Dagblaðið - 08.04.1980, Side 4
4 DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 8. APRÍL 1980.
Landbúnaðarvörur fluttar inn í land offramleiðslunnar:
BANDARÍSKT KJÖT
ÓDÝRARA EN ÍSLENZKT
„Við höfum rætl við mai-
reiðslumLmn á Keflavíkurflugvelli um
einhvers konar kynningu á íslenzku
lambakjöti. Þeir hafa ekkert tekið
illa í þetla, en einhvern vegiun
virðist málið strandað í kerfinu,”
segir Agnar Guðnason, blaðafulltrúi
bændasamtakanna i spjalli við DB.
Rætt var við Agnar um hið gamla
hagsmunamál bænda, að selja
varnarliðsmönnum íslenzkar land-
búnaðarvörur. Lggjaframleiðendur
hafa vakiðathygli á þvi að á meðan
offramleiðslaséhéráeggjumséu þau
flutt inn frá Bandaríkjunum, ofan í
hermenn á Vellinum. Sama gildir
raunar um allar landbúnaðarvörur.
Herinn kaupir aðeins íslenzka mjólk,
rjóma og einhverja ögn af osti.
„Við seldum þeim einu sinni egg
lika. Það var á timum Sölusamlagsins
gamla. En þegar það datt upp fyrir
datt salan á eggjum líka upp fyrir.
Eggin höfðu verið stimpluð með dag-
stimpli en þegar slíku var ekki lengur
fyrir að fara höfðu Kanarnir ekki
áhuga á að kaupa þau.
Við höfum hvað eftir annað bent
á það misræmi sem rikir. Sérstaklega
á þetta við um ostana. Okkur er
takmarkaður innflutningur á ostum
til Bandaríkjanna á meðan herliðið
flytur inn bandaríska osta. Þetta
finnst okkur ómögulegt en
kvörtunum okkar hefur aldrei verið
sinnt. Við höfum jafnvel boðizt til
þess að gefa skammta af íslenzkum
mat á Völlinn í kynningarskyni, en
það hefur aldrei komizt i gegnum
kerfið,” sagði Agnar.
Erfitt aðbjóða
sömu kjör
Jón Björnsson hjá Framleiðsluráði
landbúnaðarins hefur staðið í þvi að
reyna að koma á viðskiptum við
varnarliðið. Hann sagði:
„Við höfunt l'arið og rætt við
anterísku yfirmennina um þessi mál.
Satt að segja eru þeir ekkert ógurlega
spenntir fyrir hugmyndinni en þeim
finnst allt í lagi að kaupa eitthvað.
Aðallega yrði það þá nautakjöt en þá
kemur fjárhagsdæmið til sögunnar.
Mjög erfitt er að bjóða það á sömu
kjörum og herinn nýtur nú með
tollfrjálsum innflutningi.”
— En er ekki bannað samkvæmt
lögum að flytja inn hrátt kjöt vegna
sjúkdómahættu?
„ Vallarsvæðið er sérstök frihöfn
og því undantekning. Við höfum
verið að reyna að argast í þvi að fá
þetta bannað, þvi við teljum þetta
samt ekki leyfilegt. En völlurinn á að
vera afgirtur og því er hættan i
rauninni ekki mikil á þvi að sjúk-
dómar komist i íslenzk dýr.
Annars má kannski segja að þetta
skipti ekki verulegu máli. Á vellinum
eru 4000 Bandarikjamenn eða aðeins
2% i viðbót við þann markað sem við
höfum fyrir. Við höfum verið með
islenzk matvæli þar i búðum en þau
hafa selzt hverfandi litið. Sniðugra
væri að einbeita sér að nautakjötinu
en þá erum við aftur komin að
spurningum um verð,” sagði Jón.
Tollfrjálst
samkvæmt lögum
„Óskum i þessu efni hefur marg-
sinnis verið komið á framfæri en án
árangurs,” sagði Helgi Ágústsson,
deildarstjóri varnarmáladeildar utan-
rikisráðuneytisins. „Bandaríkja-
mennirnir flytja inn sitt eigið nauta-
kjöt og bæði verð og smekkur hafa
komið í veg fyrir að þeir kærðu sig
um okkar landbúnaðarvörur.
Samkvæmt varnarsamningnum er
þeim heimilt að flytja inn tollfrjálsar
vistir fyrir hermenn, fjölskyldur
þeirra svo og bandaríska verktaka,”
sagði Helgi.
Bandarísk egg
ódýrari en íslenzk
„íslenzkar landbúnaðarvörur
hafa verið til sölu i búðum á
vellinum, en nær ekkert hefur selzt af
þeim,” sagði Hannes Guðmundsson
sendiráðunautur. „íslenzk mjólk,
smjör og ostar seljast svolitið en
dilkak jötið ekkert. Bandaríkja-
mennirnir dvelja flestir það stuttan
tíma hér að þeir ná ekki að læra að
borða lambakjötið og nautakjöt vilja
þeir öðruvisi verkaðen við erum vön.
