Dagblaðið - 31.05.1980, Page 11
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 31. MAÍ1980.
Ekki verður annað séð en langstærsti hluti irönsku þjöðarinnar styði Khomeiní og
menn hans þó Ijóst sé að allstór hluti lrana er ekki hlynntur aðgerðum hans.
honum fóru að birtast á forsíðum
blaða í íran frá og með október-
mánuði árið 1978. Þar hafi verið á
ferðinni vísvitandi mótstaða gegn
þeim leifum af ritskoðun, sem hin
fallandi keisarastjóm beitti.
Það mun hafa verið einn liður —
að vísu of seint — i frjálsræðisstefnu
keisarastjórnarinnar að smátt og
smátt var prentfrelsi aukið í Iran.
Hófst sú þróun árið 1976. Þetta frelsi
notuðu írönsku blöðin til að koma á
framfæri andstöðu sinni við keisara-
stjórnina.
Að sögn Amir Tahir voru írönsk
blöð alls ekki sem heild beinir and-
stæðingar keisarastjórnarinnar og
stefnu keisarans, þegar tíl langs tima
var litið. Blöðin gagnrýndu aftur á
móti harðlega þá hörku sem beitt var
við að koma stefnumörkunum á og
einnig þá fyrirlitningu sem keisara-
stjórnin og handlangarar hennar
sýndu sinum eigin lögum. Blöðin i
Íran voru sem sagt alls ekki þannig að
stefnt væri að byltingu fyrir þeirra
tilstuðlan.
Alveg eins og stór hluti klerka-
stéttarinnar óskuðu þau eftir ýmsum
umbótum i lýðræðisátt á ríkjandi
stjórnarháttum.
Það var ekki fyrr en I ágúst-
mánuði árið 1978, sem keisarinn þá-
verandi aflétti öllum hömlum á
írönskum blöðum. Aðeins um það bil
hálfu ári áður en hann fór í útlegð.
Þangað til höfðu menn hans látið fá
tækifæri ónotuð til að trufla starf-
semi þeirra. Beitt var beinni rit-
skoðun, útgáfu dagblaða og timarita
var bönnuð og blaðamenn og rit-
stjórar voru fangelsaðir.
Margir og ólíkir hópar stóðu að
andstöðunni gegn keisarastjórninni.
Ekki liðu þó nema sex mánuðir þar
til Khomeiní og fylgismenn hans,
sem reka harða stefnu i- anda
Kóransins, í það minnsta að eigin
sögn, höfðu náð að komast í allar
valdastöður. Allir aðrir hópar sem
r
i
Kjallarinn
Björgvin Björgvinsson
samfélagið. Til að þrífast í slikum
samfélögum þá verða helst allir að
vera eins, steyptir i sama mótið. Þess
vegna verða hinir nýju einstaklingar
mjög oft síðar meir þátttakendur í
því sem þeim fínnst óæskilegt í sam-
félaginu. Hegðunarmunstur sem
lagt höfðu sitt af mörkum til að
koma keisaranum frá völdum, voru
úti í kuldanum.
Þetta var sá timi, sem irönsk blöð
höfðu nokkurn veginn frjálsar
hendur við að stunda frjálsa blaða-
mennsku án íhlutunar valdamanna.
Að sögn Amir Tahir ritstjóra
reyndu blöðin þá að stefna að tveim
meginmarkmiðum, að koma í veg
fyrir að ný ógnarstjóm næði völdum
og að íran sogaðist inn i vonlausa
óstjórn.
Að þessum sex mánuðum liðnum
var hins vegar aftur orðið Ijóst að
blöðin i landinu voru komin i and-
stöðu við stjórnvöld.
Amir Tahir telur að Khomeiní
hafi verið þvi andstæður að tak-
marka frelsi blaðanna i landinu.
Meðal annars vegna þess þáttar, sem
þau áttu í að koma honum til valda.
Fljótlega kom þó i ljós að íran
undir stjórn öfgafullra múhameðs-
trúarmanna gat ekki leyft sér slikan
munað sem „frjálsa pressu”.
Opinberar ásakanir fóru að berast
á hendur blöðunum og málflutningi
þeirra. Þau voru sökuð um að vera
umboðsmenn gyðinga, nýlendukúg-
ara, kommúnista og mestu fasista-
skepna o.s.frv.
Síðan hófst leikur upp á nýjan leik
og nú er svo komið að frelsi fjölmiðla
í íran er liklega litlu eða engu betra en
þegar verst lét undir keisara-
stjórninni.
