Dagblaðið - 19.06.1980, Page 14

Dagblaðið - 19.06.1980, Page 14
14 DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 19. JÚNf 1980. Mikill leiklistaráhugi í Garðinum: ÍBÚANNA ER í gróskumikil starfsemi. Hyggjast hafa sérstakt kvöld til minningar völvu Suðurnesja Flestir hafa án efa heyrt talað um Litla leikfélagið í Garðinum. Litla leik- félagið hefur sýnt fjölda leikrita við góðan orðstír, nægir að nefna tvö þeirra, Þið munið hann Jörund og Spegilmanninn. Það síðarnefnda var frumsýnt á íslandi í Garðinum. Einn leikaranna í Litla leikfélaginu þýddi Spegilmanninn og er það leikrit sagt vera peningakista fyrir Litla leik- félagið. Til að forvitnast svolítið meira um þetta litla leikfélag brugðum við okkur, ég og Þorri Ijósmyndari, suður með sjó og litum við hjá Svavari Óskarssyni gjaldkera félagsins í Garðinum. „Við höfum farið með flest okkar verkefni út á land og það er óhætt að segja að við höfum fengið feikilega góðar undirtektir. Við fórum t.d. um miðjan maí til Húsavíkur og sýndum Spegilmanninn þar. Húsvíkingar urðu mjög hrifnir af þessu verki og það sagði við mig einn maður fyrir norðan að þó þeirra félag væri miklu eldra en okkar þá hefðu þeir aldrei fært upp barnaleikrit,” sagði Svavar. Þess má geta að Spegilmaðurinn er barnaleikrit, fært upp á óvenju skemmtilegan og ódýran hátt. Uppsetning leikritsins kostaði leikfélagið aðeins 150 þúsund krónur og mun það vera algjör lág- markskostnaður við uppsetningu leik- rits. „Spegilmaðurinn er dálitið sérstakt leikrit. Börnin í salnum eru virkir áhorfendur og taka þátt í öllu sem ger- ist. Leikritið er ætlað fyrir aldurinn 5, 6 og 7 ára. Við getum þvi endurvakið sýninguna á þriggja ára fresti þannig að hér er um framtiðarverkefni að ræða,” sagði Svavar. í Litla leikfélaginu eru um 110 manns, en alls búa í Garðinum um 800 manns. „Við höfum verið beðin um að koma með Spegilmanninn í sjónvarpið. Bryndís Schram hafði samband við okkur og sýndi mikinn áhuga. Einnig höfum við fengið boð frá áhugamanna- leikhúsi í Svíþjóð þar sem okkur er boðið að koma í haust og sýna einþátt- ung. Við höfum ekki ennþá ákveðið hvort við förum.” — Er eitthvað í veginum fyrir því að þið farið? „Nei, það másegja að það séekkert í veginum nema þá helzt að við eigum eftir að finna einþáttung til að sýna, verk sem við getum notað eftir að við erum komin heim. Einnig kæmi til greina aðsýna hluta úr stærra verki. Næsta vetur höfum við áhuga á að sýna leikrit sem unglingar geta tekið þátt í þar sem mikið er af unglingum í Svavar Óskarsson gjaldkeri Litla leikfélagsins i Garði, Hrafnhildur Jóhannsdóttir og Magnús Eyjólfsson félagar i leikfélaginu og Snati sem enn hefur ekki fengið inn- göngu. DB-mynd Þorri. Frá sýningu Litla leikfélagsins á Spegilmanninum. Það verk hafa þeir sjálfir þýtt og sett upp. Leikritið er óvenjulegt að þvi leyti að börnin eru virkir þátttakendur i öllu sem gerist. leikfélaginu. Þau vilja að sjálfsögðu einnig fá að starfa. Þá hefur einnig komið til tals að hafa eitt kvöld hér sem yrði eingöngu helgað Unu Guðmunds- dóttur sem betur er þekkt sem valva Suðurnesja.” — Hvernig stendur á þessum al- menna áhuga fyrir leiklist hér i þessu litla þorpi? „Ætli það sé ekki vegna þess hve lítið er um að vera hérna. Við vonum að úr því verði bætt á næstunni þar sem við eigum von á iþróttahúsi og sundlaug. Það er hræðilegt að börn hérna skuli ekki geta lært að synda og þar sem þau búa alveg við sjóinn,” sagði Svavar Óskarsson gjaldkeri Litla leikfélagsins í Garði. Þess má geta að Litla leikfélagið er aðeins 4 ára gamalt og ef það heldur áfram sem horfir þurfa Suðurnesja- menn og aðrir landsmenn ekki að kvíða tilbreytingarleysi. - ELA EINN ÁTTUNDIHLUTI LITLA LEIKFÉLAGINU GETZ ER ENN SÁ SAMI0G FYRRUM EYJÓLFUR MELSTED Bossa Nova ævintýrið. Víst lenti Getz i lægð á tímabiii. í slíkum þrengingum lenda listamenn gjarnan, en það er aðeins á færi þeirra sem standa ofar meðalmennskunni að rísa upp aftur. Kredduhjalið um Bossa- Nova tel ég ævinlega best afgreitt með orðum annars góðs jassmeistara og uppalanda, Gunnars Ormslev: „Hvað eru menn að þrátta um Bossa- Nova — þetta er bara jass.” Ákafir, en agaðir Og nú var Stan Getz mættur í Laugardalshöll með fjóra stráklinga meðsér. Þær fréttir höfðu borist með erlendum jassmönnum í vetur leið, að Getz hefði nú fram að tefla góðu liði, og réttur reyndist sá orðrómur. Strákarnir