Dagblaðið - 19.06.1980, Side 11

Dagblaðið - 19.06.1980, Side 11
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 19. JÚNÍ1980. komizt í. Landið er á mjög mikilvæg- um stað hernaðarlega séð. Á Arabiu- skaganum, hinum megin við Rauða- hafið, er Suður Jemen og Djibouti stendur á milli Eþíópíu og Sómalíu. Vegna deilu tveggja síðasttöldu land- anna um Ogaden eyðimörkina hafa um það bil þrjátíu og fimm þúsund flóttamenn komið til Djibouti. Þar með er talið að íbúarnir séu orðnir um það bil tvö hundruð og níutíu þúsund. Peningar hafa borizt til landsins er- lendis frá vegna flóttamannanna. Bandaríkin hafa lagt fram fjórar milljónir dollara og er helmingurinn ætlaður til að standa straum af fram- færslu flóttamannanna. Vestur- Þýzkaland og ráðamenn hjá Efna- hagsbandalagi Evrópu hafa einnig lagt fram sinn skerf til aðstoðarinnar við flóttamennina. Peningar hafa einnig komið frá flóttamannahjálp Sameinuðu þjóðanna. Tilvera flóttamannanna í Djibouti er talin nokkur ógnun við friðinn i landinu. Flestir þeirra eru Sómalíu- menn sem flestir eru betur menntaðir en innfæddir. Samkvæmt lögum hafa þeir ekki heimild til að fá vinnu og því hefur nokkuð borið á þvi að unglingar úr þeirra hópi stundi óspektir og hnupl á almannafæri. Flestir búa í flóttamannabúðum sem að sögn starfsmanna Sameinuðu þjóðanna eru mjög vel reknar og til fyrirmyndar í þeim efnum. Þrátt fyrir mikla utanaðkomandi efnahagsaðstoð sem Djibouti hefur hlotið eru framtíðarmálefni landsins i óvissu. Iðnaður er lítill sem enginn. Höfnin i Djibouti hefur glatað 40% af fyrri viðskiptum á þrem árum. Ástæðan er sögð sú að borgara- styrjöld er í Eþíópíu sem einkum beindi viðskiptum sinum um höfn- ina. Járnbrautarteinar sem liggja þangað frá Djibouti hafa orðið fyrir miklum skemmdum vegna styrjaldar- innar. Auk þess eru Eþíópumenn sjálfir að gera Köfn á austurströnd- inni. Djibouti er lítið land eða aðeins 23 þúsund ferkílómetrar. Eins og áður sagði eru íbúarnir aðeins tæplega þrjú hundruð þúsund og þar af tíundi hver fióttamaður frá Sómaliu. Forsetinn, Hassan Gouled, er 63 ára að aldri. Landsmenn líta á það sem helzta hlutverk hans að hressa upp á efnahag landsins. Samningar eru nú í gangi við Eþíópíumenn um að þeir tryggi að lágmarksviðskipti fari um höfnina í Djibouti. Gouled forseti er einnig talinn líklegur til að geta orðið einhvers konar sáttasemj- ari i deilunni á milli nágrannarikj- anna Eþíópíu og Sómalíu um Ogaden landsvæðið. Gouled er af ættflokki sem er náskyldur Sómalíumönnum og hafa margir viljað að hann styddi þá gegn Eþíópíumönnum. Forsetinn hefur þó gætt þess vandlega að taka ekki afstöðu og halda hlutleysi sinu i deilunni. Deilurnar um Afganistan og íran setja mjög svip sinn á öll mál i Mið- austurlöndum. Bæði Sovétríkin og Bandaríkin lýta hýru auga til aðstöð- unnar í Djibouti, rétt við mynni Rauðahafsins. Bandarísk herskip hafa um nokkurt skeið komið á höfnina í það minnsta einu sinni í viku. Sovézk „rannsóknaskip” eru þar líka tíðir gestir. Sovézk yfirvöld leituðu nýlega til ráðamanna i Dji- bouti og óskuðu eftir frekari aðstöðu i höfninni fyrir skip sín. Að sögn vestrænna sendimanna i landinu hefur Gouled forseti ekki svarað Sovétmönnum ennþá. (Úr Int. Hcrald Tribune) Bæði bandarfsk herskip og sovézk „rannsóknaskip” hafa mjög lagt leið sina til hafna f Djibouti á undanförnum mánuðum. II MENNINGAR- KJAFTÆÐI Ég hitti gamlan kunningja minn á fömum vegi fyrir skömmu. Við höfðum ekki sézt i langan tíma. Hann er útgerðarmaður úti á landi og er yfirleitt á hraðferð þegar hann fer um Reykjavik. Þegar við höfðum heilsazt og rætt um veðrið, afkom- una og landsmálin yfirleitt, barst talið að Listahátíðinni og er ekki að sökum að spyrja, — áður en varði vorum við farnir, eins og reyndar allt annað fólk, að skeggræða um þann berrassaða „Snoddas” sem sóttur var alla leið til Japan. „Mikið helvíti var þetta gott á menningarsnobbið,” sagði kunningi minn, „þú getur verið handviss um að eftir nokkur ár vill enginn kannast við að hafa farið að sjá þennan jap- anska tuskuböll, ekki frekar en