Dagblaðið - 30.05.1980, Blaðsíða 9
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 30. MAÍ 1980.
9
Dr. Krístján Eldjárn, forseti íslands, á skrífstofu sinni. Nú finn ég og veit meö
sjálfum mér, að nógu lengi er setið, sagði hann m.a. I kveðjuræðu sinni á Alþingi.
Mynd: Jim Smart
Kveðju-
stund
—er Kristján □djám sleit
Alþingiísíðastasinn
Dr. Kristján Eldjárn forseti
íslands kvaddi alþingi og ríkisstjórn
með stuttri ræðu um leið og hann
sleit þingi í gærdag. Sem kunnugt er
lætur Kristján brátt af embætti for-
seta eftir 12 ára setu á Bessastöðum
við almennar vinsældir. f ræðu sinni
sagði forsetinn m.a.:
„Hratt flýgur stund, það er
gamall og nýr sannleikur. Á þessum
þinglausnardegi er sú hugsun áleitin,
þegar ég tala til yðar úr þessum
ræðustól í siðasta sinn, að því er ætla
verður. Á þessum vettvangi er þetta
kveðjustund. Ég hef sagt, að tólf ár
séu drjúgur hluti úr starfsævi manns,
en nú finnst mér þau stundum eins og
svipur einn. Allir kannast við þvílikar
sjónhverfingar, en almanakið segir
sína sögu.
Hver sá, sem býðst til að vera for-
seti íslands ef landsmenn vildu svo
hafa, mun gera sér grein fyrir því, að
hann tekst mikla ábyrgð á hendur. í
þeirri ábyrgð felst meðal annars það
að stuðla að stöðugleika i þjóð-
félaginu með því að hverfa ekki á
brott af neinni skyndingu, ef ekkert
óviðráðanlegt knýr til þess og ástæða
er til að æda að þorri landsmanna
æski þess helzt að ekki sé breyting á
gerð. Sú stund hlýtur þó alltaf að
koma, að einn leysi annan af hólmi.
Nú finn ég og veit með sjálfum mér,
að nógu lengi er setið.”
Síðan vék forsetinn nokkuð að
umræðu nú um forsetaembættið og
sagði: „Slík umræða er ekki nema
eðlileg, hún er eins og hvert lífsmark í
lýðræðisríki. Ef til vill er hvati
hennar nú að éinhverju leyti sú
spurning, hversu til hefur tekizt um
aðdraganda og framvindu þeirra
tiltölulega mörgu stjórnarmyndunar-
viðræðna, sem orðið hafa í minni tíð.
Vafasöm háttvísi væri það af minni
hálfu að fara mörgum orðum um
slíkt. Vel fer á, að forseti sé opinskátt
þakklátur fyrir viðurkenningarorð,
en hins vegar þegi hann þunnu hljóði
ef á kreik kemst einhver slæðingur
sem til gagnrýni má meta.”
Að lokum þakkaði dr. Kristján
Eldjárn löndum sínum fyrir alla
elskusemi við þau hjónin. Alþingis-
mönnum og rikisstjórn þakkaði for-
setinn gleðileg samskipti, en i hans tíð
hafa setið 35 ráðherrar, þar af hafa
sex verið forsætisráðherrar.
-JH.
Jón Helgason:
Aðstoða við
bústörfín
„Mín reynsla hefur verið sú, tvö
undanfarin sumur að lítill tími hefur
gefizt til sumarfría og eftir að ég tók
við þessu starfi á ég ekki von á neinu
sumarfríi,” sagði Jón Helgason forseti
sameinaðs alþingis. ,,Ef einhver stund
verður aflögu, reyni ég að komast út í
náttúruna og aðstoða við bústörfin.”
—JH.
HVERT ÆTLA LANDS-
FEDURNIR í SUMAR?
Þingmenn og ráðherrar kvðddu þingið í gær og gengu brosandi út i góða veðríð. Hvað tekur við hjá þeim er án efa heil-
margt. DB ræddi við nokkra þingmenn er þeir voru á leið út i gær og spurðist fyrir um hvað nú tæki við. Eru það rólegheit f
faðmi fjölskyldunnar eftir erfið störf i vetur — eða eitthvað annað? Allir þeir þingmenn sem DB ræddi við voru sammála um
að nóg væri að gera þó þingi væri lokið. Allir munu þó taka sér eitthverf fríþó það væri ekki nema til að renna fyrir lax
norður i Þistilfirði eins og einn sagðist ætla að gera. Eitt eiga þeir þó örugglega sameiginlegt þingmennirnir okkar — þeir
eru örugglega fegnir þingslitum. *• . -ELA.
