Dagblaðið - 19.06.1980, Síða 24
Guölaugur heimsótti nokkra vinnustaði á Akure.vri og í iönaðardeild Sambandsins mátaði hann þessa forláta pevsu. Með honum á myndinni er Hjörtur F.iriksson verk-
smiðjustjóri.
A kosningafundi Guðlaugs á Akureyri:
„Kjósum við Guðlaug
þá kjósum við rétt”
þá kjósum
við hæfasta
manninn
Frá Atla Rúnari Haildórssyni, frétta-
manni DB á Akureyri:
Nú forsetakjöriðer fólkinu létt
þvi færa má heim um það sanninn
að kjósum við Guðlaug
þá kjósum við rélt
þá kjósum við hæfasta manninn.
Með þessari visu lauk Knútur
Otterstedt rafveitustjóri kosningafundi
Guðlaugs og Kristínar i íþrótta-
skemmunni á Akureyri í gærkvöld.
Þar var þéttsetinn fundarsalur, en
fundarboðendur töldu að fótbolta-
leikur Akureyrarliðanna Þórs og KA á
sama tíma hefði orðið tii þess að færri
sóttu fundinn en ella.
Steindór Steindórsson, fyrrum
skólameistari, flutti aðalræðu dagsins
og sagði þá „ábyrgð hvíla á okkur að
gera það gæfustund þegar við gengjum
inn í kjörklefann og veldum okkur for-.
seta.” Stemdór sagði Ijóst að „aðalbar-
daginn yrði milii Guðlaugs og
Vigdisar" og hann spurði fundarmenn
hvort væri betri undirbúningur fyrir
embætti forseta að starfa sem háskóla-
rektor og sáttasemjari rikisins eða
stjórna leikhúsi. Aðrir sem ávörpuðu
fundinn voru Guðrún Lárusdóttir hús-
móðir, séra Pétur Þórarinsson, Jón
Baldvin Halldórsson háskólanemi og
Gísli Jónsson menntaskólakennari.
Guðlaugur Þorvaldsson ávarpaði
fundinn síðastur ræðumanna og Elín
Sigurvinsdóttir söng við undirleik Ingi-
mars Eydal.
-SA/ARH, Akureyri.
Guðjón Ólafsson: „Höfóum nægan tima."
r DB-m ynd:-omm.
Guðjón Olafsson
flugstjóri:
„Þetta er alltaf
einhver heppni”
— áhorfendur sam-
mála um að
meistaralega var
lent
„Það er ekki gott að segja
hversu mikið hættuspil slík
lending er en þetta er alltaf
einhver heppni,” sagði Guðjón
Ólafsson flugstjóri eftir hina
giftusamlegu lendingu. Guðjón
stóð utan við Fokkerinn og var
ekki að sjá að honum væri
brugðið. Allir sem á lendinguna
horfðu voru sammála um, að hún
hefði verið meistaralega af hendi
leyst.
„Við förum eftir ákveðnu
vinnuplani i tilvikum sem
þessum. Við höfðum nægan tíma
og farþegarnir voru alveg rólegir
meðan á þessu stóð. Það er ekki
gott að segja hversu skemmd
vélin er eftir nauðlendinguna. Að
því er séð verður eru
skemmdirnar ekki miklar, en það
þarf að mæla hana upp og sjá
hvort hún hefur skekkzt.
Skekking er alvarlegasti
hluturinn.”
Baldur Ingólfsson
flugmaður:
Fyrir mestu að
enginn slasaðist
„Farþegamir sýndu mikla still-
.ingu, rétt eins og þeir hefðu ekki
gert annað en taka þátt i nauð-
lendingu,” sagði Baldur Ingólfs-
son aðstoðarflugmaður eftir lend-
inguna. Baldur sagðist ekki hafa
kviðið lendingunni svo mjög, þvi
þeir hefðu einmitt verið að æfa
slíkar lendingar undanfarna
daga. „Lendingin gekk alveg í
samræmi við þær æfingar,”
sagði Baldur.
Vélin héizt á brautinni al'veg
þar til hraðinn var oröinn svo m-
ill að vængendinn rakst niður og
vélin snerist út af brautinni. Þær
sekúndur voru lengst að líða. En
maður öðlast aukna reynslu við
slíkan atburð. Fyrir mestu var að
enginn farþeganna skyldi
slasast.”
emm/JH
Bakkjr tngóffsson: „Ritt ains og farpag
amif hafðu akfral gart annaó."
Elisabat Hikonardóttir: „Engin „panik"
umborð".
Elísabet Hákonar-
dóttir flugfreyja:
„Farþegamir
tóku þessu vel”
— farþegar luku allir
lofsorði á flug-
freyjuna fyrir frá-
bær störf
Elísabet Hákonardóttir flug-
freyja sinnti farþegum inni í flug-
stöðinni í Keflavík, enda voru
sumir enn nokkuð miður sín eftir
þessa lífsreynslu, svo sem eðlilegt
er. Farþegar luku allir lofsorði á
flugfreyjuna, sem undirbjó far-
þegana undir nauðlendinguna
þannig að engin hræðsla greip um
sig meðal þeirra.
