Dagblaðið - 07.05.1980, Qupperneq 12
12
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 7. MAÍ 1980.
DAGBLAÐJÐ. MIÐVIKUDAGUR 7. MAÍ 1980.
Iþróttir
Iþróttir
Iþróttir
Iþróttir
Iþróttir
Iþróttir
Iþróttir
Iþróttir
I
„íþróttamaður
ársins”
Bretinn Sebastian Coe var i gær kjörinn íþrótta-
maður ársins af iþróttafréttariturum um allan heim
en það voru alþjóðasamtök iþróttafréttaritara, sem
gengust fyrir kjörinu. í kvennaflokki sigraði a-þýzka
stúlkan - Marita Koch. Sovézka íshokkílandsliðið
hlaut verðlaunin i flokkaíþróttum.
Inter öruggur
meistari
Inter Milanó er öruggur sigurvegari í ítölsku 1.
deildinni i ár en nú er aðeins ein umferð eftir af
keppninni þar. Inter hefur fimm sliga forskot á
Juventus en AC Milanó hefur gefið eftir að undan-
fömu og er nú komið i 3. sætið. Úrslitin á ítaliu um
helgina voru fyrir þær sakir merkileg að skorað var í
öllum leikjunum átta og er slikt harla fátitt þarna
suðurfrá. Úrslitin urðu annars þessi:
Ascoli-Juventus 2—3
Fiorentina-Inter Milanó 0—2
AC Milanó-Pescara 3—1
Napólí-Bologna •—1
Perugia-Avellino 2—1
Roma-Cagliari 1 1
Torino-Lazio 1
Udinese-Cantanzaro 1—3
Toppurinn litur þá þannig út:
Inter Milanó
Juventus
AC Milanó
Tórínó
Fiorentina
29 14 13 2 42—21 41
29 15 6 8 39—25 36
29 13 8 8 32—18 34
29 10 13 6 24—14 33
29 11 11 7 33—24 33
Hrikaleg spenna
á Spáni
Hrikaleg spenna er nú á toppnum í spænsku 1.
deildarkeppninni og hefur reyndar verið undan-
farnar vikur. Real Sociedad lætur engan bilbug á sér
finna og liðið hefur enn ekki tapað leik í 1. deildinni
í vetur. Ekki þarf að taka það fram að þetta er
einstakt afrek og verður vart jafnað í bráð. Úrslit á
Spáni um helgina urðu þessi:
Barcelona-Rayo Vallecano 2- -1
Real Zarag.-Atl. Bilbao 1- -0
Real Betis-Las Palmas 3- -0
Real Madrid-Atl. Madrid 4- -0
Salamanca-Sevilla 2- -1
Real Sociedad-Malaga 3- -1
Hercules-Burgos 3- -0
Sporting Gijon-Espanol 2- -0
Staðan á toppnum er nú þessi:
Real Sociedad 32 18 14 0 51- -18 50
Real Madrid 32 20 9 3 65- -31 49
Sporting Gijon 32 15 7 10 44- -33 37'
Barcelona 32 12 11 9 38- -31 35
Atl. Bilbao 32 15 4 13 49- -39 34
Valencia 32 11 12 9 47- -39 34
England velur
Mike England, framkvæmdastjóri velska lands-
liðsins valdi i gær 16 manna hóp sem hann hyggsl
nota í Bretlandseyjakeppninni, sem hefst um aðra
helgi. England valdi 6 nýliða i hópinn og þar á meðal
er hinn kornungi Ian Rush, sem Liverpool keypti frá
Chester fyrir skömmu fyrir 300.000 pund. Þessir eru
í hópnum:
Daives (Wrexham), Jones (Wrexham), Jones,
(Norwich), Price (Luton), Pontin (CardifO, Davies
(Newcastie), Flynn (Leeds), Nicholas (Crystal
Palace), Yorath (Tottenham), Thomas, (Bristol
Rovers), James (Swansea), Rush (Liverpool),
Phillips (Swansea), Thomas (Manchester United),
Walsh (Crystal Palace) og Giles (Swansea). Liklegt
er að flestir þessara leikmanna komi með velska
landsliðinu hingað til lands þann 2. júni, en þá fer
fyrsti landsleikur sumarsins fram.
Slakur endir hjá
Liverpool
Ijverpool tapaði siðasta leik sinum i 1. deildar-
keppninni i gærkvöld er Middlesbrough sigraði 1—
0 á Ayrsome Park. Það var David Shearer sem
skoraði eina mark leiksins á lokaminútunni.
