Dagblaðið - 07.05.1980, Síða 10
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 7. MAÍ 1980.
BIAÐIB
Útgefandi: DagbUðifl hf.
FramkvaBmdastjóri: Svainn R. Eyjólfsson. Ritstjórí: Jónas Krístjánsson.
'RitstjómarfulHrúi: Haukur Helgason. Fréttastjórí: Ómar Vaidimarsson.
Skrífstofustjórí rítstjómar Jóhannas Reykdal.
íþróttir: Hallur Simonarson. Manning: Aflalsteinn IngóHsson. Aflstoflarfréttastjórí: Jónas Haraldsson.
Handrít: Ásgrimur PátssOfi. Hönnun: Hilmar Karísson.
Blaflamenn: Anna Bjamason, Atii Rúnar Halldórsson, Adi Steinarsson, Ásgeir Tómasson, Bragi
Sigurðsson, Dóra Stefánsdóttir, Elín Albertsdóttir, Erna V. Ingólfsdóttir, Gunnlaugur A. Jónsson,'
Ólafur Geirsson, Sigurflur Sverrisson.
Ljósmyndir Ámi Páll Jóhannsson, Bjamleifur Bjamleifsson, Hörflur Vilhjálmsson, Ragnar Th. Sigurfls-
son, Sveinn ÞormóAsson. Safn: Jón Snvar Baldvkisson.
Skrífstofustjórí: Ólafur Eyjólfsson. Gjaldkerí: Þráinn ÞorieHsson. Sölustjórí: Ing Jar Sveinsson. Dreifing-
arstjóri: Már E.M. Halldórsson.
Rhstjóm Siflumúla 12. Afgraiflsla, áskríftaHaild, auglýsingar og skrífstofur Þverhotti 11.
AflaMmi blaflsins ar 27022 (10 Knur).
Satning og umbrot: Dagblaflifl hf., Siflumúla 12. Mynda- og plötugerfl: Hikrvr hf., Sifliimúla 12. Prentun
Staöa okkarersterk
Réttur íslendinga í Jan Mayen-mál-r
inu hefur sífellt verið að styrkjast við
þróun umræðunnar um hafréttarmál.
Því hrapallegri mistök mundu það
verða, ef undansláttarmenn réðu
ferðinni í viðskiptum við Norðmenn og
undirrituðu samning um afsal íslenzkra
eignarréttinda nú í maí 1980.
Miðlínukenningin hefur verið á undanhaldi og það
svo miklu, að það er í rauninni forherðing hjá norsku
stjórninni að hafa ekki fyrir löngu viðurkennt rétt
íslendinga til 200 mílna fiskveiðilandhelgi og efnahags-
lögsögu í átt til Jan Mayen.
Svokölluð sanngirnissjónarmið munu vafalaust ráða
mestu um þróun hafréttarmála í náinni framtíð. Þar
standa íslendingar sterkir. Strandbyggjar frá íslandi
sækja fiskimið við Jan Mayen, en á eynni er engin föst
búseta eða atvinnulíf. Svipuðu máli gegnir um stöðu
íslendinga gagnvart væntanlegri útfærslu Dana við
Austur-Grænland.
Hvorki Norðmenn né Danir geta haldið miðlínu-
reglu til streitu gagnvart íslendingum, ef ríkjandi við-
horf í hafréttarmálum heimsins verða látin gilda í stað
hnefaréttar.
Mikil óbilgirni ríkir í hótunum Norðmanna, sem
dönsk stjórnvöld hafa tekið undir, þess efnis að íslend-
ingar verði að vera þægir, eigi þeir einhvern rétt að fá
en ekki verða ýtt til hliðar af flotaveldi Noregs og
Efnahagsbandalagsins. Svo litill er hinn siðferðilegi
réttur ríkja, sem kunna að sækja miðin við Jan Mayen
og Austur-Grænland um langan veg.
Jan Mayen er á landgrunni íslands. Sögulegur réttur
er einnig íslands megin, og samlíkja má valdatöku
Norðmanna á eynni við framferði nýlenduvelda.
Þróunin er sú, að nýlenduveldin líða undir lok.
