Dagblaðið - 31.05.1980, Side 9

Dagblaðið - 31.05.1980, Side 9
 Harold Lloyd gcrði meira en 70 kvik- myndir með Lonesome Luke, eftir að hafa unnið með Mack Sennett og Key- stone-löggunum, en sneri scr síðan að náunganum með gleraugun. þó þurfi stöku sinnum að ná þvi út meðtöng. Ofurhuginn Lloyd Ári síðar gerir Lloyd eina af merk- ustu myndum sínum, „Safety Lasl” en í þeirri mynd er atriðið þar sem hann prílar upp eftir háhýsinu. Eftir þá mynd varð hann ótvíræður kon- ungur Ofurhuga-gamanmyndanna. Eftir þennan ágæta árangur kom hver myndin á fætur annarri: „Why Worry” (1923), sem sýnd var fyrir skömmu i isl. sjónvarpinu með norska risanum Johan Aasen í einu aðalhlutverkanna, „Girl Shy” (1924) og „Hot Water” (1924) og „The Freshman” (1925), en í þeirri mynd deilir Lloyd á lífið í bandarískum há- skólum. Þessi mynd er bráðskemmti- leg og vakti á sinum tíma menn til umhugsunar, auk þess sem hún varð geysivinsæl. Lloyd gerði þrjár myndir til viðbótar áður en tími þöglu myndanna rann sitt skeið á enda: „For Heavens Sake” (1926), ,,The Kid Brother” (1927) og „Speedy” (1928), sem er lofsöngur Lloyds til New York-borgar; sú kvik- Hér getur að lita svipmynd úr langfrægasta kvikmyndaatriði Harold Lloyd: Húsið kliflð I kvikmyndinni Safety Last. Meö þvi varð Lloyd óumdeilanlegur kon- ungur ofurhuga gamanmyndanna. mynd er dálítil tilraun til að varðveita einhver brot af rómantískri fortíð borgarinnar. Hin nýja tækni Tilkoma hljóðtækni kvikmynd- anna varð upphafið að endalokum velgengni Lloyds, ásamt kreppunni. Lloyd tókst ekki jafnvel og mörgum starfssystkina hans að höndla hina nýj'u tækni (þó hann hefði sjálfur verið sannfærður um að svo væri), og náunginn með gleraugun, hinn ákveðni og framagjarni maður þriðja áratugarins átti ekki heima með þvi fólki sem hrærðist í vonbrigðum og vonleysi fjórða áratugarins. Engu að síður gerði Lloyd sjö hljóðmyndir, sem eru þó engu að síður áhugaverð- ar nútímafólki. En hljóðmyndir Lloyds voru að meira eða minna leyti mislukkaðar, iðulega endurtekningar á atriðum, sem höfðu áður þótt heppnast og stuðlað að frægð hans — sem dæmi að nefna: ofurhugaatriðið, þar sem Lloyd klifrar upp eftir háhýsinu. Þó er seinasta mynd hans, „Mad Wednesday” (hét áður „The Sin of Harold Diddlebock” 1947) sæmandi svanasöngur gamanmyndameistar- ans. Þar er að finna háhýsagöngu Lloyds enn einu sinni, og söguþráð- urinn segir frá framaferli Lloyds sjálfs í ágætlega skrifuðu handriti leikstjórans. Harold Lloyd með Aggie Herring í myndinni Among Those Present, en það var ein af siðustu stuttu myndum hans ásamt Dr. Jack, en þar reynir hann að lækna Mildred Davis. Eric Mavne fylgist vandlega með. (Þessar rnvndir eru gerðar 1921 og 1922). Mildred Davis varð síðar eiginkona Lloyds. Kvik myndir Hræðslan við áhorfendur En hvernig skyldi standa á þvi að Lloyd hefur fallið í gleymskunnar dá að mestu leyti? (Ef undan er skilið visubrotið: „Mamma, fár jeg lov att gá i bio att se pá Harold Lloyd og Valentino . . .?”) Harold Lloyd hélt sjálfur sýningarrétti á myndum sínum, andstætt við flesta aðra Hollywood-leikara, nema Charlie Chaplin. Lloyd var sömuleiðis tiltölulega vel stæður alla ævi, og þurfti því ekki á því að halda að myndir hans væru sýndar opinberlega. Hann hafði enda áhyggjur af því, hvernig nýir áhorf- endahópar myndu taka gömlu þöglu myndunum hans. Hann þreifaði lítið eitt fyrir sér á fimmta og sjötta ára- tugnum og lét nokkrar mynda sinnaá markað — en eins og hann hafði grunað, tók fólk þeim sem gömlum lummum. Hann lokaði myndir sínar því inni allt til dauða síns 1971. Núna hefur þó Time-Life Films tekið að sér flestar myndir Lloyds og glefsur úr löngum myndum hans ásamt nokkrum styttri mynda hans sem hafa verið sýndar viða um jarðir. Auk þess hafa lengri myndir hans víða farið. Sérstök Óskarsverðlaun Árið 1952 fékk Lloyd sérstök Ósk- arsverðlaun með árituninni: „Til Harold Lloyd: meistara gamanmynd- anna oggóðssamfélagsþegns”. Þetta var greinilega sneið til Charles Chaplin, sem hafði þá nýverið fiutt til Evrópu í sjálfviljuga útlegð vegna hins alræmda McCarthy-tímabils í Bandaríkjunum, þegar