Fróðlegt verður að sjá í fram-
tíðinni hvort Bani Sadr forseta og
stuðningsmönnum hans tekst að fá
einhverju áorkað í frjálsræðisátt i
íran vegna yfirgangs öfgafullra trúar-
leiðtoga. Hinir siðarnefndu munu
hafa meirihluta á þingi landsins, sem
kom saman á miðvikudaginn var.
Bani Sadr nýtur þar aðeins stuðnings
70 þingmanna af þeim 242 sem búið
er að kjósa. Hann mun þó gera sér
vonir um stuðning einhvers hóps
annarra frjálslyndari þingmanna.
þetta þekkist lika vel meðal margra
dýrategunda, 0£ kemur mjög oft
fram í smærri samfélagseiningum
fólks. Flestir kjósa að láta lítið á sér
bera svo þeir falli slétt og fellt að
munstrinu. Þeir sem ekki sætta sig
við munstrið mega búast við öllu
hinu versta, að öllu sé snúið á verri
veg. Þá er úlfaldi oft gerður úr
mýflugu.
Mjög oft sér maður merkilega
miklar samlíkingar milli mannsins
og hinna ýmsu dýrategunda. Maður-
inn heyrstrið. Dýrin heyja sín stríð
með svipuðu hegðunarmunstri. Er
það nokkur furða, að sumir verði
stundum i vafa um það hver dýra-
tegundin sé komin lengst á þróunar-
brautinni.
Efni það sem fjallað hefur verið
um í þessari grein í mjög stuttu máli,
er eflaust efni í margar bækur. Þær
hugmyndir sem ég varpa fram eru
ekki ætlaðar til að sanna hlutina, eða
til að koma með einhverjar snilldar-
lausnir. Heldur með von um að vekja
fólk til umhugsunar og sjálfsgagn-
rýni. Með þeim orðum læt ég staðar
numið.
Björgvin Björgvinsson
^ „Hvernig bregðast rótgróin samfélög viö
nýjum einstaklingum? Samfélög þar sem
allir þekkja alla. Sum meö neikvæðum huga,
en önnur meö opnum huga. En hvaða hvatir
valda því að sum slíkra samfélaga bregöast við
með neikvæðum huga?”
Sovétríkin og
heimsstyrjöldin
—svör við fjórum spumingum Ingólfs Á. Jóhannssonar
Svör við fjórum spurningum
Ingólfs Á. Jóhannessonar.
Ingólfur Á. Jóhannesson sagn-
fræðingur spyr mig fjögurra
spurninga í lesendabréfi sem birtist í
Dagblaðinu 8. maí. Þar kvartar hanri
einnig undan því að ég hafi ekki
svarað þessum sömu spurningum
þegar hann beindi þeim til mín i
kjallaragrein I. marz. Þvi miður
hafði ég ekki hugmynd um þessa
kjallaragrein fyrr en ég las lesenda-
bréfhans.
lngólfur biður mig sérstaklega að
svara af einlægni og ekki vera með
neinar spælingar i garð maóista á
Íslandi. Ég skal lofa að verða við
fyrra atriðinu. Vandamálið er aftur á
móti að ég er það mikið ósammála
íslenskum maóistum að ég get ekki
einu sinni verið sammála spurningum
þeirra.
Fyrsta spurning Ingólfs var hvort
ég „teldi að heimsfriðnum stafaði
meiri hætta af Sovétríkjunum en
öðrum nú sem stæði.” Ég verð að
svara því af einlægni að mér finnst
spurningin bjánaleg. Éf við eigum að
ræða almennt um hættuna á heims-
styrjöld, þá hljótum við að ræða um
andstæður á milli ríkja (ríkjahópa)
sem við ákveðnar aðstæður leiða til
styrjaldar. Kveikjan að slíkri styrjöld
getur verið margs konar. Við
ákveðnar aðstæður hefði Kúbudeilan
og innrás Bandaríkjanna inn í Kúbu,
Víetnamstríðið, innrás Kína í
Víetnam eða innrás Sovétríkjanna
inn í Afghanistan orðið kveikjan að
stærri átökum, jafnvel heimsstyrjöld.
Sagnfræðingur ætti að þekkja
þessar einföldu staðreyndir. Senni-
lega hefur Ingólfur einnig verið að
spyrja um annað. Sennilega hefur
hann verið að spyrja um það hvort ég
áliti Sovétríkin vera í þann veginn að
starta þriðju heimsstyrjöldinni (t.d.
með allsherjarárás á V-Evrópu eða
Kína). Þeirri spurningu get ég auð-
veldlega svarað neitandi.