Þannig virðast Bretar brátt munu missa Gíbraltar, eins
og þeir og önnur nýlenduveldi hafa misst og munu
missa skref fyrir skref þau landsvæði, sem þau hafa
hrifsað til sín fjarri heimalandinu. Jan Mayen er á all-
an hátt skilið frá Noregi. Þróunin ætti að vera sú, að
Norðmenn létu af yfirráðum á eynni og miðum í
grennd hennar.
Réttur íslendinga er miklu meiri gagnvart Jan
Mayen-svæðinu en réttur Norðmanna, hvort sem litið
er til sögulegra raka eða sanngirnissjónarmiða.
Réttur íslendinga er miklu meiri en ríkja Efnahags-
bandalagsins gagnvart svæðunum milli íslands og
Grænlands, þar sem Danir hyggja nú á útfærslu.
Ekki þarf merkilega stjórnmálamenn til að fara til
Osló til viðræðna við Norðmenn um Jan Mayen eða
síðar til viðræðna við Dani til þess að undirrita uppgjöf
og hlíta afarkostum hinna sterku frændþjóða okkar.
íslenzka sendinefndin fer til Osló í dag. Flokkarnir
hafa síðustu daga verið að ráða ráðum sínum. Hið
skynsamlegasta, sem frá þeim hefur komið, eru
punktar Alþýðubandalagsins, sem Dagblaðið birti í
fyrradag.
í punktum Alþýðubandalagsins er meðal annars gert
ráð fyrir, að Norðmenn geti ekki hafið olíuboranir á
Jan Mayen-svæðinu, án þess að samþykki íslendinga
komi til.
Þetta er mikilvægt atriði, ekki sízt vegna mengunar-
hættu, sem skapazt gæti hér á landi, ef eitthvað færi
úrskeiðis við olíuboranir norður þar.
Hins ber að gæta, að nokkur bilbugur sést einnig á
Alþýðubandalaginu, þegar um ræðir rétt íslendinga á
Jan Mayen-svæðinu. Vona verður, að íslenzku samn-
ingamennirnir stappi stálinu hver í annan og taki
fremur þeim átökum.sem í hönd kunna að fara, en að
þeir glepjist til að undirrita afsal á íslenzkum réttind-
um.
Air Florida, f lugfélagið sem leigði „tíuna” af Flugleiðum:
C ) V E \ i Jl IL E G U R
l J P P í X Al m Sl ji R
FLUGFÉLAGS
— DC-10 breiðþotan í raun komin í samkeppni við Flugleiðir.
Air Florída keppir og við Air Bahama um f lug f rá Bahamaeyjum
er í mjög örum vexti, jafnvel svo að
mikla athygli vekur í bandariskum
fjármálaheimi. Félagið hóf starfsemi
í september 1972 í Miami í Florida.
Fyrstu árin voru erfið og starf-
sentinni voru skorður settar af
rekstrarfjárskorti og fáum flug-
vélum. Félagið notaði fyrst þotu af
gerðinni Boeing 707 og síðar þrjár
skrúfuþotur af gerðinni Lockheed
Electra. Það eru vélar af sömu gerð
og Iscargo fékk nýlega.
Það var síðan snemma árs 1977,
að einkaaðilar reistu Air Florida við
með mjög auknu hlutafé. Félagið
hætti að nota skrúfuþoturnar og tók
að kaupa farþegaþotur af gerðunum
DC—9 og Boeing 737. Þetta eru
fremur litlar þotur, tveggja hreyfla
og taka á bilinu frá 85—130 farþega.
Félagið hafði áður aðeins flogið á
stuttum leiðum en í nóvember 1978
hóf félagið að fljúga til Bahamaeyja
og mánuði siðar til Washington.
Samkeppnisaðili
við Flugleiðir/
Air Bahama
Svo sem kunnugt er er
International Air Bahama — dóttur-
fyrirtæki Flugleiða — staðsett á
Bahamaeyjum og er félagið með
áætlunarflug til Nassau og Freeport.
Air Bahama og Air Florida keppa því
Þórir S. Gröndal ræddi í
Dagblaðinu á föstudaginn við , .tíuna
okkar”, eða öllu heldur DC—10
flugvél þá sem bandaríska flugfélagið
Air Florida hefur á leigu í tvö ár. Tía
þessi hafði sem kunnugt er skamma
viðdvöl hér á landi, en æði
viðburðaríka. Flugleiðir hf.
fengu vélina hingað i janúarmánuði í
fyrra og markaði hún tímamót í sögu
Flugleiða er félagið tók í notkun
breiðþotu.
