Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 28.06.1980, Qupperneq 5

Dagblaðið - 28.06.1980, Qupperneq 5
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 28. JÚNÍ 1980. 5 Heilbrigðiseftirlit ríkisins óskar að ráða skrifstofumann til starfa frá og með 1. ágúst 1980. Laun skv. kjarasamningi opinberra starfsmanna. Umsóknarfrestur er til 15. júlí 1980. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist Heilbrigðiseftirliti ríkisins, Síðumúla 13, 105 Reykjavík. Umdæmistæknifrædingur Laus til umsóknar er staða umdæmistæknifræð- ings í Reykjanesumdæmi. Laun samkv. launa- kerfi ríkisins. Nánari upplýsingar gefur forstjóri FMR í síma 84211. Staðan veitist frá 1. ágúst nk. eða eftir nánara samkomulagi. Umsóknarfrestur er til 15. júlí nk. Fasteignamat ríkisins. KOSNINGA- SKRIFSTOFUR STUÐNINGS MANNA PÉTURSJ. THORSTEiNSSONAR Reykjavík. VESTURGATA 17: Kosningastjórn: Símar 28170 og 28518. Kjörskrá og utankjörstaðakosning: Símar 28171 og 29873. Sigtún v/Suðurlandsbraut Opiö hús — Lítið inn — Veitingar. Upplýsingar og kjörskrá símar: 39923,39924,39925 Bílaafgreiðsla símar: 39920,39921,39922. Hverfaskrifstofur og bílaafgreiðslur: - Sími Nes- og Melahverfi Vesturgata 3 29872 Vestur- og Miðbæjarhverfi, Vesturgata 3 28630 Austurbæjar- og Norðurmýri. Vesturgata 3 28630 Hlíða- og Holtahverfi, Grensásvegi 11 37378 Laugarneshverfi Grensásvegi 11 39823 Langholtshverfi, Grensásvegi 11 36944 Háaleitishverfi, Grensásvegi 11 39821 Bústaða- og Smáíbúða- og Fossvogshv. Grensásvegi 11 39822 Árbæjar og Seláshverfi, Grensásvegi 11 37379 Bakka- og Stekkjahverfi, Fremristekk 1 77000 Fella- og Hólahverfi, Fremristekk 1 77000 Skóga- og Seljahverfi, Fremristekk 1 77000 Reykjanes — kosningaskrifstofur Kópavogur: Rauðahjalla 1 45644 43829 Garðabær: Lyngháls 12 54084 Hafnarfjörður: Keflavík, Njarðvík, Sjónarhóli Reykjavíkurv. 22 52311 Grindavík, Sandgerði. Grundarvegi 23 Gerðar, Vogar, og Vatnsleysuströnd Njarðvík 92-2144 Seltjarnarnes: Vesturgata 17 R. 29873 Bakarar auglýsa einhliða hækkun á brauðum: „Neyddir til að baka undir kostnaðarverði" — segir f ramkvæmdastjóri Landsambands bakarameistara „Jú við vitum að það er ólöglegt að hækka brauðin í trássi við verðlagsyfir- völd, en spurningin er hvort þau geta neytt okkur til að framleiða brauð undir kostnaðarverði," sagði fram- kvæmdastjóri Landssambands bakara- meistara, Hannes Guðmundsson, í samtali við DB i gær. Landssambandið hefur auglýst hækkun á vísitölubrauðum um 20—39% frá 30. júní nk. í stað 9,5—14% hækkunar sem verðlagsyfirvöld hafa leyft. Hannes sagði að fundur hefði verið með verðlagsstjóra og formanni verðlagsráðs á fimmtudag þar sem málin hefðu verið rædd vítt og breitt og hefðu málin skýrzt. ,,f Ijósi nýrra upplýsinga verður kallaður saman fundur á sunnudags- kvöld hjá Landssambandi bakara- meistara og mun þar verða tekin endanleg afstaða til málsins,” sagði Hannes. -EVI. Bætur vegna fatlaðra: „Ferðaskrif- stof ur og hótel þora ekki lengur að skipta við fatlað fólk’" „Við höfum ekki orðið varir við þetta ennþá á íslandi, kannski af þvi að ekki eru farnar neinar sérstakar hópferðir með fatlaða,” sagði Theodór A. .Jónsson formaður Sjálfsbjargar — landssambands fatiaðra. Nýlega voru konu í Frankfurt am Main í Þýzkalandi dæmdar bætur frá hendi