Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 31.05.1980, Qupperneq 23

Dagblaðið - 31.05.1980, Qupperneq 23
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 31. MAÍ 1980. Utvarp Sjónvarp 23 HLOÐUBALL - útvarpið kl. 21,15 í kvöld: Walter Matthau og Anne Jackson f hlutverkum sinum I „Hjákona I hjáverkum.” Myndin hlýtur 1/2 stjörnu i kvikmynda- handbók okkar. HJÁKONA í HJÁVERKUM - sjónvarp kl. 21,55 í kvöld: STORSTJORNURI HÁLFSTJÖRNUMYND Það eru engin smástirni i myndinni „Hjákona í hjáverkum” (The Secret Life of an American Wife), Walter Matthau, Anne Jackson og Patrick O’Neal. Við verðum nú samt að hryggja ykkur með því að kvikmynda- handbók okkar gefur henni ekki nema 1/2 stjörnu. Segir að hún sé misheppnuð gamanmynd en leikstjóri hennar hafi ætlað henni að verða ekki síðri en „The Seven Year Itch”, sem hann stjórnaði líka. Sumir geta nú kannski samt sem áður skemmt sér við að sjá uppáhalds- leikara sína á skjánum. Myndin fjallar um húsmóður í bandarískri útborg, sem helduraðhún séaðmissa aðdrátt- arafl sitt. Hún fer því á stúfana til að sanna fyrir sjálfri sér hvort grunurinn séá rökum reistur. Þýðandi Dóra Hafsteinsdóttir. Það er ekki annað að sjá en þarna sé Iff og fjör í miðbænum, en þátturinn „Tilveran” snýst einmitt að nokkru leyti um það hvort það helzt. DB-mynd Arni Páll. TILVERAN—útvarp kl. 16,20 á sunnudag íbeinni útsendingu: „ÆTLUM EIGINLEGA AD VERA ÞÆGILEGIR” —segja Ámi Johnsen og Ólaf ur Geirsson um sumarþátt sinn „Við ætlum eiginlega að vera þægi- legir og ekki mjög leiðinlegir í sextíu mínútur þarna upp úr sunnudagskaff- inu,” sagði Árni Jóhnsen blaðamaður en hann og Ólafur Geirsson blaða- maður verða með klukkustundar langan þátt í útvarpinu á hverjum sunnudegi í sumar. Nefna þeir hann „Tilveru”. Árni Johnsen sagði að hugmyndin væri sú að í hverjum þætti yrði tekið fyrir eitt efni, sem hlyti sérstaka umfjöllun. Nokkurs konar meginefni. Síðan væri auðvitað annað bæði Ijóð og lausavísur, tal og tónar. Meginefnið i þættinum á morgun verður um gamla miðbæinn í Reykja- vík. Rætt er við nokkra aðila sem honum eru kunnugir og reynt að gera sér grein fyrir hvort gamli miðbærinn sé að lifna við eða deyja. Þátturinn „Tilveran” er í beinni út- sendingu. Hvemig væri að fá sér snúning? ,,Ég er nú að byrja aftur með kynn- ingu á „Country músík”. Ég var með þátt í fyrra um hana í fimm mánuði,” sagði Jónatan Garðarsson, sem stjórnar þættinum „Hlöðubail”. Jónatan sagði að þessi tegund hljóm- listar hefði lítið verið á dagskrá hér á landi þangað til hann hefði byrjað með þátt sinn. Aftur á móti hefði „Country músík” notið töluverðra vinsælda núna i veiur og nokkuð spiluð bæði í útvarpi og sjónvarpi. Munum við eiga þess kost að hlusta á ýmislegt af því sem þar hefur komið fram. Jónatan var áður formaður Jazz vakningar en er þár nú blaðafulltrúi. Hann sagði að .lazzv akning ætti fimm ára afmæli í haust og myndi þess verða minnzt veglega. M.a. 1 eða 2 jassistar fengnir til að koma hingað utanlands frá. Þá skýrði Jónatan frá þvi að Jazz vakning hefði staðið fyrir því að hingaö kæmi saxófónleikarinn frægi Stan Getz á Listahátíð í Reykjavík 1980. Hlöðuball er á dagskrá í kvöld í eina klukkustund. Hvernig væri að bjóða dömunum eða herrunum upp í dans? Jónatan Garðarsson blaðafulltrúi Jazzvakningar og Vigfús Ingvarsson tæknimaður að taka upp þáttinn „Hlöðuball” I útvarpinu. HLJÓMSVEIT TÓNMENNTASKÓLA REYKJAVlKUR OG SKÓLAKÓB GARÐABÆJAR — sjónvarp kl. 20,35; sunnudag. Flutt verða verkin Ljóti andarunginn eftir Þorkel Sigurhjörnsson og Oröagaman eftir Jón Ásgeirsson. Stjórnandi Gígja .lóhannsdóttir. Kórstjóri Guðfinna Dóra Ólafsdóttir. Stjórn upptöku Andrés Indriðason.

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.