Dagblaðið - 19.03.1980, Page 24

Dagblaðið - 19.03.1980, Page 24
MÁLFUJTNNGURIMAU HAUKS HEDARS f AFRÉ. dráttur hef ur orðið á öðrum máium ríkissaksóknara vegna Landsbankamalsms Undirbúningur málflutnings i Landsbankamálinu svokallaða er nú á lokastigi. Mun stefnt að því, að málflutningur geti hafizt um miðjan aprílmánuð og að málinu verði lokið i vor fyrir sakadómi. Landsbankamálið snýst um þjófnað og skjalafals Hauks Heiðars, sem var deildarstjóri ábyrgðardeildar Landsbankans. Við umfangsmikla lögreglu- rannsókn málsins, þá er uppvíst varð um þjófnaðinn og skjalafalsið, kom í Ijós að fjárdrátturinn mun alls hafa numið um 50 milljónum króna. Er þá átt við misverðmætar krónur á ýms- um árum þess sjö ára tímabils sem fjárdrátturinn var framinn á. Við framreikning hins stolna fjár til núvirðis eru tölurnar fljótar að marg- faldast. Það eru starfsmenn ríkis- saksóknara, sem að undirbúningi málsins vinna og hefur orðið dráttur á ýmsum öðrum málum vegna Landsbankamálsins. -A.St. Varia þægilegt Hann lœtur sér greinilega ekki allt fyrir brjósti brenna þessi ökumaöur. Hjóliö er aflþetta fór hjá. Hversu löglegur flutningur þessi er ómerktur, skal ósagt látið, en varla minnstu gerð, en stiginn þeirri stœrstu. Aðrir ökumenn horfðu á Iforundran er bifhjól \ getur hann verið þœgilegur. DB-mynd Hörður. SkákmótiðíLonePineíKarrfomíu: Jón L13.- 4. sæti —fyrirofan21 stórmeistara „Ég kann langtum betur við þessi hefðbundnu tímamörk sem hér er teflt eftir heldur en hin þröngu tíma- rnörk sent notuð voru á Reykjavikur- skákmótinu. Að meðaltali hef ég notað 2 klst. og 10 rnin. á fyrstu 30 leikina hér en á Reykjavíkurmótinu fengum við aðeins eina og hálfa klukkustund á þessa fyrstu 30 leiki,” sagði Jón L. Árnason er DB ræddi við hann i Lonc Pine i Kaliforniu í morgun. > Jón hefur farið af stað með ntiklum glæsibrag á þessu geysisterka skákmóti þar sem 23 stórmeistarar eru meðal keppcnda. í gærgerði Jón jafntefli við stórmeistarann Quinteros frá Argentínu í 40 leikjum. Tefid var sikileyjarvörn og lengi vel tefldist skákin alveg eins og skák Guðmundur Sigurjónssonar og Browne i nýafstöðu Reykjavíkur- móti, en þeirri skák lauk einmitt með jafntefli. Að loknum 3 umferðum eru efstir og jafnir Sovétmeistarinn Geller og Whitehead frá Bandarikjunum. Þeir hafa báðir unnið allar sinar skákir og eru með 3 vinninga. Jón L.. Árnason og Quinteros frá Argentinu eru i 3.— 4. sæti með 2,5 vinninga. Af öðrunt þekktum köppunt má nefna að Bent Larsen hefur 1,5 vinn- ing og góða sigurmöguleika i bið- skák. Miles og Browne hafa báðir 1,5 vinning. Jón sagðist liklega mtmdu inæta Larsen í 4. umferðinni. Margeir Pétursson tapaði aftur 't gær, _ nú fyrir stórmcistaranum Ernrenevkov frá Búlgariu. Hefur Margeir því 0,5 vinninga. -GAJ STJORNARUDAR LBTA SAMNMGA V» IHAGNÚS Stjórnarliðar niunu í dag leita samninga við Magnús H. Magnússon alþingismann (A) og setjast niður með honum til að ræða hugsanlega hækkun persónuafsláttar. frá því sem fyrr var afráðið. Magnús hafði þá' sérstöðu á þingi í gær