hans Getz eru kjarnalið, hörkuduglegir spilarar, kannski einum of ákafir i að sýna hvað þeir virkilega geta í sólóum sínum, en vel agaðir i samleik. Stefjasmíöar þeirra Andy Laverne og Chuck Loeb eru laglegar, i viðteknum stil jassins í dag skera sig ekki á neinn hátt úr. Lög Laverne höfðu þó á sér öllu meiri persónuleg þroskamerki. En nú er það svo í jassleik, að það er ekki Makalausir Kyrr á stallinum En hvað þá um Stan Getz sjálfan? Er hann kannski skugginn af þvi sem áður var? — Allavega ekki eins og hann lék í Laugardalshöllinni. Kann- ski er þeim vangaveltum best svarað með tilsvari gamals vinar míns og eins mesta Getzaðdáanda hérlendis, þegar ég spurði hann hvort goðið væri nokkuð fallið af stallinum? „Nei, ég held jafnvel að hann sé fast- ari þar en nokkru sinni fyrr.” Það var þakkarverð ráðstöfun Lista- hátíðarstjórnar að fá Slan Getz hingað. EM Schönbergtónleikar Listahátið f ReykjavBt 1980. Tónleikar Stan Gatz og kvintetts hans í LaugardatehöH, 14. júní. Þegar það fréttist, að Stjórn Lista- hátíðar í Reykjavík hygðist fá Stan Getz hingað, brostu sumir í kampinn og töldu nefndina nú hafa fullkomn-I að þjónustu sína við söfnunarhneigð-, ina. Hún teldi sem sé sitt meginhlut-' verk á sviði jassins, að gefa landan- um kost á að hlýða á fallnar stjörnur — gamla meistara, sem væru orðnir skugginn af sjálfum sér. „Þetta er bara jass" Álit þetta munu viðkomandi hafa byggt á lægð þeirri, sem meistarinn lenti í eftir að vinur hans, snillingur- inn Oscar Pettiford var allur, og síðan dómi kreddutrúarmanna um Líklega hefur það fælt marga frá því að sækja Schönbergtónleikana í Þjóðleikhúsinu að ekki skyldi auglýst sérstaklega að um verk hans fyrir tólftónasiðaskiptin yrðu leikin. Það er nefnilega enn til margt fólk, sem annars er iðið við að sækja tónleika, sem ekki er ginnkeypt fyrir tólftóna- músik, svo saklaus sem hún nú ann- arser. Ætíð stendur Schönberg, með sinum vönduðu vinnubrögðum fyrir sinu, að ekki sé minnst á þegar flutn- ingur allur er jafn frábær og í Þjóð- leikhúsinu umrætt kvöld. Frábœr söngur Strengjakvartettinn hljómaði að vísu dálítið þurr og mattur. Ekki var leiknum um að kenna, heldur húsinu. öll þessi tjöld og klæöi, sem nauð- J Rut L. Magnússon meðferð”. „makalaus hefur þótt óþarfi að halda upp á spjöldin eftir aö hljómsveitin fór í harmónikkuhúsið vestur á Melum. — En vel léku þau kvartettinn og frábær var söngur Sigrúnar Gestsdóttur i erfiðu hlutverki. Röddin stórkostleg ‘—--ArorA afhurðagóö. Rut var stórkostleg í Pierrot lunaire skyggði stórkost- leg frammistaða Rutar Magnússon á flest annað. Meðferð hennar á efninu var svo makalaus, að ekki gerði hið minnsta til þótt framburður væri í vissum tilvikum óskýr. Samvinna hljóðfæraleikaranna var einnig firna góð, og leikur þeirra snjall. Þegar kom að visunni í kvæðinu, sem Þorsteinn Gylfason nefnir i ágætri þýðingu sinni, „Kvöld- lokkur”, stóð málverkið úr sal Norræna hússins manni ijóslifandi fyrir hugskotssjónum, eða eins og það hljóðar í þýðingu Þorsteins: Með fáránlegum fimbulboga á fiðlu sína urgar Pétur. Á einum fæti eins og storkur krafsar fingri i fiðlustrengi. fyrir. Einu sinni var til þilveggur, sem slegið var utan um Sinfóníuna, meðan hún lék í húsinu, en líklega Býsna brothætt Píanólögin litlu sex eru varla Hreint makalausir tónleikar. - EM Lhtahátfð I Reykjavit 1980. TónUst Amolds Schönberg I Þjóðleikhúsinu. Stjórnandi: Paul Zukofsky. Flytjendur: Rut Megnússon, rödd; Slgrún Gestsdóttir, sópran; Rut IngóHsdóttir, fiöla og lágfiðla; Helga Hauksdóttir, fiöla; Staphen King, lágfiðla; Carmel Rus.il, knáflðla; Pátur ÞorvakJsson, knáfiðla; Bemard WHklnson/ flauta; Gunnar Egllsson, klarínetta; Anna MáHriður Sigurðardóttir, píanó. Efnteskrá: Strengjakvartett nr. 2 op. 10; Sex Iftil pianólög op. 19; Pátur í tungNnu op. 21. endilega stefið sjálft sem skiptir öllu máli, heldur meðferðin og úrvinnslan og síðast, en ekki síst, sveiflan. í þeim efnum var ekki undan neinu að kvarta, þar bar allt merki reynslu, lærdóms og frábærrar smekkvisi meistara Getz. byrjuð þegar þau eru búin og manni finnst eins og pianóleikarinn sé allan tlmann að hugsa um að missa ekki fingurna niður á milli nótnanna á borðinu. Anna Málfriður lék þau af nákvæmni og öryggi og gerði þau með leik sínum eins brothætt og hugsast getur. )

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.