þegar þeir létu plata sig til að sjá Gösta „Snoddas” Norgren hér fyrr á árum og þrættu fyrir það í mörg ár á eftir." Ég sagðist nú ekki vera alveg sam- mála þessu, mér fyndist svo sem allt í lagi að farið væri svolítið út fyrir hefðbundna rammann og komið með eitthvað nýtt að lífga upp á stein- dauða höfuðborgina. „Fyrr má nú rota en dauðrota,” sagði útgerðarmaðurinn, „ef þettaer list þá mega þeir eiga hana fyrir mér.” Ég spurði, í hugsunarleysi, hvort hann hefði verið á sýningunni? „Nei, ertu frá þér maður, ég hef ann- að að gera en að glápa á svona dellu en ég las um þessa uppákomu í blöð- unum og það nægir mér alveg, svona menningu geta þeir átt fyrir mér þótt almenningur sé látinn borga þetta fyrir fámenna kliku sem ekki hefur annað að gera. Þetta er nú bara brot af allri andskotans vitleysunni,” bætti hann við og færðist nú allur í aukana, „sjáðu tónlistarprógrammið sem þessir aular bjóða uppá, fyrir utan dósabjöllukonserta er ekki ann- að hafa en hundleiðinlegan jass og einhverja poppgrúppu sem lítur út eins og hún hafi komið til landsins syndandi fyrir eigin vélarafli, þetta er alltsaman eitthvert gaul sem fólk verður að pína sig til að hlusta á — engin almennileg músík. Ég skil ekki hversvegna Sinfónían getur ekki spilað fyrir fólk nema hún komi til okkar út á land, — hér í Reykjavík er ekki hlustandi á hana. Mér er sagt að hún æfi i klofstígvélum og með sjó- hatta í Háskólabíói þegar rignir og Kjallarinn Leó M. Jónsson það er ef til vill ástæðan fyrir þvi hvað hún er spræk þegar hún kemur til okkar úti á landi— við eigum þó hús sem halda vatni a.m.k. Og hvað gerist ekki: Þegar við getum fengið þekkta þjóðlagasöngvara og „trúba- dúra” þá fiska þeir upp einhvern þýzkan drjóla, sem er frægur fyrir það eitt að hafa kjaftað sig út úr húsi hvar sem er.” Mér tókst að skjóta því inní að þessi þýzki hefði þó verið nokkurn- veginn edrú og hafði í huga þann sænska ístrubelg sem l'orráðamenn Listahátíðar þurftu að bera :i inilli sin augafullan hér um árið — goti ef það var ekki sama árið og „púrítanarnir” tóku af þeim japönsku klámmyndina frægu — stálu af þeim senunni og glæpnum. „Já Japan Japan,” segir kunningi minn og grípur andann á lofti, „mér þætti gaman að vita hver hann er þessi áhrifamikli umboðsmaður jap-' anska klofiðnaðarins hérna — það er eins og það sé að verða fastur liður á •Listahátíð, einhverskonar millifóta- konfekt frá Japan — hann er meira en lítill sölumaður þessi kóni eftir öllu aðdæma.” Þegar hér var komið var mér orðið ljóst að frekari viðræður leiddu varla til neinna veigamikilla niðurstaðna. Égspurði því hvernig útgerðin gengi. „Hún gengur ekki.En sjáðu til ég var nú ekki búinn að ræða þetta með Listahátíðina. Staðreyndin er nefni- lega sú að fólk er komið á kaf í alls- konar menningardund og kjaftæði — atvinnumálin eru hreinlega orðin' púkó og óinteresant, þeir mega ekki vera að þvi að fella gengið núna vegna anna í menningunni — menn- ingin er að verða einangrað fyrir- brigði úr öllum tengslum við atvinnu- lífið og um leið er þetta gervimenning og píp. En, á meðan ég man, hvað ert þú búinn að sjá á Listahátíðinni?” Þessi spurning kom eiginlega flatt uppá mig. Ég varð að segja eins og er að ég hefði ekki séð neitt, mundi ekki sjá neitt og mér væri ekki úr að aka með það, mér væri nákvæmlega sama um menninguna, byggi ekki einu sinni í Reykjavík, hvað þá heldur. Og svona eftirá að hyggja þá er manni Ijóst að það er ekki heiglum hent að velja list fyrir fólk og stjórn Listahátíðar er ekki öfundsverð af því hlutverki. En það skyldi nú aldrei vera að þeir sem mest gagnrýna Listahátíðina séu eins og við tveir, þ.e. nákvæmlega sama um fyrirbærið og allt aö því að vera hreinlega á móti menningunni?? Leó M. Jónsson tæknifræðingur. Kjallarinn Geir Andersen Þurftarfrekir þurfalingar Þótt margt misjafnt hafi verið gert heyrinkunnugt um störf og stöðnun alþingismanna, eru þær fréttir, sem nú hafa borizt landsmönnum um óbilgirni þeirra og heimtufrekju svo alvarlegar, að engin ástæða er fyrir -* ciiiít leneur. Alþingismenn hafa verið