Dagblaðið - 30.05.1980, Blaðsíða 2

Dagblaðið - 30.05.1980, Blaðsíða 2
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 30. MAÍ 1980. ísafjörður: Innlenda orkan dýrari en olían fijartur skrifar: Eftir könnun sem gerö var fyrir síðustu kosningar á því misrétti sem þeir væru beittir sem byggja á' svokölluöum oliukyntum svæiðum, sömdu kratar frumvarp til laga um jöfrtun á orkuverði. Þetta frumvarp tók núverandi stjóm upp og lagfærði aö eigin áliti og með sérstöku orkujöfnunargjaldi og hækkuðum söluskatti er nú hægt að greiða niður oilu til húshitunar með 19 milijaröa rikisframlagi. Könnun var gerð á ísafirði og sýndi að það var aöallega eldra fólk sem varð fyrir baröinu á hækkandi olíuverði. Niðurstöðurnar voru þess eðlis að augljósiega þurfti að gripa til einhverra aðgerða til að létta byrðinni af þessu fólki, og sú aðstoö hlaut að koma frá því opinbera. En til þess að geta læknað mqinið þarf að leita orsaka og þar brást hinum vísu ráðamönnum bogalislin, því að orsökin var ekki kyndingar- formið, heldur lá hún í aidri húsanna og einangrun þeirra. Svo þegar til- aðgerða er gripið, með rangar for- sendur, verður afleiðingin sorgleg og jafnvel hlægileg. Þessu til stuðnings vil ég nefna til dæmi sem ekki er nein áætlun heldur raunveruleiki. Ég bý í nýju húsi og hita það upp með rafmagnsvatnstúpu og kaupi orkuna frá Orkubúi Vestfjarða. Fyrir marzmánuð greiði ég kr. 61.300.- fyrir orku til upphitunar og á rafmagn til heimilisnota leggjast 4.000 kr. vegna nýrra laga um verðjöfnunargjald. Væntanlega renna þessar 4.000 kr. og þær krónur sem ég þarf að greiða vegna hækkaðs söluskatts til nábúa mins, sem lika býr í nýju húsi en kyndir það upp með olíu. Fyrir marzmánuð greiðir hann tæpa 400 ltr. af olíu kr. 62.000.- en þar sem þar er tvennt I heimili fær hann endurgreiddar 20.000 kr. á mánuði. Dæmið um upphitunarkostnað litur þá þannig út: Innlendorka Kr. 61.300,- Olía Kr. 42.000,- Hverju er verið að útrýma? Ég vil bara benda bindindispostul- unum á þessa lausn: Lækkið brenni- vínið og notkunin minnkar. Vissulega leit ekki vel út fyrir gömlu konunni á ísafirði, sem bjó í „Vissulega leit ekki vel út fyrir gömlu konunni á lsafirói, sem bjó I hripleka hjallin- um, og kynti upp nánasta umhverfi með olfu, henni þurfti að hjálpa,” segir Bjartur m.a. f bréfi sinu en hann telur það vera dýrara að notast við innlenda orku heldur en olfu. DB-mynd Ómar Vald. hripleka hjallinum og kynnti upp nánasta umhverfi meö olíu, henni þurfti að hjálpa. En hefði ekki verið nær að einangra hjá henni hjallinn og stilla hjá henni kynditækin þangað til hún fær fjarvarmaveituvatnið inn, heldur en að rukka hana fyrst um 10.000 kr. og greiða henni svo til baka 15.000 kr. og láta hana fá á tílfinninguna að hún eigi einhvern þátt i þeirri verðbólgu sem svona fjármagns- tilfærslur valda. Mér fyndist ekki ótrúlegt að auglýsingum af þessu tagi færi að fjölga: Óska eftir að kaupa nýlega oliufíringu, á sama stað er jafnvel hægt að láta skrá sig með lögheimili. Dansinn á sér marga aðdáendur og þeir vilja fá að sjá sitt áhugamál I sjónvarpinu DB-mynd Ragnar Th. DANSINN HEFUR ÝMISLEGT TIL SÍNS ÁGÆTIS Ásta Tryggvadóttir skrlfar: Mig langar til að taka undir, með bréfritara H.K. í Dagblaðinu 21. þ.m. varöandi fyrirspurn um sýn- ingar á heims- og Evrópukeppnum í samkvæmisdönsum. ■ í því sambandi er vert að benda á, að þessir þættir hafa ýmislegt til síns ágætis, svo sem list, íþrótt og gaman, svo eitthvað sé nefnt og ekki sízt nú eftir að litvæðingin hélt innreið sína. Þessir þættir gefa líka fólki tæki- færi til að sjá og kynnast því hvað dans er, því að mínu mati hefur fólk ekki tækifæri til slíks hér á landi, því miður. Óneitanlega kemur upp hjá manni