að greiða at- kvæði með útsvarpshækkun í 12,l°7o gegn þvi að hækkunin yrði ekki látin lenda á lágtekjufólki af fullum þunga. Persónuafslátturinn skiptir lág- tekjufólk miklu við álagningu út- svars. Svokallaður „ónýttur per- sónuafsláttur” myndast, þegar per- sónuafsláttur skattgreiðanda er hærri en álagður tekjuskattur, og má nota mismuninn til lækkunar útsvars. í fjárlagafrumvarpi Sighvats Björg- vinssonar var gert ráð fyrir, að per- sónuafslátturinn yrði 400 þúsund krónur á einstakling. Hækkun hans mundi lækka útsvar lágtekjumanna, sem hefðu ónýttan persónuafslátt. Við atkvæðagreiðslú í gær var út- svarshækkunin samþykkt með 20 at- kvæðum stjórnarliða og Magnúsar H. Á móti voru 11 þingmenn Sjálf- stæðisflokks og 6 þingmenn Alþýðuflokks. Hjá sátu stjórnar- liðarnir Halldór Ásgrímsson (F), Stefán Valgeirsson (F) og Albert Guðmundsson (S). Felld var breytingartillaga frá Jóhönnu Sigurðardóttur (A) um, að svcit- arfélögin feiigju 4% af söluskatti og tekjur ríkisins yrðu lækkaðar ae sama skapi. Tillagan fékk 18 at- kvæði, en 21 var á móti, það eru þingmenn Framsóknar og Alþýðu- bandalags, Eggert Haukdal, Friðjón Þórðarson og Pálmi Jónsson. Tillaga frá Pétri Sigurðssyni (S), um að sveitarfélögin fengju 2% af sölu- skatti, var felld -HH. frjálst, nJiáð daffhlað MIÐVIKUDAGUR 19, MARZ 1980. Verður ungf rú alheimurvalin áíslandi árið 1981? — íslandihefurverið boðiðaðhalda Miss Universe-keppnina íslandi hefur verið boðið fyrstu landa að halda fegurðarsamkeppni Miss Universe eða Ungfrú Alheimur árið 1981. Einar Jónsson, sem var upp- hafsmaður fegurðarsamkeppni á ís-. landi, fékk i gær bréf þess efnis. Árið 1981 er 30 ára afmæli keppn- innar og því vandað sérlega til hennar. Sjónvarpað verður beint frá henni til 600 milljóna manna í 50 löndum. Keppnin i ár verður haldin í Kóreu. -I)S Jan Mayen eign íslands — með sama hætti og Svalbarðiereign Noregs,segirtals- maðursósíalíska vinstriflokksins Norskir stjórnmálamenn úr öllum flokkum eru sammála um að þau sjónarmið sem íslendingar setja fram séu til umræðu. Meðal annars átta þeir sig á að íslendingar gera kröfu til hafs- botnsins umhverfis Jan Mayen og eru andvigir því að Norðmenn komi á efna- hagslögsögu í kringum hana. Þetta kom fram i viðræðum við stjórnmálamenn í norska stórþinginu í gær. Stjórnmálamennirnir telja ólíklegt að hægri flokkarnir muni reyna að spilla fyrir ríkisstjórninni í viðleitni hennar til þess að ná samkomulagi við Islendinga. Talsmaður sósíalíska vinstri flokks- ins taldi að ef Norðmenn halda því fram gagnvart Svalbarða að land- grunnið þar sé framhald af landgrunni Noregs, þá geti islendingar haldið því fram með sama rétti að Jan Mayen sá á landgrunni íslands. - JKR„ Osló / JH Norðmenn vilja ekkiskiptaáolíu ografmagni Norðmenn hafa ekki áhuga á að kaupa vatnsaflsrafmagn i skiptum fyrir oliu_að sögn Egil Helle í Noregi í gær. Norðmenn eru sjálfir vel settir með raf- magn og búast ekki við rafmagnsleysi á næstu árum. -JKR.Osló/JH

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.