ferðaskrif- stofunnar Neckermann fyrir það að í Grikklandsferð hafði henni verið komið fyrir á hóteli þar sem dvaldi einnig hópur sænskra unglinga í hjólastólum. Konunni var dæmt háJfvirði ferðarinnar til baka á þeim forsendum meðal annars að „ekki væri hægt að loka augunum fyrir því að hópur fatlaðs fólks geti eyðilagt sumar- leyfisánægjuna hjá viðkvæmum sálum” eins og segir í dómsorði. Þetta er annað dómstigið af þrem í Þýzkalandi sem dæmir í þessu máli. Sjálfsbjörg, félag fatlaðra, hefur sent frá sér fréttatil- kynningu um málið þar sem meðal annars kemur fram óttinn við það að ferðaskrifstofur og hótel þori ekki lengur að eiga viðskipti við fatlaða eftir að þessi úrskurður var felldur. „í Svíþjóð og Danmörku, þá alveg sérstaklega Svíþjóð, hefur þetta verið opið og töluvert um hópferðir fatlaðra. Nú hefur hins vegar komið afturkast frá hótelum á Ítalíu og i Grikklandi og ótti við að taka á móti sliku fólki,” sagði Theodór. 20. þing Sjálfsbjargar fór fram á það við ríkisstjórn íslands, að hún mótmælti þessu við þýzku ríkisstjórnina þar eð þetta væri brot á mannréttindasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Ekkert svar hefur enn borizt við þeirri beiðni að sögn Theodórs. -DS. TORFÆRUKEPPNI — TORFÆRUKEPPNl - TORFÆRUKEPPNI BÍLAKLÚBBUR AKUREYRAR TORFÆRUKEPPNI VERÐUR HALDIN í MALARNÁMI BÆJARINS SUNNUD. 6. JÚLÍ KL. 14.00. 1. VERÐLAUN 300.000 2. VERÐLAUN 200.000 3. VERÐLAUN 100.000 UPPLÝSINGAR.OG SKRÁNING í VERZLUNINNI SKART, SÍMI 96-24840. SKRÁNINGU LÝKUR 12 TÍMUM FYRIR KEPPNI .BÍLAKLÚBBUR AKUREYRARL Grundarfjörður: Rauðgullinn brunahani Þessi dáfallegi brunahani í Grundarfirði tók á sig rauðgullna mynd þegar þær stöllur Sólrún ogJóhanna höfðu farið um hann höndum. Hann var heldur fölur áður en er nú rauður og sterkgulur þannig að ekki á að fara á milli mála hvar hann er niðurkominn. Sólrún og Jóhanna gera raunarfleira en að mála brunahana. Þærfara víða um plássið og mála það sem mála þarf t.d. staura og leiktækin á barna- leikvellinum. -DB-mynd JH. Valfrelsi: Kosið um þjóðaratkvæði jafnhliða forsetakosningum „Nei, enn höfum við ekki fengið svar frá ríkisstjórninni,” sagði Hilmar Guðjónsson, einn i framkvæmdanefnd hugsjónahreyfingarinnar Valfrelsis, er DB spurði hann um afdrif bréfs sem samtökin sendu ríkisstjórninni 17. júní sl. í bréfinu, sem er undirritað af Sverri Runólfssyni fh. Valfrelsis, er vísað í fyrra bréf Sverris til rikis- stjórnarinnar frá 18. október sl. þar sem óskað var eftir því að kosið yrði um almenna þjóðaratkvæðagreiðslu- löggjöf samtímis því sem kosið yrði til Alþingis í desember. „Þar sem Valfrelsi hefur ekki fengið svar við beiðni sinni ítrekar fram- kvæmdanefndin þá ósk hér nteð og fer fram á að kosið verði um áðurnefnda löggjöf sem fyrst. Auðvelt væri að láta fara fram atkvæðagreiðslu um lög- gjöfina um leið og kosið er til forseta 29. júní næstkomandi. Valfrelsi býður sig hér fram til að sjá um framkvæmd atkvæðagreiðslunnar,” segir i bréfi Sverris. -ÓV. EggertGunnarsson en ekki Gunnar Eggertsson Eggert Gunnarsson dýralæknir var i blaðinu á miðvikudag sagður heita Gunnar Eggertsson. Var það í viðtali við Sigríði Ásgeirsdóttur um Dýra- spítalann. Eggert er beðinn velvirðing- ar á þessum ruglingi. -DS.

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.