Dagblaðið - 08.04.1980, Page 29

Dagblaðið - 08.04.1980, Page 29
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 8. APRÍL 1980. 29 Dustin Hoffman leikur eigið líf —eða að minnsta kosti líkt líf Myndin Kramer gegn Kramer hel'ur svo sannarlega slegið í gegn vestur i Bandarikjunum. Í myndinni segir frá hjónum sem eru að skilja og vilja bæði fá forræði sonar sins og endar deila jieirra með málaferlum. Föðurinn leikur Dustin Hoffman og Þykir leikur hans svo frábær að hann hefur verið orðaður við óskarsverðlaun. Móðurina leikur Meryl Streep en soninn sent er sex ára leikur Justin Henry sem einnig hefur verið orðaður við óskarinn, fyrir beztan leik i auka- hlutverki. Dustin Hoffman leikur mann sem er léttur og skemmtilegur og mikið fyrir að láta á sér bera. Og þeir eiga margt sameiginlegt sá leikni og sá sem leik- ur. Sögupersónan er metnaðarfullur maður i auglýsingabransanum sem á konu sem tekur upp á þeim ósköpum að vilja lika komast áfram í lífinu. Hún yfirgefur því karl og krakka og heldur út í heim. Eftir situr faðirinn með son sem hann þekkir varla. Dustin sjálfur hefur upplifað svipaðar aðstæður. Hann og kona hans, Anne Byrne, eru að skilja vegna þess að konan óskaði eftir þvi að fá sjálf að leika og dansa opinberlega. Hennar störf og hans fóru ekki saman og þvi gáfust þau upp á sambandinu. Dustin kærir sig ekki um aðra konu sem lætur sinn frama sitja í fyrirrúmi fyrir hans. Því býr konan hans fyrrverandi ein í New York með börn sin en Dustin býr einn i Hollywood. Samt vill Dustin ekki alls kostar viðurkenna að lif hans sé eins og lif Kramers þess sem hann leikur. ,,Ég leik ekki Kramer af þvi að ég sé einhver náungi á götunni sem passar inn í hlut- verkið. Þegar ég var þritugur lék ég tvitugan strák i Graduate.” Með þessu á hann við að hann geti leikið nærri því hvað sem er. Og tilfellið er vist að þetta er rétt hjá honum. En það er þó ekki án átaka við samstarfsmenn sina og leikstjóra. Dustin hefur fengið orð fyrir að vera erfiður í umgengni og sagt er að hann Ieyft sér næstum hvað sem er. Gamlir vinir hans eru i hópum hættir að tala við hann eftir að hann varð frægur, svo óþolandi finnst þeim hann orðinn. En samskipti Dustins við Meryl Streep og Justin Henry við leikinn í Kramer myndinni voru þó hin ánægju- legustu. Sérlega kom þeim vel saman Justin og honum. Dustin sagði Justin til um ýmislegt og að myndinni lokinni voru þeir orðnir óaðskiljanlegir. Töku myndarinnar lauk í desember 1978. Síðan hefur Dustin unnið við sex kvikmyndir án þess að vera fastráðinn hjá neinu kvikmyndafélaganna. Hann hefur uppi áætlanir um að flytjast til New York strax og húsið sent hann er að kaupa þar er tilbúið. Þar langar hann til þess að byrja aftur að leika á sviði, helzt á Broadway, þar sem hann vannsiðast árið 1975. Dustin Hnffman ug Justin Henr.v urðu úaóskiljanlegir vinir við töku mynd- arinnar Kramer gegn Kramer. Justin Henr.v og hundurinn hans, Chipper. Þeirbúa í New York. Justin Henry: Dustin Hoff- man valdi hann semson Justin Henry, átta ára gamall gutti sem leikur son Dustin Hoffman i myndinni Kramer gegn Kramer, er strákur, sem ’ veit hvað hann vill. Aðspurður um hvort hann yrði ánægður ef Hoffman fengi óskarinn svarar hann ákveðinn: „Nei.” Er þá Hoffman ekki bezti leikari í heimi? „Alls ekki,” svarar strákur. En hver er það þá? ,,Ég, Justin Henry.” í myndinni leikur Justin strákinn Billy sem verður fyrir þeirri reynslu að móðir hans yfirgefur hann án þess að hann viti ástæðuna. ,,Ég var óþekkur, var það ekki?” spyr hann föður sinn í myndinni. ,, Var það ekki þess vegna sem mamma fór?” Justin hefur hlotið mikið lof fyrir góðan leik og vill leikstjórinn meina að það eigi hann Dustin að þakka. Strákur hefur jafnvel verið orðaður við óskarinn en ekki er þó talið liklegt að hann hreppi hann að þessu sinni. Hann segist líka hafa haft svo gaman af þvi að leika i ntyndinni að slik verðlaun skipti engu máli. Justin var valinn úr hópi 750 barna frá New York. Þar af var 300 boðið i kvikmyndaverið og valið úr þeim þar. Úr þeim hópi voru valdir 7 í reynslutöku og Justin þótti þeirra beztur. Dustin Hoffman hafði mest um það val að segja. Kvikmyndunin sjálf var nokkuð þreytandi fyrir Justin. Hann var kallaður inn eldsnemma á morgnana en þurfti svo ef til vill að bíða liðlangan daginn eftir að að honum kæmi. Að visu fékk hann til eigin afnota á meðan ibúð af finustu gerð og einkakennara, en honum hálf- leiddist samt. Nú er hann kontinn aftur heim til pabba og mömmu og systur sinnar, Tabbatha. Rakarastofan Klapparstíg Sími 12725 Hárgreiðslustofa Klapparstíg Tímapantanir 13010 Smáauglýsingar WBIABSINS Þverholti11 sími 2 70 22 Opið til kl.10 í kvöld

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.