Dagblaðið - 30.05.1980, Blaðsíða 3
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 30. MAÍ 1980.
,3
Dauði prínsessu:
SÝNUM ÖÐRUM ÞJÓÐUM SJÁLFSTÆÐA
STEFNU MED SÝNINGU MYNDARINNAR
Sigurður Haraldsson skrifar:
Ég las grein Sigga flug í Dagblað-
inu, þar sem hann telur öll tormerki
á, og kemur með mótbárur gegn
fyrirhugaðri sýningu sjónvarpsmynd-
arinnar Dauði prinsessu í
júníbyrjun.
Þó ég telji Sigga flug oft hafa skrif-
að góðar og gagnmerkar greinar i
Dagblaðið, þá tel ég honum hér fat-
ast flugið í grein sinni í andstöðu
sinni og mótrökum gegn sýningu
myndarinnar.
Siggi flug telur myndina sýna
mikla grimmd, sem er vafalaust rétt.
En ég tel okkur sem siðmenntaðri
þjóð ekkert skaða að kynnast mið-
aldalegum hugsunarhætti í Saudi-
Arabíu, sem og flestöllum öðrum
múhameðstrúarríkjum. Hann kemur
m.a. fram í villimannlegum refsing-
um fyrir brot, sem hér þætti ekki
stórvægilegt, eins og t.d. að höggva
handlegg af fyrir þjófnað og opin-
berri niðurlægjandi hýðingu fyrir
vindrykkju, sem þykir þó vel sloppið.
Þá má minna á auðmýkjandi og
niðurlægjandi stöðu kvenna, kufl-
ana, slæðurnar, og algert eignarhald
eiginmannsins i stóru og smáu, með
boði hans og bönnum. Með því er
þeim frekar skipað á bekk með hús-
dýrum en mönnum. Hvers vegna
ættum við íslendingar að knékrjúpa
fyrir þjóð og þjóðfélagi eins og því
saudi-arabíska, sem sýnir af sér
mannhatur og mannfyrirlitningu á
flestum sviðum?
Þá nefnir Siggi flug, að þetta geti
skaðað olíuhagsmuni okkar gagnvart
Saudi-Arabiu. A það má benda, að
síðla vetrar undirritaði viðskiptaráð-
herra olíukaupsamning við brezkt
oliufyrirtæki, sem kemur að töluvert
/ miklu leyti til móts við olíuþarfir
okkar næstu ár.
Ef við eigum að hætta við sýningu
myndarinnar af ótta við að olíufurst-
arnir í Saudi-Arabíu, sem lifa í nán-
ast ótakmörkuðum vellystingum og
munaði, reiðist, þá er öðrum þjóðum
þar með gefið vafasamt fordæmi um
að hlutast til um okkar mál. Sjálf-
stæðri smáþjóð eins og tslandi veitir
ekki af að sýna öðrum þjóðum sjálf-
stæði sitt í verki ef hún ætlast til að
stærri þjóðir taki eitthvert mark a
henni.
Ég sé heldur ekki að spenna milli
Vesturlanda og múhameðstrúarlanda
komi sýningu myndarinnar við, né
breyti neinu þar um.
Ef ísland þorir aldrei að lyfta litla-
putta af ótta við að móðga aðrar
stærri þjóðir, eins og Siggi flug er
hræddur um að við gerum með sýn-
ingu myndarinnar, þá höfum við lítið
við sjálfstæði okkar að gera.
Þess vegna vil ég beina þeim ein-
dregnu og ákveðnu óskum og til-
mælum til ráðamanna Sjónvarpsins,
að þeir haldi fast við fyrirhugaða sýn-
ingu myndarinnar, og hlusti ekki á
úrtöluraddir.
Að lokum vil ég og beina því til
ráðamanna Sjónvarpsins, að þeir geri;
sitt til þess, að fyrirhuguð sýning á
„Dauða prinsessu” í júníbyrjun
rekist ekki á við landsleik islands og
Wales 2. júní, ef mögulegt væri, þó
slíkt sé alltaf vissum erfiðleikum
bundið.
