Dagblaðið - 08.04.1980, Side 2

Dagblaðið - 08.04.1980, Side 2
2 DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 8. APRÍL 1980. Sceú/œtisffe/’ðvi FX-502-P Prógrameruð vasatö/va með 256 skrefum og 22 minnum. Fínlux LITSJONVARPSTÆKI 22" kr. 668.000.- (635.000.- staðgr.) 26" kr. 739.000.- (700.000.- staðgr.) SJONVARPSBÚÐIN BORGARTUNI 18 REYKJAVIK SIMI 27099 STÁLTÆKISF BANKASTRÆT! 5 — SÍMI27510 hhEVFHI 5imi B 22 55 .."~T..... Gildi Arbæjarsvæðisins fyrir Reykvíkinga: Paradís bama og fullordinna —sem vilja njóta eðlilegrar nátturu fjarri borgarysnum Jóhannes Pélursson skrifar: Mörgum hefur orðið tíðraett un Höfðabakkaveginn og brúna yfir Ell iðaárdalinn sem virðist a< ýmsu leyti vera einstæð framkvæmd, einkanlega sökum þess hve margir þeirra sem fjalla um skipulagsmál eru andvígir byggingu brúar og vegar á þessum stað. Þegar þar við bætist bein andstaða íbúa Árbæjarhverfts, sem ætla mætti að gerðu sér einna Ijósasta grein fyrir mannvirki þessu, þýðingu þess og áhrifum á mannlíf og umhverfi og um leið allra borgar- búa, má ætla að rétt séað staldra við. Á síðustu árum hefur viðhorf manna til hinnar frjálsu lífrænu nátt- úru breytzt mikið. Augu fólks hafa opnazt fyrir því að kynni hinnar upp- vaxandi æsku borganna við sveitir þessa lands og starfið þar fara ört ntinnkandi. Gerbreyttir atvinnu- hættir valda þar miklu en ekki sizt er orsökin sú að lóð þéttbýlisins þyngist æ nteir en fólksfækkun hrjáir sveit- irnar. Þá kemur það af sjálfu sér að flestir borgarbúar njóta landsins mest út um bílrúður og á fáum áningar- stöðum. Þetta hefur raunar verið rnörgum Ijóst frá ómuna tíð. Sitthvað hefur verið gert til að draga úr þessari ,,ein- angrun” borgarbarna. Þar má eink- unt nefna útivistarsvæði, enda hefur áhugi manna beinzt meir á þær brautir til að vega á móti sambands- leysi við hina ósnortnu viðáttu sveit- anna. Þarna er við margan vanda að etja. Til þess að þessi útivistarsvæði dragi að sér fólk og veiti því það sem til er ætlazt þarf að vanda vel til staðsetn- ingar og skipulags þeirra. Þetta er þó ekki nóg. Aðliggjandi svæði þurfa að veita skjól i orðsins beztu merkingu svo dvöl borgarbúa og annarra sem þarna koma verði i raun ferð á vit gróðurs og moldar, nútiðar og for- tiðar og jafnvel sýn til komandi daga. Ef svo er þá hefur vel til tekizt. í þeirri umræðu sem orðip hefur um svæðið vestur af Árbæjarhverfi ‘ hefur ýmislegt komið i ljós, sem legið hefur í þagnargildi og ókunnugum hefur e.t.v. sézt alveg yfir. Þetta svæði hefur að mínum dómi alla þá kosti til að bera til að uppfylla þær kröfur sem við getum í raun og veru gert til útivistarsvæðis innan borgar- ntarkanna. Þar ber fyrst að nefna Elliðaárnar sem falla þarna i breiðu gljúfri unt fallegar hraun- og klettamyndanir og kvislast og mynda hólma þar sem kominn er fallegur trjágróður, para- dís barna og fullorðinna sem vilja njóta eðlilegrar náttúru fjarri borgar- ysnum. Þá er svæðið dæmigert um íslenzkt landslag. Þarna er að finna skjólsæla bolla og lautir. Þá er rétt að benda á gróðursamfélög eins og mel, móa og mýri. Hvarvetna af þessu svæði er útsýni til vesturs yfir borgina og raunar blasir fjallahringurinn við augum ef farið er upp á hæðina. Landinu hallar til vesturs og suðurs og sólar nýtur þar vel. Þar er líka að finna eina l'yrstu og merkustu vatnsaflsstöð landsins sem veitti Reykvikingum ljós og yl í upp- hafi