Næsta spuming Ingólfs er hverjir
ógni heimsfriðnum „mest” ef það
séu ekki Sovétrikin. Nú veit hann
sennilega að ég álít ekki — gagnstætt
islenskum maóistum — að heims-
styrjöld sé yfirvofandi. Ekkert af
helstu ríkjum heims er undir heims-
styrjöld búið. Ekki einu sinni Banda-
ríkin, þrátt fyrir hertæknilega yfir-
burði þeirra. Ég vona einnig enn að
til þess komi aldrei.
Ef ég ætti engu að síður að gera
grein fyrir hættunni á heimsstyrjöld i
viðara samhengi, þá sé ég helstu
hættuna fólgna í áframhaldandi
kreppuþróun auðvaldsskipulagsins,
vaxandi samkeppni á milli auðvalds-
rikja (þörf auðvaldsskipulagsins á
sífellt vaxandi mörkuðum) og efiingu
hægri öfgaafla í heimsvaldaríkjun-
um. Þetta er sú þróun sem við höfum
fyrir augunum í dag. Sams konar
þróun leiddi til síðari heims-
styrjaldarinnar 1939. En þótt samlík-
ing við síðari heimsstyrjöldina og
aðdraganda hennar sé nærtæk, þá er
mikilvægt að gera sér grein fyrir þeim
breytingum i hernaöartækni sem
orðið hafa og þeirri staðreynd að riki
þar sem auðvaldsskipulagið hefur
verið afnumið (Sovétríkin, Kína
o.s.frv.) eru margfalt fleiri og öflugri
en 1939. Bæði þessi atriði minnka
hættuna á heimsstyrjöld, og gera
.samlíkingu við seinni heimsstyrjöld-
Kjallarinn
Ásgeir Daníelsson
ina vafasama. Þvi miður virðast
íslenskir maóistar ekki hafa tekið
eftir þessum atriðum frekar en svo
mörgu öðru. Samlíkingar þeirra við
Múnchen-samkomulag Chamber-
lains og Hitlers, Spánarstyrjöldina
o.s.frv. eru þess vegna jafn hlægi-
legar og stríðsæsingar þeirra eru grát-
legar.
Ef við eigum að benda á sögulega
samlíkingu, þá hefur hemaðar-
stefnan hvergi náð að sigra á afger-
andi hátt eins og i Þýskalandi 1933.
Verkalýðshreyfingin hefur heldur
ekki orðið að þola sambærilegan
ósigur. Það væri því helst að bera
ástandið i dag saman við ástandið
fyrir 1930. Bjartsýni mín varðandi
það, að til þriðju heimsstyrjaldar-
innar komi ekki, byggir einmitt á því
að ég tel allar líkur á því að verka-
lýðshreyfingar auðvaldslandanna
geti borið sigurorð af afturhaldinu í
þeim átökum sem fram undan eru.
„Útþenslustefna
Sovétrfkjanna"
Þriðja spurningin er hvort ég álíti
einhverja „ástæðu til að berjast gegn
útþenslustefnu Sovétríkjanna.” Nú
veit Ingólfur væntanlega að ég álít
ekki að Sovétríkin reki heimsvalda-
sinnaða útþenslustefnu eins og
Bandaríkin og önnur heimsvaldariki.
Hann veit án efa cinnig að ég álit alla
ástæðu til að berjast gegn yfirgangi
sovéska hersins gegn alþýðu manna
eins og átti sér stað í A-Þýskalandi
1953, Ungverjalandi 1956 og Tékkó-
slóvakíiu 1968. (Er það rétt til getið
aö islenskir maóistar verji enn innrás-
ina í Ungverjaland og bælingu verka-
mannauppreisnarinnar í A-Þýska-
landi? Þeir gerðu þaðl!)
Það sem islenskum maóistum er
mestur þyrnir í augum er aftur á móti
stuðningur kúbanskra hermanna við
þjóðfrelsisöflin í Angóla eftir innrás
hers S-Afríku og stuöningur Sovét-
ríkjanna við framfarasinnaöar ríkis-
stjórir í Víetnam, Eþíópíu og Jemen.
Þetta kalla þeir „útþenslustefnu
Sovétríkjanna.” Ég sé enga ástæðu
til að berjast gegn þess konar
„útþenslustefnu.” Þvert á móti eru
þetta dæmi um það fáa jákvæða sem
sovésk stjórnvöld láta af sér leiða.
Andstaða mín gegn innrás Sovét-
rikjanna i Afghanistan byggði ekki
heldur á því, að þar væri á ferðinni
dæmi um „útþenslustefnu Sovétríkj-
anna.”