um nokk- urt skeið einhver öflugasti þrýsti- hópurinn í landinu. Auk hinna föstu launa eru flest nefndarstörf þeirra sérstaklega launuð, sem er sennilega viðurkenning fyrir aukaálag i eftir- vinnu, og ráðherrar hafa sérstök laun auk þingfararkaupsins. Þannig er forsætisráðherra kominn með yfir tvær milljónir á mánuði og aörir ráð- herrar, niu talsins, með rétt undir tveim milljónum króna! Virðing Alþingis veltur hreinlega á þvi, að þar sitji ekki þurftarfrekir þurfalingar, sem skari eld að sinni eigin köku, þegar aðrir verða að sitja við þröngan kost og sætta sig við til- boð frá þessum sömu mönnum á bil- inu 0,37% til 1,98% i þeim launa- flokkum, sem hvað mest þyrftu lag- færingu á launum. Þingmenn eru nú þeir einu, sem hafa fengið „samning- anaigildi”. Hvaö liggur eftir þingmenn? Landsmenn fylgjast gjörla með vinnubrögðum alþingismanna þann skamma tíma, sem Alþingi situr. Frá sjónarhóli hins almenna kjósanda eru störf alþingismanna léttvæg fundin og það meö réttu. Engin störf þeirra eru þess eölis, að ekki gætu aðrar opinberar stofnanir sinnt þeim störf- um, sem Alþingi á að vinna að. Lagasetningar myndu ganga mun hraðar fyrir sig, ef þær væru fram- kvæmdar af hinum ýmsu ráðuneyt- um beint. Þingfundir eru og oft með þeim hætti, að svo virðist sem það sé hrein geðþóttaákvörðun, hvort þing- menn sitja fundi þessa, og ekkert einsdæmi er að sjá svipmyndir frá Al- þingi, þar sem ræðumaður talar yfir tómum sölum eða þar sem þingmenn ráfa inn og út að því er virðist stefnu- laust eða hjala i eyra hver annars undir ræðuflutningi. Og hvers megnugir hafa þingmenn verið að koma hinum brýnustu mál- um í höfn, málum sem geta skipt sköpum um það, hvort landiö telst byggilegt á timum framfara og upp- byggingar í nálægum löndum, sem við höfum mest samskipti við? Hvernig hafa þingmenn staðið aö vegaframkvæmdum, uppbyggingu og skipulagi i orkumálum, varnar- málum og atvinnumálum, sem varða fiskiðnað og útflutning verðmæta úr þeirri atvinnugrein? í sem stytztu máli má segja, að á öllum þessum sviðum hafa þingmenn klúðrað eins rækilega og hægt er öll- um hugsanlegum farsælum lausnum, sem til greina geta komið, vegna ósamlyndis, atkvæðaþjónkunar og hræsni, sem einkennir svo mjög störf þeirra, sem á Alþingi hafa valizt. Má raunar segja, að þar séu konur i þing- liði einar undanskildar og tveir eða þrír af sterkara kyninu. Það verður að telja fullsannað nú, að íslendingar hafi ekki lengur efni á að kosta 60 alþingismenn af al- mannafé til þess að leika hlutverk svokallaðs löggjafarvalds, sem í raun er ekkert annað en skripaleikur og sýndarmennska. Efling fram- kvæmdavaldsins er brýn nauðsyn, en auðvitað munu þessir 60-menningar standa gegn því eftir beztu getu, og geta trútt um talað eftir að hafa sýnt í verki, hvar valdifl er í raun, með sam- hljóða ákvörðun um eigin launa- hækkun. Tillögumenn segi af sór Þótt þeir þingmenn, sem viðriðnir voru þessa óheillasamþykkt hafi að vonum ekki þótzt vera viðlátnir, er fréttamenn reyndu að ná af þeim tali, hlýtur það að vera skylda þeirra að segja af sér þingmennsku strax og þingforsetum hefur borizt beiðni þingflokka um að ógilda samþykkt þá, sem þingfararkaupsnefnd sam- þykkti samhljóða. Annað væri óskammfeilni og ögrun við lýðræðið i landinu. Þeir þingmenn, sem nú þegar hafa lýst glæpnum af höndum sér, eru menn að meiri, en þeir sem þagað hafa þunnu hljóði munu ævarandi skömm af hljóta og munu kjósendur muna þeim glæpinn er næst verður kosið, þvi enginn þeirra mun ná kosningu, ef landsmenn eru ekki al- gjörlega heillum horfnir um hags- muni sjálfra sin og þjóðarinnar. Rannsókn hefur verið sett i gang af minna tilefni en því, hvernig ákvörð- unin um 20% launahækkun þing- manna varð til, og varla hefði hækk- unin náð fram að ganga, nema þing- menn og þingflokkar beittu sér ekki gegn henni. Þingmenn eiga það skil- ið, að nákvæm rannsókn leiði í Ijós, hverjir áttu frumkvæðið. ^ „Alþingismenn hafa verið einhver öflug asti þrýstíhópurinn i landinu.” landsmenn au Iiua 3i>.

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.