Dagblaðið - 30.05.1980, Blaðsíða 4

Dagblaðið - 30.05.1980, Blaðsíða 4
4 DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 30. MAÍ 1980! DB á ne ytendamarkaði Fyrsta platan er fest við stoðir i lofti og i gólfi og við bita sem festur er á vegginn. handtak í einu eftir því sem smíði veggjarins miðar áfram. Eitt atriði enn er ótalið og getur það þó líklega sparað hús- byggjendum meira fé en flest annað. Það er að dyrnar sem eiga að vera á veggnum eru reistar fyrst og veggurinn síðan smíðaður utan um þær.Þá þarf ekki aðmiða hurðina við vegginn heldur miðast veggurinn við hurðina. Allt erfiðið við að festa sjálfar dyrnar við stoð er því úr sögunni. Ekki þarf heldur að setja upp dyrafalda (geretti) því ekkert bil verður milli dyranna og stoðanna. 6 þúsund á fermetra Hannes telur að með öllu þessu töldu sé hægt að spara að minnsta kosti 6 þúsund krónur á hvern fer- metra milliveggs. Miðað við það að i venjulegum litlum einbýlishúsum eru ■oft hundrað fermetrar af milliveggjum, er því hægt að spara 600 þúsund krónur. Hreint ekki svo litið. Sparnaðurinn fyrir þjóðarbúið i heild yrði einnig gífurlegur. 30% sparnaður í milliveggjum þýðir að minnsta kosti 1,2 milljarða króna á ári. Jafnvel meira. Einangrunin heft í Þessa nýju milliveggi er hægt að einangra með því að hefta einangrunina með venjulegri heftibyssu við plöturnar áður en þær eru settar upp. Þvi má reisa svona veggi við útveggi og einangra á milli og eins má fara að með loftin. Þessi lausn er verulega athyglisverð fyrir þá, sem ætla að lækka loftin hjá sér því öll pússningarvinna sparast. -DS. I x>., 'i;,; Svona lita veggirnir út ofan frá séð. Stoðin er dökk en veggirnir ljósir. DB-myndir Þorri. Um það bil 200 þúsund fermetrar af milliveggjum eru reistir hér á landi árlega. Venjulega eru veggirnir smiðaðir þannig að fyrst er reist grind gildra stoða og síðan eru spónaplötur lagðar utan á grindina og negldar í stoöirnar. Þetta kostar mikla vinnu, við það að reisa grindina, negla þá 100 nagla sem fara svona um það bil i. hverja stoð, síðan þarf að fela nagla- götin með sþarsli sem svo þarf að slípa niður. öll þessi mikla vinna gerir það að verkum að þegar verð milliveggja er reiknað út, sést að hrá- efnið kostar um 30%, en vinna um' 70%. Hvert handtak, sem hægt er að spara við uppsetningu milliveggja er því ákaflega mikilvægt og bein lækkun á verði veggjarins. Nú hefur komið fram aðferð sem þeir sem reynt hafa telja að geti sparað allt að helmingi af allri þessari vinnu og með því lækkað kostnaðinn við milliveggi um fjórðung, jafnvel meira. Einangrunin er heft á plötuna með venjulegri heftibyssu. Höfundur þessa nýja kerfis er fyrirtækið Ráðgjöf og hönnun, sem naut aðstoðar Iðnþróunarsjóðs, Hús- næðismálastofnunar og Landsbanka tslands. Hannes Gunnarsson í Þor- lákshöfn sér hins vegar um að hrinda hugmyndinni i framkvæmd og hefur hann þegar sett upp svona milliveggi i nokkrum húsum þar eystra. Við skruppum í heimsókn til Hannesar meira en helming „Þetta er ennþá sniðugra en það lítur út fyrir að vera í fyrstu,” sagði Hannes. „Ég tel að það geti minnkað vinnuna við uppsetningu um helming eða meira. Notað er minna efni en í venjulega milliveggi en efnið er ívið dýrara. Ég held þó að það jafni sig út.” Hinir nýju milliveggir byggja á snjallri hugmynd. Bitar eru reistir í loft og lagðir á gólf. Síðan er mjó stoð sett við enda hins nýja veggjar. Fyrsta spónaplatan er siðan negld við þessa stoð og í bitana i lofti og gólfi. Þessi plata er 60 sentimetra breið, eða helmingur af venjulegri Sniðið er úr vegg og einangrun fyrir spónaplötu og því þægilegri i rafmagnsdós. meðferð. Raflagnirnar eru eins og frumskógur á hvolfi áður en veggurinn er smiðaður utan um þær. Þá er að koma fyrir næstu stoð i veggnum. í stað þess að negla hana með hundrað nöglum er stoðinni einfaldlega smellt við plötuna og næstu plötur svo aftur við stoðina. Þessi stoð er raunar það sem allt kerfið byggist á. Hún er mjórri en þær stoðir sem við venjulega notum í milliveggi þar eð ekkert þarf að negla I hana. Úr hliöum hennar og úr spónaplötunum eru fræstar raufar, sem síðan smella saman. Ekkert þarf að negla og ekkert að líma en veggurinn stendur svo lengi sem nokkur kærir sig um hann. Vilji maöur hins vegar færa hann til seinna er einfaldlega hægt að smella honum sundur og setja hann saman afturánýjum stað. Byrjað á raflögninni En þessir milliveggir fela i sér fleiri nýjungar en þær að þurfa hvorki að negla eða líma. önnur nýjung er sú að byrjað er að vinna þá raflögn sem í vegginn á að koma áður en byrjað er á veggnum að nokkru. Eins er farið að ef pípur eiga að liggja i veggnum. Veggurinn er síðan reistur utan um þennan skóg pipna og röra og sniðinn til eftir þörfum. Þetta sparar enn vinnu sem ekki er talin með í vinnusparnaði þeim, sem Hannes minntist á. Með þessu getur rafvirkinn lokið sínu verki og farið síðan í stað þess að þurfa að koma aftur og aftur til þess að gera eitt þar sem hann var að fást við uppsetn ingu hinna nýju veggja. Vinnan minnkar um Ef dyr eiga að vera á veggnum er byrjað á að reisa þær og veggurinn slðan smelltur við þær. I ‘ Nýgerdaf milli- veggjum: Hægt að spara allt að f jórðungi

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.