Annað mál er svo verðið. Innflutt
matvæli, eins og kjöt og egg, eru
ódýrari vegna þess að þau eru
tollfrjáls. Þannig geta til dæmis
íslenzk egg ekki keppt við bandarisk
hvað verð áhrærir,” sagði Hannes.
Ekkert útlit virðist því vera fyrir
það í bráð að Íslendingar fari að
selja þeim Bandaríkjamönnum sem
hérdvelja vistir.
-DS.
I
ELDHÚSKRÓKURINN
41
GUFUSODIN
FISKFLÖK
Fiskflök er bezt að sjóða i fisksoði
eða hvítvíni til að þau útvatnist ekki
eða missi bragð. Einnig má þá nota
soðið til að bragðbæta sósuna sem
fylgir. Flökin eru krydduð og sett á
smttrða fiskpönnu. Smurður
smjörpappír eða álpappír er
settur yfir og svo eru þau gufusoðin.
Gæta skal þess að nota ekki meira af
fisksoði eða hvítvini en nauðsyn
krefur. Næst segir frá gufusuðu á
fuglakjöti.
Eigum fyríriiggjandi:
Al-suðuvír MIG-TIG
CO2 suðuvír MIG-
KynniA ykkur verðin.
istækni hff.
Ármúla 22. Sími 34060.
Ur uppskriftasamkeppninni:
Smákökur úr vel súrri mysu
Enn eigum við talsvert eftir óbirt
af uppskriftunum tuttugu og fimm
sem komust i úrslitakeppnina í
uppskriftakeppni DB og Lands-
sambands bakarameistara. Ein smá-
kökuteg. komst i þessi úrslit og hér
á eftir fer uppskriftin að henni. í
kökunum er sýra og heita kökurnar
sýruhringir. Höfundur er Sigriður
Halblaub, Reykjavík.
600 g hveiti
500 g smjörlíki
I 1/2 dl slálursýra eða vel silr mysa
1 i‘K8
50 g saxaðar möndlur
50 g mulinn molasykur
Smjörlíki mulið saman við hveitið
og vætt í með sýrunni. Geymist i
kæli i einn sólarhring eða lengur.
Deigið flatt út (3 mm þykkt) og
mótaðir hringir. Þeir eru penslaðir
með eggi og dýft í möndlur og
sykur. Bakaðar við 200° C hita í 15—
20 min. Hráefniskostnaðurinn er
gefinn upp 722 kr., en úr þessu fást
85 stykki. Einnig er gefið upp hve
margar hitaeiningar eru i
hringjunum, en þær eru reiknaðar 76
hitaeiningar í hverri köku
Þá er einnig tekið fram að þessar
kökur geymast mjög vel.
-A.Bj.
Mysuhringirnir voru bæði fallegir á að sjá og einnig góðir á bragðið. I þeim er
hreinlega ekki eitt gramm af sykri, þannig að nú ættu þeir sem vilja frekar borða
sykurlitið „bakkelsi” að kætast. DB-mynd Bjarnleifur.
SEDLARNIR ALLT-
AF Á SAMA NAFNI
I.K. búsett i kauptúni á Suðurlandi
skrifar:
Kæra Neytendasiða.
Ég má til með að senda nokkrar
línur. 1 sambandi við fjölda heimilis-
fólks ætla ég að láta ykkur skera úr.
Við eruni 4 í heimili en vorum með
einn kostgangara hálfan febrúar og
verðum með hann allan marz.
Liðurinn „annað” er geysihár og
ég veit ekki hvort ég á aðsetja allt inn
á hann. Við erum að byggja og allur
kostnaður í sambandi við það er
þarna með.
Eitt langar mig að spyria um
Það er í sambandi við áskrifandann
að blaðinu. Það er á nafni mannsins
mins og mig langar að vita hvort það
skipti máli i sambandi við seðlana
sem maður sendir inn.
SVAR:
Okkur þykir rétt, að þú miðir við
4 manna fjölskyldu i febrúar, þó svo
sem mætti segja að fjölskyldan væri
4 og hálfur. En i marz er greinilegt að
um5mannserað ræða.
Liðurinn „annað” er dálitið
Raddir
I neytendaj
-- 'A
teygjanlegur. Við settum hann með ?
seðilinn fyrst og fremst fólki til
glöggvunar en höf um ekki farið út í
að reikna meðaltal þess liðar.
Misjafnt er hversu nákvæmt fólk er
nteð hvað það telur til þessa liðar en
auðvitaðætti alll að fara þar inn á.
Ekki skiptir neinu máli á hvaða
nafni upplýsingaseðillinn er, svo
lengi sem hann er alltaf á sama nafni.
Við reiknum nefnilega út eftir árið
meðaltal á hverja fjölskyldu sem
sendir okkur seðla og þá er áriðandi
að sama nafn sé alltaf notað. -I)S.