Dagblaðið - 31.05.1980, Síða 24

Dagblaðið - 31.05.1980, Síða 24
Breytingar á forystuliði sjálfstæðismanna í borgarstjém: VERDIIR DAVfD NÆSTA BORGARSTJÓRAEFNI? Breytingar hafa verið gerðar á forustuliöi borgarstjómarflokks Sjálfstæðisflokksins. Davíð Oddsson hefur verið kjörinn formaður flokksins í stað Birgis ísleifs Gunnarssonar og Magnús L. Sveinsson hefur verið kjörinn vara- formaður í stað Ölafs B. Thors. Báðir þeir Birgir ísleifur og Ólafur óskuðu eftir þvi að þessar breytingar yrðu gerðar. „Það var full samstaða um þetta,” sagði Birgir ísleifur Gunnarsson í samtali viö DB í gær. Hann sagði að síðan hann tók sæti á alþingi hafi sér orðið æ betur ljóst að dreifa þyrfti kröftum meira í borgarstjórnarflokknum en gert hefði verið og þvi hefði hann talið eðlilegt að stokka upp. Hann yrði þó eftir sem áður virkur í borgar- stjórnarflokknum. í borgarstjórnarflokki sjálf- stæðismanna eiga sæti átján fulL trúar, aðal- og varaborgarfulltrúar flokksins í Reykjavík. Þeir völdu einnig í gær þá Birgi ísleif og Albert Guðmundsson dl að sitja í borgar- ráði af hálfu flokksins á næsta ári. Davíð Oddsson og Magnús L. Sveins son verða varamenn þeirra. DB spurði Birgi ísleif hvort þessar breytingar táknuðu að Davíð Odds- son væri næsta borgarstjóraefni sjálfstæðismanna í Reykjavík. Birgir sagði ekkert ákveðið um það — að loknu prófkjöri fyrir næstu kosning- ar myndu frambjóðendur flokksins veljasitt borgarstjóraefni. -ÓV. Davið Oddsson, hinn nýi leiðtogi sjálfstæðismanna i borgarstjórn. DB-mynd Hörður. TOLU KASTAÐ A KRIURNAR Lifið áTjörninni í Reykjavík verður nú Tjarnarbúarnir eiga sér marga góða með fuglalífi á Tjörninni — eins og önnum kafinn við að telja kríur. fjölbreytilegra með degi hverjum. vini meðal manna og rækilega er fylgzt þessi á myndinni, en hann var í gær -DB-mynd: Þorri. USTAHÁTÍÐ SETT Á TORGINU í DAG — menntamálaráðherra, Hamrahlíðarkórinn og Els Comediants við setningu hátíðarinnar Listahátíð i Reykjavík — hin sjötta í röðinni — verður sett við hátíðlega athöfn á Lækjartorgi á morgun. Kór Menntaskóians við Hamrahlíð syngur, • leikflokkurinn Els Come- diants frá Barcelona á Spáni bregður á leik og Ingvar Gíslason mennta- málaráðherra setur hátíðina. Listamannahópurínn og aóstandendur Kjarvalsstaða þar á stéttinni nú i vikunni þegar framlag hússins til Listahátíðar I Reykjavfk var kynnt. DB-mynd: Þorri. Á morgun verða tvær listsýningar opnaðar. í Listasafni íslands sýnir Antonio Saura málverk og grafík- myndir. Sú sýning verður opnuð al- menningi klukkan tvö. Á Kjarvals- stöðum verður opnuð yfirlitssýning á verkum tveggja látinna listakvenna, þeirra Kristínar Jónsdóttur og Gerðar Helgadóttur. Hún hefst klukkan sjö um kvöldið. Að Frikirkjuvegi 11 frumsýnir Leikbrúðuland Sálina hans Jóns míns og um kvöldið verða tónleikar Sinfóníuhljómsveitar íslands í Háskólabíói. Einleikari meðsveitinni verður Göran Söllscher og stjórnandi er Rafael FrObeck de Burgos. Listahátíð í Reykjavík er haldin á tveggjaára fresti. Fjárhagslegur bak- hjarl hennar er Menntamálaráðu- neytið og Reykjavíkurborg. For- maður hátíðarnefndar er Njörður P. Njarðvík. -ÁT- frjálst, úháð dagblað LAUGARDAGUR 31. MAÍ 1980. Reykvíkingartakatil hendinni: Gróðursetja 30 þúsund plöntur eftir hádegi í dag Reykvíkingar ætla að gróðursetja hvorki meira né minna en þrjátíu þúsund trjáplöntur um helgina. Er það framlag borgarbúa til árs trésins 1980. Ætlunin er að íbúar hinna ýmsu borgarhverfa — en Reykjavík hefur verið skipt í 18 svæði í þessu skyni — leggi hönd á plóg og gróðursetji tré í nágrenni sínu. Hafa foreldrar sér- staklega verið hvattir til þess í bréfum að taka þátt í skógræktardeginum. Hvert svæði verður auðkennt sér- staklega og frá stofnunum borgarinnar koma leiðbeinendur. Vinnan hefst kl. 13.15 á morgun og eru þátttakendur hvattir til að taka með sér verkfæri. Við undirbúning þessa verkefnis hefur verið lögð áherzla á að gróðursetja sem mest af þessum þrjátíu þúsund plöntum í hinum nýrri og barn- mörgu hverfum borgarinnar. Er þess vænzt að með því megi auka virðingu barna og unglinga fyrir trjágróðri og stuðla að bættri umgengni við hann. -ÓV. Pryðum iancfió-ptontum ttjam' Mývatnssveit: Skjálftavaktin komin á staðinn — landris náði sömu hæðogígosinu „Við byrjuðum skjálftavaktina aftur upp úr síðustu helgi vegna þess að landrisið hafði náð sömu hæð og þegar gosið varð við Leirhnúk í marzmánuði,” sagði Bryndís Brands- dóttir á jarðskjálftavaktinni í Reynihlíð í spjalli við DB. „Það eru nú ekki nein læti, aðeins örfáir smáskjálftar á dag, sennilega leifar síðustu umbrota. Það er ekki hægt að tímasetja með vissu hvenær vænta má næstu umbrota en líkurnar aukast eftir því sem lengra líður,” sagði Bryndís. -JH. LUKKUDAGAR: 31. maí 27627 ,Vöruúttekt aö eigin vali hjá. Liverpool.fyrir kr. 10 þúsund. Vinningshafar hringi ísíma 33622. "

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.