Blackpool bjargaði sér frá falli i 4. deildina með
2—0 sigri yfir Rotherham á útivelli i gær. Það
verður þvi hlutskipti Bury að leika í 4. deild næsta
vetur.
Docherty hættur
Tommy Docherty yfirgaf Quee Park Rangers í
gærdag, aðeins tæpu ári eftir að hann tók við stjórn
hjá félaginu. Gagnkvæmt samkomulag varð á milli
hans og eigenda félagsins um að hann skyldi fara.
Docherty hefur áður verlð við stjórn hjá QPR en
það var ekki nema i 28 daga árið 1968. Hann var þá
látinn fara eftir rifrildi við forseta stjórnar félagsins,
Jim Gregory.
Svar Ólympíunef ndar til Haf-
steins Þorvaldssonar, form. UMFÍ
Margt hefur verið skrifað og skrafað
um íþróttamál hérlendis. Ýmsar
greinar sem birtast í blöðunum lýsa
mikilli vanþekkingu á þessum málum
og i sumum tilvikum illgirni. Slikt er
ekki svaravert.
Nýlega ritaði Hafsteinn Þorvalds-
son, fyrrverandi formaður UMFÍ,
ágæta grein i DB sem fjallaði af.
þekkingu og skilningi um afreksíþróttir
og ólympíuþátttöku íslendinga. Haf-|
steinn segir réttilega að íslenzkt íþrótta- ’
fólk búi við grátlegt misrétti og að-
stöðuskort samanborið við afreksfólk
annarra þjóða. En hvað er til ráða?
íslenzk stjórnvöld gera sér ekki nægi-
lega grein fyrir vaxandi þýðingu lík-
amsræktar, hvort sem um er að ræða
ungt fólk sem þátttakendur i keppnis-'
íþróttum eða almennignsíþróttir, öðru
nafni trimm. Á þessu þarf að verða
hugarfarsbreyting og það fyrr en
seinna. íslenzk íþróttahreyfing býr við
ótrúlega kröpp kjör, útlendir annað-
hvort brosa af vorkunnsemi eða setja
upp efasemdasvip þegar þeim er skýrt
frá þeim fáu krónum sem ríkissjóður
lætur af hendi rakna til íslenzku
íþróttahreyfingarinnar.
HafsteinnÞorvaldsson átelur skort á
upplýsingum frá ólympíunefnd íslands
og það er út af fyrir sig rétt. Nefndin.
gerir lítið að því að halda blaðamanna-
fundi eða senda út fréttatilkynningar
og það er auðvitað spurning hvort slíkt
sé rétt stefna. Aftur á móti hefur
ólympíunefndin gott samband við sér-'
sambönd ÍSÍ, sem helzt koma til
greina með að eiga fulltrúa í
ólympiuliði íslands hverju sinni og sér-
samböndin hafa í flestum tilvikum gott
samband við iþróttafólkið. En nú er
rétt að snúa sér að því að svara nokkr-
um spurningum HÞ um störf Ólympiu-
nefndarinnar.
1. spurning: Hverjir annast þennan
undirbúning sem væntanlega er nú í
gangi undir forustu nefndarinnar? ,
Svar: Þjálfun íþróttafólksins er alfarið
i höndum sérsambandanna. Aðferðir
þeirra við undirbúning eru margvís-.
legar. Sum þeirra ráða sérstaka þjálf-
ara en önnur ekki. Sundsambandið er
t.d. með landsþjálfara, Frjálsíþrótta-
sambandið leggur meiri áherzlu á sam-
skipti við útlönd en iþróttafólkið hlýtur
sina þjálfun hjá félagsþjálfurum.
Ólympíunefnd sér um greiðslu ferða-
kostnaðar til ólympíuborgar, uppihalds
og dagpeninga. Nefndin greiðir einnig
styrk til sérsambandanna vegna undir-
búnings en styrkurinn er alltof lágur.
2. spurning: Hafa einhverjir nú þegar
unnið til þátttöku eða verið valdir í
ólympíulið íslands?
Svar: Engir hafa verið valdir en nokkrir
hafa vafalaust unnið til þátttöku.
3. spurning: Hefur Ólympiunefnd
íslands ákveðið einhver lágmörk sem
stuðzt verður við eða eru það aiþjóðleg
lágmörk?
Svar: Engin lágmörk verða nú en
miðað við afrek iþróttamanna i hinum
einstöku íþróttagreinum.