Fjórða og síðasta spurningin er
hvaða úrræði ég telji „heppilegust i
varnarmálum Islands.” Þetta er eina
spurningin sem er fljótsvarað. Ég álit
heppilegustu úrræðin í dag séu að
bandariski herinn fari af landinu og
Island segi sig úr NATO. Með því
móti mundi hernaðarleg staða heims-
valdaríkjanna versna, hættan á
heimsstyrjöld einhvern tíma í fram-
tíðinni minnka og hættan á hernaðar-
legum aðgerðum gegn framfarasinn-
uðum öflum minnka. Það er þessi
síöasttalda hætta, sem er langmikil-
vægast að við berjumst gegn I dag
eins og aðgerðir Bandaríkjanna gagn-
vart Iran og E1 Salvador og framferði
franska hersins í Afriku sýna Ijós-
lega.
Maó-stalínísk
sagnfrœði
Það er oft grátbroslegt að deila við
maóista um söguleg og pólitísk mál-
efni. Einfeldni þeirra — og tvöfeldni
— virðist ekki eiga sér nein takmörk.
Það er kannske ekki svo undarlegt,
því samkvæmt skilgreiningu er þetta
fólk sem trúir því enn að Sovétríkin
hafi verið dýrðarriki á tímum Stalíns,
en breyst i andstöðu sina um það leyti
sem Krúsjeff afhjúpaði glæpi Stalíns
og aflétti verstu kúgun Stalíntímans.
Tvöfeldni þessa fólks kemur vel í
Ijós þegar það ber sér á brjóst og lýsir
yfir andstöðu við Sovétríkin í dag og
innrásina í Afghanistan á sama tima
og það ver aðgerðir kínverska skrif-
ræðisins og innrás þess inn í
Vietnam. Vörn þeirra fyrir innrásina
í fyrra er sú að kínverski herinn hafi
ekki skipt um stjórnvöld í Hanoi og
að kínverski herinn hafi farið út úr
Víetnam, sem hann reyndar gerði
eftir hernaðarævintýri þcirra hafði
mislukkast. Heimildarrýni þeirra er
engin varðandi aðdragandi þessara
átaka og margir blaðamenn, sem
voru átrúnaðargoð þeirra fyrir fáum
árum (t.d. bandaríski blaðamaðurinn
Wilfred Burchett) eru nú ekki virtir
viðlits. Þeir éta gagnrýnislaust upp
allan óhróður um Vietnam á sama
tíma og þeir leggja sig í líma við að
hrekja ófögur ummæli um stjórnar-
tíð Po! Pots í Kampútseu. Það skiptir
þá engu þótt heimildirnar séu oft
sömu aðilar i báðum tilfellunum.
Eitt makalausasta dæmið um maó-
staliniska sagnfræði sem ég hef séð
lengi var tilraun Kristjáns Guðlaugs-
sonar í DB hér fyrr í vetur til að verja
innrás kinverska hersirís inn í Tibct á
sínum tíma með tilvísun til samnings
frá 13. öld, eða um það leyti sem
Gamli sáttmáli var gerður. Rök-
semdafærsla af þessu tagi mundi án
efa auðvelda lausn deilunnar um Jan
Mayen! Eða hvað? Það er hreint
makalaust að þessir aðdáendur kin-
verska skrifræðisins skuli ekki þora
að verja innrásina i Tíbet með til-
vísun til þeirra miklu ávinninga sem
orðið hafa eftir að Dalai Lama og
klerkaveldinu var steypt fyrir 20
árum.
Ingólfur og fleiri maó-stalínistar
hafa að undanförnu reynt að telja
fólki trú um að þeir séu að hætta að
elta stefnu skrifræðisins í Peking.
Þetta er því miður rangt. Eina dæmið
sem ég þekki til um mikilsvert mál
þar sem islenska maó-stalínístar
greinir á við húsbændur sína í Peking
er varðandi veru bandariska hersins
hér á landi og aðild Íslands að
NATO. Að undanförnu hafa þær
raddir orðið háværari innan raða
islenskra maó-stalínista sem vilja
aðlaga stefnuna að stuðningi Dengs
við NATO og bandaríska herinn. Ef
dæma má af þróun mála i Svíþjóð og
Noregi bendir allt til þess að sú stefna
verði ofan á hér á landi.
Ásgeir Danielsson
£ „Nú veit hann sennilega að ég álít ekki —
gagnstætt íslenskum maóistum — að
heimsstyrjöld sé yfirvofandi. Ekkert af helstu
ríkjum heims er undir heimsstyrjöld búið.”