Dagblaðið - 08.04.1980, Síða 13
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 8. APRtL 1980.
13
Þuriður Björnsdóttir, Erna Hansen, Reynir Armannsson og Björn Benediktsson með Guðlaugi Þorvaldssyni ríkissáttasemj-
ara. Þetta eru nokkrir af stuðningsmönnum Guðlaugs, en hann er nú að opna skrifstofu. DB-mynd Bjarnleifur.
Guðlaugur Þorvaldsson í forsetaf ramboði:
Ekki skuldabagga
eftir kosningar
„Það er mál til komið að fara að
gera eitthvað. Ég hef fram að þessu
verið í minni vinnu,” sagði Guð-
laugur Þorvaldsson, ríkissáttasemjari
og einn af frambjóðendum i forseta-
kosningunum í sumar.
Það var mikið um að vera fyrir
páskahelgina á skrifstofu Guðlaugs,
var þó ekki enn búið að opna form-
lega. Menn voru í óðaönn að leggja
síðustu hönd á að dreifa bæklingi
varðandi framboð Guðlaugs.
Guðlaugur sagði að enn væri ekki
búið að koma á neinni verkaskipan
nema hvað Guðbjartur Gunnarsson
væri ritstjóri bæklingsins og myndi
'sjá um allt er varðaði ritstjórn.
Hann sagðist byggja mest á sínum
stuðningsmönnum, vinum og kunn-
ingjum með allt starf i kringum kosn-
ingarnar.
„Það þýðir ekki að segja annað en
að þetta leggist vel í mig. Síðan er
þetta allt undir fólkinu komið,”
sagði Guðlaugur og bætti við að
hann stefndi að því að vera ekki með
skuldabagga á bakinu eftir kosning-
ar. Ekki ætti heldur að verða nein
hætta á þvi þar sem flestir ynnu fyrir
hann i sjálfboðavinnu.
Guðlaugur mun byrja eitthvað að
ferðast um landið upp úr miðjum
apríl. Simar á skrifstofunni í Reykja-
vík á Suðurlandsbraut 20, 4. hæð,
eru 39820 og 39831.
- BS / EVl
Ekki hægt að senda út frá Jarðstöðinni:
Kópavogskaupstaður:
Vill eignast
Fífuhvamm
„Það er fyrst og fremst Fífuhvamms svo og þeim sem hug
stefnumörkunin, að Kópavogs- hefðu á að eignast þetta land það Ijóst
kaupstaður eigi sjálfur lönd innan lög- að Kópavogur hefði ekki í huta að sitja
sagnarumdæmis hans,” sagði Björn aðgerðalaus.
Ólafsson bæjarráðsmaður Alþýðu- Hann bætti þvi við að kanna þyrfti til
bandalagsins í Kópavogi, en fyrir páska hlitar möguleikana á að eignast
var tillaga hans einróma samþykkt á Fífuhvamm. Það væri á margan hátt
aukafundi bæjarstjórnar Kópavogs, að ekki árennilegt að geta ekki nýtt
eignast Fífuhvamm með einhverjum ntöguleikana á að byggja á landinu
ráðum. nema á löngum tíma. Leggja þyrfti dýrt
Björn sagði að Kópavogs- holræsi og fasteignamat á jörðinni
kaupstaður vildi bæði gera eigendunt væri nú fast að 1020 millj. -EVI.
Kópasker:
Kiwanisklúbburinn
gaf heilsugæzlu-
stöðinni sjúkrabíl
Kiwanisklúbburinn Faxi á Kópa- fyrir þessum kaupum á sl. ári, en
skeri afhenti heilsugæzlustöð Kópa- kaupverðið er hátt á tíundu tnilljón
skerslæknishéraðs að gjöf mjög króna. Einnig hefur verkalýðsfélagið
vandaðan sjúkrabíl sunnudaginn 30. á staðnum veitt mjög hagstætt lán
marz. Þetta er fyrsti sjúkrabíllinn til kaupanna.
sem kemur til Kópaskers. Kiwanisklúbburinn Faxi var
Héraðinu hefur verið þjónað frá stofnaður í janúar 1977 og forseti
Húsavík með sjúkraflutningum fram hans nú er Jónas Þorgrimsson.
til þessa. Klúbbfélagar hafa safnað -AB, Kópaskeri.
