Dagblaðið - 28.06.1980, Blaðsíða 4
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 28. jUNÍ 1980.
DB á ne ytendamarkaði
FRYSTIKISTURNAR ODUM AÐ TÆM-
AST OG DÝRT AÐ FYLLA í ÞÆR Á NÝ
Kaf lar úr bréf um f rá öllum landshornum
Fjölmörg bréf hafa borizt Neyt-
endasiðunni nú síðustu vikur og fara
hér á eftir hlutar úr nokkrum þessara
bréfa:
Bolungarvík
„Mér finnst heildarupphæöin fyrir
mat og hreinlætisvörur ekki há
miðað við að inni í tölunni er ýmis-
legt sem keypt er á heildsölu, sem
endist þá lengur en mánuðurinn. Að
auki er þarna einn kjötskrokkur.
þetta urðu 32.757 kr. á mann að
meðaltali.
í dálkinum „annað”, sem var upp
á tæpa milljón, er m.a. olía fyrir 90
þúsund, feröalag sem kostaði okkur
rúml. hálfa milljón og bensín fyrir
nærri 136 þúsund. >að er um það bil
100 þús. kr. meira en undanfarna
mánuði. Það er ekki óeðlilegt því bíll-
inn var notaður til ferðalagsins. Svo
var víxill upp á 250 þúsund o.m.fl.,”
segir í bréfi frá húsmóður í Bolungar-
vík.
Keflavík
„Matur og hreinlætisvörur hafa
hækkað talsvert hjá mér sl. mánuð.
Skýringin á því er veizla i mánuðin-
um og einnig er allt að verða búið úr
kistunni.
Liðurinn „annað” hefur einnig
hækkaö töluvert, en við höfum líka
verið að láta lagfæra íbúðina, mála,
dúkleggja og svo framvegis,” segir
m.a. í bréfi frá Suðurnesjakonu. Hún
er með fjögurra manna fjölskyldu og
meðaltalið hjá henni er nærri 39 þús-
und á mann. í dálkinum annað er
upphæðin upp á rúma eina milljón
kr.
Garður
„Ég bý afskekkt og hef þurft að
keyra drenginn sem er sjö ára í skól-
ann á hverjum degi í vetur. Svo eru
nokkrar ferðir til Keflavíkur í viku.
Ég hef alltaf tvær heitar máltíðir á
dag, en reyni að spara með því að
nota fisk sem ég fær frítt,” segir m.a.
í bréfi frá húsmóður í Garðinum.
Hún er með tæplega 42 þúsund á
mann að meðaltali í mat og hrein-
lætisvörur en rúmlega 600 þúsund kr.
í „annað”. Þar af er bensínkostn-
aðurtalsverður.
Seyðisfjörður
„Þá er það maí. Við vorum ekki
heima i viku og þess vegna er matar-
reikningurinn svona lágur, eða rúm
29 þúsund á mann. Farið er til Akur-
eyrar tvisvar til þrisvar á ári þar sem
húsmóðirin er þaðan,” segir m.a. í
bréfi frá húsmóður á Seyðisfirði.
Liðurinn „annað” er upp á rúml. 1,5
milljónir, en þar af fer rúm milljón i
bygginguna. Að öðru leyti eru hæstu
útgjöldin í þeim lið gjafit, en þar i eru
tvær fermingargjafir og tvær stóraf-
mælisgjafir.
Vestmannaeyjar
„Mai var mjög dýr hjá mér. Rúm-
lega 113 þúsund kr. að meðaltali á
mann. En þar inni í er fermingar-
matur ásamt fæði fyrir þrettán gesti
sem ég fékk úr Reykjavík í nokkra
daga. Gallabuxur á þrjá stráka og
bolir hleypa Öörum kostnaði upp um
65 þúsund kr„” segir m.a. í bréfi frá
húsmóður í Vestmannaeyjum.
Kópavogur
„Maítölurnar eru nokkuð háar
þykir mér, en frystikistan var líka
galtóm og við keyptum kindaskrokk
og eitthvað fleira,” segir m.a. í bréfi
frá lesanda í Kópavogi. „Við fórum
úr bænum um hverja helgi en þá vill
maturinn sem keyptur er, alltaf verða
dálítið dýrari.” Meðaltalskostnaður-
inn í mat og hreinlætisvörum reyndist
vera tæp 47 þúsund kr. á mann.
Liðurinn „annað” var upp á rúmlega
644 þúsund kr. Bréfritari segir að sér
hafi blöskrað og fór að reikna
saman. Þá kom í ljós að þetta voru
bara skuldir og skyldur. Þá þurfti
einnig að búa barn í sveit og það tók
sitt.
Reykjavík
„í mánuðinum keyptum við tiu kg
af smjöri og þrjá væna skrokka,
þannig að upphæðin í mat var
nokkuð há,” segir í bréfi frá Reykja-
Nú er um að gera að notfæra sér
hið sérlega lága verð á gúrkunum.