sú hugsun, aðef málið snerist um fót- bolta, þá stæði sko ekki á því að sýna þættina hversu langir eða lélegir sem þeir nú annars væru, að fótbolta ólöstuðum. Ég vil benda á, að hægt væri að skipta þáttunum niður á tvö kvöld ef ekki er hægt að sýna þá á einu kvöldi. Einnig vil ég benda á, að brezka sjónvarpið sýnir reglulega þætti sem heita „Come Danring” og eru sýndiri að kvöldi til og eru ekki neitt lengri en þættir gerast almennt. Þeir eru skemmtilegir, vinsælir og fræðandi um danslist yfirleitt. Ætli það sé tilfellið að formaður lista- og skemmtideildar sjónvarpsins Hinrik Bjarnason kunni ekki að dansa, eða eru kannski margir á deildinni á því stigi? Fólk verður svo oft vart við vixlsporin. Með kærri kveðju og þökk fyrir birtinguna. Eru réttindi þroskaheftra minni en annarra? LÆKNIRINN NEITAÐI Guðvarður Jónsson skrifar: Oft er erfitt fyrir verkamann að standa á samningsbundnum rétti, og frásögnin hér á eftir er lítið dæmi um það. Þar sem hér er um að ræða þroskaheftan ungling, sem ekki getur varið rétt sinn sjálfur, hafði ég undir- ritaður samband við þá aðila sem talað var við. Ég nefni verkamanninn Jón. Jón vinnur í frystihúsi. Þann 16. apríl sl. var hann með hita og kvef og fór ekki til vinnu af af þeim sökum. Kl. 8 þennan morgun var yfirverk- stjóra frystihússins tilkynnt um for- föll Jóns, og siðar sama morgun var heimilislækninum tilkynnt um las- leika hans. Læknirinn sagði mér að Jón ætti að koma til sín strax eftir helgi, ef hann yrði hitalaus, og var ákveðinn mánudagurinn 21. apríl. Þann dag mættum við Jón á biðstofu læknisins og var okkur þá sagt að læknirinn væri forfallaður og yrði ekki við þann dag. Á hverjum degi, næstu fjóra daga, hringdi ég og spurði eftir lækninum og var mér alltaf sagt að hann væri ekki kominn aftur og enginn læknir kominn í hans stað. Svo mánudaginn 28. apríl var mér sagt að heimilislæknirinn yrði ekki við fyrr en um miðjan júní. I hans stað yrði læknir sem hefur sömu stofu og heimilislæknirinn. Daginn eftir talaði ég við þennan lækni og spurði hvort hann gæti gefið Jóni vottorð fyrir þessa daga. Taldi hann engin vandkvæði á því, en þar sem fullbókað var alla þá viku, fékk Jón tíma mánudaginn 5. maí. Þann dag fékk Jón frí frá vinnu eftir hádegi, og fór ég með honum til læknisins. En þá brá svo við að læknirinn neitaði að gefa Jóni vottorð af þeirri ástæðu að hann væri ekki á skrá hjá þeim lækni, sem ég segði að væri heimilis- læknir Jóns. Ég benti honum á að þessi læknir hefði verið læknir Jóns í mörg ár og væri enn, en það breytti engu, neitun hans stóð óbreytt. Ég hafði samband við skrifstofu verka- mannafélagsins Dagsbrúnar og bað fulltrúann sem svaraði í símann, að kanna hvort neitun læknisins stæðist samkvæmt samningum. Fyrstu viðbrögð Dagsbrúnarfull- trúans voru þau að hann sagðist ekki segja lækni fyrir verkum, en féllst þó á það síðar að tala við hann i síma. Eftir það viðtal tilkynnti fulltrúinn mér að Dagsbrún hefði engin af- skipti af þessu máli meir. Dagsbrún- arfulltrúinn passaði sig á því að hat'a ekki samband við frystihúsið þar sem Jón vinnur og athuga hvort hann hefði tilkynnt veikindi sín, eða hvort yfirverkstjórinn teldi ástæðu til að rengja tilkynningu Jóns. Það er mín skoðun að þar sem heimilislæknirinn taldi ekki ástæðu til að rengja tilkynninguna um veik- indi Jóns, og atvinnurekandinn taldi ekki ástæðu til að senda sinn trúnað- arlækni heim til Jóns, þá hafi Jón öðlazt full réttindi til þess að fá læknisvottorð út á sín veikindi. Einnig tel ég að læknir hafi ekki leyfi til þess að svipta mann rétti til læknisvottorðs, nema að læknirinn hafi staðið viðkomandi að þvi að til- kynna veikindi án þess að vera veikur. Ég hef hvergi séð það skráð að