listamenn ásamt með öðrum voru kallaðir til yfirheyrslu, ásakaðir fyrir stjórn- málaskoðanir og þeim jafnvel meinað að vinna við list sina. Ný kynslóð er nú óðum að kynnast Harold Lloyd, og vonandi verður framhald á þvi að sjónvarpið taki myndir hans til sýninga. Harold Lloyd var á sínum tíma tákn frama og framtiðar — á ánægjutímum þriðja áratugarins. Og ánægjulegustu stundir þess áratugar getum við svo sannarlega átt með Harold I.loyd. DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 31. MAÍ 1980. Statisti hjá Edison Harold Lloyd fæddist í Nebraska 1893. Faðir hans hafði ekki fasta vinnu, og það gerði að verkum að fjölskyldan var mikið á faraldsfæti. Lloyd varð bitinn af leikhúsbakterí- unni og reyndi hvað hann gat til að fá að stíga á fjalirnar. Á endanum varð hann statisti hjá Edison Company 1913, í kvikmyndinni „The old Monk’s Tale” sem kvikmynduð var í Kaliforníu. Lloyd vann síðan fyrir sér næstu árin sem statisti hjá Universal Studios og hitti þar annan statista, Hal Roach, en Roach varð síðar kvikmyndaframleiðandi. Hann leit- aði til Lloyd og spurði, hvort hann væri til í að leika í nokkrum gaman- myndum. Og Lloyd var til í það. IMáunginn með gleraugun Harold Lloyd skapaði náunga sem hann nefndi Lonesome Luke (Ein- mana Láki), sem var töluvert i ætt við litla fiækinginn hans Chaplins. Kvikmyndirnar með Luke urðu yfir 70 talsins, en Lloyd var þá orðinn þreyttur á þessari Chaplin-eftirhermu og vildi búa til nýja kvikmyndahetju. Og náunginn með gleraugun, eins og Lloyd nefndi hann sjálfur, varð fyrst til í kvikmyndinni „Over the Fence” 1917. En Luke hafði náð töluverðum vinsældum meðal almennings, svo Lloyd varð að leggja hart að sér að vinna náunganum með gleraugun fylgis. Það tókst, frægðin og framinn varð að veruleika nokkrum árum isiðar og kvikmyndir Lloyds voru Iseldar á háu verði. Harold Lloyd gerði rúmlega 90 kvikmyndir sem náunginn með gler- augun. Reyndar voru gleraugun hið eina, sem hægt var að þekkja þennan náunga á, og hann varð smám saman eftir því sem hann þróaðist „maður- inn-á-götunni”, ameríski meðaljón- inn, sem sérhver bíógestur gat sam- samað sig með. Þetta varð vitaskuld til að stuðla að vinsældum hans, og áhorfendur hrifust með í atburðarás- inni um leið og alls kyns fáránlegir og ótrúlegir atburðir gerðust. Harold Lloyd varð þú og ég — eða nágrann- inn — sem lentu stöðugt í alls kyns uppákomum, og auðvitað alveg óvart. Ameríski draumurinn Þessi samsömun áhorfenda með L.loyd stafaði ekki siður af því, að i helstu myndum hans, sem framleidd- ar eru á þriðja áratugnum, er að finna drauminn um frama, frægð og hamingju — og þetta átti vel við á þessum áratug, þegar allir virtust eiga jafna möguleika á að verða ríkir og hamingjusamir. Flækingur Chaplins, steinandlit Keatons og barnsandlit Harry Langdons vöktu kátínu og hlátur hjá áhorfendum, en þeim tókst ekki að samsama sig þessum persón- um, þó þeir hefðu ef til vill samúð með þeim. Á þessu tímabili (1921 — 1928) gerði Harold Lloyd 11 langar kvik- myndir. Hinar fyrstu áttu upphaflega að verða aðeins stuttar myndir, en urðu þegar til kom iengri en ætlað var. Meðal þeirra mynda eru „A Sailor-Made Man” (1921), sem segir frá slæpingja sem vill sanna það fyrir kærustunni sinni að hann sé karl í krapinu, „Grandma’s Boy” (1922) þar sem segir frá feimnum ungum manni sem uppgötvar að lokum að þor kemur aðeins frá manni sjálfum, Að undanförnu hefur sjónvarpið tekið til sýninga nokkrar myndir gamanleikarans Harold Lloyd. Það er vissulega vel til fundið, því myndir hans eru perlur, sem hafa fallið í gleymskunnar dá — vel að merkja, mest fyrir tilstilli hans sjálfs. En vegna þess er ekki úr vegi að rifja upp söguna um Harold Lloyd, einn dáð- asta gamanleikara ailra tíma. Á þriðja áratugnum voru Chaplin, Lloyd og Buster Keaton konungar gamanmyndanna. Chaplin var þeirra langfremstur — um það efast enginn — og Lloyd skaust smám saman fram fyrir Keaton, bæði að mati áhorfenda, en myndir Lloyds löðuðu æ fleiri þeirra að sér, en ekki síður meðal gagnrýnenda.

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.