Dagblaðið - 08.04.1980, Síða 20
20
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 8. APRÍL 1980.
......... " "..........
SMEKKBUXUR
TVTargir litdr ^**"***1*1"* W««i%
Stæróir:10S-140cm denim og flauels
BRUÐ HÐ MEÐ í
HOPINN?
mw>
Hamraborg, Kópavogi.
Kór Tónskóla Sigursveins.
Allt nema kraftinn
Tónloikar Kórs Tónskóla Sigursvoins D.
Kristinssonar I kirkju Óháða safnaðaríns 26.
mars.
Stjórnandi: Siflursveinn Magnússon.
Kór Tónskóla Sigursveins hefur
farið viða með þessa efnisskrá og
endar i raun í Reykjavík. Efnisskrá
tónleikanna var fjölbreytt. Þau
byrjuðu á verkum eftir ýmis sextándu
aldar tónskáld. Fyrsta verkið, Echo-
dialog eftir Orlando Di Lasso, var
skemmtilega útfaert. Af öðrum
verkum í þessum fyrsta þætti má
nefna söng Giacomos Gastoldis um
strákinn Amor, hinn sigursæla, og
madrigalinn sivinsæla eftir Thomas
Morley, Now is the Month of
Maying. Verk Morleys eru alltaf
skemmtileg, í hvaða búningi sem
þau eru flutt, en tign þeirra er ekki
síðri i hljómsveitarbúningi.
Svo var stokkið yfir nokkrar aldir
og næst glímt við Brahms. Eftir hann
sungu þau fjögur lög. In stiller
Nacht, Sankt Raphael, Von edler Art
og Vom heiligen Mártyrer
Emmerano. Lög Brahms eru erfið og
viðkvæm i flutningi og mörgum
kórnum vill sjást yfir reisn þeirra í
ákafanum við að konia þeim vel til
skila. Þannig fór einnig í þetta sinn,
en kórinn fór að öðru leyti vel með
þau og blíðunni í lögunum skilaði
hann mætavel.
Seinni hluti efnisskrárinnar
samanstóð af þremur íslonskum
þjóðlögum í útsetningu Sigursveins
D. Kristinsssonar, Nú er ég glaður,
Krumrni snjóinn kafaði og Þorra-
þræl; Sonettu Jóns G. Ásgeirssonar,
við texta Friðriks G. Þórleifssonar og
þremur lögum eftir Maurice Ravel,
Nicolette, Trois beaus oiseaux og
Ronde.
Útsetningar Sigursveins eru
snjallar, margslungnar en þó hnit-
miðaðar. Minnugur þess að einn á-
gætur karlakór lífgaði upp á annars
fremur dauflegt prógramm með, Nú er
ég glaður, i útsetningu Sigursveins,
saknaði ég kraftsins sem þessar
ágælu útsetningar búa yfir. Á sömu
leið fór í Sonnettu Jóns. Hún
reyndist í daufara lagi þetta kvöldið.
Ravel Iögin komu betur út hjá
kórnum. Í Trois beaux oiseaux du
Paradise var það góður einsöngur
Sigrúnar V. Gestsdóttur sem hreif og
tregi lagsins kom vel fram. Ronde
söng kórinn létt og með tilheyrandi
glettni.
Kór Tónskóla Sigursveins er
skipaður ungum og björtum röddum,
jafnvægi í hljómi er nijög gott.
Textameðferð hans er frábær og
mættu margir taka hann sér til fyrir-
myndar i þeim efnum. Sama er hvort
textinn er á itölsku, þýsku, ensku,
frönsku eða íslensku, alls slaðar er
farið jafnvel með. Tónöryggi er gott
og aginn mikill. Ég held samt að
hinum ágæta stjórnanda kórsins sé
alvegóhætt að slaka ögn á taumnum
og leyfa honum að prófa fleiri styrk-
leikagráður en þessa einu.
-F.M.
Rif:
Vantar vita á Tösku
Höfnin á Rifi er stóra áhugamálið þess að koma i veg fyrir óhapp eins aðfaranólt mánudags var nýja há-
hjá skipstjórnarmönnum. Vonazt er og varð í vetur, þegar Hamar lenti spennulínan að sunnan til Ólafsvikur
til að nægilegt fé fáist i sumar til þess þarna uppi á skerinu í vondu veðri. tengd. Nú er okkur óhætt að anda
að byggja vita á Tösku, skeri við Það er ekki alltaf hægt að kvarta. létiar, þótt það geri 6—7 vindstig.
innsiglinguna í höfninni. Er það til Ljósi punkturinn er sá að loksins Rafmagn eftir nýrri línu sér fyrir þvi.
Nú er rétti tíininn
SUMARHÚS
Þér getið valið um 4 stærðir. Þau eru afgreidd fokheld eða lengra
komin. Auðveld í uppsetningu. Ef pantað er strax, getið þér —
fengið þau afhent í vor eða sumar.
43 m2 sýningarhús á staðnum.
Hafið samband við sölumann og fáið nánari upplýsingar.
Súðarvogi 3—5 sími 84599
m
HUSASMIÐJAN HF.
SÚÐARVOGI 3-5, 104 REYKJAVÍK SÍMI: 84599