4. spurning: Hvaða þjálfarar annast
undirbúning þeirra íþróttamanna sem
líklegir mega teljast í ólympíulið ís-
lands og hvernig er annarri aðstoð við,
þetta fólk hagað?
Svar: Þessari spurningu hefur að
nokkru verið svarað, a.m.k. því sem'
snýr að þjálfun. Um aðra aðstoð er
ekki að rreða en sum sérsamböndin
hafa greitt smávægilega æfingastyrki
til þeirra beztu.
5. spurning: Hvernig stendur Ólympíu-
nefnd íslands að því að undirbúa
væntanlegt þátttökulið á lokastigi til
þess að skapa góðan liðsanda og sam-
stöðu svo mikilsverðra sendifulltrúa á
mestu íþróttahátíð heimsins?
Svar: Sérstakur lokaundirbúningur
hefur aldrei verið á dagskrá þó að æski-
legur væri. Þó hefur ávallt verið hald-
inn fundur með ólympíuförum fyrir
brottför þar sem rætt er um væntan-
lega ferð.
6. spurning: Hvernig er þjálfun og
undirbúningi fararstjóra og annars
fylgdarliðs hagað og eru einhverjir
sjálfkjörnir í þann hóp utan formaður
Ólympíunefndar islands?
Svar: Aðalfararstjóri íslenzka ólympíu-
liðsins hefur verið valinn en það er
Sveinn Björnsson, varaformaður
Ólympíunefndar íslands. Þau sérsam-
bönd sem eiga fulltrúa í ólympiuliðinu
skipa flokksstjóra. Enginn er sjálfskip-
aður í fararstjórn ólympíuliðs og eng-
inn valinn til slíkra starfa nema vera
þaulreyndur sem fararstjóri íþrótta-
hópa.
Ólympiunefnd íslands er það Ijóst,
að flest sem hún framkváemir er gert af
vanefnum, sértaklega. hvað varðar
undirbúning íþróttafólksins, en fjár-
munir nefndarinnar eru það litlir að
svigrúm til athafna er nánast ekki neitt.
Nefndin hefur ávallt efnt til sérstakrar
fjáröflunar vegna þátttöku í ólympiu-
leikunum og oft fengið jákvæðar
undirtektir, bæði frá opinberum aðil-
um og einstaklingum, og er ein slík
fjáröflun nú farin af stað.
Nefndin þakkar Hafsteini Þorvalds-
syni grein þá í Dagblaðinu sem hér er til
umræðu og vonast til að greinin og
þetta stutta svar opni augu manna fyrir
því hve erfitt er að vera iþróttamaður
og iþróttaleiðtogi á Íslandi.
Ólympíunefnd íslands.
Fyrsta mark Fylkis i bráðabananum staðreynd. Angistarsvipurinn leynir sér ekki á Jóni Þorbjörnssyni, markverði Þróttar, er hann horfir á eftir knettinum i netið.
DB-mynd: Bjarnleifur.
Wf
Klaufskir Þrótt-
arar köstuðu
frásérsigri
— Fylkir sigraði í bráðabana og
aukaleikur verður að fara f ram á milli
ÞróttarogVíkings
Þróttarar voru bölvaðir klaufar að
vinna ekki sigur á Fylkismönnum í
síðasta leik Reykjavíkurmótsins í
íknattspyrnu. Sigur hefði fært félaginu
lyrsta Reykjavíkurmeistaratitilinn í 15
ár en Fylkismenn sáu um að til þess
kom ekki — a.m.k. ekki að sinni og
sigruðu 4—2 eftir bráðabana. í bráða-
!bananum var það markvörður Fylkis,
Ögmundur Kristinsson, sem algerlega
stal senunni og þrívegis stöðvaði hann
skot Þróttara. Eitt fór yfir og það var
aðeins Harry Hill, sem náði að brjóta
Ögmund á bak aftur. Fylkismenn skor-
uðu hins vegar úr þremur fyrstu spyrn-
um sinum og það nægði þeim til sigurs.
Var furðulegt að sjá hversu sumir leik-
manna voru taugaveiklaðir í tilraunum
sínum.