VK) SITJUM UPPt MEÐ DÝRASTA
BENSÍNIÐ 0G LÉLEGUSTU ÞJÓNUSTUNA
Raddir
lesenda
Til hvers
aðhafa
Lögunga
fólksins?
— þeim er hvorteðer
alltaf sleppt, segir
reiður unglingur
íbréfi sínu
Reiður unglingur og útvarpshlust-
andi skrifar:
Nú er ég orðin meira en litið reið.
Á endalaust að bjóða unglingum upp
á þessa frekju. í gærkvöldi (19. maí)
var þáttunum Við og Lögum Unga
fólksins sleppt vegna útvarps frá
Alþingi. Var ekki hægt að setja þann
þátt á einhvern annan tíma.
Ef fimmtudagsleikritinu eða
hljómleikum hefði verið sleppt hefðu
margar konur úr Vesturbænum
hringt eða skrifað í blöðin. Við
unglingarnir opnum sjaldnast
munninn eða kvörtum, enda alveg
sjálfsagt að sleppa þáttunum okkar.
Ég skil satt að segja ekki hvers
vegna þeir eru. Er það kannski til að
fylla upp í dagskrána þegar ekki er
útvarpað frá Alþingi? í hverjum
einasta þætti Laga unga fólksins (þeg
ar hann er) er beðið um að hann verði
lengdur, í næstum hverju bréfi. Það
hefur auðvitað ekkert að segja,
honum er bara sleppt. Hvað mundi
gerast ef jafnmörg bréf bærust til út-
varpsráðs um að Mælt mál eða
Kvöldsagan yrði lengd um 60
mínútur? Yrði það ekki tekið til
athugunar?
Ólafur Þorsteinsson hringdi:
Ég vil koma á framfæri alúðlegu
þakklæti til olíufélaganna fyrir frá-
bæra þjónustu nú sem endranær
þessa eina af mestu ferðahelgum
ársins. Þessum höfðingjum þókn-
aðist að hafa lokað á hvítasunnudag.
Smáglufa var hjá þeim á annan í
hvítasunnu en öllu skellt í lás klukkan
sex.
Til að fullkomna sköpunarverkið
þá lét lögreglan í Reykjavík loka fyrir
bensínafgreiðslu á þeim tveimur
stöðum, sem voguðu sér að halda
uppi lágmarksþjónustu við
Reykvikinga, þegar oliukóngamir
treystu sér ekki til þess.
Það er athygUsverð staðreynd, að
þrátt fyrir eitt mesta bensínokur í
veröldinni, þá sitjum við jafnframt
uppi með lélegustu þjónustuna.
Það kemur sér ærið oft illa fyrir bileig-
endur þegar bensinstöðvar eru lokaðar
á hátfðisdögum, eins og Ólafur talar
um I bréfí sínu. Þá er einnig mikil um-
ferð eftir lokum bensínstöðvanna á
kvöldin og þá leita bileigendur til um-
ferðarmiðstöðvarinnar, eins og sést á
meðfylgjandi mynd. ^
DB-mynd RagnarTh.
Spurning
dagsins
Hvernig finnst þór
veöriö?
(Spurt I rokinu á þriðjudag).
Jóna Guðrún Jónsdóttir, 13 ára: Mér
lizt nú ekkert sérstaklega vel á það. Ég
vona bara að sumarið fari að koma.
Hafrún Inga Uanlelsdóttir, 11 ara: ivier
finnst það bara ágætt. Reyndar svolítið
rok og frekar kalt en það á örugglega
eftir að koma sumar.
Erla Oskarsdóttir, húsmóðir i Þykkva-
bænum: Mér finnst það frekar vont.
Ég vona að það lagist svo ekki fjúki úr
kartöflugörðunum.
Páll Þór Ómarsson sjómaður: Mér
finnst svolítið kalt. Frekar hvasst en að
öðru leyti ágætt. Ég var að koma frá
Bandarikjunum þar sem var 30 stiga
hiti.
Þórir Jónasson, vinnur i Hagkaupi:
Mér finnst það nú ekkert sérstakt . Ég
veit ekki hvort það verður nokkuð
betra í sumar, en það er vonandi.
Hanna Guðmundsdóttir húsmóðir:
Hryssingslegt. Ég á von á að sumarið
verðibetraen þetta.
f