rafvæðingarinnar. Stíflan og önnur mannvirki varð- andi stöðina fara brátt að teljast til sögulegra minja. Þarna eru og gamlar malargryfjur. Þá hefur fátt eitt verið til tínt sem er til staðar nú. Ótalið er þó það sem gefur svæði þessu hvað mest gildi en það er Árbæjarsafnið sem stofnað var 1957 og er því mjög ungt að árum. Þetta er safn gamalla húsa, hús- muna og tækja sem á sinum tíma settu svip sinn á þjóðlíf íslendinga. Ef til vill hefur safni þessu vertð of litill sómi sýndur og stundum hefur mér virzt sem kastað hafi verið að því steinum úr glerhúsi. En staðreyndin er sú að þarna er að risa merkileg stofnun, sem tengir land og líf horf- inna kynslóða við liðandi stund. Eg hygg að síðar meir verði talið að þeim fjármunum hafi verið vel varið sem til þess hafa runnið. Safnið og um- hverfi þess nýtur vaxandi vinsælda. Börn Árbæinga og annarra una sér vel á túnum og opnum svæðum um- hverfis safnið og kynnast um leið liðnum tíma. Safngestir fá sér iðulega kaffisopa i Dillonshúsi á ferð sinni um safnið og njóta um leið kyrrðar og næðis frá erli daglegs lifs. Það er ætlan mín að margar borgir myndu hrósa happi ef þær ættu slika staði innan sinna borgarmarka. Þykir mér harla ólíklegt að borgaryfirvöld legðu kapp á að eyðileggja þá með þarflitlum hraðbrautum. Þessi óbyggða landspilda myndar i rauninni heild með Árbæjarhverfi. Þar er rnjög vel skýlt frá náttúrunnar hendi. Vesturlandsvegurinn liggur norðan við þetta svæði. Er hann i hvarfi frá meginhluta þess. Hávaða- og loftmengunar gætir því ekki frá umferð um hann. Að sunnan er hæðin sem byggðin Breiðholt I og III stendur á og að austan er byggðin i Árbæjarhverfi. Safnsvæðið er því í raun og veru aðeins opið til vesturs niður að Elliðaám og Sogamýri. Ég hef nú rætt nokkuð um hversu landið vestur af Árbæjarhverfi er ákjósanlega vel í sveit sett og þá kosti sem landslagið býður upp á. Hraðbraut á þeini stað sem fyrir- hugað er hlyti að rjúfa þessa heild, hafa slysahættu i för með sér og svipta þetta sérstæða safnsvæði þeirri kyrrð og ró sem því er svo' l)B-mynd Hörður. nauðsynleg. Byggingarstill hverfisins er fremur fábreyttur svo tenging við Árbæjarsvæðið myndi gefa því sér- stakan blæ. Ég tel víst að ef það yrði gert að útivistar- og safnsvæði myndi sízt skorta hugmyndir um fyrirkomulag. En þörf væri á að fá umræður um notkun og skipulagningu þess. Þar þurfa bæði fagmenn og ibúar Reykjavíkur að vinna saman. Imprað hefur verið á að konia upp tæknisafni og nota þá hús aflstöðvar- innar að einhverju leyti sem safnhús. Á hinu forna býli Ártúni, sem er á hólnum austan Elliðaáa, mætti t.d. sýna að sumri til horfna atvinnuhætti ogþ.h. En enginn má þó ætla að safni af þessu tagi verði komið á fót á skömmum tima. Mér þykir einsýnt að þarna geti Reykvíkingar og aðrir átt í framtið- inni unaðsreit fyrir aldna og óborna. En Reykvikingar þurfa að fá tíma til að átta sig á því hvernig má nýta þennan hluta borgarlandsins sem bezt. Styðjum öll Árbæjarhreyfinguna. I.átum okkur sérlega annt um þau at- riði borgarmálanna sem gera borgina okkar manneskjulegri. Við förum þvi fram áendurskoðun á þessari vegalagningu i Ijósi nýrra viðhorfa i skipulagsmálum borgar- innar og afstöðu manna til náttúru- verndar. Við trúum hreinlega ekki öðru en okkar ágætu borgarfulltrúar verði við svo hógværri ósk.

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.