Dagblaðið - 28.06.1980, Page 7
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 28. JÚNÍ 1980.
7
Fram og til baka Kef lavík-New York:
FLUGFERÐ Á
SPOnPRÍS
Það verður ekki amalegl að kom-
ast með júmbó-elephant-þotu frá
Keflavík til New York og til baka
fyrir „spottprís”: sama verð og einn
leikhúsmiði kostar.
Það er nú einmitt það sem við
eigum kost á þegar hinar ódýru ferðir
hefjast 3. júlí í Gyllta salnum á Hótel
Borg kl. 10 á kvöldin og standa þær
til boða hvert kvöld allan júlímánuð.
Þetta er nú auðvitað pínulitil
fantasía því að það sem raunverulega
er að gerast er að Brynja Benedikts-
dóttir leikstjóri er að fara af stað með
Flugkabarett, unninn upp á nýtt úr
Flugleiknum, sem sýndur var á veg-
um Þjóðleikhússins á vörusýning-
unni í fyrra og á Kjarvalsstöðum við
góða aðsókn.
«c
Flugstjórinn, Gísíi Rúnar Jónsson,
tekur sig vel út í flugbúningi fram-
tíðarinnar. Ekki eru flugfreyjurnar
siður augnayndi, þær Saga Jóns-
dóttir, Guðlaug Bjarnadóttir, Edda
Þórarinsdóttir og Edda Björgvins-
dóttir.
DB-mynd Bjarnleifur.
„Það verður mikið um dýrðir.
Búningar flugfólks eru afar skraut-
legir, gerðir af Sigurjóni Jóhannssyni
yfirleikmyndateiknara Þjóðleikhúss-
ins,” sagði Brynja þar sem hún var
að æfa leikflokkinn undir berum
himni í Hallargarðinum í vikunni.
„Vitanlega fá farþegar Loftferða-
félagsins Ice-Air í flugvélinni Flóka
Vilgerðarsyni hina beztu þjónustu,
teppi, kodda, blöð o.s.frv. Þeim á
ekki að leiðast í ferðinni því auðvitað
koma til alls konar uppákomur og
ekki má gleyma unaðslegri músík
Karls Sighvatssonar sem kryddar
vel.”
Gestir Borgarinnar geta byrjað
kvöldið snemma, fengið sér matar-
bita á undan sýningu og veitingar á
meðan á henni stendur en hún tekur 1
klst. Ekkisakarsvoaðstígalétt dans-
spor á eftir. Innifalið í flugmiðanum
er nefnilega diskótek fyrir og eftir
sýningu. Borgin verður opin til 3 á
nóttunni.
„Við erum að reyna að vekja upp
revíuformið, eins og það var og hét,”
sagði Brynja.
Höfundar leiksins eru hún sjálf,
Erlingur Gislason leikari og Þórunn
Sigurðardóttir leikari. Tvö hin síðast-
nefndu léku aðalhlutverk í Flugleikn-
um en aðrir eru í Flugkabarett.
Nokkur
lokaorð
Stuðningsmenn Vigdísar Finnbogadóttur til
forsetakjörs 1980 þakka keppinautum sínum
drengilega kosningabaráttu. Sömuleiðis þökkum
við samherjum okkar ötult og fórnfúst starf.
Við lögðum vonglöð upp í kosningabaráttuna.
Nú höfum við komist að raun um, að framboð
Vigdísar hefur snert þann streng í brjósti
þjóðarinnar sem íslenskastur er. Þúsundum
saman hafa landsmenn komið til liðs við Vigdísi í
kosningabaráttunni.
Nú hillir undir að björtustu vonir okkar
rætist. Kjör Vigdísar Finnbogadóttur í for-
setaembætti er sögulegur stórviðburður, -
stærri en svo að hann verði metinn til fulls nú.
Þannig gefst okkur nú tækifæri til þess að
móta söguna. Það gerum við hvert og eitt, - og öll
saman í kjörklefanum sunnudaginn 29. júní.
STUÐNINGSMENN
VIGDÍSAR
FINNBOGADÓTTUR
Lokahátíd
w
/
Laugardai
Lokahátíð íþrótta-
hátíðarinnar hefst
k/. 19.30 á morgun,
sunnudag, á Laugar-
dalsvelli og iýkur í
Laugardalshöllinni - ■
kl. 2 e.m. með f/ug-
eldasýningu.
KL. 19.30
Hornaflokkur Kópavogs
undir stjórn Björns Guð-
jónssonar.
KL. 19.50
Hestaíþróttir:
íslenzki hesturinn sýnir
listir sínar eins og honum
einum er lagið.
KL. 20.10
Brimkló í öllu sínu veldi
ásamt Björgvin og
Pálma
leikur nokkur lög.
KL. 20.35
Fimleikasýning.
KL. 20.55
Fóstbræður
syngja nokkur lög af sinni
alkunnu snilld.
KL. 21.15
Vélhjólakeppni.
Ungir vélhjólakappar leiða
saman hesta sína.
KL. 21.30
Knattspyrna
atvinnumanna.
Meðal keppenda eru leik-
arar og alþingismenn.
Liðið skipa:
Leikarar: Bessi Bjarnason,
Randver Þorláksson, Gísli
Rúnar, Gisli Alfreðsson,
Sigurður Skúlason, Guð-
mundur Pálsson, Gísli
Halldórsson, Þórhallur
Sigurðsson.
Alþingismenn: Ellert B.
Schram, Friðrik Sophus-
son, Árni Gunnarsson,
Karvel Pálmason, Finnur •
Torfi Stefánsson, Sig-
urður Magnússon, Baldur
Óskarsson og Jóhann Ein-
varösson.
Hvort liðið sýnir betri
leik?
KL. 22.00
Hátíðarslit
KL. 22.00
Lokadansleikur. Hljóm-
sveitin Brimkló og
Björgvin Halldórsson
ásamt Pálma Gunnars-
syni. Kosningasjónvarp.
Sjónvarpað verður á þrem-
ur stöðum í Höllinni frá
úrslitum forsetakosninga.
KL. 02.00
Flugeldasýning.
Tökum öllþáttí í-
þróttahátíðinni.
Góð íþrótt — gulli
betri.