Þróttarar léku undan vindinum i
fyrri hálfleik og þá skoraði Jóhann
Hreiðarsson mark og færði þeim
|forystu. Leikurinn jafnaðist mjög i
síðari og um miðjan hálfleikinn jafnaði
Hilmar Sighvatsson með gullfallegu
marki. Tók hann knöttinn hátt á lofti
og skoraði með fallegu skáskoti upp
undir þverslá. Þetta var svo gott sem
eina hættulega færi Fylkismanna, sem
sluppu tvívegis naumlega fyrir horn í
leiknum. í bæði skiptin átti hinn stór-
hættulegi Sigurkarl Aðalsteinsson hlut
að máli. í fyrra skiptið var honum
brugðið innan vítateigs en dómarinn sá
ekkert áhugavert. i síðara skiptið
stóð hann fyrir opnu marki eftir að
iafa leikið á Ögmund í markinu en datt
,'á á afturendann og tækifærið fór for-
.örðum.
Urslit leiksins í gær hafa það í för
með sér að aukaúrslitaleikur verður að
fara fram á milli Vikings og Þróttar.
Hvenær hins vegar á að koma honum á
er erfitt að spá um.
Sviss vann
Noreg
Svisslendingar sigruðu Norðmenn
21—18 í 5-landa keppni i handknatl-
leik, sem nú fer fram í Hollandi. í hálf-
leik var staðan 12—10 Svisslendingum í
vil.
HVAÐ SEGJA LEIKMENN UM ÍSLANDSMÓTIÐ í SUMAR?
Öm Guðmundsson:
Lízt vel á
sumarið
Marteinn Geirsson:
Ef við nýtum
50% færa
okkar er ég
ánægður
„Okkur hefur gengið vel í Reykja-
víkurmótinu gegn þeim liðum, sem ég
lel að muni ógna okkur í íslandsmótinu
og ég á ekki von á öðru en framhald
verði á þeirri velgengni,” sagði
Marteinn Geirsson, við DB í gærkvöld.
„Slagurinn kemur til með að standa
á milli Vals, Fram og Skagamanna og
Þróttur gæti alveg skotizt inn á milli.
Ég er hræddur um að KR
blandi sér ekki í baráttuna. Þeir hafa
æft linnulitið nú i 2 ár og ég held að
þreyta geri vart við sig hjá þeim er á
liður sumarið. Blikarnir, FH og Kefla-
vík eiga erfitt með að spjara sig en FH
hefur fengið góða menn og það gæti
lyft þeim upp.”
„Leikurinn gegn Akurnesingum
leggst vel í mig. Ef við nýtum þó ekki
væri nema 50% þeirra dauðafæra, sem
við sköpum okkur hef ég engar
áhyggjur af okkar gengi i sumar.” -SSv
Jón Gunnlaugsson:
Okkur vantar
meiri breidd
„Mér lízt bara nokkuð vel á þetta,”
sagði Skagamaðurinn Jón Gunnlaugs-
son við DB í gærkvöld. „Annars getur
þetta brugðið til beggja vona hjá
okkur. Okkur vantar tilfinnanlega
meiri breidd en við höfum hins vegar
sterkan kjarna. Þá höfum við nóg af
efnilegum ungum strákum en þá vantar
auðvitað alla reynslu.”
„Þetta verður ákaflega jafnt
íslandsmót í sumar og það verður
ekkert afgerandi lið að mínu mati. Ég
tel að 3—4 lið séu algerlega óþekktar
stærðír. Þróttur, KR, Fram og ÍBV.
Þessi lið gætu öll blandað sér í
baráttuna um titilinn og þau gætu líka
öll lent í fallbaráttu. í A og Valur verða
í efri hluta deildarinnar eins og undan-
farin ár.”
Hvað um botninn?
„FH, Blikarnir og Keflavík gætu
lent i basli i neðri hluta deildarinnar og
FH virðist vanta stöðugleika eins og
áður.
Leikurinn gegn Fram leggst vel i mig
þrátt fyrir þetta og ég er þess fullviss
að George Kirby á eftir að ná upp bar-
átluhug í strákunum.” -SSv.
Vignir Baldursson:
Eigum ekki
síðri möguleika
en önnur lið
ÓmarTorfason:
Víkingur
ítoppbaráttu
„íslandsmótið á eftir að verða afar
jafnt í sumar og við Víkingar verðum í
toppbaráttunni. Við höfum verið
óheppnir með meiðsli framan af tíma-
bilinu og þau hafa háð okkur talsvert í
Reykjavikurmótinu,” sagði Ömar
Torfason við DB í gærkvöld.
„Akurnesingar og Valsmenn verða
ekki með nein yfirburðalið í sumar og
Eyjamenn, meistararnir frá i fyrra,
verða ekki með i toppslagnum. Ég tel
að baráttan um titilinn komi til með að.
standa á milli Vals, í A, Víkings og KR.