Gróft brot á reglugerð
FÉKK AÐEINS
ÁMINNINGU
Allt efni verður að fara
í gegnum sjónvarpið
„Það er ekki nokkur möguleiki á því
að hægt sé að senda út sjónvarpsefni
frá jarðstöðinni,” sagði Gústaf Arnar
verkfræðingur hjá Pósti og síma. Þrá-
látur orðrómur hefur verið uppi um
það að frá hinni nýju jarðstöð við
Úlfarsfell væri hægt að senda beint
ýmsar sjónvarpsrásir erlendar. Þyrfti
aðeins að kaupa eitthvert smátæki i
viðbót til að Islendingar gætu valið á
milli erlendra sjónvarpsdagskráa.
Aprílgabb sjónvarpsins gaf þessum
umræðum síðan byr undir báða vængi.
„Öll sjónvarpsdagskrá sem fer í
gegnum jarðstöðina verður að fara í
gegnum íslenzka sjónvarpið til dreif-
ingar. Það færi þannig fram að ís-
lenzka sjónvarpið pantaði fyrirfram
beina sendingu á þætti eins og Söngva-
keppni Evrópu og pantaði tíma i gervi-
hnetti. Tekið yrði á móti efninu í jarð-
stöðinni og þaðan sent niður í sjón-
varp sem síðan sæi um að senda það út.
Enginn möguleiki er á að senda út
öðruvísi, ekki einu sinni með einhverju
viðbótartæki,” sagði Gústaf Arnar.
-DS
— Sjávarútvegsráðuneytið þykirsýna linkind
ímálinu
„Við sendum honum skeyti um að
hann væri sviptur leyfi og var honum
haldið í landi frá kvöldi og fram eftir
degi næsta dag á meðan málið var
tekið til ákvörðunar. Síðan var hon-
um tilkynnt að kæmi þetta fyrir aftur
þá missti hann leyfið endanlega,”
sagði Jón B. Jónasson, deildarstjóri í
sjávarútvegsráðuneytinu er DB hafði
samband við hann út af máli
loðnubátsins Helgu Guðmundsdóttur
frá Patreksfirði.
Báturinn var staðinn að því að
brjóta reglugerð um að bátar
komi með netin með sér í land. Að
'sögn heimildarmanns DB höfðu
skipverjar á Helgu áður fengið á-
minningu en ekki sinnt henni. Þykir
því ýmsum sem sjávarútvegs-
ráðuneytið hafi sýnt linkind i þessu
máli og það kunni að h\etja ntenn til
að hafa þessa reglugerð að engu.
„Þetta er eini hátturinn sem við
höfum haft á þessu,” sagði Jón.
„Við höfum áminnt fleiri aðila þegar
upp hefur komizt að þeir hafi ekki
dregið upp öll netin og aðeins komið
með hluta þeirra að landi. Enginn
hefur þó ennþá misst ley fið
endanlega,” sagði Jón B. Jónasson
að lokum.
-GAJ.
Ferðagjald-
eyrir hækkar
í1000 dollara
úr718
Gjaldeyrir til islenzkra ferðamanna
sem fara utan hefur nú verið hækkaður
i allt að 1000 dollara en var áður fyrir
allt að 310 þúsund islenzkra króna, eða
samkvæmt núgildandi gengi rétt um
718 dollarar. Gjaldeyrisskammturinn á
hér eftir að fylgja 1000 dollurum eða
jafngildi þess í öðrum gjaldeyri.
Kemur þetta jafnhliða breytingum
á reglum um afgreiðslu gjaldeyris sem á
þá að verða skjótari en verið hefur.
Gjaldeyrisdeildir Landsbanka og Út-
vegsbanka hafa fengið víðtækari
heimildir til afgreiðslu umsókna án af-
skipta sameiginiegrar gjaldeyrisdeildar
bankanna, sem lögð hefur verið niður.
Birtar hafa verið auglýsingar þar
sem kveðið er nánar á um gjaldeyris-
reglur. Tölvueftirlit verður tekið upp í
rtkari mæli en áður. Um gjaldeyris-
umsóknir sem ekki eru innan fastra
reglna mun verða fjallað í samstarfs-
nefnd um gjaldeyrismál, sem stofnuð
var í janúar síðastliðnum. -ÓG.
frábær hljómgæöi
fyrir alla
Ferðakassettuútvarp
með 3 bylgjum
BORGARTÚNI 18
REYKJAVÍK SlMI 27099