„Það greip ekki um sig nein
„panik” um borð,” sagði Elisa-
bet og var hin rólegasta eftir
nauðlendinguna. „Það gafst svo
góður tími til undirbúnings. Það
voru góðir flugmenn sem stjórn-
uðu og farþegarnir töku þessu
eins vel og hægt er að búast við
þegar svona kemur fyrir.”
-JH.
Brynja Traustadóttir
farþegi:
„Égtreysti
flugmönnunum”
— og flugfreyjan
stjórnaði öllu
mjög vel
„Þetta er eins og hvað annaS,
sem maður lendir í, ” sagoi
Brynja Traustadóttir, farþegi í
Fokkervélinni eftir nauðlending-
una í gær, en Brynja var með
litla dóttur sína, ■ Tinnu
Guðmundsdóttur, um borð.
„Maður verður að taka þessu. Ég
var ekki hrædd því að ég treysti
flugmönnunum, en ég átti í
nokkrum vandræðum méð
barnið þegar þurfti að halda þjri
niðri.
Við fórum í loftið kl. 6, en
þegar við áttum að lenda í Eyjum
kom í Ijós, að eitthvað var 'að og
fljótlega sáum við að hjólin öðru
megin fóru ekki niður. Við undir-
bjuggum lendingu og höfðum
nægan tíma'. Flugfreyjan var
mjög róleg"og stjórnaði öllu mjög
vel. Ég treysti mér vel upp í flug-
vél aftur og trúi því að maður
lendi ekki í svona aftur.”
1 -JH.
Brynja Traustadóttir og T'mna: „Eins og
hvaó annað sem maður landir i. ”
DB-myndir: Ragnar Th.
frjálst, úháð dagblað
FIMMTUDAGUR 19. JÚNÍ1980.
Þingforsetar funda
um launahækkun:
Málinu
frestað
- líklegasta niðurstaða
forsetafundarins
í dag
Hnekkt eða frestað. Þingforsetar
taka ákvörðun í dag um hvort
ákvörðun þingfararkaupsnefndar um
20% kauphækkun til þingmanna
verður látin koma til framkvæmda eða
ekki. Ósennilegt má telja að þingforset-
arnir Jón Helgason, Sverrir Hermanns-
son og Helgi Seljan taki ákvörðun um
að hafna ákvörðun nefndarinnar,
miklu heldur að afráðið verði að fresta
því að ákvörðun nefndarinnar komi til
framkvæmda til haustsins þegar þing
kemur saman. Verði þá flutt stjórnar-
frumvarp um að laun þingmanna verði
framvegis ákvörðuð af kjaradómi, líkt
og er um laun hluta opinberra starfs-
manna.
Forsetum þingsins mun þykja hæpið
að hafna áliti þingfararkaupsnefndar
alfarið, ekki hvað sízt þar sem um
einróma ákvörðun nefndarinnar var að
ræða. Þýddi það að þeir settu sig upp á
móti áliti nefndarinnar án þess að geta
vísað málinu beint til alþingismanna
allra, en slíkt væri eðlilegast að gera
eftir að Alþingi kemur saman.
-BH.
Fjöldauppsagnir í
frystihúsum í Eyjum:
Vafi á lög-
mæti þeirra
Óvissa ríkir um hvort uppsagnir
starfsfólks í frystihúsum í Vestmanna-
eyjum, sem boðaðar hafa verið 1. júli
nk„ séu í samræmi við ákvæði „Ólafs-
laga” um tveggja mánaða fyrirvara
uppsagna og samdráttar i atvinnufyrir-
tækjum.
Óskar Hallgrímsson, deildarstjóri
vinnumálaskrifstofu félagsmálaráðu-
neytisins, sagði i samtali við DB í morg-
un að þessi mál væru nú i athugun.
Mestur vafi léki á því hvort Ólafslög
tækju til starfsfólks með kauptrygg-
ingu og mánaðar uppsagnarfrest. Það
ætti þóaðskýrast innan fárra daga.
Óskar Hallgrímsson kvaðst hafa
fregnir um það að frystihúsaeigendur
hefðu lýst því yfir að þeir mundu fara
að lögum þegar niðurstaða væri fengin
i þessu deilumáli.
-GM.
LUKKUDAGAR:
n. júní 3229
Hljómplötur aö eigin vali frá
Fálkanum fyrir 10 þúsund.
18. JÚNÍ 14411
Kodak F.ktra 12 myndavél.
19. júni 29856
Tesai ferðaútvarp.
Vinningshafar hringi
í sima 33622.