streitu,” sagði Bogi Arnar. - DS Húsísveft Til greina getur komið að leigja stórt íbúðarhús í sveit næsta sumar eða lengur ef um semst. Fjarlægð frá Reykjavík ca 135 km. Húsið hentar vel félagasamtökum sem dvalarheimili. Hitaveita er í húsinu. Þeir sem hafa áhuga á frekari upp-. lýsingum vinsamlegast sendi bréf merkt „Hús í sveit” til auglýsingadeildar blaðsins. Í 1 ■

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.