Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 08.04.1980, Qupperneq 8

Dagblaðið - 08.04.1980, Qupperneq 8
8 DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 8. APRÍL 1980. M/sEsja fer frá Reykjavik fimmtudaginn 10. þ.m. austur um land til Seyðis- fjarðar og tekur vörur á eftirtaldar hafnir: Vestmannaeyjar, Horna- fjörð, Djúpavog, Breiðdalsvfk, Stöðvarfjörð, Fáskrúðsfjörð, Reyðarfjörð, Eskifjörð, Neskaup- stað og Seyöisfjörð. Vörumöttaka alla virka daga til 9. þ.m. M/s Hekla fer frá Reykjavfk föstudaginn 11. þ.m. vestur um land f hringferð og tekur vörur á eftirtaldar hafnir: Patreksfjörð (Tálknafjörð og Bfldudal um Patreksfjörð), Þing- eyri, lsafjörð (Flatcyri, Súganda- fjörð og Bolungarvfk um Ísafjörð), Norðurfjörð, Siglufjörð, Ólafs- fjörð, Akureyri, Húsavfk, Raufar- höfn, Þórshöfn, Bakkafjörð, Vopnafjörð og Borgarfjörð eystri. Vörumóttaka alia virka daga til 10. þ.m. General Eigum á lager, Gen- eral borvólar með og án sjátfvirkrar niðurfærs/u. Sériega hagstætt verð .irfl injflæflsí Armúla 22. Sími 34060. Dagblaö án ríkisstyrks \ Rotterdam alla miðvikudaga 800 manns hafa látið lífið og yfir 2000 særzt í bardögum: Samið um vopnahlé i Chad-stríðinu — samt ólíklegt að varanlegur f riður komist á Vopnahlé i borgarastyrjöldinni i Chad átti að taka gildi kl. 10 i niorg- un að ísl. tíma. En báðir hinir stríð- andi aðilar efuðust stórlega um að vopnahléið yrði áfangi i átt að varan- legum friði i landinu.Goukouni Oueiddei forseti skrifaði undir vopnahléssamning á sunnudaginn ásamt höfuðandstæðingi sínum, Bissene Habre varnarmálaráðherra eftir að Gnassingbe Eyademan, for- seti Togo, hafði í tvo daga borið sátt- arorð á milli þeirra. Goukouni forseti kvaðst svartsýnn á að vopnahléssamningurinn yrði til mikils; ,,þvi ég þekki andstæðing- inn”. Habre varnarmálaráðherra .treysti fjandmönnum sinum lika var- lega en sagðist virða vopnahlé á meðan forsetinn og menn hans gerðu slíkt hið sama. Fullyrt er að yfir 800 manns hafi látið lifið og meira en 2000 manns særzt í hörðunt bardögum undan- farna 16 daga i höfuðborginni Ndja- mena, sem nú er nánasl rústir einar. Meir en 70000 manns hafa flúið höfuðborgina til Kamerún og sýna engin merki þess að vilja snúa heim. Vopnahléið er hið fimmta í röðinni VACVAttÐ Kjarnorka ímótbyr Þúsundir baráttumanna gegn kjarnorku í Bandarikjunum efndu til friðsamlegra mótmæla- aógeröa á dögunum I Harrisburg um 10 mílur frá kjamorkuverinu á Three Miles Island sem bilaöi alvarlega í marz 1979. Meöal mótmælenda voru popptónlistar- mennirnir Stephen Stills og I.inda Ronstadt. UtÍtSEFfm JAFAN Útvarp með 12 watta magnara og 4 bylgjum, MW FM LW SW. Kassettusegulband fyrir Normal og Cr O: kassettur. Innbyggðir mikrafónar. 2 hátalarar 5 14 tommur hver. Tækið er bæði fyrir straumog rafhlöðurog vegur aðeins 5,1 kg. með rafhlöðum. ÖTRÚLEG HLJÓMGÆÐI STEREO Ferðakassettuútvarp með 12 watta magnara og 4 bylgjum siðan bardagar hófust að nýju i Chad. Fulltrúar fjögurra ríkja, Kamerún, Nigeriu, Liberiu og Togo, fylgjast með að stríðsaðilar virði það. Þeim til aðstoðar verða friðargæzlu- sveitir Einingarsamtaka Afrikuríkja. Borgarastrið hefur geisað i Chad af og til allt frá þvi rikið varð sjálfstætt árið 1960. Áður var Chad frönsk ný- lenda. Erlendar fréttir REUTER Mexíkó: 32 f órust íbílslysi Að minnsta kosti 32 fórust og 25 slösuðust þegar langferðabifreið var ckið á sleinvegg nálægt Culican, 850 km norðvestur af Mexikóborg í gær. Bandaríkin: Vopnaflutn- ingar til Asíu Bandarikjastjórn áformar að scnda sjö skip lestuð hergögnum til hersveita sinna i Asíu til að jafna metin i valda- talli risaveldanna i kjölfar innrásar Sovétrikjanna í Afganistan. Havana: Flóttafólkið hangir í trjánum Stjórnvöld i Havana á Kúbu hafa nú hafið að gefa út sérstök vegabréf til hinna tiu þúsund flóttamanna, sem leitað hafa hælis i sendiráði Perú i borginni. Liggur við neyðarástandi á sendi- ráðslóðinni, svo er troðningurinn mikill. Verða sumir flóttamann- anna jafnvel að hafast við uppi i trjánum á lóðinni. Tildrög málsins voru þau, að nokkrir Kúbumenn sem vildu komast úr landi óku inn á lóð sendiráðs Perú fyrir helgi á stórri bifreið. Komust þeir inn en við atganginn særðist einn kúbanski vörðurinn við sendiráðið. Var þá hætt að hafa verði þar að skipan kúbanskra stjórnvalda. Skipti þá engum togum að fólk flykktist að sendiráðinu og baðsl hælis sem pólitískir flóttamenn og vildi fá aðstoð við að komast úr landi. Eftir rúman sólarhring voru kúbönsku sendiráðsverðirn- ir aftur komnir á sinn stað og lóð- inni lokað. Þá voru komnir eitt- hvað um tíu þúsund manns inn á lóðina. Perú sagðist ekki hafa bolmagn til að taka við svo mörgum flótta- mönnum og bað um alþjóðlega aðstoð. Kúbustjórn sakaði stjórn Perú og aðra um að hafa hvatt Kúbumenn til að leita hælis í sendiráðinu. Lá við öngþveiti en nú virðist vera ætlunin að leyfa fólkinu að hverfa af landi brott.

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.