Þær kosta núna 700 kr. kg. Hér er
uppskrift af sultuðum gúrkum,
„asíum” . Þetta er súr/sætt
meðlæti sem hentar sérlega vel með
öllu kjöti og einnig ofan á
kæfubrauð. Uppskriftin er dálítið
stór, en asíurnar geymast mjög vel.
15 stk. agúrkur
I Iftri edik
1/2 litri vatn
5 stk. laukar (meðalstórir)
1 pakki asfukrydd (má vera meira)
750 g sykur
1 hnefi gróft salt
Gúrkumar eru flysjaðar, klofnar
og skornar i ca 4—5 cm langa bita.
Kjarnarnir eru teknir frá.
Gúrkubitarnir eru látnir í fat eða skál
og grófa saltinu stráð yfir. Látnar
bíða til næsta dags. Þá er lögurinn
tilbúinn, edik, vatn, sykur og
asiukryddið soðiðsaman. Laukurinn
er flysjaður og skorin i báta og látinn
út i löginn. Honum er því næst hellt
yfir gúrkubitana. Geymist á köldum
stað í sjö sólarhringa og hrært í einu
sinni á dag með trésleif.
víkurhúsmóður sem reyndist vera
með rétt rúmlega 63 þúsund á mann.
Hún getur væntanlega huggað sig við
að meðaltalið verður þá lægra næst,
þegar hvorki þarf að kaupa smjör
eða lambakjöt.
Seðlarnir koma frá öllum
landshornum
Þetta eru aðeins smáglefsur úr
Þá er öllu skellt í pott og hitað vel
upp, að suðu en má alls ekki sjóða,
látið í tandurhrein glös og lokað
strax. Vel má láta rotvarnarefni út í,
1 msk. á litra.
bréfum sem okkur bárust með maí-
seðlunum. Reyndar varð heilmikið af
bréfum útundan í síðasta mánuði. Í
framtíðinni ætlum við að reyna að
birta bréfin jafnóðum. Við þökkum
öll tilskrifin. Margir hafa gaman af
þvi að lesa bréfin frá húsmæðrum
viðs vegar af landinu, þótt heyrzt
hafi að sumum þyki fullmikið um af-
sakanir hjá þeim yfir því hve upp-
hæðirnareruháar. A
Það sem skorið er innan úr
gúrkunum, kjarnarnir, má sem bezt
nýta í hrásalat, eða út í majones t.d.
með harðsoðnum eggjum.
-A.Bj.
Ígúrkutíðinni:
SÚRSÆTAR AGÚRKUR
NÝTT F0RM Á HBMIUSBÓKHALDINU
Öll útgjöld vikunnar nú sundurliðuð lið fyrir lið
TTrímilÍHh/ikbalH vikuna: til
Mat- og drykkjarvörur, hreinlætisvörur ogþ.h.:
Sunnud Mánud Þridjud Miövikud Fbnmtud Föstud Laugard
Saxnt —rr Samt Samt. Samt Samt Sanxt Samt
Orniur utgjöLd:
Sunnud Mánud Þridjud Miðvikud Flmmtud Föstud Laugard
SamL SamL SamL Samt Samt Samt SamL
Á Neytendasiðunni í dag birtum
viðnýtt form fyrir heimilisbókhaldið
okkar. Eins og lesendur muna eflaust
eftir vorum við búin að boða útkomu
heimilisdagbókar, sem átti að vera
eins konar undirplagg fyrir vegg-
spjaldið góða. Vel átti að vanda til
dagbókarinnar sem gerði að verkum
að útkoma hennar hefur dregizt úr
hömlu. Og þangað til bókin kemur
ætlum viö að birta formið á laugar-
dögum. Þeir sem taka þátt i
heimilisbókhaldinu geta klippt það út
og fyllt inn á dagleg útgjöld. Þannig
fæst betra yfirlit yfir hvað er keypt
hverju sinni.
Þetta er hluti af því formi sem
verður í Heimilisdagbókinni, en þar
verður að finna mjög nákvæma
sundurliðun á öllum útgjöldum til
heimilisins.
Innheimta á upplýsingaseðlum
hefur verið nokkuð dræm fyrir
maímánuð. Okkur vantar enn
nokkuð upp á að okkar „föstu”
viðskiptavinir hafi allir skilað sér.
Við hvetjum þá til þess að senda
okkur maí-tölurnar um leið og júní-
seðillinn fer í póst til okkar.
Nýja formið okkar sem birtist i
fyrsta sinn í dag skýrir sig sjálft.
Benda má á að hentugast er að skrifa
á dagblaðapappír meðkúlupenna.
Gangi ykkur vel.
-A.Bj.