Áður höfðu staðið yfir heitar
deilur milli flugmanna og vildu allir
fljúga flaggskipinu. Svo fór, að
bandarískir flugmenn flugu vélinni
fyrst eftir komuna, eða þar til deilur
höfðu verið settar niður og menn
æfðir á gripinn.
Ekki þarf að greina ástæður þess,
að allar vélar af þessari gerð voru
kyrrsettar og stóð svo i nærri átta
vikur á háannatíma Flugleiða. Þessi
stöðvun varð að hluta til orsök hins
mikla taps Flugleiða á flugleiðinni
milli Evrópu og Bandaríkjanna.
Endirinn varð því sá, að breiðþotu-
draumur íslendinga var úr sögunni í
bili, því vélinvar leigð Air Florida.
Hvers konar
f lugfélag er
Air Florida?
En hvaða fyrirbrigði er flugfélagið
Air Florida? Nánast enginn hérlendis
hafði heyrt það nefnt áður en leigan á
Flugleiðaþotunni kom til. Félag þetta
or
Merki Flugleiða og Air Florida eru merkilega lík en bogadregin lina er á Air
Florida merkinu sem ckki cr á Flugleiðamerkinu. Merki Air Florida er hvítt,
skyggt með svörtu, en Flugleiðamerkið er blátt.
Ódrenglyndi Norð-
manna í öryggis-
málum íslands
Landfræðilegt
yfirlit
AUir íslendingar eru sæmilega vel
að sér í landafræði, svo maður tali nú
ekki um þekkingu á nærliggjandi
hafsvæðum og Evrópulöndum. Allir
íslendingar vita hver landfræðileg
lega Kolaskagans er í Norður-Rúss-
landi. Eins held ég að það hafi ekki
farið fram hjá einum einasta íslend-
ingi sem orðinn er tvítugur og farinn
að hugsa örlítið um alvarlegri hliðar
þjóðlifsins að margendurtekið hefur
verið í öllum tegundum fjölmiðla, að
á Kolaskaga eru Rússar búnir að
byggja eitt mesta hernaðarhreiður á
jörðinni, því á þessum skaga er um
að ræða einu íslausu hafnirnar sem
Rússar eiga liggjandi að Atlantshafi,
og þar með útgönguleið út á heims-
höfin fyrir herskipaflota sinn. Meira
að segja má segja, að Rússland sé að
nokkru leyti landlukt í flotalegu
tilliti, þar sem aðrar leiðir, frá Lenin-
grad gegnum Eystrasalt og dönsku
sundin, Svartahafshafnir með
útgönguleiðir gegnum Bosporus,
Dardanellasund, allt Miðjarðarhafið
og að lokum Gíbraltarsund, séu
lokaðar á hernaðartímum. Þvi hafa
skipuleggjendur flota Sovétríkjanna
aðeins átt um eina leið að velja, út á
heimshöfin frá Kolaskaga milli
Noregs og Spitzbergen, eða réttara
sagt milli Norður-Noregs og
ísrandarinnar, sem nær langt suður
fyrir Spitzbergen mikinn hluta ársins.
Það er einnig vitað mál að skv. öllum
reglum herfræðinnar verður eitt
fyrsta verk rússneska hersins að auka
landfræðilegt svigrúm herstöðvanna
á Kolaskaga til þess að tryggja enn
frekar öryggi þeirra og minnka
líkurnar á notkun herstöðva í
Norður-Noregi til árása á herstöðv-
arnar á Kolaskaga og skip rússneska
flotans á leið út á heimshöfin, og með
þvi færa heimasvæði flotans vestur
og suður. Því hernema Rússar strax
Norður-Noreg.
Fremsta varnar-
lína óvarin
í þessum stutta innngangi á land-
fræðilegu stöðunni sést glögglega að
auðvitað ætti fyrsta meginvarnarlína
Atlantshafsbandalagsins að vera í
Norður-Noregi. Það er vitað mál að
Norðmenn hafa engin tök, hvorki
fjárhagslega né að því er viðkemur
fjölda hermanna, á því aíbyggja, út-
búa og manna þessa varnarlínu svo
eitthvert gagn sé í. Það er meira að
segja haft eftir einum af her-
fræðingum hins virta dagblaðs
Herald Tribune International, að það
V