Þróttur á eftir að dala og ég tel að
mölin geti platað menn illilega.
Keflvíkingar og Blikarnir eiga eftir að
verða i vandræðum í sumar, en ég held
að FH spjari sig þokkalega.”
„Leikurinn okkar við Keflavík
suður frá á eftir að verða gífurlegur
baráttuleikur," sagði Ömar er DB
lagði fyrir hann þá spurningu hvernig
fyrsti leikur íslandsmótsins legðist í
hann. Keflvíkingar hafa misst marga
menn en þeir eru ódrepandi baráttu-
jaxlar.” -SSv.
„Ég gel ekki séð að við eigum neitt
minni möguleika í mótinu en önnur
lið,” sagði Vignir Baldursson, fyrirliði
Blikanna, en þeir komu sem kunnugt er
upp úr 2. deildinni i fyrra.
Blikunum hefur ekki gengið mjög
vel í æfingaleikjum í vor en í gær rót-
burstu þeir lið Aftureldingar. Er Vignir
var spurður um skýringu vegna lélegs
gengis í æfingaleikjunum sagði hann:
„Við höfum æft geysilega stift allt frá
áramótum og hugsanlega hefur þreyta
setið í mannskapnum en við eigum eftir
að koma sterkir til leiks. Við höfum
fengið Einar Þórhallsson til liðs við
okkur aftur og að auki höfum við
reynda menn eins og Þór Hreiðarsson
og Helga Helgason í liðinu. Engu að
siður gæti reynsluleysi háð okkur í
sumar því þorri leikmanna er mjög
ungur.”
„Ég hef trú á að það verði 4—5 lið
er berjist um toppinn og ég vonast til
þess að við verðum í þeim hópi. Um
leikinn gegn Eyjamönnum um helgina
vil ég aðeins segja það að ég tel okkur
eiga góða möguleika og við stefnum að
þvi að fara heim með a.m.k. annað
stigið.” -SSv.
Þórir Jónsson:
Alltíhnút
„Þetta verður einn allsherjar
hnútur, skal ég segja þér,” sagði Þórir
Jónsson í FH er DB sló á þráðinn til
hans í gærkvöldi. „Ég get ekki séð að
neitt lið muni koma til með að skara
fram úr í sumar. Það er iitið að marka
þessa vorleiki en ég geri mér góðar
vonir um að sumarið geti orðið gott
fyrir okkur.
Okkur hefur gengið ágætlega i
æfingaleikjum og við höfum fengið til
liðs við okkur sterka menn til viðbótar
þeim er voru i liðinu i fyrra. Okkar
markmið hlýtur auðvitað að vera það
að halda okkur i deildinni fyrst og
fremst og allt umfram það tel ég vera
bónus. Við frekari athugun tel ég
Skagamenn einna líklegasta til að skara
fram úr. Valsmenn og Vestmanna-
eyingar hafa misst sterka menn og það
á eftir að reynast þeim dýrkeypt. Kefl-
víkingar hafa misst marga leikmenn en
lið þeirra hefur alltaf sýnt miklu meira
en fyrirfram hefur verið búizt við.
Um leik okkar gegn Val um helgina
held ég að við ættum að geta spjarað
okkur vel gegn þeim. Okkur hefur
gengið vel I leikjum okkar gegn Val I
gegnum árin, og ég á ekki von á
breytingu i þeim efnum,” sagði Þórir i
lokin.
-SSv.
Halldór Arason:
Hef mikla trú á
aðviðstöndum
okkur í sumar
„Ég hef mikla trú á að við náum að
standa okkur vel í sumar,” sagði
Halldór Arason úr Þrótti grútsyfjaður
er við hringdum til hans eldsnemma í
morgun. „Við höfum æft mjög vel
undir stjórn Ron Lewin og það er
mikill hugur i strákunum. Páll Ólafs-
son og Baldur Hannesson eiga eftir að
koma inn í liðið og styrkja það enn
frekar.”
Komið þið til með að halda þetta
út?
„Já, ég held að það sé engin
spurning. Við verðum í toppbaráttunni
ásamt KR, Akranesi og Fram. Þessi
fjögur lið berjast um titilinn.
Oþekktustu stærðirnar eru hins vcgar
Breiðablik, FH og Keflavík og einkum
þeir siðastnefndu.
Leikurinn gegn KR um helgina
leggst vel I mig og verði leikið á grasi
tel ég að það muni koma okkur
tvímælalaust til góða þvi við erum með
léttleikandi lið,” sagði Halldór.