Jóhanna Sigurðardóttir:
L'tiðfarínað
ákveða
,,Ég er nú lítið farin að ákveða það.
Að minnsta kosti fer ég í sumarbústað í
Húsafell í ágúst. Ætli það sé ekki það
eina, sem er skipulagt hjá mér og minni
fjölskyldu,” sagði Jóhanna Sigurðar-
dóttir þingmaður Alþýðuflokksins.
-ELA.
Ólafur Ragnar Grímsson:
Önnum kafinn
viðvinnu
„Ég veit ekki hvort ég kemst i
nokkurt frí, ég er önnum kafinn við
vinnu. Það verður þingflokksfundur
eftir nokkra daga og það þarf að vinna
að ýmsum málum fyrir næsta vetur. Ég
þarf að sinna málum í kjördæminu og
vinna að undirbúningi annarra mála
fyrir haustið. Kannski ég geti komist
burt með fjölskyldunni 2—3 vikur,”
sagði Ólafur Ragnar Grímsson þing-
maður Alþýðubandalagsins.
-ELA.
Ólafur Jóhannesson:
Tek ekkert frí
„Ég ætla ekki að taka mér neitt
sumarfrí. Ég hef ekki tekið mér sumar-
frí í 8 eða 9 ár. Það er alltaf fullt að
gera og i fyrsta lagi að setjast á skrif-
stofuna. Nú og svo veröur það kannski
eitthvert ferðalag,” sagði Ólafur
Jóhannesson utanrikisráðherra
brosandi er hann kvaddi þingið í gær.
-ELA.
GuðmundurJ.
Guðmundsson:
Ætlaaðsemja
umorlof
,,Ég les og skrifa í sumarfríinu. Ég
ætla að fara að semja um orlof. Það er
að byrja samningalota upp á líf og
dauða og ég sé raunar ekki fyrir endann
á því. Vona bara að ég haldi lífi. Nú og
svo má vel vera að maður skjótist upp í
Hvalfjörð eða Borgarfjörð eða eitt-
hvað álíka,” sagði Guðmundur J.
Guðmundsson.
-ELA.
ÓlafurG. Einarsson:
Renni fyrir lax
,,Já, við skulum nú sjá, í sumar-
fríinu. Ég er að fara í byrjun júní á
þingfund í Luxemborg. Ætli ég taki
ekki nokkra daga í framhaldi af því og
líti í kringum mig í Þýzkalandi ásamt
fjölskyldunni. Síðar í sumar tek ég mér
nokkra daga og renni fyrir lax norður í
Þistilfirði eins og ég er vanur. Það er
annars nóg að starfa þó að þingið sé
ekki lengur,” sagði Ólafur G. Einars-
son þingmaður Sjálfstæðisflokksins
umleiðoghannkvaddiþingið. -ELA.
VilmundurGyHason:
Slappa af
næstudaga
„Ég ætla að ferðast um Þýzkaland í
hálfan mánuð seinni partinn í júní.
Auk þess mun ég ásami fjölskyldu
minni væntanlega ferðast eitthvað hér
innanlands eftir því sem við verður
komið,” sagði Vilmundur Gylfason
þingmaður Alþýðuflokksins.
Vilmundur sagðist einnig ætla að
eyða sumrinu í lestur og skriftir að
einhverju leyti og þá væri einnig mikið
að gera i pólitíkinni. „Við höfum
aðstöðu hér í þinginu og það þarf að
skipuleggja ýmislegt fyrir næsta vetur.
Nú og svo er það flokksstarfið, en
næstu daga ætla ég að slappa af,”
sagði Vilmundur.
-ELA.
GeirHallgrímsson:
Ekkert afráðið
„Það hafa engar ákvarðanir verið
teknar um það ennþá. Ekkert afráðið.
Það er ýmislegt sem maður hefur
vanrækt i vetur. Ætli ég byrji ekki á þvi
að hreinsa af skrifborðinu,” sagði Geir
Hallgrímsson.
-ELA.