Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 19.06.1980, Qupperneq 1

Dagblaðið - 19.06.1980, Qupperneq 1
6. ÁRG. — FIMMTUDAGUR 19. JÚNÍ 1980 — 136. TBL. RITSTJÓRN SÍÐUMÚLA 12. AUGLÝSINGAR OG AFGREIÐSLA ÞVERHOLTI11.—AÐALSÍMI 27022. til einstakra embættismanna: Yfirvinnuorósentan er leyndarmál kerfisins Fjármálaráðuneytið neitar að upplýsa DB hvemig háttað sé föstum yfirvinnugreiðslum tii einstakra for- stöðumanna ríkisstofnana. í samtali við DB í morgun sagði Þorsteinn Geirsson, skrifstofustjóri í fjármála- ráðuneytinu, að það væri venja að gefa ekki upplýsingar um launakjör einstaklinga að öðru leyti en því hvaða launaflokki þeir eru í. Þorsteinn Geirsson kvað ákvæði um yfirvinnugreiðslur samnings- bundin. Forstöðumenn ríkisstofnana ættu ekki rétt á yfirvinnugreiðslum samkvæmt reikningi, og væri því greidd föst eða ómæld yfirvinna, sem oftast er 15—25% en getur orðið hærri. Prósentutölur þessar geta breytzt milli ára og eftir þvi hvaða einstaklingar gegna viðkomandi embættum. Ákvörðun um tilhögun þessara yfirvinnugreiðslna er tekin með tvennum hætti. Annars vegar er um þær samið i sérsamningi og gildir sú aðferð um skólastjóra og stöðvar- stjóra Pósts og sima. Hins vegar ákveður ráðuneytið, þ.e. fjármála- ráðherra og samninganefnd ríkisins, þessar greiðslur einhliða. Þess má geta að i samninga- nefndinni sitja háttsettir embættis- menn i stjórnarráðinu, ráðuneytis- stjórar og a.m.k. einn for- stöðumaður ríkisstofnunar. -GM. Farþegar hlaupa úl um neyðarút/’anp rélarinnar þegar eftir nauðlendinpuna. Slökkri- op sjúkralið er tilhúið. DB-mynd: ■ emm. Snilldaríeg nauð- lending Fokkersins — Farþegar og áhöfn sýndu fulla ró og rétt viðbrögð — sjá nánar á baksíðu Nauðlending Fokker-vélar Flugleiða á Keflavíkurflugvelli i gærkvöldi tókst giftusamlega og var samdóma álit áhorfenda að flugmönnum vélarinnar hefði tekizt lendingin meistaralega. Vélin fór frá Reykjavík kl. 18 til Vest- mannaeyja með 16 farþega og þriggja manna áhöfn. Er komið var inn til lendingar I Vestmannaeyjum kom í Ijós bilun í hjólabúnaði vélarinnar og var ekki unnt að koma hjólunum vinstra megin niður þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Vélinni var snúið aftur til Reykja- víkur og sveimaði vélin yfir borginni með annað hjólastellið niðri. Nauðlending var síðan ákveðin I Kefla- vik þar sem allar aðstæður eru hinar beztu. Vélin sveimaði yfir I hálfan annan tima og eyddi eldsneyti og allt var undirbúið á jörðu niðri. Flugvallar- slökk viliðið á Keflavíkurflugvelli sprautaðu kvoðu á brautina og almannavarnakerfi var sett I gang. Rétt um kl. 20 kom vélin inn til nauðlendingarinar og var aðeins annað hjólastellið niðri og nefhjólið. Raunar læstust hjólin sem niðri voru ekki, en þau héldu engu að síður. Vélin hélt réttri stefnu á brautinni þar til ferðin var orðin mjög lítil, en þá hallaðist hún niður á vinstri vænginn og snerist út af brautinni og hafnaði alveg utan brautar. Farþegar og áhöfn komu út um neyðarútganga og slökkvilið og sjúkrabílar þeystu aðvélinni. Allt hafði tekizt vel og voru farþegar þegar fluttir inn i flugstöðina. í morgun lá fyrir niðurstaða tcéknideildar Flugleiða á orsökum bilunarinnar. Sveinn Sæmundsson blaðafulltrúi sagði að brotnað hefði ró, sem héldi saman loftsylinder, er setur hjólin upp og niður. Við þetta fór þrýstiloftið af kerfinu. Þetta gerðist hægra megin, þ.e. þeim megin sem hjólið kom niður að hluta. Liklegt er að bilunin hafi orðið er hjólin voru sett niður yfir Vestmannaeyjum. Vélin hefur nú verið færð í skýli á Kelavikurflugvelli og er talið að viðgerð taki 4—6 vikur. Sveinn sagði að samkvæmt upplýsingum flugvirkja hefði átt að taka vélina inn á laugardag til þess að skipta einmitt um það hjólastell sem bilunin varð í. Hann sagðist ekki vita til þess að slik bilun hefði áður orðið í þessum vélum, en bilunin hefði gert það að verkum, að ekki var hægt að ná hjólunum niður meðhandafli. Fokkervélin bar einkennisstafina TF—FLO og var keypt fra Suður- Kóreu í vetur. -JH. Þessi myndaröð Magnúsar Gislasonar, fréttamanns DB ú Suðurnesjum, er tekin of sjúlfri nauðlending- unni ú KeflarikurflugreHi Igœrkvöld. Lengst til vinstri mú sjú vélina snerta flugbrautina og slðan hvernig hún rennur eftir bruutinni og út af henni ú myndinni lengst til hœgri. Þar mú einnig sjú farþega koma út úr vélinni eftir giftusamlega lendingu. DB-myndir: - emm.

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.