-SSv.
„Mér lízt vel á sumarið,” sagði mið-
vörðurinn sterki úr KR, Örn Guð-
mundsson, er DB spjallaði við hann á
Melavellinum í gærkvöld. „Mótið í
sumar á eftir að verða mjög jafnt —
enn jafnara en t.d. í fyrra.” Örn sagði
aðspurður að hann teldi ekkert lið
myndu skara fram úr nú í sumar.
„Toppbaráttan á eftir að verða
mjög jöfn en ég á von á að FH og
Breiðablik geti lent í basli ái botninum.
Þessi lið komu bæði upp í fyrra og eiga
bæði eftir að verða í vandræðum.
Okkur i KR gekk e.t.v. ekki eins vel í
Reykjavíkurmótinu og við höfum gert
okkur vonir um en það er óttalega lítið
að marka þessa malarleiki á vorin. Það
hefur svo margsýnt sig. Þróttarar hafa
komið verulega á óvart í mótinu og
virðast vera i mun betri þjálfun en und-
anfarin ár og þeir gætu gert góða hluti i
sumar,” sagði Örn. Þjálfari Þróttar er
Ron Lewin, sem þjálfaði KR um
tveggja mánaða skeið fyrir nokkrum
árum.
Skúli Rósantsson:
Ætlum okkur
að vinna Víking
„Mér lízt bara vel á baráttuna í
sumar,” sagði Keflvikingurinn
eitilharði, Skúli Rósantsson. „Það eina
sem segja má að okkur vanti er einn
leikmaður með einhverja reynslu að
ráði —áhugann vantar svo sannarlega
ekki hjá okkur.
Það er erfitt að spá um úrslitin í
sumar en ég held að FH-ingar eigi eftir
að koma á óvart. Þeir hafa fengið
góðan liðsauka og geta orðið sterkir i 1.
deildinni.”
Eruð þið hræddir við falldrauginn?
„Nei, þvi fer fjarri. Þó svo að við
höfum misst marga leikmenn ætlum
við okkur ekkert annað en sæti ofar-
lega I deildinni og við ætlum að vinna
Vikingum helgina.”
Tómas Pálsson:
Lykilmenn
haf a horfið
„Ég vil segja sem minnsl því við
höfum misst marga lykilmenn frá því i
fyrra. Ungir menn hafa komið i þeirra
stað og þá vantar að sjálfsögðu
reynslu. Það var mikil blóðtaka að
missa þá Valþór, Örn og Ársæl sem
allir gengdu mikiivægum stöðum í
liðinu. Við eigum líka titilinn að verja
svo sumarið verður erfitt.”
„Við höfum þó endurheimt Sigurlás
Þorleifsson í staðinn og hann hefur
komið mjög vel út i vorleikjunum.
Varnarleikurinn gæti þó reynzt okkur
þungur ískauti en ég á ekki von á öðru
en við spjörum okkur”.
„Við spiluðum við Blikana rétt eflir
páska og unnum þá 1—0 og ég sé
ekkert því til fyrirstöðu að við sigrum
þá aftur í fyrsta leiknum í íslands-
mótinu,” sagði Tómas Pálsson og var
greinilega bjartsýnn á sumarið.
Eyjamenn komu mest allra liða á óvart
í fyrra og enginn skyldi vanmeta þá að
þessu sinni.
-SSv.
Dýri Guðmundsson:
Baráttan á
milli Vals, ÍA
og Fram
„Við verðum i baráttunni,” sagði
miðvörðurinn trausti úr Val, Dýri
Guðmundsson. Dýri hefur átt við
slæm meiðsl í hné að striða en kvaðst
gera sér góðar vonir um að vera
mættur út á völl og í slaginn áður en
langt um liði.
„Ég held að baráttan um titilinn
komi til með að standa á milli okkar
Valsmanna, Skagamanna og Framara.
FH gæti reyndar blandað sér þarna
inn í og það hefur fengið sterka menn
til liðs við sig. Eina liðið, sem gæti
hugsanlega lent í vandræðum svona
fyrirfram álitið er e.t.v. Keflavík en
það hefur þó alltaf spjarað sig bezt þeg-
ar við litlu hefur verið búizt af því.
Leikur Vals og FH um helgina
gæti orðið jafn og liðin þekkja litið
hvort inn á annað svona til að byrja
með. Ég verð þvi miður ekki með, en
veit að strákarnir spjara sig.” -SSv.
i