Dagblaðið - 31.05.1980, Blaðsíða 5
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 31. MAÍ 1980.
5
IÐNAÐARMENN, VELSTJORAR.
50útskrifast
úrFjölbrautaskóla
Suðumesja: STUDENTAR 0G FLUGMAÐUR
\
—og skólinn að sprengjártt&fsfsér húsnæði á þremur stöðum
Fjölbrautaskóla Suðurnesja var slitið
sl. laugardag í Ytri-Njarðvíkurkirkju
og lauk þar með þriðja starfsári
skólans. Steinþór Júlíusson bæjarstjóri
í Keflavík flutti ávarp af hálfu sveitar-
félaganna á Suðurnesjum. Þá var sam-'
leikur á fiðlu og voru flytjendur tveir
nemendur skólans. Kjartan Már
Kjartansson og Unnur Pálsdóttir.
Að þessu sinni brautskráðust 50
nemendur, 5 vélstjórar, 3 nemar af
verzlunar- og skrifstofubraut, 17
iðnaðarmenn þar af 9 húsasmíða-
nemar, tæknibrautarnemi, flugmaður,
og 23 stúdentar.
Verðlaun fyrir góðan námsárangur
hlutu þau, Bjarni Bergmann Þorsteins-
son á vélstjórabraut 2 stigs, Ólafur Atli
Ólafsson, húsasmíðanemi og Védís
Elsa Kristjánsdóttir stúdent af félags-
fræðibraut.
Aðalkennari á vélstjórabraut, Óskar
Jónsson, lætur nú af störfum sem fasta-
kennari, en hann hefur verið aðal-
kennari á þeirri braut og unnið af
miklum dugnaði við að byggja upp og
skipuleggja verknámsaðstöðuna þar.
Ásgeir Margeirsson nýstúdent flutti
ávarp af hálfu nemenda.
Jón Böðvarsson skólameistari flutti
skólaslitaræðuna og kom fram að
nemendur voru á fyrri önn 505 en
hinni seinni 486. Kennarar voru 42 á
báðum önnum. Skólinn hefur þegar
sprengt utan af sér húsnæðið og kennt
er á þremur stöðum í Keflavík og
Njarðvík. Vonir standa þó til þess að úr
rætist með haustinu og keypt verði eða
byggtnýtthúsnæði fyrirskólann.emm.
SVFÍ með slysavamasýningu
á SUMARIÐ ’80 —sem lýkur annað kvöld
/>
Sextán þúsund gestir hafa að sögn
komið á alþjóðlegu vörusýninguna
Sumar ’80 i Sýningahöllinni á Artúns-
höfða. Sýningunni lýkur kl. 22 annað
kvöld en í dag og á morgun verður opið
kl. 14—22.
f dag verður mikið um dýrðir á
sýningunni — Halli, Laddi, og
Jörundur skemmta klukkan 14.30 og
klukkutíma siðar verðúr Slysavarna-
félag íslands með talsvert prógramm.
Sýnd verður notkun línubyssu,
björgunarstóll verður settur upp á milli
hæða, fjallað verður í máli og myndum
um lífgunaraðferðir og hættur í sam-
bandi við sumarferðalög.
Annað kvöld verður tízkusýning og
opið í öllum básum eins og raunar í dag
líka.
-ÓV.
Misstu allt sitt í bruna:
Safnað fyrir viðlagasjóðshúsi úrEyjum
Heimilisfólkið á Brekku í Gufudals-
sveit varð fyrir miklu tjóni er íbúðarhús
þess brann 11. maí sl. Þar brunnu
allar eigur þess í húsmunum og fatnaði
ótryggðar.
Nú eru uppi áform um að kaupa
viðlagasjóðshús frá Vestmannaeyjum
til íbúðar fyrir Brekkufólkið. Verulega
skordr á að brunatrygging íbúðar-
húsnæðisins nægi til endurreisnar
heimilisins.