læknar, fremur en aðrir borgarar hefðu rétt til þess að brjóta lög á fólki, svipta það samningsbundnum réttindum eða valda fólki fjárhags- legu tjóni. Við Dagsbrúnarfulltrúann vil ég segja þetta að lokum. Reyndu að upphefja sjálfan þig á einhvern ann- an hátt en þann að ráðast gegn rétt- indum og tekjum þroskaheftra. HVERS VEGNA FLYTDR FÓLKID ÚR LANDINU? í Kastljósi nýlega upplýstist það að um það bil 3700 manns fluttu til útlanda á síðustu árum eða svo. Það er álíka og íbúar fjölmennustu götu Reykjavíkur, í Hraunbæ, og álíka og allir íbúar Ísafjarðarkaupstaðar. Þetta finnst mörgum allskuggalegt, og spyrja hverjir aðra, af hverju? Af mörgum er talið að bezt sé að búa á íslandi af öllum löndum, og þess vegna verður sú spurning áleitin: „Hvers vegna flytur fólk héðan?” Á íslandi er næg vinna (þó kaupið sé lágt), en við á Íslandi erum með einna lægst kaup nágrannalandanna. Atvinna er hins vegar næg handa öllum þeim, sem vilja vinna eftir- vinnu, en til þess að láta endana ná saman þarf að leggja á sig mikla vinnu, því til þess nægir ekki dag- vinna. En það er ekki þetta sem fælir fólk frá landinu. Á íslandi hefur nú um nokkurt skeið ríkt nokkurs konar ofstjórn á landsmönnum. Hér er að verða hjá okkur lögregluriki þar sem fleirá og fieira er bannað og spyrja þarf leyfis fyrir æ fleira i daglegu lífi manna. Hið svokallaða opinbera er alltaf að seilast lengra og lengra inn á einkalíf manna og réttur borgaranna sífellt að verða minni og minni. Eitt nærtækasta dæmið um þetta er Sjónvarps-kassettumálið svokall- aða og margt annað mætti nefna. Skattar eru orðnir svo óheyrilega háir, og annars gott kaup étur sig upp í áframhaldandi óðaverðbólgu. Það versta er, að fólk fær ekki að vera í friði. Það er sifellt verið að „kássast” í þvi. Það er að visu að nafninu til verið að lána fólki fyrir íbúðum, en í raun og veru verður fólk aldrei eigandi íbúða, það má aðeins vera í íbúðinni, það er þess öryggi. íslendingum er lika „haldið niðri” eins og sagt er, fólk fær mjög lítíð að njóta sín en allt hneppt í þessa ofstjórn sem alls staðar blasir við. Fólk er beinlínis búið að fá nóg af öllu saman og flytur burt. Nú er það svo að í öðrum löndum eru líka skattar og gjöld, sem fólk verður að borga, en fólk veit örugglega alltaf hvað það má og má ekki. Fólk venst á það að búa áætlunarbúskap og á það koma engir bakreikningar eins og hér á landi. íbúðir fara hér milljónir fram úr áætlunum, og eitt það versta, sem fólk verður vart við hér, er að það er aldrei hægt að treysta neinu sem lofað er. Landsmenn voru hvattir til að kaupa spariskirteini, og áttu þau að vera skattfrjáls, því þetta var sparifé sem búið var að borga skatta og skyldur af. Skattinum fannst scm þyrfti að rannsaka þetta nánar, þvert ofan í það sem lofað var. Hvernig stendur á þessu? Spyr sá sem ekki veit. Svona mætti lengi telja, því allt er þetta ásömu bókina lært. Engu að treysta, og fólkið fer bara. Vegna ofríkis byggðist eyjan Island , og vegna innbyrðis deilna misstum við sjálfstæði okkar, og urðum að lúta erlendu valdi i margar aldir. Þetta fólk sem byggði landið þoldi ekkert ofríki, því Herjúlfar, sem ég tel að hafi verið hér lands- námsmenn að stórum hluta voru lítt konungshollir og konungshollusta þeim ekki í blóð borin. Sakir ofríkis og ofstjórnar, og innflutnings ýmissa öfgastefna höfum við nú hrint frá okkur ýmsu fólki sem kýs að fara úr landi, kýs að spreyta sig á því að lifa í öðrum löndum, sem eru að laða að sér gott fólk, en hrindir því ekki frá sér með ofriki ogofstjórn. Öllu má ofgera en fólk lætur ekki fara með sig eins og skynlausar skepnur. Mér datt þetta (svona í hug). SIGGI flug. 7877-8083.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.