Halldór D. Gunnarsson í Samvinnu-
bankanum í Króksfjarðarnesi hefur
lofað að taka á móti framlögum
almennings og sjá um ráðstöfun þeirra
til húsakaupanna. Einnig má hafa sam-
band við Tómas Guðjónsson,
Rauðalæk 61, Reykjavík, simi 34938.
Jón Böðvarsson skólamelstari útskrifar stódenta slna á laugardaginn.
DB-mynd:-emm
Síðustu tónleikar Per Henrik
Wallins í Norræna húsinu
•« •
Sænski jasspianóleikarinn Per Hen-
rik Wallin heldur sína síðustu tónleika
hér á landi í dag, laugardag. Þeir verða
í Norræna húsinu og hefjast klukkan,
fjögur.
Wallin er í hópi fremstu jassleikara
Svía. Hann leikur með eigin tríói í
Stokkhólmi með bassaleikaranum
Thorbjörn Hultcrantz og Erik Dahl-
back trommuleikara.
í viðtali við Helgarpósdnn segist
Wallin ekki hafa hugmynd um hvað
hann leiki á tónleikunum í dag. —
Hann er hér á landi á vegum Gallerís
Suðurgötu 7 og Sænsk-íslenzka
félagsins.
BLODIN
HÆKKA
Áskriftar-, lausasölu- og auglýsinga-
verð Dagblaðsins hækkar frá og með 1.
júní. Mánaðaráskrift hækkar úr 4800 í
5000 krtfciuj, l^usasöluverð úr 240 i 250
krónur eintakið og grunnverð
auglýsinga pr. dálksentimetra úr 2.700
krónum i 2900 krónur. Ein smáauglýs-
ing kostar nú 5000 kr.
ENGINN NAGLI
HELMINGI FLJÓTARA
1.
2.
3.
4.
T-byggingarkerfið lækkar
byggingarkostnað og styttir leiðina
. frá fokheldu að fullbúnu húsi.
Veggir ór T-byggingarkerfinu eru
helmingi fljótlegri í uppsetningu en
hefðbundnir veggir.
Innihurðir eru hluti af kerfinu og við
það sparast bæði isetningarvinna og
gerekti.
Grind og veggklæðning eru reistar í
sömu aðgerðinni og eru vegggrindur
þvi ekki til trafala við uppsetninga.
Raflagnir eru til muna fljótlegri i
uppsetningu.
C Þyngsta eining T-kerfisins vegur
aðeins 14 kg og leikur kerfið þvi i
hvers manns höndum.
"7 Auðveldara er að hljóðeinangra T-
* ■ veggi en aðra veggi.
8.
9.
10
T-veggir eru mun stlfari og svigna þvl
minna en hefðbundnir veggir.
T-veggir eru settir saman án negl-
ingar og sparast því vinna við negl-
ingar — dókun — spörtlun — og
slípun.
T-veggi er unnt að taka niður og
'endurnota að mestu annars staðar.
BYL
/ byggingariðnaði
BYGGINGARKERFID
Framlag íslenzkra hönnuða
til f ramleiðniaukningar
■ byggingariðnaði
EI\J VENJULEGIR
30% ODYRARA VEGGIR
=ININGAR
MILLIVEGGIR
LOFT
\
A FJAÐRAÞIUA
Bfjaorastoo
[) FJAÐRAKARMUR
C S FJAÐRALOK
£ | LEiÐARI
I I
fl
8i
i
HUÓÐEINANGRANDI
VEGGIR
\e;
....-71 ■: B:)
1
;
.....,
.........=....fXÚ
■ E /Ji B< jT
' - . a : ....-‘
r*4orj'
(A)
(A)
lE)
Byggingarkerfið
Framleiðandi:
Hannes Gunnarsson
Selvogsbraut 4
Þorlákshöfn
Sími 99-3620
Hönnun og einkaleyfisvernd
Ráðgjöf og hönnun s/f